Morgunblaðið - 17.09.1991, Page 51

Morgunblaðið - 17.09.1991, Page 51
{fi@{ M3T4yr. ,vi íl'JÖAUUuulIH Qltt/ulQKUUHOM Ui> MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. SEPTEMBER 1991 51 Jón Sveinbjamarson Mið-Skála - Minning Það er eins og minningin um suma einstaklinga tengist ósjálfrátt ákveðnum eiginleikum og staðhátt- um. Þegar ég hugsa um Jón Svein- bjarnarson koma mér samstundis í hug eljusemi og kappsemi, einlæg guðstrú og drenglyndi. Og auðvitað koma fjöllin, Eyjafjöllin, alltaf jafn- framt í hugann. Það er sagt að umhverfi og aðstæður móti skap- höfn manna ekki síður en erfðir. Þegar ég kynntist Jóni, fann ég fljótlega móta fyrir fjöllunum í lynd- iseinkunn hans. Jón Þorbergur Sveinbjarnarson fæddist á Ysta-Skála undir V-Eyja- fjöllum 21. september 1915. Hann var fimmti af tólf systkinum. For- eldrar hans voru hjónin Sveinbjörn Jónsson bóndi þar og Sigríður Anna Einarsdóttir. Foreldrar Sveinbjörns voru hjónin Jón Sveinbjarnarson sýsiuskrifari og Björg Guðbrands- dóttir, en faðir Jóns var Sveinbjörn Guðmundsson, síðast sóknarprestur í Holti. Foreldrar Sigríðar Önnu, sem ævinlega var kölluð Anna, voru hjónin Einar Tómasson, bóndi í Varmahlíð, og Þóra Torfadóttir. Jón Sveinbjarnarson ólst upp á barnmörgu heimili, bræðurnir voru sex og systurnar sex. Heimili þeirra Sveinbjörns og Önnu, foreldra Jóns, var glaðvært og þó marga munna væri að fæða og gestkvæmt væri, varð enginn var við annað en nóg væri að bíta og brenna og gestrisni við brugðið. Anna var hjartahlý og dugleg verkkona, sem vakti yfir velferð barna sinna. Engum getum þarf að leiða að því að mörg hafa handtökin þurft að vera og í mörg hom að líta. Anna var einlæg trú- kona og líkega hefur hún verið ein þessara búkvenna, sem áttu töfra- pott, sem aldrei tæmdist, sama hversu mikill grautur var tekinn úr honum. Það var eðlilegt að yngri mönnum verði hugsað til töfra, þeg- ar reynt er að leysa þá ráðgátu, hvernig þessum konum varð allt úr engu. Sveinbjörn, faðir Jóns, var gáfu- maður. Hann var um tíma organ- isti í kirkjunni og lengi meðhjálp- ari. Sveinbjörn var glaðvær og hress í framkomu og bjartur í viðmóti. Þegar ég kynntist Sveinbirni var hann aldraður mjög. Mér er þó minnisstætt, að mér fannst, mér langskólamanninum, illa ganga að ná vopnum mínum í orðræðum við þennan sjálfmenntaða bónda, sem alla sína ævi hafði allt sitt átt und- ir sól og regni. Sveinbjörn var eldhugi, og enn stendur hann mér fyrir hugskots- sjónum, gamall maður með vinnu- lúnar hendur, þegar hann hreifst eða eitthvað vakti sérstaklega áhuga hans, hvernig maðurinn fór á flug og lýsingar manna og at- burða leiftruðu í meitluðu málfari hans. Þá lifnaði hann upp sem hið kræklótta kjarr, þegar knappamir springa út á vorin. Þótt baráttan væri hörð á þessum árum, naut Jón Sveinbjarnarson góðs veganestis úr foreldragarði og hafði alla ævi skjól af Eyjafjöllun- um, hvert sem hann fór. Jón var snemma víkingur dugleg- ur til allra verka og gat verið með eindæmum kappsamur. Hann var sterkur vel og hugmaður mikill. Ungur fór hann til sjós, enda á þeim árum helst gull að sækja í greipar Ægis. Úti fyrir ströndinni hillti eyjarnar upp eins og ævintýra- heim og þangað fóru margir sunn- lendingar að sækja björg í bú. Um tíma fékkst Jón við útgerð. Líklega hefur hann verið kominn um þrítugt, þegar hann hóf nám í húsasmíði. Að því námi loknu fékkst Jón mjög við smíðar. Hann byggði og seldi og komst í álnir enda elju- samur