Morgunblaðið - 19.09.1991, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 19.09.1991, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. SEPTEMBER 1991 Árvakur hf. býð- ur út 2. áfanga Morgunblaðshúss ARVAKUR HF. hefur boðið út byggingu 2. áfanga húss Morg- unblaðsins í Kringlunni 1 í Reykjavík. Er útboðið auglýst í blaðinu í dag. Stærð hússins sem boðið er út er 4.723 fermetrar eða 17.772 rúm- metrar. Húsinu skal skila fullfrá- gengnu 1. mars 1993. Þar verða ritstjórn, framleiðsludeild, auglýs- ingadeild, skrifstofur og afgreiðsla til áskrifenda. 1. áfangi Morgun- blaðshússins í Kringlunni var byggður árin 1983-84. í húsinu fer fram prentun blaðsins, pökkun til dreifingar og afgreiðsla, en hún mun flytjast í hinn nýja áfanga. Að sögn Haraldar Sveinssonar, framkvæmdastjóra Árvakurs hf. og formanns bygginganefndar, hefur EFTA: Fjórar þjóðir í viðræðum Fríverslunarbandalag Evr- ópu (EFTA) hefur undanfarið átt í viðræðum við Ungverja- land, Pólland, Tékkóslóvakíu og Tyrkland um fríverslunarsamn- inga. Að sögn Kjartans Jó- hannssonar, sendiherra Islands hjá EFTA, stendur nú yfir sér- stök samningalota við Tyrki, sem lýkur um eða eftir næstu helgi. Kjartan sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að viðræðum- ar við Tyrki væru lengst komnar, og mikill áhugi væri á að ljúka þeim sem allra fyrst. „Það er samningasprettur í gangi við þá núna, en reyndar eru jafnhliða fundir með Pólverjurn um fríverslunarsamning við þá, en þær viðræður eru ekki eins langt komnar og viðræðumar við Tyrki. Þessi lota stendur hugsanlega fram í næstu viku og ef þetta klár- ast ekki þá verður þráðurinn tek- inn upp aftur eftir mánuð,“ sagði hann. bygging 2. áfanga Morgunblaðs- hússins verið alllengi í undirbún- ingi. „Ef tilboð þau sem berast eru þannig að hægt sé að ganga til samninga, vonumst við til að geta hafið framkvæmdir í * nóvember næstkomandi," sagði Haraldur. Iceland Seafood: Guðjón lætur af stjórnar- formennsku STJÓRN Iceland Seafood, dóttur- fyrirtækis íslenskra sjávarafurða í Bandarikjunum, hefur staðfest úrsögn Guðjóns B. Ólafssonar stjórnarformanns, úr stjórn fyrir- tækisins. Á sama stjómarfundi, sem haldinn var í fyrradag, tók Jörundur Ragn- arsson kaupfélagsstjóri á Egilsstöð- um, við stjórnarformennsku í fyrir- tækinu. Morgunblaðið/Jón Gunnar Gunnarsson Unnið við fyrsta einbýlishúsið er rís á Sandbakka. í baksýn má sjá 60-70 m hátt fjarskiptamastur útvarpsins en það verður að víkja af svæðinu innan skamms. Ennfremur sést fjölbýlishús við Sand- bakkaveg sem afhent var fyrir skemmstu. Byggt á sandi á Höfn Höfn NYJUSTU byggingarlóðir á Höfn eru afrakstur uppdælingar úr firðinum og má með sanni segja að á þessum lóðum sé byggt á sandi. Svæðið er á fyrirhuguðu miðbæjarsvæði bæjarins og hefur þegar verið lokið við eitt fjölbýlishús á svæðinu sem stendur við Sandbakkaveg. Tólf íbúðir húsinu voru afhent- ar eigendum fyrir skemmstu. Stærð þeirra er frá 56 fm upp í 108 fm. Það dugar þó skammt til að anna eftirspuminni því þeg- ar em 27 manns á biðlista eftir kaupleiguíbúðum. Þá er byijað að byggja einbýlis- hús á Sandbakkanum. Þau verða byggð úr timbri og undir þeim er 2 metra malarpúði. Fyrstu íbúðir þar á að afhenda fyrir áramót. Annasamt hefur verið hjá iðnað- armönnum á þessu ári og sér ekki fyrir endann á því. Auk fram- kvæmda á Sandbakka er verið að byggja á Júllatúni auk við- haldsvinnu og fleiri framk.væmda sem unnið er að. - JGG. Breytingar í heilbrigðiskerfinu: Við viljum fá fjármagn frá þeim sem aflögufærir eru - segir Friðrik Sophusson fjármálaráðherra „EF EKKI er tekið á kostnaði við sjúkrahúsin nú stöndum við frammi fyrir að þurfa að draga enn úr þjónustunni, loka fleiri deildum og jafnvel heilu spítölun- um. Ég vil að skýrt komi fram að ríkisstjórnin öll stendur að til- lögum heilbrigðisráðherra um spamað. Við viljum fá inn nýtt fjármagn frá þeim sem aflögu- færir em til að geta haldið uppi þjónustu fyrir alla, skattamir duga þar ekki lengur.“ Þetta seg- ir Friðrik Sophusson heilbrigðis- ráðherra og bendir á að vitaskuld þurfi stjórnvöld að haga aðgerð- um sínum þannig að skilningur fáist og skilyrði til breytinga. Áform em um að hækka hlut neytenda í greiðslum fyrir ýmsa þætti heilbrigðisþjónustu. Friðrik segir að spamaður heil- brigðis- og tryggingaráðuneytis sé þrátt fyrir allt ekki meiri en svo að Umferðaröryggi bama auk- ið í nágrenni Breiðholtsskóla BORGARRÁÐ hefur samþykkt tillögur umferðamefndar um aðgerðir er auka umferðaröryggi bama í nágrenni Breiðholts- skóla. Á meðfylgjandi korti eru vænt- anlegar breytingar merktar inn með tölustöfum. 