Morgunblaðið - 19.09.1991, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 19.09.1991, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. SEPTEMBER 1991 Slysatíðni og örygg- ismál sjómanna TÍÐNI DAUÐASLYSA Á ISLENSKUM FISKISKIPUM TlMABILIÐ 1971 TIL 1989 Á HVER 10 ÞtJSUND ÁRSVERK. 50 40 30 20 10 0 1971-74 1975-79 1980-84 1985-89 ÁRIÐ 1989 VORU ÁRSERK I FISKVEIÐUM 6.551 eftirMagnús Jóhannesson Síðustu vikur hafa birst hér á síð- um Morgunblaðsins viðtöl við lækn- ana Vilhjálm Rafnsson _ yfirlækni Vinnueftirlits ríkisins og Ólaf Ólafs- son landlækni um tíðni dauðaslysa hjá íslenskum sjómönnum og saman- burð við Norðurlönd. I viðtölum þessum hafa komið fram upplýsingar um ástand og þró- un þessara mála undanfarna tvo ára- tugi sem eru því miður bæði rangar og afskaplega misvísandi. í viðtali við Vilhjálm Rafnsson í Morgunblaðinu 11. ágúst sl., sem mun vera samhljóða erindi sem hann flutti á norrænni ráðstefnu um slys og slysavarnir á Akureyri síðla sum- ars, er fullyrt að tíðni dauðaslysa á íslenskum sjómönnum hafí ekki breyst á þijátíu ára tímabili og allar aðgerðir til að draga úr slysahættu á þessu tímabih hafi því til lítils ver- ið. I viðtali við Ólaf Ólafsson í Morg- unblaðinu 27. ágúst sl. er gerður samanburður á tíðni dauðaslysa á sjó á hveija 100.000 íbúa í hveiju Norðurlandanna og komist að þeirri niðurstöðu að við Islendingar stönd- um langt að baki frændum okkar hvað tíðni dauðaslysa varðar. A sömu forsendum mætti bera saman dauða- slys á sjó í Svíþjóð og Sviss og kom- ast að þeirri niðurstöðu að Svíar standi langt að baki Svisslendingum í forvömum. Samanburður á slysatíðni Það er frumskilyrði þegar bomir em saman hlutir að þeir séu saman- burðarhæfir þ.e.a.s. ef sanamburð- urinn á að vera marktækur. Þetta á jafnt við hvort sem gerður er saman- burður á slysatíðni • milli ára til að fylgjast með þróun eða samanburður milli landa til að meta stöðu með hliðsjón af ástandi mála hjá öðmm. Hlutfalislega stór þáttur sjávarút- vegs í íslensku þjóðarbúi gerir sam- anburð á slysatíðni byggðan á heild- armannfjölda í hæsta máta villandi um_ raunvemlegt ástand. Á íslandi eru sjómenn á fískiskip- um rúmlega 90% allra sjómanna, þannig að slysatíðni hjá fiskimönnum er afgerandi fyrir heildarþróun, auk þess sem það er staðreynd að slysa- tíðni hjá fiskimönnum er hærri en hjá öðrum sjómönnum hér eins og annars staðar. Til að bera saman breytingar á slysatíðni fiskimanna hefur verið notast við tölur Hagstofu Islands sem gefnar eru út árlega yfir fjölda ársverka í fiskveiðum, sem er að mínum dómi eðlilegasta viðm- iðunin, þó eflaust megi benda á aðr- ar viðmiðanir sem mæla sjósókn. I Noregi, svo tekið sé dæmi, hefur slysatíðni hjá fiskimönnum verið mið- uð við fjölda sjómanna án tillits til þess hvort viðkomandi stunda sjó- mennsku alfarið eða aðeins hluta úr ári. Það gefur því augaleið að beinn samanburður milli opinberra talna á Islandi og í Noregi er ekki einfaldur. Slysatíðni hjá íslenskum sjómönnum Á síðustu árum hafa yfirvöld sigl- ingamála, þ.e. samgönguráðuneyti, Siglingamálastofnun og siglingamál- aráð, en í því sitja fulltrúar sjó- manna, útgerðarmanna, Slysavama- félags íslands og dráttarbrauta og skipasmiðja, lagt