og útsjónarsamur. Þegar ég var við háskólanám, keyptum við Anna fokhelda íbúð af Jóni. í því máli reyndist Jón mér vel í hví- vetna. Var honum og umhugað að hjálpa frænku sinni. Á þessum árum gekk Jón í Hvíta- sunnusöfnuðinn og hann mun reyndar hafa verið fyrsti yfirsmiður hinnar miklu kirkju þeirra hvíta- sunnumanna við Hátún í Reykjavík. Trúna á hinn allsvitandi og allsráð- andi guð hafði Jón drukkið með móðurmjólkinni. Hann var einlægur í starfi sínu í söfnuðinum og fylgdi honum til æviloka. Mér er minnisstætt hversu Jón hló innilega hér fyrr á árum, þegar við ræddum um Biblíuna. Mér gekk oft illa að skilja með heilanum, en Jón skildi með hjartanu. Efinn komst ekki að honum, sannleikur- inn var honum einfaldur og skýr. Slíkum mönnum verður trúin mikill styrkur. Húsið er byggt á bjargi, stormur og regn erfiðleika og mót- lætis hræra ekki þá undirstöðu. í starfi hjá Hjálpræðishernum kynntist Jón eftirlifandi konu sinni, Andreu Tómasdóttur. Andrea kom frá Færeyjum og reyndist hún Jóni hinn traustasti ævifélagi. Þau eign- uðust tvö börn, Fríðu, sem er gift Guðmundi Tómassyni, en þau eiga einn son, Jón Andra; og Sveinbjörn, sem leggur stund á vélstjóranám. Það blundaði alltaf í Jóni Svein- bjarnarsyni að gerast bóndi. Þó allt gengi í haginn í bænum og Jón spjaraði sig þar vel við húsasmíðar, undi hann ekki á mölinni. Fornmenn sögðu að römm væri sú taug, er rekka dregur föðurtúna til. Fjöllin heilluðu úr fjarska og minningin um æskuárin og dvölina í foreldrahúsum, tengslin við jörðina og gróðurinn, drógu Jón Svein- bjarnarson með taugum, sem voru sterkari en nokkrir stálvírar, undir Eyjafjöllin. Hann hugsaði sér að fást þar við smíðar jafnhliða búskap og festi kaup á jörðinni Mið-Skála, þar sem þau hjón bjuggu síðan. Reyndar keyptu þau sér líka íbúð í höfuðborginni, en hugurinn var undir fjöllunum og þar undu þau best. ValurR. Ulfars- son - Kveðja Fæddur 17. febrúar 1974 Dáinn 27. ágúst 1991 Löng verður nóttin nöturleg og dimm. En handan við fjöllin og handan við áttimar og nóttina rís turn ljóssins þar sem tíminn sefur. Inn í frið hans og draum er fórinni heitið. (Snorri Hjartarson: ,,Ferð“.) Með þessum orðum langar mig að minnast vinar míns Vals Rafns Úlfarssonar. Við kynntumst fyrst aðeins 6 ára gamlir, haustið 1980 þegar ég flutti á Alftanesið. Við vorum samferða í gegnum allan grunnskólann. Á þeim árum var margt brallað og prakkarastrikin voru óteljandi. A sumrin sigldum við og sulluðum í Bessastaðatjörn- inni og á vetuma voru skautar og sleðar dregnir fram. Þegar við elt- umst breyttust áhugamálin og vél- knúin ökutæki áttu hug okkar all- an. Eftir að grunnskóla lauk skildu leiðir okkar í náminu en samt hélst alltaf sama vináttan með okkur og samverustundirnar voru margar. Minningarnar eru óteljandi og söknuðurinn sár en minningin um Val lifir í hugum okkar sem þekkt- urry hann. Eg og íjölskylda mín vottum for- eldrum Vals, bræðrum, litlu bræðrabörnunum og öllum ættingj- um og vinum okkar innilegustu samúðarkveðjur. Smári Lsgsteinar Framleiðum allar stærðir og gerðir af legsteinum. Veitum fúslega upplýsingar og ráðgjöf um gerð og val legsteina. S.HELGASON HF STEiNSMIÐJA SKEMMUVEGI48. SIMI76677 t Þökkum auðsýnda samúð við andlát hjartkærrar móður minnar og tengdamóður, SIGRÍÐAR GUÐMUNDSDÓTTUR, Fellsmúla 5. Starfsfólki Hafnistu, Hafnarfirði, þökkum við góða umönnun. Hólmfríður Egilsdóttir, Viðar Kornerup-Hansen. Ég held að Jón Sveinbjarnarson