Morgunblaðið - 17.09.1991, Side 48

Morgunblaðið - 17.09.1991, Side 48
'MÖRGÍJNEíMÐIB PKlð'JTOfA®0R' SEPTEMB0R%901 "48 3 mismunandi tegundir, 2ja og 4ra manna, svo og burðarbíll. Alls konarfylgihlutir. Allar nánari upplýsingar gefur: Craftmax sf, Marás, símar 679311 -39140,^ ' \ Eritm aö hejja kynningu ogsölu á stórkosllegasla torfœrutaki sem hér hefur boöist. Torfierubifreið fyrir vötn, snjó og land 0DEXION MAXI-plastskúffur varðveita smáhluti --1a—iir—1» 'a na —ii—in—io 10 11 1 Margar stœrðir og litir fyrirliggjandi. LANDSSMIÐJAN HF. Verslun: Sölvhólsgötu 13 Sími (91)20680 Hortda *91 Civic 3ja dyra 16 ventla Verð frá 998 þúsund. GLi-special GREIÐSLUSKILMÁLAR FYRIR ALLA. OHOXDA VATNAGÖRÐUM 2A, RVÍK., SfMI 689900 Signrlaug Þ. Otte- sen - minning Fædd 11. júní 1921 Dáin 6. september 1991 Elsku amma mín, Sigurlaug Þ. Ottesen, er dáin. Þessi skínandi og margbrotna perrsóna er farin en í hjarta mínu situr eftir hlýr geisli; minningin, minningin um ömmu og mig á góðri stund í litlu íbúðinni hennar, ilmurinn af besta ömmumatnum smýgur inn í vitund mína og ég hverf aftur í tím- ann. Eg þarf ekki að hverfa langt. Al- veg frá því að ég var barn og þar til nú, átti ég þarna stað vísan. Stað fullan af fróðleik og visku, gleði og hamingju, hamingju yfir því að hún var til og að hún var amma mín. Ef mér leið illa eða átti í vandræð- um, leitaði ég alltaf fyrst til hennar, bar undir hana málið og lét hana svo leiðbeina mér í rétta átt. Nokkrum jólum eyddum við hjá henni þegar ég var lítil og í augum barns var litla íbúðin eins og höll og litla jóltréð gnæfði yfir manni upp- Ijómað og fallega skreytt eins og hún ein gat gert. í minningunni eru jólin hjá ömmu sveipuð glitrandi dýrðar- ljóma sem aðeins barnshugurinn get- ur framkallað. Eins eru kvöldin þeg- ar við komum frá Flatey, svöng og þreytt eftir langt ferðalag. Þá beið manns allaf góður matur og mjúkt rúm ásamt stórum skammti af hjartahlýju og gleði yfir því að við vorum komin til hennar, ömmu á Hringó. Tvö sumur bjó ég hjá henni þegar mamma og Þorvaldur voru í Hollandi og sá tími er mér ómetanlegt safn af minningum um okkur tvær saman. Hvað ég sat endalaust og tapaði fyrir henni í hinum og þessum spilum og varð aldrei leið, eins tapsár og ég er. Því á meðan á spilamennsk- unni stóð töluðum við saman um hluti sem mér fannst ekki hægt að ræða við neinn annan, hvergi annars staðar var hægt að fá réttu svörin við þeim spurningum sem komu upp í hugann. Hvílíkar gáfur og vit sem rúmaðist í litla kollinum hennar und- ir mjúka dúnhárinu. Hún gat verið þver og ákveðin og við þráttuðum oft um ýmsa hluti eins og oft vill verða þegar tvær kynslóð- ir mætast, en aidrei hvessti hún sig við mig eða skammaði og sambúðin gekk mjög vel. Hún sýndi því full- kominn skilning að ég var á þeim aldri að vera á næturgölti um helgar og að ég kæmi oft seint heim. Að því leyti fannst mér kynslóðabilið ekki vera neitt, nema mér tókst auð- vitað ekki að draga hana með mér út á lífið. Sumarið ’86 fórum við mamma og amma saman til Ítalíu og skemmt- um okkur vel í sólinni, skruppum til Feneyja og skoðuðum markverða hluti sem við höfum áður lesið og heyrt um. Og tvisvar