Morgunblaðið - 19.09.1991, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 19.09.1991, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. SEPTEMBER 1991 Samgöngnmál í Vestur- Skaftafellssýslu eftir Árna Jón Elíasson Fyrir daga nútíma brúargerðar á íslandi var Vestur-Skaftafellssýsla með einangruðustu byggðum lands- ins. Fjöldi stórfljóta á svæðinu gerði allar samgöngur innan héraðs og við önnur héruð mjög erfiðar og olli því að í mörgu tilliti varð hvers kyns framþróun seinni á ferðinni en í öðrum héruðum landsins. Þegar líða tók á þessa öld og skriður komst á vega- og brúargerð á landinu var sú uppbygging eðli- lega unnin út frá helstu uppskipun- arhöfnum landsins. Fyrir vikið varð Vestur-Skaftafellssýsla aftarlega í þeirri uppbyggingarröð og viðhélst því slök staða byggðarlagsins að þessu leyti. Svo virðist sem enn þann dag í dag þurfi þetta byggðarlag að búa við skarðan hlut í samgöngumálum. Af landfræðilegum ástæðum er engin höfn á svæðinu og áætlunar- flugvöllum er ekki til að dreifa. Þrátt fyrir að hið opinbera þurfi þar af leiðandi ekki að veija fjármunum til annarra samgangna en á landi, hefur byggðarlagið sem jaðarsvæði í Suðurlandskjördæmi orðið hom- reka í fjárveitingum til vegamála á undanförnum árum. Af samtals tæpum 300 km af hringveginum, sem tilheyra Suðurlandskjördæmi, eru um 50 km án bundins slitlags. Ef frá er talinn um 15 km kafli í Rangárvallasýslu, sem fellur út á næsta ári með tilkomu nýrrar brúar yfir Markarfljót, er allur þessi hluti í Vestur-Skaftafellssýslu. Þar að auki er verulegur hluti þess slit- lags, sem í sýslunni er, einungis 4ra m breitt sem hefur reynst ófull- nægjandi við ríkjandi umferðarálag. A meðan hringvegurinn í austur- hluta kjördæmisins hefur þannig verið látinn sitja á hakanum með tilliti til lagningar slitlags hafa alls rúmir 500 km verið lagðir bundnu slitlagi í kjördæminu öllu, sem þýð- ir að meir en helmingur ails slitlags í kjördæminu er utan hringvegar- ins. Samkvæmt núgildandi vegaáætl- un sem samþykkt var á Alþingi skömmu fyrir síðustu kosningar eru nær engar framkvæmdir áætlaðar í vegagerð á þessu svæði fyrstu tvö ár áætlunarinnar. Þetta gerist þrátt fyrir að á svæðinu eru afar brýn verkefni. Raunar virðist að tilkoma vegar yfir Skeiðarársand árið 1974, sem breytti vegakerfinu úr raunver- ulegu jaðarsvæði í hluta af hring- vegakerfi landsins, hafi lítil áhrif haft á niðurröðun verkefna í kjör- dæminu síðustu árin. Þetta leiðir hugann að því, hvort ekki sé nauð- synlegt að setja hringveginn á sér fjárveitingu, þar sem yfirmönnum vegagerðar og þingmönnum, sem hugsa hlutina eingöngu út frá kjör- dæmagrundvelli, sé vart treystandi til að sinna mikilvægri uppbyggingu þess meginsamgöngukerfis lands- ins, sem hringvegurinn er. Ofan á allt þetta bætist að dag- legt viðhald vega í sýslunni, svo sem heflun, hefur iðulega verið í algjöru lágmarki og hvergi fullnægt eðlileg- um nútímakröfum um ástand þjóð- vega. Skemmst er að minnast ástands á þjóðveginum milli Skálm- ar og Hólmsár á síðasta sumri, þegar vegfarendur völdu þann kost frekar að aka utan vegar en á veg- inum sjálfum. Nauðsynlegar