hafí verið gæfumaður, einkum hin síðari ár. Hann átti góða konu og góð börn. Hann bjó þar, sem rætur hans stóðu dýpst, hafði nóg fyrir sig og sína og lifði guðrækilegu lífi. Mér er sagt, að þegar kallið kom, hafi hann verið við því búinn. „Mér er ekkert að vanbúnaði" á hann að hafa sagt. Hann var ern fram á síðasta dag svo að segja. Sjónin var aðeins farin að gefa sig. Jafnvel síðustu dagana féll honum ekki verk úr hendi. Það hlýtur að vera mikils virði að geta sáttur lagt út á móðuna miklu. Nú hvílir Jón Sveinbjarnarson í kirkjugarðinum á Ásólfsskóla, þar sem brekkan er farin að vera meira aflíðandi. Þaðan sér fram á slétt- una, fijósama og grasgefna. í ljarska lemur aldan sandinn og eyjarnar rísa úr sjó eins og risavax- inn hamraborg. Én uppi yfir gnæf- ir Holtsnúpur og Eyjafjallajökuli. Svo sannarlega hvílir Jón, viríúr minn, nú í faðmi Ijalla sinna, sem hug hans áttu og mótuðu svo mjög. Þar sem mætast svalur úthafsvind- ur og mildur fjallaþeyr og fjallið heillar a'la þá til uppgöngu, sem frelsi og útsýn þrá, felum við hann nú þeim guði, sem sólina skapaði. Konu Jóns, Andreu og börnum þeirra, systkinum og frændfólki votta ég samúð mína. Guðm. G. Þórarinsson Birting afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargfeinar til birting- ar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á ritstjórn blaðsins á 2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins í Hafn- arstræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Ekki eru tek- in til birtingar frumort Ijóð um hinn látna. Leyfilegt er að birta til-j , vitnanir í ljóð, tvö erindi, eftir þekkt skáld, og skal þá höfundar getið. Sama gildir ef sálmur er birtur. Meginregla er sú, að minning- argreinar birtist undir fullu nafni höfundar. + Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug vegna fráfalls BALDURS REYNIS SIGURÐSSONAR, Húnabraut 18, Blönduósi. Kristín Bjarnadóttir, Hulda Baldursdóttir, Sigurgeir Sverrisson, Sigurður Baldursson, Jóhanna Helgadóttir, Ingibjörg Bjarney Baldursdóttir, Helgi Jóhannesson, Reynir Baidursson, barnabörn og barnabarnabörn. + Astkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, stjúpfaðir, afi, langafi, tengdasonur og bróðir, - SVEINN VILBERGSSON vélstjóri frá Eyrarbakka, StigahUA 10, áður á Ásabraut 15, Keflavík, er lést 9. þ.m., verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju miðvikudaginn 18. sept- ember kl. 13.30. Fyrir mína tiönd og annarra aðstandenda, Þórunn Sigurlásdóttir. + Hjartans þakkir færum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför KRISTINS EIRÍKSSONAR, Goðheimum 11. Stefania Sigurjónsdóttir, Jón Guðnason, Guðni Jónsson, Sigrún Sveinsdóttir, * Kristín Jónsdóttir, Gísli Vilhjálmsson, Gunnar Jónsson, Guðfinna B. Kristjánsdóttir, Eiríkur Kristinsson, Kolbrún Eiríksdóttir, Ólöf M. Eiríksdóttir, Kristján Otterstedt, Birgir Eiríksson, Hólmfríður Ingvarsdóttir, Hólmfriður Eiríksdóttir, Gestur Helgason, Einar V. Eiríksson, Sigríður Ingvarsdóttir. + Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför eigin- manns míns, föður okkar, bróður, tengdaföður og afa, HAUKS GUÐMUNDSSONAR fyrrum verkstjóra, Vestmannabraut 56b, Vestmannaeyjum. Sérstakar þakkir fær starfsfólk Sjúkrahúss Vestmannaeyja og starfsfólk og stjórn Vinnslustöðvarinnar. Guð blessi ykkur öll. Theódóra Óskarsdóttir, börn, systkini, tengdadóttir, barnabörn og barnabarnabarn. í é i i

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.