kom hún með okkur til Hollands, en aldrei eftir að við fluttum þangað, þá var hún orðin of veik. Mig skortir orð til að segja elsku ömmu hversu mikils virði hún var mér og hvað ég elska hana. En ég veit að henni líður betur núna og þá þýðir ekkert að vera með eigingirni og vilja hafa hana hjá sér alltaf. Guð blessi ömmu mína og verndi hana á nýja staðnum þar sem ég veit að hún er umvafin ástvinum sín- um, föður, móður og bróður. Sigrún Amma mín. Amma mín var mér góð. Allar minningar standa í mér. Hún gaf mér margt_ þegar ég var lítil sem ég á ennþá. Ég sakna henn- ar mjög. A kvöldin bið ég bænir mínar fyrir mig og ömmu. Sigurlaug Dröfn Verkamannabústaðirnir við Hringbraut í Reykjavík eru tákn þeirra tíma þegar íslenskt alþýðufólk efaðist ekki um eigin samtakamátt og þekkti mikilvægi samstöðunnar. Þeir voru'byggðir áður en einstakl- ingshyggjan breytti okkur í örvænt- ingafulla skylmingarþræla í mis- kunnarlausri baráttu við náungann. Þeir sem þar lögðu hönd á plóginn hefðu átt a’ verðaðkomandi kynslóð- um hvatning til frekari dáða, en flest bendir til þess að okkur ætli að tak- ast að gleyma starfí þeirra og hug- sjónum enda gæti hvort tveggja raskað sálarró okkar sem þykjumst tæplega aflögufær með tíma, hvað þá meira, náunganum til handa. Ennþá erum við þó svo rík að eiga fólk sem geymir í hjarta sér minning- una um baráttu genginna kynslóða fyrir rétti lítilmagnans og þar sem meira er, heldur þeirri baráttu áfram hvert með sínum hætti. Bestu fulltrúar þessa óeigingjarna hugsjónafólks hafa þó verið að kveðja okkur einn af öðrum og verð- ur skarð þeirra vandfyllt í heimi þar sem háleitar hugsjónir eru gjaman kallaðar „tímaskekkja” og hin upp- runalega merking orðsins .jafnaðar- maður” er svívirt af þeim sem oftast skreyta sig með því. Og enn hefur tómarúmið stækkað því fækkað hef- ur í úrvalssveitinni. Tengdamóðir mín, Sigurlaug Þ. Ottesen, var jarðs- ungin frá Fríkirkjunni í gær. Hún var dóttir Þorláks G. Ottesen og Þuríðar Friðriksdóttur, en bæði eru þau kunnir baráttumenn í sögu verkalýðshreyfingarinnar. Hún var þriðja barn þeirra hjóna, en alls urðu börnin sex, fimm dætur og einn son- ur og eru fjórar dætur enn á lífi. Fjölskyldan flutti í verkamannabú- staðina, á Hringbraut 84, þegar Sig- urlaug var enn innan við fermingu og höguðu örlögin málum svo að þar varð hennar framtíðarheimili. Hún giftist Birni Þorgeirssyni 1943 og eignuðust þau þijú börn, Þorgeir, Ingibjörgu og Þuríði. Árið 1972 slitu þau samvistum og fljótlega eftir það réð Sigurlaug sig til starfa hjá Tryggingastofnun ríkisins. í fyrstu sinnti hún almennum skrifstofustörf- um en var síðan boðið starf fulltrúa og má fullyrða að það hafi verið til mikillar gæfu fyrir stofnunina og skjólstæðinga hennar. I þessu vanda- sama starfi fengu bestu eiginleikar Sigurlaugar að njóta sín í þágu þeirra sem minna mega sín. Þeir eru ófáir, jafnt öryrkjar, aldraðir og aðrir sem eiga undir högg að sækja í þjóðfélag- inu, sem fengu að njóta réttsýni hennar og þeirrar sterku réttlætis- kenndar sem henni var í blóð borin. Þeir sem til hennar leituðu með vand- amál sín lærðu að treysta því að hún gerði allt sem í hennar valdi stóð