Morgunblaðið - 17.09.1991, Qupperneq 60

Morgunblaðið - 17.09.1991, Qupperneq 60
ÞRIÐJUDAGUR 17. SEPTEMBER 1991 VERÐ I LAUSASOLU 100 KR. Morgunblaðið/RAX Réttað á sjávarkambinum Bændur á Vatnsnesi réttuðu fé sitt í Hamarsrétt á sunnudag. Réttin er í sérstæðu umhverfi, á sjávarkambinum við Húnaflóa. Læknar mótmæla vinnubrögðum heilbrigðisráðuneytisins: Rekstrarfé og Landakots skori Hægt að spara án þess að fjölga á biðlistum, segir heilbrigðisráðherra LÆKNAR sjúkrahúsanna í Reykjavík telja að þau geti ekki annað því viðbótarálagi, sem fylg- ir breytingu á rekstri St. Jósefs- spítala í Hafnarfirði og lokunuin skurðstofa við nokkur sjúkrahús á landsbyggðinni. Enn síður séu sjúkrahúsin í stakk búin til þess, ef rekstrarfé Borgarspítala og Landakotsspitala verði skorið nið- ur um 500 milljónir á næsta ári. Sighvatur Björgvinsson heilbrigð- vjíjjí'áðherra segir að hægt sé að ná fram hagræðingu og sparnaði í heilbrigðisþjónustu með mörgum öðrum ráðum og nærtækari lækn- um en að fjölga á biðlistum. Læknafélag Reykjavíkur „átelur harðlega þessa aðför yfirstjórnar heilbrigðismála að þeirri þjónustu, sem þegnar landsins hafa þegar greitt fyrir með sköttum sínum,“ segir í ályktun félagsins, sem kynnt var í gær. Undir ályktunina taka forsvarsmenn læknaráða Landspít- ala, Borgarspítala, Landakotsspítala og St. Jósefsspítala í Hafnarfirði, auk ^héraðslæknis Reykjanessumdæmis. Jóhannes Gunnarsson, formaður læknaráðs Borgarspítala, segir að verði rekstrarfé Landakotsspítala og Borgarspítala skorið niður um 500 milljónir samkvæmt fjárlögum, þýði það minni þjónustu þessara sjúkra- húsa. „Þó reiknað sé með 190 millj- ónum til framkvæmda vegna fyrir- tJugaðrar sameiningar sjúkrahús- anna, þá er slík sameining tímafrek. Samt er reiknað með að skera rekstr- arfé strax niður um hálfan milljarð.“ Á fundi Læknafélags Reykjavíkur í gær kom fram, að niðurskurður myndi fyrst bitna á biðlistasjúkling- um. Síðar kynni að koma til þess að vísa yrði sjúklingum frá. Nefnd voru dæmi, t.d. frá Svíþjóð, þar sem sjúkrahús, sem fékkst við krabba- meinslækningar, hefði gripið til þess ráðs að neita að taka við sjúklingum eldri en 70 ára. Heilbrigðisráðherra sagðist ekki vilja tjá sig um þær tillögur sem fyrir liggja í fjárlagafrumvarpinu um sparnað á ýmsum sviðum en þær verða kynntar í heild. „En ég spyr, hvaðan koma læknafélagsmönnum þessar fréttir um tillögur heilbrigðis- ráðuneytisins í fjárlagafrumvarpinu sem ekki er einu sinni búið að prenta? Mér heyrist á fréttum að verið sé að álykta og tala gegn hinum og þessum tillögum og eins og svo oft áður þegar hagsmunir heilbrigðis- stétta eiga í hlut, að ógna þá með dauða sjúklinga," sagði Sighvatur. Sjá fréttir á bls. 59. Veiðiþjófar í Trostansfirði; 30 laxar fundust dauðir Ekki vitað hvort notað var sprengiefni Bíldudal. LÖGREGLAN á Patreksfirði fékk tilkynningu frá Matthíasi Bjarnasyni, alþingismanni, á sunnudaginn að verksummerki við Trostansfjarðará hafi sýnt að þar hafi verið á ferð veiðiþjóf- ar. Um 30 dauðir laxar fundust á floti neðarlega í ánni og mikið blóð og hreistur I kring. í samtali við Matthías Bjarnason í gær kom fram að hann og eigin- kona hans höfðu verið í sumarbú- stað sínum í Trostansfirði um helg- ina og farið þaðan á sunnudags- morguninn. Matthías hafði síðan hringt í bónda í Arnarfírði og beð- ið hann að athuga hvort skrúfað hefði verið fyrir vatnskrana í bú- staðnum. Bóndinn.varð síðan var við dauða laxa neðarlega við ána og mikið blóð og hreistur allt í kring. „Eitt er víst að einhver hefur farið í ána og hagað sér svívirði- lega. Og ég á þá ósk heitasta að það náist í þessa menn sem svona haga sér. Þetta kemur manni ansi illa því ég hef verið að reyna að rækta ána með ærnum tilkostnaði og haft erindi sem erfiði,“ sagði Matthías í samtali við Morgunblað- ið í gærkveldi. Aðspurður sagðist Matthías ekki geta sagt hvort not- að hefur verið dínamít í ána eða net, en hann fékk upplýsingar í gærdag frá kunningja sínum sem fór og skoðaði ána, að fáeinir fisk- ar hafi sést lifandi í ánni. Morgunblaðið hafði samband við lögreglunna á Patreksfirði í gær um þetta mál, en fékk þau svör að enginn tími hafi gefíst til að rannsaka málið þann daginn vegna anna, og engar upplýsingar væru gefnar um málið fyrr en að rann- sókn lokinni. R. Schmidt. Könnun Félagsvísindastofnunar á lífsskoðunum Islendinga: Islendingar hafa meiri trú á samkeppni en aðrar þjóðir A móti sterkri einstaklingshyggju vegur óvenjumikil jafnréttiskennd ÍSLENDINGAR skera sig úr öðruin þjóðum vegna óvenjumikillar trúar á að samkeppni sé af hinu góða og hvetji fólk til nýsköpunar og vinnusemi. Islendingar leggja almennt mikla áherzlu á einstakl- ingsframtak og einkaeign, en á móti kemur að fáar þjóðir leggja jafnmikla áherzlu á jafnrétti og tekjujöfnun. Þetta kemur meðal annars fram í lífsgildakönnun Félagsvísindastofnunar, en niðurstöð- ur hennar voru kynntar í gær. Könnun Félagsvísindastofnunar er liður í Qölþjóðlegu samstarfs- verkefni um kannanir á lífsviðhorf- um. Könnunin var framkvæmd í þrjátíu löndum á síðastliðnu ári og voru fyrstu niðurstöður fyrir Evr- ópubandalagsríkin og Norðurlönd kynntar í gær. Svipaðar kannanir voru gerðar í mörgum löndum á fyrri hluta níunda áratugarins, hér á íslandi 1984. I íslenzku könnuninni kemur meðal annars fram að þjóðernis- kennd íslendinga er sterkari en hjá öðrum Evrópuþjóðum. Yfir helm- ingur þjóðarinnar segist mjög stolt- ur af þjóðerni sínu, og þótt íslenzk- ur her sé ekki til, segjast 77% til- búnir að beijast fyrir land sitt ef til styijaldar kæmi. Fleiri Islendingar telja sig til hægri vængsins en vinstri í stjórn- málum. Ríkiseign á fyrirtækjum hlýtur ekkert fylgi í könnuninni, en íslendingar leggja áherzlu á einkaframtak og einkaeign. Sjá umfjöllun á átta síðum í B-blaði.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.