Morgunblaðið - 19.09.1991, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 19.09.1991, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. SEPTEMBER 1991 15 bils var Vík austasti þéttbýliskjami á vegakerfi svæðisins. Síðan regl- umar vom settar hefur sú breyting orðið á, að nýr þéttbýliskjarni hefur myndast á Kirkjubæjarklaustri, auk þess að leiðin er orðin hluti af hring- vegi landsins. Kirkjubæjarklaustur er sá byggðarkjarni á landinu, þar sem lengst er að sækja til næstu hafnar og áætlanaflugvallar, og er jafn- framt einn af örfáum byggðakjörn- um, sem ekki hafa 5 daga opnun til slíkra staða. Að öðru jöfnu er þessi leið snjólétt, en einstaka skafl- ar, einkum í Skaftártungu, geta stundum lokað leiðinni. í ófáum til- vikum hafa þessir skaflar verið eina hindrunin á allri leiðinni frá Reykja- vík austur á Firði. Samkvæmt stað- festum upplýsingum frá Végagerð ríkisins yrði ekki um að ræða mik- inn kostnaðarauka með reglum um 5 daga opnun. í sumum tilvikum er jafnvel talið að þéttari mokstur geti verið ódýrari þegar upp er stað- ið, vegna möguleika á notkun ódýr- ari tækja þegar snjór er hreinsaður jafnóðum. Jafnframt eru með þess- um hætti minni líkur á ísmyndun á vegum sem ella skapar aukna slysa- hættu. Þrátt fyrir að snjólétt sé á svæð- inu geta núverandi snjómoksturs- reglur staðið eðlilegri þróun at- vinnuuppbyggingar fyrir þrifum, m.a. vegna takmarkana á að veita og sækja ýmsa þjónustu til annarra byggðarlaga, þar sem ekki er hægt að stóla á trygga færð alla virka daga. Ekki þarf að útlista nánar hversu mikils virði reglulegur snjómokstur er út frá öryggissjónarmiði, þar sem vegakerfið er eini samgönguval- kosturinn. Krafa um 5 daga opnun er rétt- lætis- og framfaramál, sem leysir mikinn vanda með litlum tilkostn- aði. Ætla má að málið verði auð- leyst, þar sem Árni Johnsen þáver- andi varaþingmaður sagði í viðræð- um um þessi mál haustið 1989 að það væri einungis dagsverk fyrir einn þingmann að kippa þessu í lið- inn. Vonandi sér Árni Johnsen þing- maðUr sér nú fært að veija einum degi til þessa þarfa máls. Vestan Hvolsvallar er mokstur alla daga vikunnar og ber að sjálf- sögðu að stefna sem fýrst að þvi að þær reglur gildi sem lengst til austurs. Sandfok á Mýrdalssandi Eins og margir þekkja af sárri reynslu getur sandfok á Mýrdals- sandi hamlað för vegfarenda klukkustundum og í einstaka tilvik- Dagur Eggertsson „„Lækkunin“ sem ráð- herrann þóttist sjá felst þannig í 7.500 króna álögum. Mega fram- haldsskólanemendur þá eiga von á frekari „hagsbótum“ á næstu árum?“ áður. Ekki er um að ræða rýmri fjárhag skólanna eða bætta að- stöðu. Sjálfstæði er hvergi aukið heldur eru skólarnir þvert á móti knúnir til gjaldheimtu með lækkuðu framlagi úr sjóðum landsmanna. Æðstu menn þjóðarinnar eru ekki af baki dottnir. Skólarnir skulu um dögum saman. Sum árin hefur þessi leið verið oftar ófær vegna sandfoks en vegna snjóþyngsla. Á allra síðustu árum hefur Vegagerð- in og Landgræðsla ríkisins unnið markvisst að lausn þessa máls með uppgræðslu. Áform eru uppi um áframhald þessa starfs og eru mikl- ar vonir bundnar við að.