Morgunblaðið - 17.09.1991, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 17.09.1991, Blaðsíða 43
íOfc MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. SEPTEMBER 1991 43 rímað og stuðlað. Ég sé ekki að þetta hástemmda lof sé verðskuldað eða hér sé um meiriháttar bókmenntaviðburð að ræða. Síður en svo! Hallærisplanið Leirskáldin telja að góðir ljóðales- endur séu að verða sjaldgæf dýrateg- und, sem sé að deyja út. Þetta er sem betur fer hrapallegur misskiln- ingur. Þeir eru allir á sínum stað um landið allt og miðin. Konur jafnt sem karlar. Það virðist hins vegar svo að fólk nenni ekki að kaupa eða lesa óljóð, jafnvel þótt ýmsir fremstu óljóða- garparnir séu á gjafverði á bóka- mörkuðunum, hvað þá minni spá- mennirnir. Og útgáfufyrirtækin á hausnum. Allt á hausnum! Málskyni og málsmekk stórhrakar. Götumál, slettur og slanguryrði gerast æ ágengari. Það sorglegasta er þó að það er sífellt verið að troða óljóðum í kennslubækur barnanna og rugla þau gjörsamlega í ríminu. Viljandi er verið að bjóða börnum og ungling- um niður á „hallærisplan" óljóða, sem enginn hvorki nennir eða getur lært. Á dagvistarstofnunum og í grunn- skólunum á að leggja áherslu á að kenna börnum og unglingum ljúfu ljóðin góðskáldanna, þá fá þau rétta tilfinningu fyrir fögrum ljóðum og orðsnilld. Ljóðhefðin Þótt menningarvitarnir kjósi að neita staðreyndum, þá vita þeir og óljóða-hjörðin, að þjóðin er og hefír verið í einskonar verkfalli gagnvart óljóðum í hálfa öld. Styrkþegar í hópi ljóðskálda eru margir slíkir af- burða snillingar að enginn kann eitt einasta ljóð eftir þá! Við erum orðin hundleið á þessu óljóða-moldroki í augun og upp- blæstri úr áður gróskumiklum jarð- vegi íslenskrar ljóðahefðar. Væri ekki tímabært að fræða Háskólanema um ljóðstafí og „lyrik" og beina þeim sem fást vilja við ljóða- gerð að sérkennum íslenskrar ljóð- hefðar, sem þessi þjóð hefir varð- veitt ein allra í víðri veröld. Það var fróðlegt að frétta að rit- stjóri Morgunblaðsins Matthías Jo- hannessen eigi að flytja fyrirlestra um Jónas Hallgrímsson við Háskól- ann á komandi vetri. Húrra fyrir því. Meira af slíku! Það er táknrænt að fjöldi óljóða- garpa þykjast vera að laga sig að breyttum aðstæðum með því að stæla erlendar fyrirmyndir og telja nægj- anlegt að raða orðum lóðrétt og fylla línurnar af líkingarugli og myndgát- um og gerast æ háfleygari eftir því sem andleysið er meira! Það virðist staðreynd að lauslæti í ljóðagerð og lélegt málfar séu einskonar tvíburar. Ljóðskáld verða að skilja eitthvað eftir í hug og hjarta þjóðarinnar. Ýmsir eru því miður hættir að skynja mörkin milli ljóðhefðar og fíflaskap- ar! Þegar óljóðafarsóttin virðist hafa öðlast heilbrigðisvottorð frá Háskó- lanum, þá er farið að syrta í álinn! „Ef uppsprettan er gruggug verður öll áin gruggug." Höfundur er framkvæmdasijðrí í Reykjavík. Sólskinslög og söngvakeppni eftír Pétur Pétursson Margur furðar sig á þeim undar- lega sið Ríkissjónvarpsmanna að sniðganga að mestu íslensk lög og söngva þegar sýndar eru svipmyndir frá dreifðum byggðum landsins. í sólmánuði síðastliðnum sýndu sjón- varpsmenn einkar fagrar sólarlags- myndir norðan úr Skagafirði. Til þess að auka áhrifin og undirstrika fegurð og töfra sólarlags og sveita- sælu ómuðu rómantískir tónar. Sum- ir bjuggust við að heyra Ó, blessuð vertu sumarsól, Sól, stattu kyr þó að kalli þig sær, Skín við sólu Skaga- fjörður eða í Sól og sumaryl. Svo varð þó ekki — Varsjárkonsertinn eftir Richard Addinsell skyldi það vera. Atvikið sem hér er vitnað til er því miður ekki einsdæmi. í sjónvarps- mynd semsýnd var um fuglaveiðar í Drangey bar það eigi vott um góð- an smekk að kyrja Finlandiu, laga- bálk framandi þjóðar, þótt kórinn væri skagfirskur. Þá er þess skemmst að minnast að á föstudaginn langa, þegar gjörv- öll Guðs kristni minntist atburða dymbilviku, þá taldi Sjónvarpið henta hvað best að efna til eins konar kjöt- kveðjuhátíðar með öskudagsmúsík og