Morgunblaðið - 19.09.1991, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 19.09.1991, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. SEPTEMBER 1991 DIAMIG Á ÍSLANDI Við munum um næstu helgi kynna nýja línu í rafsuðu- og plasma- skurðarvélum, sem ÍSELCO hefur hafið innflutning á. DIAMIG er þekkt danskt merki, sem hefur aflað sér viðurkenningar um alla Evrópu og heldur nú innreið sína til íslands. Við bjóðum öllum áhuga- sömum á sýningu, sem haldin verður í versluninni laugardaginn 21. sept. kl. 10-17 og sunnudaginn 22. sept. kl. 13-17. Fulltrúi frá DIAMIG verksmiðjun- um verður á staðnum. ÍSELCO SF., SKEIFUNNI 11D 20. og 21. sept. STERKAR ÞAKRENNUR SEM ENDAST OG ENDAST PLASTHUÐ MEÐ LIT GRUNNUR BINDIGRUNNUR VALSAÐ GALVANHÚÐ HEILPARLAUSN • Auövelt í uppsetningu. • Engin suða - ekkert lím. • 4 litamöguleikar: Rautt, svart, hvítt, brúnt. • Ávallt til á lager. • Verðið kemur þér á óvart. Leitið upplýsinga hjá sölumönnum okkar LP þakrennukerfið sameinarkosti ólíkraefna-kjaminn úrstáli, húðað zinki og plasti. STYRKURINN í stálinu ENDINGIN í plastinu BLIKKSMIÐJAN m wm SMIÐSHOFÐA 9 112 REYKJAVÍK SÍMI: 91-685699 Sjálfstæðismenn í öllum flokkum sameinist til varnar fullveldi og sjálfstæði Islands eftir Hannes Jónsson Einn af þingmönnum okkar Reykvíkinga, Bjöm Bjarnason, birti tvær greinar hér í blaðinu 11. júlí og 4. september sl. til þess að lýsa undrun sinni á því, að kjósendur hans og annarra þingmanna sam- einuðust í þverpólitískum samtökum til þess að vinna „gegn samningi, sem ekki hefur verið gerður", eins og hann orðar það. Af orðanna hljóðan mætti ætla, að Björn hefði enga hugmynd um efnisinnihald EES-samningsins og um hann væri allt á huldu. En auðvitað veit Björn betur. Þótt hann hefði ekki lesið annað um málið en það, sem birst hefur í Morgunblaðinu, veit hann, að í lok samningaviðræðna 19. desember 1990 og 13. maí 1991 liggur fyrir samkomulag um 96—98% efnisatr- iða samningsins um evrópskt efna- hagssvæði. Þessu hefur utanríkis- ráðherra lýst yfir við íslenska fjölm- iðla og Frans Andriessen, sem fer með utanríkismál EB, lýsti því yfir í upphafí samningafundar EB og EFTA mánudaginn 29. júlí 1991. Hann sagði þá: „Texti EES-samningsins er nán- ast tilbúinn að undanskildum nokkr- um atriðum ... Hið mikilvægasta er að segja má, að viðræðunum sé lokið tæknilega séð.“ Svo undan- skildi hann þrjú atriði: Samgöngur, sjávarútvegsmál og þróunarsjóð. Um allt annað var þegar samið að. hans mati. Grundvallaratriði EES-samningsins Á meðal grundvallaratriðanna, sem samningamenn hafa þegar samþykkt í umboði ráðherra sinna, eru eftirtalin atriði: 1) Lagagrundvöllur Efnáhags- svæðis Evrópu verður EB-rétturinn (aquis communitaire). Um 1.400 réttarreglur EB-réttarins, eða um 60% hans, þarf að lögtaka í EFTA- ríkjunum, þ. á m. á íslandi. Þetta verður doðrantur um 7 sinnum stærri en allt gildandi lagasafn Is- lands. Þessar EB-réttarreglur verða ríkjandi á samningssviðinu. Stangist innlend lög á við EB-réttinn verða þau ógild. Alþingi má heldur ekki samþykkja ný lög, sem stangast á við EB-réttarreglurnar. Þau yrðu ógild frá upphafi. 2) Dómstóll skipaður 5 dómurum EB-dómstólsins og 3 frá EFTA-ríkj- unum, ekki Hæstiréttur íslands, fer „Sjálfstæðismenn og Kvennalistakonur höfðu um það forustu á Alþingi að flytja þings- ályktunartilíögu um sérsamninga við EB — en það er okkar besti kostur í Evrópumark- aðsmálunum." með æðsta dómsvald á samnings- sviðinu. 3) Á meðal þess, sem lögtaka þarf, eru öll ákvæðin um fjórfrelsið eins og það kemur fram í 3. gr. Rómarsáttmála og öðrum greinum hans. Samkvæmt því á að afnema tolla og magntakmarkanir á inn- og útflutningi vöru (nema landbún- aðar- og sjávarafurðum) milli aðild- arríkjanna og afnema hindranir á frjálsum fólksflutningum, fijálsum fjármagnsviðskiptum og frjálsri þjónustustarfsemi milli aðildarríkj- anna. Sérhver einstaklingur og lög- aðili á 19 ríkja svæðinu öðlast þar með rétt til að stunda atvinnu, kaupa hlutabréf, kaupa og reka fyr- irtæki eða útibú í hvaða viðskipta- og atvinnugrein sem er á öllu svæð- inu. Samkvæmt 7. gr. Rómarsátt- mála er „hvers konar mismunun á grundvelli þjóðernis bönnuð á gildis- sviði sáttmála þessa.