1. Við Arnarbakka framan við skólabygginguna er fyrirhugað að mjókka akbrautina og merkja inn gangbraut. 2. Gerð verður gangstétt norðan við Arnarbakka frá enda gang- stéttar við skóladagheimilið Bakka. Núyerandi gangstígaendar norðan Amarbakka verða fjar- lægðir og gangstéttin tengd við gangbrautina. Komið verður fyrir miðeyju á Amarbakka við skóla- dagheimilið og akbrautin breikkuð til vesturs, nægilega mikið fyrir strætisvagna og snjóruðningstæki. 3. Miðeyja kemur á Arnarbakka við biðstöð SVR vestan Dverga- bakka. Gangstétt að sunnan verð- ur stytt og gangandi vegfarendur taldir áður en ákvörðun er tekin um merkingu gangbrautar. 4. Sebrabraut á Amarbakka austan Dvergabakka verður lögð niður. 5. Miðeyja kemur á Amarbakka við biðstöð SVR austan Eyja- bakka, við stíg milli biðstöðvanna. Vegfarendur verða taldir. 6. Akbraut sunnan biðstöðvar SVR við Grýtubakka verður mjókkuð í 3,5 metra og komið fyr- ir samöldu. 7. Akbraut norðan Jörfabakka við biðstöð SVR verður mjókkuð í 3,5 metra og komið fyrir samöldu. Stígenda frá Vesturbergi verður breytt neðst við Arnarbakka og umferðargrind komið fyrir. 8. Akbraut norðan við Kóngs- bakka við biðstöð SVR verður mjókkuð í 3,5 metra og komið fyr- ir samöldu. 9. Arnarbakki austan Leira- bakka verður mjókkaður í 3,5 metra. Gerð verður gangstétt sunnan við Arnarbakka frá stíg úr göngum undir Breiðholtsbraut að biðstöð SVR. Þá verður sebra- braut vestan Leirabakka lögð niður og umferðargrindur settar við enda stígsins frá göngunum. 10. Malbik verður tekið upp við enda stígsins við Maríubakka, ”-■? -O- - -9- ADKJADDAX k-l Á L F A B A K K I I I I I Ö- ARNARBAKK I ------ i!i' Ferjub. V V £ «0 nn_3] I I I JL - qL "li mJ ^ AmarbaM* | 111 • Híl-- 1111 r i 'U MarfubaWr) \ r Breiðholts- Skóli f' 'p LJ s ■ ■ i Lagfæringar á umferðar- mannvirkjum í nágrenni Breiðholtsskóla kantur steyptur og gras sett í 11. Flýtt verður lagningu mið- framhaldi af graseyju meðfram eyju á Stekkjarbakka og gert ráð akbrautinni. Allur stígurinn verður fyrir gangbrautarljósum við gang- lagfærður. brautinfjA ná eigi útgjöldum þess niður í raun- gildi þeirrar upphæðar sem notuð var í fyrra. Hann kveðst vonast til að starfsfólk sjúkrahúsa taki þátt í að veija það velferðarkerfi sem lands- menn njóti. „Ef við tökum ekki á þessu núna verður að draga enn frek- ar úr heilbrigðisþjónustu. Það bitnar á þeim sem verr era staddir, hinir efnameiri munu einfaldlega leita þjónustu erlendis eða þar sem hana er að fá.“ Fjármálaráðherra er hlynntur hugmyndum um að leigja starfsfólki sjúkrahúsa og heilsugæslustöðva aðstöðu þar til aðgerða sem sjúkling- ar borga sjálfir. „Mér finnst þessar hugmyndir mjög athyglisverðar. Að mínu viti á að athuga hvort unnt sé með þessum hætti að stytta biðlista og bæta þannig þjónustuna. Það mætti nýta betur þá aðstöðu sem fyrir hendi er og láta þá sem efni ha’fa greiða fyrir aðgerðir í meira mæli en nú.“ Áformað er samkvæmt upplýsing- um Morgunblaðsins að auka hlut neytenda í greiðslum fyrir heilbrigð- isþjónustu. Rætt er um hærri gjöld fyrir þjónustu sérfræðinga, heilsu- gæslustöðva og heimilislækna. Jafn- framt að þrengja þann hóp sem ekki borgar fyrir tannlækningar og mun einkum horft til tannlæknisþjónustu í skólum. Þegar hefur verið gripið til aðgerða hvað lyfjakostnað varðar. Friðrik Sophusson segir nauðsynlegt að fá umræðu og vitund um kostnað við heilbrigðisþjónustu. Friðrik segir að í misskilinni vörn sinni á velferðarkerfinu hafi þing- menn, einnig úr stjórnarflokkunum, lamið niður hugmyndir um greiðslur að ákveðnu marki fyrir spítalaþjón- ustu. „Það mátti alls ekki ræða það að sjúklingar tækju þátt í að borga fyrir þjónustu á legudeildum," segir hann. „En ástandið skapar þá freist- ingu fyrir starfsmenn kerfisins að leggja fólk inn vegna hluta sem af- greiða má á göngudeildum. Þar þarf sjúklingur að borga fyrir sérfræði- þjónustu, rannsóknir og lyf, en fær þetta allt ókeypis ef hann liggur á spítaja. Og fólk trúir því varla. hvað þjónustan þar kostar í raun.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.