Morgunblaðið - 17.09.1991, Page 49

Morgunblaðið - 17.09.1991, Page 49
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. SEPTEMBER 19ftl 49 Minning: Húsvarsla og umsjón fasteigna: 60 kennslustundir 30. sept.-19. okt. 1991. Betri starfsárangur með bættum samskiptum: 12 kennslustundir 7.-9. okt. 1991. Umsjón og skipulag ræstinga: 21 kennslustund 16.-18. okt. 1991. Leiðbeinendur/kennarar í starfsfræðslu: 21 kennslustund 24.-26. okt. 1991. Vörustjórnun: 22.-23. Okt. 1991. Verkstjórnarnámskeið: 90 kennslustundir Hefst 28. okt. 1991. Leiðbeinendur/kennarar í starfsfræðslu: 21 kennslustund 4.-7. nóv. 1991. Ræstingarstjórar II: (Aðeins fyrir ræstingarstjóra) 30 kennslustundir 4.-7. nóv. 1991. IMámskeið í myndbandagerð: 56 kennslustundir Okt.-des. 1991. Vinnuvélanámskeið: 80 kennslustundir. Hefstínóv. 1991. Tjáning, framkoma og samskipti: 12 kennslustundir Námskeiðið er sett upp fyrir starfshópa innan eða utan vinnustaða. Upplýsingar og skráning í síma 91-687000 og 687440. IÐNTÆKNISTOFNUN ÍSLANDS, . . M # lóntæknistof nun Simi (91) 68 7000 n m iBm mm m in ■■■■■ ■■■■ 11 Friðjón Júlíusson búfræðikandidat Útsölustaðir: Stella, Bankastræti 3; Ingólfsapótek, Kringlunni; Brá, Laugavegi 72; Snyrtist. Gresika, Rauðarárstíg; Lilja, Grenigrund 7, Akranesi; Kaupf. Skag- firðinga; Kaupf. Eyfirðinga; Húsavíkurapótek; Vestmannaeyjaapótek. Fæddur 19. júlí 1912 Dáinn 6. mars 1991 Sá siður að kveðja látið fólk með minningarorðum í blöðum er sér íslenskur og viðhelst enn, sem betur fer, vil ég segja. í öðrum þjóðfélögum þekkist þetta eigi. Þar er einungis getið um lát þjóð- kunnugs fólks. I því fámenni sem við eigum við að búa, er hver ein- staklingur miklu meira virði en í þjóðfélögum er telja milljónir eða milljónatugi. Sá maður sem ég ætla að minnast hér með nokkrum orðum hafði óskað þess að láts síns yrði fyrst getið, eftir að útför hefði farið fram. Mér kom á óvart lát þessa ágæta kunnirigja míns. Við höfðum nokkrum sinnum hist á skemmtifundum Félags kennara á eftirlaunum, og síðast 2. mars, eða fjórum dögum fyrir lát hans, -sem bar mjög óvænt að, en hann hafði raunar gert ýmsar ráðstaf- anir vegna hjartasjúkdóms sem hann átti við að búa um árabil. Friðjón Júlíusson var Eyjamað- ur, fæddur á Fagurey á Breiða- firði, en ólst upp í Hrappsey að mestu. Voru foreldrar hans Júlíus bóndi Sigurðsson, ættaður af Mýr- um, og Guðrún Marta Skúladóttir frá Fagurey. Ungur lagði Friðjón út á skólaveginn. Hann nam fyrst í Alþýðuskólanum á Hvítárbakka. Búfræðingur varð hann frá Hólum 24 ára að aldri. Að prófi loknu þaðan hélt hann utan og nam búfræði í Danmörku og í Noregi. Kandidatspróf tók hann 1940 i Noregi. En þar lét hann eigi stað- ar numið í menntaleit sinni í bún- aðarfræðum. Framhaldsnám stundaði Friðjón síðast í Svíþjóð við landbúnaðarháskóla í Ultuna. Var það sjálft þjóðhátíðarár okk- ar, 1944, að hann stóð með próf- skírteini í höndum sem hálærður búvísindamaður. Starfaði þar næst ytra við störf tengd námi sínu. Heim var svo haldið og starfað á vettvangi landbúnaðar. Þannig var hann ráðunautur Búnaðarsam- bands Austurlands, starfsmaður Búnaðarfélags íslands og land- mælingamaður hjá Reykjavíkur- borg í tólf ár. Arið 1957 tók Friðjón að stunda kennslu með sínu fasta starfi, en fastur kennari gerðist hann við gagnfræðaskólann í Keflavík 