ærslafengnu látbragði. Sinfóníu- hljómsveitin setti upp pappírshúfur og blés Kampavínsgalopp danska Tivolimannsins Lumbyes af lífs og sálarkröftum. Maður gat fullt eins búist við framhaldi á Kakadubar eða Skindbuksen, ef ekki stefnumóti í Jórukleif (Jorch's Passage). Kveðjulögin í dagskrárlok láta stundum undarlega í eyrum. Ætli þeir reyki mikið á kvöldvaktinni? Þeir virðast hafa mikið dálæti á „Smoke gets in your eyes" og spila í tíma og ótíma með íslenskum lands- lagsmyndum 5 lok dagskrár. Lagaval sjónvarpsmanna vekur oft furðu. Þeir virðast sjaldan muna eft- ir perlum íslenskrar hljómlistar. Þeim ætti þó að vera kunnugt um fjölda sönglaga sem Jón Þórarinsson fyrr- um forstjóri Lista- og skemmtideildar hefir raddsett fyrir Sinfóníuhljóm- sveit og væru einkar vel fallin til flutnings með íslenskum myndum, eða milli þátta sem og í dagskrárlok. Sama gildir um útsetningar Þor- kels Sigurbjörnssonar tónskálds og Árna Björnssonar tónskálds. Afstaða Sjónvarpsins til íslenskrar hljómlistar er furðuleg. Einu sinni ár hvert er rokið upp til handa og fóta og efnt til samkeppni um íslensk lög til flutnings í söngvakeppni Evr- ópustöðva. Þá blasir við augum flug- ferð og frami. Sigur á fjölþjóðavett- vangi. En hvernig getur þjóð sem sniðgengur sjálf sín eigin lög og Ijóð búist við árangri á erlendri grund? Sveinn Einarsson dagskrárstjóri Sjónvarps hefír þráfaldlega gefíð útvarpshlutsendum í skyn að hann væri áhugamaður um íslenska tónl- ist. Um þessar mundir hafa tónlistar ¦ Pétur Pétursson „Lagaval sjónvarps- manna vekur oft furðu. Þeir virðast sjaldan muna eftir perlum ís- lenskrar hljómlistar." menn og vinir þeirra efnt til átaks vegna smíði tónlistarhallar. Þar á margur eftir að eiga minnisstæðar stundir. En gleymum því ekki að hvert sjónvarpstæki í híbýlum hlust- enda er á sinn hátt „tónlistarhöll", að vísu minni í sniðum. Sjónvarps- menn verða að endurskoða afstððu sína hvað varðar lagaval. Sé það svo að þeir sniðgangi íslensk lög vegna Stefgjalda þá ber að greina frá því. Ef ástæðan er hins vegar sú að treyst sé á takmarkaðan plötufjölda tækni- manna þá ættu að vera hæg heima- tökin að bæta úr því. Tónlistardeild Ríkisútvarpsins gæti sem best séð Sjónvarpinu fyrir lögum og lagasyrpum sem henta hverju sinni. Af nógu er að taka. Höfundur er fyrrverandi þulur. INNIMARKADUR Fatnaóur, skóí, aúsáhalú a.íl. Sérstakt... Kostaboð iUÓ eMí&MUft Laugav. 116, s. 629030 ¦ ¦ MArtline TIL ALLRA NOTA Artline pennar eru til í miklu úrvali í bókaverslunum um allt land. Artline tússspennar endast lengi og eru fyrsta flokks vi6 leik og störf. Hagnýt greinaskrif Læriö aö skrifa blaöa- og tímaritsgreinar, minningargreinar, fréttatilkynningar o.fl. Á námskeiðinu veröur lögð áhersla á að kenna fólki undir- stööuatriði greinaskrifa. Markmiöið er að gera þátttakendum fært aö tjá sig f fjölmiðlum. Á námskeiöinu verður stuðst við nýútkomna bók um ritun eftir Ólaf M. Jóhannesson: Þaö er leikur að skrifa. Nánari upplýsingar og skráning alla daga íslma67 16 97 GRÆNT SIMANUMER 99 60 99 fyrir herbergjabókanir á Hátel Sögu ogHótel íslandi. Skráðu númerið í símaskrána, það lækkar símkostnaðinn næst þegar þú þarft á fyrsta flokks hótelherbergi að halda í höfuðborginni. ÍSLAND v/Hagatorg 107 Reykjavík Ármúla 9 108 Reykjavfk iókhalds- natn Markmið námsins er að þátttakendur verði fullfærir um að starfa sjálfstætt við bókhald og annast það allt árið. Ptím áem, eáál taj* tyttát éótóUtU feját éoátot é áéntiSá* ftummdmááeáU. A námskeiðinu verður eftirfarandi kennfc * Almenn bókhaldsverkefni * Launabókhald * Lög og reejugerðir * VEöisaukaskattur * Raunhæf verkefni, fylgislqöl og afetemmángar * Tölvubókhald: Fjárhagsbókhald viðsláptamannabókhald VlOSKip Launab ókhald Námskeiðið er 72 klst. Næsta grunnnámskeið hefst 17. sept. og bókhaldsnámið hefst 23. sept. Innritun er þegar háfin. Tölvuskóli Reykiavíkur 1 Borgartúni 28, sími 91-687590
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.