framkvæmdir Mikilvægasta framkvæmd í vegagerð á svæðinu á næstu árum er bygging brúar yfir Kúðafljót. Eins og sést á meðfylgjandi korti er áætlun Vegagerðarinnar að stað- setja brúna skammt sunnan við svonefnt Flögulón. Nýr vegur að brúnni mun tengjast núverandi vegi við Laufskálavörður í vestri og aust- an Eldvatnsbrúar við Ása í austri. Með þessu móti mun hringvegurinn styttast um rúma 7 km auk þess að sneiða hjá einum versta kafla hringvegarins á stóru svæði. Sam- FORÐIST VERÐHÆKKUNINA! 11,25% vörugjald á i 1 1 u rl-=; , J frá og meðQ nóvember Eftir 1. nóvember nk. hækkar verð á parketi verulega vegna ákvörðunar stjórnvalda. Algengustu parketgerðir hækka um + 400-500 kr. á fermetra Et þú ert að huga að parketkaupum, skaltu bregðast tímanlega við og spara þér tugi þúsunda á þínu gólfi. í Teppabúðinni færóu hið frábæra norska BOEN-PARKET í eik, beyki, aski, hlyn, merbau, iroko og fjölda annarra viðartegunda. Við afgreiðum parketið og alla fylgihluti til þín fljótt og vel - beint af lager eða sérpantað. Komdu og fáðu vandaðan myndalista með verðlista. Þú finnur hentugt og fallegt framtíðargólf í BOEN-PARKETI. TEPPABUÐIN Gólfefnamarkaðurinn, Suðurlandsbraut 26, símar 681950 og 814850 hliða þessum breytingum þarf að tryggja öruggt vegasamband við byggðina í Skaftártungu, sem við þetta lendir úr þjóðbraut. Sam- kvæmt vegaáætlun er gert ráð fyr- ir að hefja framkvæmdir við brúna árið 1994. Með tilliti til stöðu sam- göngumála á svæðinu væri eðlilegt að hefja framkvæmdir við brúna strax að lokinni byggingu Markar- fljótsbrúar á næsta ári. Ástæða er í þessu sambandi að minna Eggert Haukdal (og aðra þingmenn kjör- dæmisins) á að vinna að ágætum markmiðum, sem hann setti fram í grein í Suðurlandi rétt fyrir kosn- ingamar á síðastliðnu vori, þar sem hann segir m.a. í umfjöllun um nýsamþykkta vegaáætlun: „Auðvit- að verður að tryggja að næsta ríkis- stjórn sjái svo um að ný Kúðafljóts- brú komi miklu fyrr.“ Af öðrum brýnum verkefnum á hringveginum í sýslunni má nefna uppbyggingu vegar í Landbrotshól- um vestan Kirkjubæjárklausturs og lagfæringu vegar norðan Reynis- fjalls í Mýrdal. Vegabætur á síðar- nefnda staðnum eru fyrirhugaðar árin 1993 og 1994 ogtil þess ætlað- ar um 45 milljónir króna. Miðað við það sem áður hefur verið gert í vegagerð í Mýrdal er þessi fram- kvæmd eðlileg, en gera má ráð fyr- ir að í framtíðinni muni menn undr- ast þá skammsýni að ekki skyldi fremur stefnt að gerð jarðgangna í gegnum Reynisfjall. Með því móti yrði sneitt hjá þekktum vandamál- um vegna snjóalaga og ísmyndunar í brekkum. Vegagerð um Landbrotshóla er ekki á núgildandi fjögurra ára vega- áætlun. Sú ráðstöfun er óvið- unandi, þar sem um er að ræða mjög slæman vegkafla með blind- hæðum og kröppum beygjum, sem eru miklar slysagildrur eins og dæmin sanna. Út frá öryggissjón- armiði verður að teljast ábyrgðar- hluti að ráðast ekki hið allra fyrsta í lagfæringar á veginum. Auk þess eru þama oft aurbleytuvandamál á vorin, sem torvelda vöruflutninga og aðra umferð. Slíkt er þjónustu- aðilanum, þ.e. Vegagerð ríkisins ekki sæmandi, einkum þar sem Árni Jón Elíasson „Þetta