til að verða þeim að liði. Árið 1988 neyddist hún til að hætta starfí sínu vegna veikinda og hafði þá þráast lengur við en hollt gat talist. Þegar ég hitti Sigurlaugu fyrst fyrir 10 árum, skynjaði ég fljótlega að þar fór kona sem mátti treysta og því trausti hefur hún aldrei brugð- ist. Hún hefur staðið þétt við bakið á börnum sínum og fjölskyldum þeirra í blíðu og stríðu. Þegar aðrir vildu draga úr þá hvatti hún. Þegar auðvelt hefði verið að stinga höfðinu í sandinn, taka ekki afstöðu, þá tók hún af skarið. Þegar einhveijum fannst öll sund vera að lokast þá eygði hún oftast smugu. Orðagjálfur, innantóm loforð og sjálfvirkt kurteisishjal var henni mjög á móti skapi og maður gat tre- yst því að hún segði ekkert nema það sem hún meinti. Þá sagði hún það líka, hvort sem það hentaði manns eigin uppskrift eða ekki. Fyr- ir það verð ég henni ævinlega þakk- látur því fáir hafa verið mér jafn áhrifamikil fyrirmynd í hreinskipt- inni framkomu og hún. Það var líka hægt að treysta hugsjónum hennar. Það var nánast sama hvað við rædd- um, alltaf skein í gegn grundvallar- atriðið í afstöðu hennar til lífsins; krafan um jöfnuð, réttlæti og heiðar- leika. Hún var ágætlega vel að sér í heimsmálum og hafsjór að fróðleik á íslenskum vettvangi. Minni hennar var nánast óskeikult og mátti ég oft hafa mig allan við að fylgja henni þar sen hún geystist fram og aftur söguna og töfraði fram myndir af liðnum atburðum þannig að unun var að hlusta á. Og þegar talið barst að samtímanum og hitnaði í.kolunum hjá okkur, þurfti stundum að kæla sig niður með hressingu úr ísskápn- um og þá gat maður treyst því að finna upptakarann á sínum stað í skápnum yfir brauðbrettinu, neðri hillu, lengst til vinstri. Það var líka betra að setja hann þar aftur, því það var regla á hlutunum hjá henni Sigurlaugu. Óllu þessu mátti treysta allt til síðasta dags. Þrátt fyrir margra ára veikindi þar, sem hvert áfallið rak annað og fæstar fréttir voru upp- örvandi, varð hún æðrulausari og bjartsýnni og það var engu líkara en allir hennar bestu eiginleikar efld- ust við hveija þraut. Vegna starfa erlendis á undan- förnum árum gat ég ekki fylgst jafn náið með Sigurlaugu í veikindum hennar og annars hefði verið, en naut þó engu að síður Tnargra ógley- manlegra stunda með henni, síðast í lok ágúst. Ég gerði mér hins vegar grein fyrir því, þrátt fyrir fjarver- una, að fjölskyldan fór á vissan hátt stækkandi í þessum þrengingum. Annars vegar af kynnum sínum af fallegri konu, kjarkmikilli móður sem barðist hetjulega fyrir hveijum frest- inum á fætur öðrum svo hún mætti ljúka því sem Ijúka þurfti í þessu lífi. Hins vegar vegna þess að fjölskyldu- meðlimum fjölgaði jafnt og þétt á þeim árum sem Sigurlaug naut að- hlynningar á deild 11E á Landspíta- lanum. Starfsfólk þessarar deildar sinnir starfi sínu með slíkum ágætum að fyrir Sigurlaugu varð deildin hennar annað heimili og þar átti hún stóra fjölskyldu. Umhyggja starfs- fólksins, yfirvegun og hlýja í sam- skiptum við sjúklinga og aðstandend- ur þeirra er þeim dýrmætt vega- nesti, hvert sem leiðin liggur. Sá tími sem Sigurlaug var heima á Hring- braut var henni hveiju sinni afskap- lega