Morgunblaðið - 19.09.1991, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 19.09.1991, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. SEPTEMBER 1991 19 Ríkisstjómin samþykkir lánsheimild Landsvirkjunar Ríkisstjórnin samþykkti á þriðjudag að heimila Landsvirkjun að taka allt að 400 milljónir króna að láni í útlöndum á þessu ári vegna virkjunarframkvæmda sem tengjast fyrirhuguðu álveri Atlantsáls á Keilisnesi. Á myndinni heldur Hannes Jóns- son á ensku útgáfunni af drögum að EES-samningi eins og EB gaf hana út í Brussel 26. júlí 1991. Frans Andriessen í framkvæmd- astjórn EB sagði samninginn nánast tilbúinn og samþykktan 29. júlí sl. Samningurinn er ekk- ert leyndarmál og fáanlegur í Brussel og hver sem nennir getur því kynnt sér hann. af hvað mestum skilningi um EES- málið í DV er einn af forustumönn- um Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi, Sigurður Helgason hæstaréttarlög- maður. Eggert Haukdal og Eyjólfur Konráð Jónsson, alþingismenn Sjálfstæðisflokksins, hafa í ræðu og riti kynnt heilbrigð sjónarmið á málinu. Sjálfstæðismenn og Kvenn- alistakonur höfðu um það forustu á Alþingi að flytja þingsályktunartil- lögu um sérsamninga við EB — en það er okkar besti kostur í Evrópu- markaðsmálunum — og Þorsteinn Pálsson, þáverandi formaður Sjálf- stæðisflokksins, flutti um hana gagnmerka ræðu á Alþingi. Þannig mætti lengi telja. Og það er ósköp eðlilegt, að sjálf- stæðismenn hafi forustu í barátt- unni gegn fullveldisafsali og því að við glötum okkar efnahagslega sjálfstæði. Aðalatriði sjálfstæðisstefnunnar er og hefur allt frá upphafi verið að standa vörð um sjálfstæði og fullveldi Islands og fyrir því, að ís- lendingar einir nýttu gæði landsins. Fyrsta meginatriði stefnuskrár Sjálfstæðisflokksins við stofnun hans 25. maí 1929 var einmitt þetta: „Að vinna að því og undirbúa það, að ísland taki að fullu öll sín mál í sínar eigin hendur og gæði landsins til afnota'fyrir landsmenn eina, jafnskjótt og 25 ára samningstíma- bii sambandslaganna er á enda.“ Honda *'91 Civic 3ja dyra 16 ventla Verð fró 998 þúsund. GLi-special GREIÐSLUSKILMÁLAR FYRIR ALLA. W HONDA VATNAGÖRÐUM 24, RVÍK.. SÍMI 689900 Og þegar samningstímabilinu lauk gengu þeir Ólafur Thors, for- maður flokksins, og Bjarni Bene- diktsson, sem síðar varð formaður, fremstir í flokki þeirra manna, sem hvað ötullegast unnu á árunum 1941—1944 að stofnun lýðveldisins. Alþýðuflokksmenn þvældust hins vegar fyrir eins lengi og þeir þorðu. Arftakar þeirra í Alþýðuflokksfor- ustunni í dag beijast nú ákafast fyrir EES-samningunum og full- veldisafsalinu, sem þeim fylgir. Með þeim eiga sjálfstæðismenn, sem skilja uppruna og eðli Sjálfstæðis- flokksins, enga_ samleið í EES- samningunum. Ég vona að Björn Bjarnason fari að átta sig á þessu og komi ásamt fjölda sjálfstæðis- manna til liðs við okkur í Samstöðu. Höfundur er fyrrv. sendiherra og höfundur bókarinnar „Evrópumarkaðshyggjan: Hagsmunir og valkostir Islands". Ríkisstjórnin hafði áður heimil- að Landsvirkjun að taka 220 millj- ónir króna að láni vegna virkjunar- framkvæmdanna. í raun var því um að ræða heimild fyrir 180 milljóna króna láni til viðbótar, sem stjórn Landsvirkjunar sam- þykkti í síðustu viku að óska eft- ir. í lánsfjárlögum, sem Alþingi samþykkti í vor, var Landsvirkjun heimilað að taka allt að 800 millj- ónir króna að láni í útlöndum í ár, að fenginni heimild ríkisstjórn- arinnar. Á ríkisstjórnarfundin á þriðju- dag kynnti Jón Sigurðsson iðnað- arráðherra samkomulag sem hann og Halldór Blöndal samgönguráð- herra hafa gert við Vatnsleysu- strandarhrepp um verkafyrirkom- ulag við undirbúning hafnarfram- kvæmda fyrir álverið. Jón sagði við Morgunblaðið, að í s-amkomu- laginu fælist meðal annars að þessir aðilar myndu sameiginlega verða ábyrgir fyrir framkvæmdun- um áður en hafnarstjórn yrði kom- ið á fót. myndir á Mokka ÞESSA dagana heldur Þór Stief- el sýningu á vatnslitamyndum á Mokkakaffi í Reykjavík. Verkin á sýningunni eru öll unn- in á þessu ári. Sýningin stendur yfir í þrjár vikur. VATRYGGING SEM BRÚAR RILIÐ Þar sem velferðarkerfinu sleppir taka Sjóvá-Almennar við °g tryggja fjárhagstöðu þína ef starfsorkan skerðist af völdum slyss eða veikinda. Kynntu þér málið. SJOVAuEALMENNAR KRINGLUNNI 5 • SÍMI 692500

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.