aukna áherslu á Magnús Jóhannesson „Það er frumskilyrði að menn vandi upplýsinga- öflun, leiti fanga þang- að sem þær er að fá og síðast en ekki síst dragi marktækar ályktanir af niðurstöðunum. “ rækilega skoðun orsaka sjóslysa m.t.t. forvarnaraðgerða og stefnu- mótunar í öryggismálum sjómanna. Hafa þessir aðilar ýmist einir eða í sameiningu beitt sér fyrir ýmsum aðgerðum með þátttöku sjómanna sem hafa haft mikil áhrif að mínum dómi, þó enn sé langt í land að viðun- andi árangri sé náð. Að því er þó stöðugt unnið og nú upp á síðkastið hafa augu manna beinst enn frekar að vinnuslysum um borð í skipum og úrræðum til að auka vinnuöryggi á skiþum. Tíðni dauðaslysa hjá fiskimönnum hefur sl. tuttugu ár lækkað mjög verulega, þó enn sé því miður langt í land að ástandið geti talist viðun- andi. Tímabilið 1971 til 1989 lækk- aði tíðni dauðaslysa úr 41 í 12 miðað við hver 10.000 ársverk í fiskveiðum (mynd 1). Ekki liggja fyrir fyllilega sambæri- legar tölur um tíðni dauðaslysa á tímabilinu 1960-1970, þó er vitað að hún er hærri á því tímabili en eftir 1970. Því er augljóst að fullyrð- ing Vilhjálms Rafnssonar um að ekki hafi orðið lækkun á tíðni dauðaslysa á sjó sl. þijátíu ár fær engan veginn staðist. Beinn samanburður milli Norður- landa er erfiður þar sem ekki liggja fyrir sambærilegar tölur þó svo muni verða væntanlega í framtíðinni vegna samræmdrar norrænnar skráningar á sjóslysum sem hófst 1. janúar 1990. Samanburður á grundvelli heildaríbúafjölda er hins vegar frájeitur sem sést e.t.v. best á því að á íslandi er hlutfall starfandi sjómanna árið 1989 um 4%, í Noregi 0,7%, í Svíþjóð 0,08%, í Finnlandi 0,02%, og í Danmörku 0,1%. Skv. upplýsingum frá dönsku siglingamál- astofnuninni var tíðni dauðaslysa hjá fiskimönnum 1990 18 dauðaslys mið- að við 10.000 ársverk. Tímabilið 1985-1989 var sambærileg slysatíðni á íslandi 12 dauðaslys á hver 10.000 ársverk, eins og fram kemur á mynd 1. Því er augljóst að sá stórfelldi munur se_m fram kom í samanburð- artölum Ólafs Ólafssonar í Morgun- blaðinu 27. ágúst um sjóslys, gefur engan veginn raunhæfa mynd af ástandi mála. Lokaorð Með þessum skrifum hef ég leitast við í stuttu máli að gera grein fyrir þróun mála varðandi tíðni dauðaslysa á sjómönnum sl. tvo áratugi. Ljóst er að um verulega fækkun dauða- slysa er að ræða á þessu tímabili. Stærstan þátt í þessari þróun eiga að sjálfsögðu sjómenn sjálfir, sem hafa sinnt þessum málum betur en áður. Samkvæmt upplýsingum sem liggja fyrir um sambærilega þætti bendir allt til þess að tíðni dauða- slysa hjá fiskimönnum sé nú eigi Komið á stórglæsilegan haustlaukamarkað. Allir geta sett niður haustlauka. Haustlaukar, loforð um litríkt vor. Garðyrkjumeistarar okkar verða á staðnum og leiðbeina um meðferð laukanna. HAUSTLAUKAR-MAGNTILBOÐ jNftar % 50 Túlípanar_________ 749.- if&ÍRi \ 50Krókusar...............749.- " "*s r 35-40Páskaliljur(blóm). 499.- WKmM É . fkip’ 1 ERIKA-STOFULYNG TILBOD A j| f 'Verðaðeins............ .....349.- A fÉ^ÉÍ ■ f LÍFRÆN RÆKTUN Grænmeti, kornvara, brauð og uppskriftir. I | Faglegar leiðbeiningar og góð ráð. W SSpiaT.ti • * blómoual Opið alla daga frá kl. 9-22. Sími 689070.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.