dýrmætur: til þess að gera henni kleift að njóta sem flestra stunda þar naut hún aðhlynningar hjúkruna- rfræðings sem heimsótti hana reglu- lega og létti undir með henni á marg- víslegan hátt. Starf þeirrar góðu konu varð Sigurlaugu ómetanlegur styrkur, enda tókst með þeim vin- átta, byggð á gagnkvæmri virðingu. Ég rölti vestur á Hringbraut og settist inn í stofu til að skrifa þessar línur. Þar sem ég lít nú upp frá skrif- unum og horfi í kring um mig í litlu íbúðinni hennar Sigurlaugar, sem þó er svo undurstór, finn ég að í hjarta mínu er þegar búið að innrétta sams konar íbúð og þar situr hún Sigur- laug og bíður eftir mér. Við ætlum að fara að spjalla svolítið saman. Af nógu er að taka. Og af því að ég er viss um að þetta verða langar samræður þá ákveð ég að hafa vað- ið fyrir neðan mig og geng fram í eldhús til að sækja mér hressingu í ísskápinn. Ég treysti þvi að upptak- arinn sé á sínum stað. Ég treysti Sigurlaugu. Með virðingu og þakklæti. Þorvaldur Þorsteinsson Elín Ólafs - Kveðjuorð VÉLA-TENGI 7 ’ 2 Allar gerðir Öxull - í - öxul. Öxull - í - flans. Flans - í - flans. ÍÍMBteMiW & ©@ M. Vesturgðtu 16 - Simar 14680-132» Fædd 2. septeinber 1909 Dáin 8. september 1991 Amma okkar, Elín Ólafs, lést á heimili sínu 8. september síðastlið- inn, eftir langt og gott lífshlaup. Við nutum góðs af því að alast upp í kjallaranum hjá afa okkar og ömmu í Tjarnargötunni og var gott að geta hlaupið upp til þeirra, hvort heldur sem var til að fá hlýju og athygli eða þá bara til að segja: „Amma, ég veit að það er ljótt að sníkja en mér fínnst svo góðar rúsínur.” Eftir að við fluttum þaðan sóttum við mikið til afa og ömmu í Tjarnó. Ósjaldan sendi amma okkur niður að Tjörn með andabrauð og á ve- turna tók hún á móti okkur með kókómalti og kökum eftir skauta- ferðirnar. Þau tóku okkur oft með sér upp í sumarbústaðinn við Þing- vallavatn og eigum við þaðan marg- ar ljúfar minningar. Þar lærðum við að róa, veiða og ekki síst að njóta kyrrðarinnar í náttúrunni. Jóla- stemmningin er í hugum okkar óað- skiljanleg frá Tjarnargötunni, en þar kom öll fjölskyldan alltaf saman á aðfangadagskvöld og eru þær góðu stundir okkur ógleymanlegar. Amma var nett kona. Það var skemmtilegt og fróðlegt að hlusta á hana segja sögur úr gömlu Reykja- vík, sem hún gjörþekkti, enda fædd og uppalin í miðbænum. Hún hafði afdráttarlausar skoðanir á mönnum og málefnum, lýsti hlutunum á líf- legan og skemmtilegan hátt, enda einstaklega orðheppin og frábær húmoristi. Daginn fyrir andlát sitt voru barnabarnabörnin hennar einu sinni sem oftar í heimsókn hjá henni og lék hún þá á als oddi eins og alltaf í návist þeirra. Hún varð bráðkvödd næsta morgun, en þannig hefði hún án efa helst kosið að kveðja þennan heim. Það er viðeigandi að amma, sem ól allan sinn aldur í miðbænum, vérð- ur lögð til hinstu hvílu við hlið afa í gamla kirkjugarðinum í Reykjavík. Megi hún elsku amma hvíla í friði. Stína, Bjöggi og Dúsa ★ Minningargrein um Elínu Ólafs, sem biitist í blaðinu á sunnudag, bar yfírskriftina Elín Ólafsdóttir. Beðist er velvirðingar á þessari mis- ritun, um leið og leiðrétt er.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.