1961. Árið eftir gerðist hann skól- astjóri við heimavistarskólann undir Vestur-Eyjafjöllum, að Selj- alandi. Þar var hann í þijú ár. Á þessum árum kynntist ég Friðjóni fyrst. Ég var þá skólastjóri á Suð- urlandi, og við sem kennslu stun- duðum á því svæði hittumst alltaf öðru hveiju, á mótum og nám- skeiðum. Mér féll maðurinn strax vel. Hann var stilltur og gætinn, átti þó til nokkra gamansemi, sem alls staðar prýðir mannlífið. Árið 1965 hélt Friðjón til Akur- eyrar, og gerðist kennari við gagn- fræðaskólann þar. Nokkrum sinn- um hitti ég hann að lokinni kennslu vetrarins á þessum stað. Mér fannst hann þreytulegur þá oft. Kennsla er kreíjandi starf, ekki síst á unglingastigi. Ekki get ég dæmt um kennslu Friðjóns, enda kynntist ég ekki þessum þætti starfs hans en samviskusam- ur mun hann hafa verið við það starf sem önnur er hann gegndi á langri ævi. Hann hætti kennslu- störfum strax og lög leyfðu að hann ætti kost á eftirlaunum. Var hann þá 67 ára og þrekið tekið að láta undan síga. Enn átti hann eftir 11 ár og sinnti þá áhugamál- um sínum. Hann bjó í Kópavogi, ásamt konu sinni, sem er sænsk, frá Gálve, og ber nafnið Ester Ingeborg, fædd Norström. Börn fæddust þeim hjónum fjögur, en þau eru þessi: Ragnheið- ur, kennari, fædd 28. apríl 1944, Guðrún, hjúkrunarfræðingur, fædd 25. maí 1946, Júlíus Lenn- art, kennari, fæddur 6. september 1950, Hjördís Hildigunnur, kenn- ari, fædd 21. júní 1955. Að framansögðu sést, að þijú af börnum þeirra Friðjóns og Est- erar hafa gerst kennarar, og fetað þannig í fótspor föðurins. Segir sína sögu. Ég sakna Friðjóns. Oft urðum við samferða í strætisvagni úr Kópavogi og í. Jafnan var þægi- legt við hann að ræða. Maðurinn var vel greindur. Ekki liggur mik- ið af rituðu máli eftir Friðjón, en eitt sinn sendi hann mér bækling er hann hafði tekið saman um Áburðarverksmiðjuna í Gufunesi. Ekki var hann ánægður með allt á þeim stað og hafði sínar tillögur um úrbætur. Rit þetta vakti víst ekki mikið umtal, enda var Friðjón lítill auglýsingamaður. Vafalaust hafa þó einhveijir þeir lesið rit þetta, sem málið er skylt. Nokkur eintök mun ég hafa selt af riti Friðjóns. Hann var skýr í málflutn- ingi sínum, ákveðinn og málefna- legur. Eitt sinn hlýddi ég á Friðjón flytja erindi í útvarpið. Var það um Hrappsey, hans uppeldjsstað, í þáttaröðinni Eyjar við ísland. Var erindið greinagott. Hrappsey á sér allmerka sögu, því að þar var prentsmiðja á árabilinu 1773 til 1794, er hún var flutt að Leirár- görðum. Hrappsey telst til Dala- sýslu og er í mynni Hvammsfjarð- ar, auk margra eyja þar allt um kring. Þarna voru æskuslóðimar hans Friðjóns Ingólfs Júlíussonar, en það hét hann fullu nafni. Að Friðjóni látnum sá ég ekki í neinu blaði hans getið. Með þess- ari samantekt minni vona ég að úr því sé að nokkru bætt. Heiðurs- maður er kvaddur. Ég minnist hans, mannsins með hvíta hárið og bjarta svipinn. Ástvinum hans votta ég samúð mína og virðingu. Auðunn Bragi Sveinsson SKEMMTILEG NÁMSKEIÐ í FULLRIALVÖRU Áætluð námskeið á haustönn 1991: BIODROGA ■r* Excelnámskeiö • Macintosh Excel er öflugasti töflunelknirlnn fyrir Maclntosh og PCI © 12 klst námskelö fyrir byrjendur og lengra komnal Tölvu- og verkfræöiþjónustan Grensásvegi 16 - fimm ár f forystu ♦V

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.