Morgunblaðið - 17.09.1991, Síða 56

Morgunblaðið - 17.09.1991, Síða 56
56 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. SEPTEMBER 1991 „J/t/e hrxxtt óhstu eJginlega? " Með morgunkaffinu Því miður gct ég ekki hjálp- að. Hef ekki meira vit á bílum en kötturinn ... HÖGNI HKEKKVÍSI Ást er... fyrsti kossinn. TM Reg. U.S. Pat Off.—all rights reserved ® 1991 Los AngelesTimesSyndicate Nýaldarhyggjan sé vorboði ance merkir reyndar endurfæðing ef rétt er þýtt. Ég ætla ekki að fylla dálka Velvakanda með lofi um menn sem báru af öðrum, en einum get ég ekki gengið framhjá. Kapelluna hans litlu heimsóttum við í Assisi. Heilagur Frans kallast sá og er sagt að enginn hafí fetað trúlegar í spor frelsarans en hann. Reyndar komum við líka í kirkju heilags Antóníusar í Padúa en hann var í miklu uppáhaldi hjá séra Friðrik Friðrikssyni, stofn- anda KFUM á íslandi. Að mínu viti var séra Friðrik helgur maður. Hann hafði djúp áhrif á mig og hefur enn. Þar fór djúphugull maður og umburðarlyndur í besta máta. Ég hygg að umburðarlyndi sé svo samofið sannri kristni að ekki verði á milli skilið og ég held að nýaldarhyggjan sé vorboði, heilbrigt andsvar fólks við mengun hugarfars og umhverfis hér á jörð sem að vísu ekki er enn fullmót- að, en stefnir samt í áttina til lang- þráðrar aldar miskunnsemi, friðar og vonar. Úlfur Ragnarsson gerast áskrifendur að rituðu máli. Það getur orðið dýrt spaug að standa ekki í skilum. Svo bar til fyrir ári að ég vann með stúlku, sem keypt hafði orðabók. Bókin kostaði 3.000 krónur. Stúlkan borgaði út 1.500 krónur á sínum tíma, en greiðsla á eftirstöðvum dróst, sem getur verið skiljanlegt. Það er lítið eftir af mánaðarkaup- inu, þegar búið er að hirða af því öll lögboðin gjöld. Sjálf fékk ég til dæmis útborgaðar 10 þúsund krón- ur fyrir þrældóm hjá viðbótarat- vinnurekanda í sumarleyfismánuð- inum. Hefði líka verið tekið í skyldusparnað og barnsmeðlag stæði útborgun á núlli. En það er önnur saga. Jæja. Einn góðan veð- urdag fær unglingsstúlkan bréf frá lögfræðingi þar sem henni er hótað gjaldþroti þegar í stað greiði hún ekki 32 þúsund krónur. Og eigna- laus stúlkan sem var ekki í nokkr- um vafa um að hún stæði uppi með gjaldþrotastimpilinn um aldur og ævi út af einni orðabók flýtti sér að skrifa ávísun fram í tímann og bað fyrir hana. Enn ... Ég er ansi hrædd um að það þurfi að sortera fleira en innihald- ið í öskutunnum borgarinnar. Guðrún Jacobsen Þ»essir hringdu .., Tapaði veski Harpa hafði samband við Velvak- anda og sagði að á síðast liðinn þriðjudag hefði hún tapað veski sínu með öllu sem nöfnum tjáði að nefna, skilríkjum, kortum, peningum o.s.frv. Hún telur að hún hafi glatað veskinu á íra- bakkaplani eða í Amarbakka- hringnum í Breiðholti. Skilvís finnandi fær fundarlaun kæri hann sig um. Harpa er í síma 77839. Kettlingur fannst Linda hringdi til okkar. Hún var með villuráfandi kettling í fórum sínum. Svartur með hvíta bringu, um það bil 4 til 6 mánaða gamall og „góðu vanur“. Kisi er ómerkt- ur og fannst á Seltjamamesi að- fararnótt 7. september. Sá svarti er með símadömu og bráða- birgðaheimasíma 611430. Onnur flökkukisa Hringt var til okkar úr síma 675485. Þar barði upp á á sunnu- daginn köttur, nánar tiltekið læða. Um það bil 5 mánaða, hvít á bringu og maga, en að öðru leyti svört og brúnbröndótt. Þetta var í Frostafold í Grafarvogi og geta verður þess, að læðan er með rauða sjálflýsandi ól með svörtum hjörtum. Kötturinn ber sig eins og heimilisdýr. Úr týndist Guðlaug Ólafsdóttir hringdi og sagðist hafa týnt úri sínu, litlu kvengullúri af Pierpont-gerð. Guðlaug var í nokkrum vafa hvar hún hefði týnt úrinu, en taldi lík- legt að það hefði annað hvort verið á Hlemmi eða í Grafarvogi. Þetta átti sér stað síðustu helgi. Guðlaug er í síma 671090, ef ein- hver hefur fundið gripinn og vill koma honum á réttan úlnlið. Við hjónin komum heim úr ít- alíuferð með Ingólfí Guðbrands- syni í gær, 5. september, þar sem við höfðum ferðast á milli höfuð- setra ítalskrar menningar á liðnum öldum. Ferðin stóð í hálfan mánuð og tókst með þvílíkum ágætum Harkaleg- innheimta Það eru vinsamleg tilmæli til borgarfógetaembættisins, að það sýni þá tillitsemi, að eigandi hús- næðis sé látinn vita