Morgunblaðið - 17.09.1991, Side 57

Morgunblaðið - 17.09.1991, Side 57
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. SEPTEMBER 1991 57 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 691282 KL. 10-12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUÐAGS Snæfellsjökull trú- ar- eða nýaldartákn? Ýmsir kristnir menn virðast hafa litast mjög af þeirri skoðun að nýald- armenn „trúi“ á Snæfellsjökul og hann sé þannig trúartákn. Þetta er ekki rétt. í spádómum nýaldarfræða er talað um að hann sé ein af helstu orkustöðvum jarðar; og að hér eigi mikil andleg bylgja að rísa, vegna ákjósanlegra ræktunarskilyrða, sem eigi að verða mannkyninu til mikillar blessunar. í bréfi sem Michael Eyre, M.A. skrifaði aðalræðismanni Breta á íslandi, þann 4. maí 1921, vitnaði þessi fræðimaður í þekkingu sem hann hafði kynnt sér um ísland. Þar segir m.a. að hér sé sterkasta orku- stöð jarðarinnar, og miðpunkturinn sé Snæfellsjökull. Snæfellsjökull er tákn um leit okk- ar að hinu sanna um tilgang lífsins. Það er gott að horfa til hans á heið- skírum kvöldum og við roða sólar og leiða þannig hugann að andlegum sviðum. Það er gott að halda hátíð við rætur hans og minna sig enn frekar á þessa leit. Það er spennandi tilhugsun að hér búi sérstök þjóð í sérstöku landi með sérstakan til- gang. Verið getur að þessar fjöl- mörgu sagnir um tilgang íslands í veraldarsögunni eigi við einhver rök að styðjast. Kristnir menn hafa varað við því að ekki megi rugla saman dýrkun á sköpuninni og skaparanum sjálfum. Þar er ég sammála. Skaparinn er allt sem er alls staðar. Sköpunin er aðeins ysta birting hans, en það sem við fáum að sjá og njóta. Jafnt og Gullfoss er tákn um mikil- fengleika íslenskrar náttúru er Snæ- fellsjökull tákn um andlegan áhuga þjóðarinnar. Allir muna hve hátt nýaldaráhuginn reis á árinu sem leið. Þetta býr í þjóðinni. Virðingin fýrir andlegum auði þjóðarinnar er mikils- verð. Þegar andlegur áhugi er mikill er líf. Þegar andlegur dauði ríkir, er fólk lifandi dautt. Andleg rækt getur komið með hugsjóninni um betra líf fyrir allt mannkyn. I þessu getum við Islend- ingar verið í forvígi á þessu fagra landi elds og ísa, þar sem við getum ræktað sjónarmið okkar í friði og ró í óspilltri náttúru, hreinu landi og íjarri skarkala heimsins. Erlendum þjóðum þætti mikill akkur í að koma til heillar þjóðar sem ræktar sig and- lega. Hér geta þær fundið frið, farið upp á heiðamar og notið sín. Þetta gæti verið eitt göfugasta markmið Islendinga, að veita erlendum gest- um griðarstað og þjóna þeim á allan Botnlaus hít fárán- legra fjárfestinga I Islandsklukku Halldórs Laxness segir frá því þegar Jón Marteinsson fer með nafna sína tvo, Jón Hregg- viðsson og Grindvíkinginn, í bæjar- ferð í Kaupmannahöfn. Hann bendir þeim á nokkrar hallir sem hann seg- ir að séu reistar fýrir fé sem dansk- ir kaupmenn hafi kreist út úr fá- tækri alþýðu á íslandi. Þetta er auð- vitað satt, því Halldór Laxness fer aldrei með staðlausa stafi. Enn er alþýða íslands að reisa hallir en nú eru það hallir fyrir íslenska „athafna- menn“ og