leiðir hugann að því, hvort ekki sé nauð- synlegt að setja hring- veginn á sér fjárveit- ingu, þar sem yfir- mönnum vegagerðar og þingmönnum, sem hugsa hlutina eingöngu út frá kjördæmagrund- velli sé vart treystandi til að sinna mikilvægri uppbyggingu þess meg- insamgöngukerfis landsins, sem hringveg- urinn er. ekki er val um aðra samgöngumög- uleika. Breikkun slitlags er að verða mjög knýjandi í Eldhrauni og aust- ur með Síðu, þar sem stöðugt nag- ast úr jöðrum þess og veldur auk- inni slysahættu. Með bættu vega- kerfi og auknum aksturshraða verða þröngar brýr enn meiri slysa- gildrur en ella. Eins og víða annars staðar á landinu verður breikkun brúa á svæðinu aðkallandi stórverk- efni á næstu árum. Snj ómokstur sr eglur Við núverandi fyrirkomulag er snjór mokaður ef þörf reynist 5 daga vikunnar frá Vík í Mýrdal til vesturs en 3 daga í viku til aust- urs. Allt þar til á síðasta vori höfðu snjómokstursreglur á leiðinni Vík — Kirkjubæjarklaustur verið óbreytt- ar í um 30 ár og einungis mokað tvisvar í viku. í upphafi þess tíma- Af talnarugli ráðamanna eftir Dag Eggertsson Tölfræði og tölulegar upplýsing- ar geta verið af hinu góða. Hitt er áhyggjuefni að ekki kunna allir með að fara. Mönnum hættir til að leggja að jöfnu að bera saman stærðir sem fengnar eru að mismunandi for- sendum gefnum. Þessa tilhneigingu vil ég nefna talnarugl. í umræðum um álagningu skóla- gjalda undanfarnar vikur og daga hefur mér sýnst sem ráðherrar rík- isstjórnarinnar hafi verið gjamir á að fara frjálslega með tölur. Þeir hafa slegið úr einu í annað í yfirlýs- ingum sínum. Tölur vísa ýmist til gjalda í öllum framhaldsskólum landsins eða aðeins þeirra sem sam- komulag ríkisstjórnarinnar nær til, þar sem Verslunarskóli Islands er undaþegin. Lítil regla er á því hvort gjöld nemenda í eigin sjóði eru með reiknuð. Það er haft sem betur hljómar. Flestir eru nú drukknaðir í tilvilj- anakenndu talnaflóði og þeim sem til þekkja ofbýður. Og skyldi engan undra. I munni eins ráðherranna gekk talnaruglið svo langt að álagn- ing skólagjalda hljómar sem ein- hvers konar lækkun og jöfnun til hagsbóta fyrir nemendur fram- haldsskólanna. Hið mesta réttlætis- mál. En hver er sannleikurinn? Hvað felst á bak við orðagjálfur og talna- flóð? Lítum á einfalt dæmi úr fram- haldsskóla. Mer er nærtækastur Menntaskólinn í Reykjavík. Þetta skólaár greiðir hver nemandi við skólann 4.600 krónur innritunar- gjald. Þar af renna um 500 kr. til skólans en meginhlutinn i hina ýmnsu sjóði okkar nemenda. Nái hugmyndir ríkisstjórnarinnar hins vegar fram að ganga munu næsta haust greiddar 8.000 kr. til skólans eins og sér. Ef gert er ráð fyrir /óbreyttum skólafélagsgjöldum má því hver nemandi reiða af hendi 12.000 kr. „Lækkunin" sem ráð- herrann þóttist sjá felst þannig í 7.500 króna álögum. Mega fram- haldsskólanemendur þá eiga von á frekari „hagsbótum" á næstu árum? Jafnvel árlega? Ég frábýð mér slíkt „réttlæti", nú og um ókomna fram- tíð. Hagsbætur nemenda verða eng- ar. Þeirra hlutur er aðeins að greiða kostnað sem ríkið stóð straum af » I I > t

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.