“ Hugtakinu „ísland fyrir ísfendinga" er þannig snúið og fær merkinguna „ísland fyrir útlendinga", sem ráða yfír fjár- magni til að kaupa það sem falt er. 4) Samkvæmt 67. gr. Rómar- sáttmála skulu aðildarríkin „afnema öll höft sín á milli í fjármagnsvið- skiptum þeirra, svo og hvers konar mismunun byggða á ríkisfangi eða búsetu aðila, eða því hvar féð er notað til fjárfestingar." Samkvæmt þessu gæti hvaða lögaðili á 19 ríkja svæðinu keypt upp hvaða lóðir, lend- ur, fasteignir og fírmu á íslandi, sem hugurinn girntist. Norskir fræði- menn eins og t.d. Peter Örebech hafa haldið því fram, að fyrirvarar á eign útlendinga á útgerðarfyrir- tækjum og fískvinnslufírmum mundu ekki halda samkvæmt EB- rétti, ef slíku máli væri vísað til EES-dómstólsins. Byggir hann þessa skoðun bæði á 67. gr. og 52. gr. Rómarsáttmála um staðfestu- réttinn, en samkvæmt 52. gr. skal afnema „höft á rétti ríkisborgara aðildarríkis til að öðlast staðfestu í öðru aðildarríki.. . setja á stofn umboð, útibú eða dótturfýrirtæki." Ennfremur segir: „Staðfesturéttur felur í sér rétt til að hefja og stunda sjálfstæða atvinnustarfsemi og til að stofna og reka fýrirtæki.“ Slæmur samningur fyrir Island Er ekki ljóst af framangreindum atriðum EES-samningsins, að hann yrði slæmur fyrir Island? Hann gengur þvert á okkar helgustu hags- muni, rýrir fullveldi okkar og stefnir efnahagslegu sjálfstæði okkar í hættu. Með honum mundum við afsala hluta dómsvaldsins til útlanda og veita útlendingum meiriháttar efnahags- og viðskiptaleg réttindi á íslandi. Að halda því fram, að með þessu eigi sér ekkert fullveldisafsal stað, af því að ætlast sé til þess, að Alþingi samþykki EB-réttinn sem lög á íslandi, er fáránleg fullyrðing. Alþingi samþykkti Gamla sáttmála á sínum tíma. Hvert skólabarn veit, að það fullveldisafsal leiddi til 7 alda erlendrar yfírdrottnunar á íslandi. Forusta Sjálfstæðisflokksins i sjálfstæðismálinu Bjöm Bjamason reynir í síðari grein sinni að gera samtökin „Sam- staða um óháð ísland“ tortryggileg. Honum fínnst bæði orðin „sam- staða“ og „óháð“ minna á ýmis undirróðursfélög kommúnista. Slík „dekk-félög“ vom víða rekin með styrk Sovétríkjanna á tímum kalda stríðsins. En þetta er liðin tíð. Kommúnisminn hefur hmnið í allri Austur-Evrópu. Fomsturíkið, Sovétríkjasambandið, er að liðast í sundur. Flestir sjá nú, að kommúnisminn er gjaldþrota hugsjón. Varsjárbandalagið hefur verið lagt niður og samtals 11 af 15 þjóð- ríkjum Sovétríkjasambandsins hafa lýst yfír sjálfstæði og fullveldi jafn- framt því sem þau stefna að einka- væðingu og markaðsbúskap. Sjón- armið Bjöms byggist því á úreltum hugsunarhætti og er beinlínis rangt. I félaginu er fólk úr öllum flokk- um og flokksleysingjar eins og ég. Fyrsti framsögumaður á stofnfundi félagsins var valinkunnur Sjálfstæð- ismaður, Önundur Ásgeirsson for- stjóri. Sá maður sem skrifað hefur Haustfundir Slysavarnafélags íslands Haustfundir Slysavarnafélags íslands veróa haldnir helgina 21. og 22. septem- ber nk. á eftirtöldum stöðum: Vesturland: Vestfiróir: Neróurland: Austurland: Suóurland: Reykjavík/ Reykjanes: Laugardaginn 21.09. kl. 13.30 í veiðihúsinu við Laxá í Dölum. Sunnudaginn 22.09. kl. 13.30 á Varmalandi. Laugardaginn 21.09. kl. 13.30 í Félagsheimilinu á Patreksfirði. Sunnudaginn 22.09. kl. 13.30 í Sigurðarbúð á ísafirói. Laugardaginn 21.09. kl. 13.00 í Jónínubúð á Dalvík. Sunnudaginn 22.09. kl. 14.00 í Skúlagarði. Laugardaginn 21.09. kl. 14.00 í Slysavarnahúsinu, Höfn, Hornafirði. Sunnudaginn 22.09. kl. 14.00 í Valaskjálf, Egilsstöðum. Laugardaginn 21.09. kl. 13.30 í Bryde-búð, Vík í Mýrdal. Sunnudaginn 22.09. kl. 13.30 1 Aratungu. Laugardaginn 21.09. kl. 1 3.00 í Slysavarnahúsinu í Sandgerði. Slysavarnafélagar eru hvattir til að mæta vel og stundvíslega, en fundirnir eru opnir öllu áhugafólki um björgunarstörf og slysavarnif. Slysavarnafélag íslands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.