pólitíkusa, svo sem Leifs- stöð, Seðlabankahús, Perlan, ráðhús og fleiri monthús. Auðvitað er það íslensk alþýða sem fær að borga brúsann með sínum sköttum og skyldum. Hver ætti annars að gera það? Ekki má snerta fé fjármagns- eigenda og íslenskir „athafnamenn" eru alltaf að tapa fé sínu (sbr. öll gjaldþrotin) svo ekki eru þeir aflögu- færir. Fyrir mörgum árum ætluðum við, maðurinn minn og ég, að eign- ast „höll“ fyrir okkur og bömin okk- ar tvö. Það var gömul 90 m2 íbúð í gamla bænum. Verkstæði mannsins míns var innifalið í þessum 902 Á vinnustað mínum lá skattskráin frammi og það var fróðleg lesning að fletta henni. T.d. rakst ég á þar að einni athafnamesti lögfræðingur bæjarins greiddi ekki nema 2-3 hundruð krónur meira en við í opin- ber gjöld. Mig dauðlangaði til að hringja í hánn og spyrja hvernig hann hafi það, því það komi mér eiginlega nokkuð við þar sem ég sé konan sem borgi skattinn hans. Ekki varð úr að ég gerði þetta og okkur tókst á endanum að eignast „höllina“ okkar þrátt fyrir það að við, ásamt öðrum álíka fjáðum, borguðum skatta fyrir lögfræðinga og aðra fjár- magnseigendur. Hve lengi skyldi ís- lensk alþýða geta staðið undir óráð- síu misviturra stjómmálamanna? Nú em þeir búnir að sóa velferðinni, hún er fyrir bí. Hún er horfin í þá botn- lausu hít sem fáránlegar fjárfesting- ar hafa skapað. Nýjasta nýtt er það að stjómmálamenn birtast með iðr- unarsvip á sjónvarpsskjánum og segja „Eg ber fulla ábyrgð á þessari vitleysu." Hvernig? Eg er gömul kratakerling, en þegar mér fínnst að kratar séu orðnir of hallir undir íhaldið og famir að taka þátt í sukk- inu, þá sný ég mér lengra til vinstri. Ætli það verði ekki fleiri en ég sem gera það við næsta tækifæri. Gömul húsmóðir í miðbænum. hátt. Ef Snæfellsjökull getur minnt okk- ur á þetta á síðkvöldum, er ég hlynnt- ur því að hann sé tákn um betri tíð, ekki aðeins fyrir okkur íslendinga, heldur allt mannkyn. Með því er hann tákn nýrra tíma; nýrrar aldar; Nýaldar. Rafn Geirdal Vinningstölur iaugandaginn VINNINGAR FJÖLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐÁHVERN VINNINGSHAFA 1. 5aí5 o 2.811.166 A Z. 4 af 5^i 81.418 3. 4a15 122 6.907 4. 3aí5 4.190 469 Heildarvinningsupphæð þessa viku: 6.107.438 kr. upplýsingar:símsvari91 -681511 lukkuUna991002 Aldraöir, öryrkjar og aðrir þeir, sem ekki eiga heimangengt: Kem heim og tek aö mér fótaaögeröir, handsnyrtingu, litun og vaxmeöferö. Upplýsingar í síma 44462. Helga Þóra Jónsdóttir, fótaaðgeröa- og snyrtisérfrœöin* ítalska, spænska, enska, danska fyrir BYRJENDUR Upplýsingarog innritun í síma 20236. RIGMOR Li Teg. Sabrina 160x200 m/dýnum kt 99.840,- 180x200 m/dýnum kn 109.880,- Mikið úrval af alls konar hjónarúmum í mismunandi stærðum oggerðum. GÓÐ GREIÐSL UKJÖR *r' BÍLDSHÖFÐA20 - 112 REYKJAVÍK - SÍMI 91-681199 - FAX 91-673511 SIEMENS Kæli - og frvstitœki í mikiu úrvali! Lítið inn til okkar og skoðið vönduð vestur-þýsk heimilistœki! Hjá SIEMENS eru gœði, ending og fallegt útlit ávallt sett á oddinn! SMITH&NORLAND , NÓATÚNI 4 • SÍMI 28300

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.