bréflega, ef eignin er komin á nauðungarupp- boð. Gamlar og þreyttar sálir, sem í óvitaskap hafa léð ættingja eða „vini“ veð í eigninni, eiga ekki að frétta það á skotspónum úti í bæ hjá þeim sem eru áskrifendur að Lögbirtingablaðinu, að skjólið þeirra sé komið undir hamarinn! Þá vil ég vekja athygli á öðru. Og það er viðvörun til þeirra sem að hugurinn hefur efnivið til úr- vinnslu lengi eftir og trúlega ævi- langt hjá mér og öðrum sem þátt tóku í förinni. I flugvélinni voru okkur borin íslensk dagblöð og tókum við Morgunblaðið til yfirlestrar. Þar var svo sem ekkert sérstakt að sjá nema þessi venjulega heimilisiðja okkar norður á Fróni að karpa um alla skapaða hluti af mismunandi miklu viti. Óvenjulega feitletruð fyrirsögn piýddi dálk Velvakanda sem tengdi saman tvö hugtök sem að mínu viti eru náskyld. Kristin trú og nýöld stóð þarna skýrum stöfum. Ahugi minn var vakinn. Ég hafði veitt því sérstaka at- hygli suður á Ítalíu að fallin menn- ing fomaldar bókstaflega endur- fæddist fyrir áhrif mikilmenna sem sóttu kraftinn til kristinnar kirkju og trúarinnar á frelsarann. Leonardo da Vinci, Giotto, Michelangelo og Rafael eru ef til vill kunnustu nöfnin, en þeir voru miklu fleiri sem unnu frábær menningarafrek á tíma endur- reisnarinnar svonefndu. Renaiss- Víkverji skrifar Athyglisverð frétt var sögð í fréttatíma Ríkisútvarpsins í fyrrakvöld. Þar var frá því sagt, að u.þ.b. 30 manns hefðu innritað sig í öldungadeildarnám á Hólma- vík. Ef rétt var skilið átti námið að fara fram í tengslum við Mennta- skólann á ísafirði, eins konar fjarnám. Hins vegar var uppiýst, að mikil óvissa væri um það, hvort af þessu námi yrði vegna þess, að menntamálaráðuneytið hefði neitað um fjárveitingu á þeirri forsendu, að hún væri ekki fyrir hendi. Engu að síður væri unnið að framgangi málsins og upplýst, að kostnaðurinn við þetta nám væri um 150 þúsund krónur nettó fram að áramótum. Eins og fréttin var sögð var ekki hægt að skilja hana á annan veg en þann, að þetta væri heildarkostn- aður, þ.e. um 5000 krónur á hvern nemanda. Ef það er rétt vaknar sú spurning, hvers vegna væntanlegir nemendur við öldungadeildina láta þennan kostnað þvælast fyrir sér. Af hverju borga þeir ekki einfald- lega 5000 krónur í skólagjöld fram að áramótum. Þá þurfa hvorki þeir né forráðamenn þessa náms að eiga nokkuð undir menntamálaráðu- neytinu í Reykjavík eða fjárveit- ingavaldinu. Ef hins vegar átt hefur að skilja fréttina á þann veg, að kostnaður væri 150 þúsund krónur á hvern nemanda fram að áramótum vand- ast málið en þá er kostnaðurinn líka ótrúlega mikill og fer að nálgast þann kostnað á nemanda yfir vetur- inn, sem varð til þess, að Reykjanes- skóla við Djúp var lokað. xxx Nú stendur yfir í Listasafni ís- lands skemmtileg sýning á myndum eftir Mugg. Sýningin mætti að vísu vera yfirgripsmeiri en engu að síður er ánægjulegt að skoða myndir þessa vinsæla lista- manns, sem dó langt fyrir aldur fram. Þá er ekki síður forvitnilegt að sjá í sýningarkassa frumgerð sögunnar um Dimmalimmm. Hins vegar vekur það undrun sýningargesta, að ekki skuli kostur á annarri sýningarskrá en bók, sem kostar 900 krónur. Hvað veldur? Hvað sem því líður er full ástæða til að hvetja fólk til þess að sjá þessa sýningu og kynna sér um leið ævi Muggs. Fyrir nokkrum árum kom út bók á vegum Lista- safns ASÍ og Sverris Kristinssonar um Mugg, sem Björn Th. Björnsson skrifaði. Þeir, sem vilja kynna sér æskuumhverfi hans og uppruna frá öðru sjónarhorni eiga þess kost í nýrri bók eftir Ásgeir Jakobsson um Bíldudalskónginn, Pétur J. Thorsteinsson, föður Muggs. xxx T-vjónusta banka og sparisjóða við Jtr viðskiptavini hefur á márgan hátt stórbatnað á undanförnum árum. Eitt dæmi um það er Ná- man, námsmannaþjónusta Lands- banka íslands. Þar hefur viðskipt- um námsmanna við bankann verið beint í einn ákveðinn farveg, sem auðveldar mjög viðskipti þeirra eða umboðsmanna þeirra við bankann og alla þjónustu við þá. Reynsla Víkveija af þessari þjónustu er í einu orði sagt frábær. Þess skal getið, að Búnaðarbank- inn mun vera með sérstaka þjón- ustu við námsnenn og fyrir skömmu birtust auglýsingar frá sparisjóðun- um um slíka þjónustu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.