það minnki umrætt vandamál verulega þegar frá líður. Þegar sandstormar geisa lenda menn oft í vandamálum við að meta hvort sandfok er það mik- ið að það valdi tjóni á farartækjum, einkum eftir að skyggja tekur. At- hugandi væri að fá hugvitsmenn til að þróa skynjara til að nema „sand- foks-stig“, t.d. með mælingu á vind- styrk og rakastigi í sandinum. Slík- um nemum mætti koma fyrir á verstu sandfoksstöðum og tengja við farsíma, sem Vegagerðarmenn eða jafnvel almennir vegfarendur gætu hringt í og fengið hlutlægt mat á stöðunni. Lokaorð Eins og víðar á landinu, þar sem hefðbundinn landbúnaður er megin- undirstaða atvinnulífs, á byggð í Vestur-Skaftafellssýslu nú undir högg að sækja, vegna fyrirsjáanlegs samdráttar. Til að vega upp á móti þeirri þróun þarf að koma til ný- sköpun í atvinnulífi. Til þess hefur byggðarlagið nokkra möguleika. Bera þar hæst miklir möguleikar til frekari uppbyggingar í ferða- mannaþjónustu af ýmsu tagi. For- senda hvers kyns atvinnuuppbygg- ingar er hins vegar verulega bættar samgöngur, sem gera svæðið sam- keppnisfært í þessum efnum. Ástæða lélegrar stöðu í vegamálum Vestur-Skaftafellssýslu er líklega að hluta til afleiðing af því að mældur umferðarþungi hefur verið látinn ráða forgangsröð verkefna í kjördæminu og verður það að telj- ast eðlilegt að hluta. Menn mega hins vegar ekki gleyma því að með ákvörðun um forgangsröð vega- móta er í leiðinni verið að stýra umferðarþunga til framtíðar litið og þar með að hafa áhrif á sjálfar forsendur forgangsröðunarinnar. Til efs er að þingmenn kjördæmis- ins geri að sinni byggðinni í Vestur- Skaftafellssýslu meira gagn en með því að taka nú myndarlega á þess- um málum og fyrirbyggja í leiðinni nauð allra vegfarenda, sem um sýsl- una fara og eru löngu orðnir fullsaddir á ófullnægjandi vegakerfi hennar. - r • ífw 1] '1 mm J Höfundur er verkcfnisstjóri og situr í samgöngunefnd Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga. einnig taka höggið af óvinsælli að- gerð. Þeir skulu vera blórar máls- ins. Að sögn ráðamanna mun skól- um „í sjálfsvald sett“ hvort af inn- heimtu skólagjalda erður. Framlög verða skert en í þeirra stað fást heimildir til gjaldtöku. „Ef skólarn- ir fínna önnur ráð til að brúa bilið þá gera þeir það,“ lætur mennta- málaráðherra um mælt á síðum Morgunblaðsins. Núverandi ástand framhaldsskóla lýsir sér hins vegar í því að víða er ekki unnt að sinna lágmarksviðhaldi húsa og tækja. Fjárþörfin er gríðarleg svo nánast má líkja við svelti. í Ijósi þessa eru orð ráðherra ekki aðeins ábyrgðar- laus heldur einnig einkar aumleg. Reyndar virðast fæstir þingmenn ríkisstjórnarinnar bera menntun landsmanna fyrir bijósti. Grund- vallarspurningum sem felast í álagningu skólagjalda er látið ósvarað en útfærsluhliðin er í brennidepli. Aukaatriðin eru ásteyt- ingarsteinar, sáttasandur eða hvað sem menn vilja kalla skrípalætin. Mestu máli virðist skipta hvað skólagjöldin nefnast. Hvernig þau bókfærast er svo annað höfuðatriði í augum þingmanna. Þeir bera nefn- ilega hag fólksins í Iandinu fyrir bijósti og hann er langt í frá fólg- inn í samhjálp og jöfnuði heldur miklu frekar að skattar þeir og gjöld sem álagðir eru heiti sem viðkunn- anlegustum nöfnum. Höfundur er inspector scholae Menntaskólans íReykjavík og formaður Félags framlialdsskólanema. Ef þér er annt um línurnar og krónurnar —geturðu glaðst yfir Hvers dags ís á hverjum degi. HVÍTA HÚSIÐ / SÍA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.