Morgunblaðið - 19.09.1991, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 19.09.1991, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. SEPTEMBER 1991 Kröfurnar í raun nm 100 milljónir króna - segir Olafur Laufdal veitingamað- ur um gjaldþrot fyrirtækja sinna OLAFUR Laufdal veitingamaður vísar því á bug að kröfur í þrotabú fyrirtækja hans nemi 304 milljónum króna. Hann segir að nærri lagi sé að tala um kröfur upp á rúmlega 100 milljónir króna. í frétt Morgunblaðsins í gær hafi verið sagt að kröfurnar næmu 304 milljón- um króna en 97,8 milljónir af þessari upphæð væru kröfur fyrirtækj- anna hvert á annað. Auk þess væru margar kröfur tví- eða jafnvel þrítaldar þar sem eitt eða fleiri fyrirtækjanna fjögurra hafi verið í ábyrgðum. Þá hefði bústjóri þegar hafnað tugmilljóna kröfum. og engin ástæða til að draga kröf- urnar saman,“ sagði Rúnar. Hann sagði að með sölu á lausafé í Hótel íslandi, Sjallanum, peningum sem koma í gegnum riftunarmál og innheimtu útistandandi krafna sé búið að ná inn 27 milljónum kr. í þrotabú Alfabakka 8. Ármúli 5 hafi átt eignina Hollywood. Alþingishúsið: „Þetta eru um 60-70 milljónir króna sem þannig eru tilkomnar, tvítaldar, með áfallandi vöxtum og þess háttar. Ég vil meina það að þegar upp er staðið nemi kröfumar frekar nálægt eitt hundrað milljón- um krónum. Þá er ekkert minnst á eignir sem eru 40-50 milljónir kr. í tveimur búum. Síðan segir j fréttinni að „bústjóri þrotabúsins Álfabakka 8 hf. leggur til að skiptastjóra verði falið að vekja athygli ríkissaksókn- ara á meintum brotum stjórnar- manna í þrotabúi félagsins á hegn- ingarlögum og lögum um hlutafélög. Það er mjög alvarlegt þegar málið er sett upp svona. Málið er það að veitingahúsið Álfabakka 8 greiðir reikninga Aðalstöðvarinnar sem var skráð á mig persónulega. Aðalstöðin er í rauninni kynningarmiðill fyrir þessi fyrirtæki, Hótel Ísiand hafði greinilegan hag af starfsemi Aðal- stöðvarinnar. En vegna þess að Að- alstöðin var skráð á mig persónulega vill bústjórinn meina að það orki eitthvað tvímælis að félagið greiddi reikninga stöðvarinnar. Það fer aldr- ei einn eyrir .í minn vasa, þetta eru bara tilfærslur á milli,“ sagði Ólafur. Rúnar Mogensen bústjóri sagði í gær að talin væri ástæða til að skrifa ríkissaksóknara í fyrsta lagi vegna viðskipta fyrirtækjanna innbyrðis, þau væru í gríðarlegum viðskiptum við hvert annað. „Peningar fara mikið úr einu fyrirtæki yfir í annað og öfugt og svo er Ólafur sjálfur í verulegum viðskiptum með sitt eink- afirma á sínum tíma, Aðalstöðina. Það eru greiddar út úr Álfabakka 8 hf. tæplega 18 milljónir síðastliðin tvö ár, svo Álfabakki er farinn að reka einkafýrirtæki hans. Ég tel að þetta og innbyrðis viðskipti milli fyr- irtækja í eigu sama manns sé brot á hegningarlögum. Mér ber laga- skylda, ef ég tel að grunur sé á slíku athæfi, að vekja athygli ríkissak- sóknara á því,“ sagði Rúnar Mogensen. „Það er mjög erfitt að draga fram eina héildarupphæð Sem kröfur ,í þrotabúin eru, það eru svo miklar krossábyrgðir. í einhveijum tilvikum . eru þetta sömu fjárhæðimar í öllum búunum en það er kannski vegna þess að skuldabréf voru með veði í , fleiri en einu félagi. Það eru kross- ábyrgðir í búunum enda fjalla ég um það í skýrslu minni, en þetta eru skuldir í hveiju fyrirtæki fyrir sig Morgunblaðið/KGA Gengið frá gólfi í nýrri vinnu- og setustofu þingmanua, þar sem áður var fundarsalur efri deildar alþingis. Breytingu verður lok- ið fyrir þingsetningu „ÞAÐ verður búið að breyta ýmsu hér í húsinu þegar alþingi kemur saman 1. október. í næstu viku koma ný húsgögn í vinnu- og setu- stofu þingmanna, þar sem áður var fundarsalur efri deildar," sagði Eriðrik Ólafsson, skrifstofusljóri Alþingis i samtali við Morgunblaðið. Þegar alþingi kemur saman þann 1. október starfar þingið í einni málstofu, í stað þess að skiptast í efri og neðri deild. Vegna þessa er verið að gera ýmsar breytingar á fundarsal þingsins. Helsta breyting- in er sú að komið verður upp at- kvæðagreiðslukerfi, sem felst í því að þingmenn ýta á hnappa á borð- um sínum til að greiða atkvæði. Urslit atkvæðagreiðslu birtast á skjá á vegg salarins. „Það hefur ekki verið gengið frá hvemig þetta kerfi verður í endanlegri mynd,“ sagði Friðrik. „Menn hafa nefnt að þéir sjái einhveija meinbugi á þessu, en það held ég að byggist á mis- skilningi. Svona kerfí eru í þinghús- um nágrannalanda okkar og hafa gefist vel.“ Auk atkvæðagreiðslukerfísins verður ýmis annar búnaður settur upp í sal þingsins, s.s. útbúnaður sem sýnir ræðulengd. Þá verður fyrram fundarsalur efri deildar vinnu- og setustofa þingmanna og verða ný húsgögn komin þangað í næstu viku. Friðrik sagði að hús- gögnin væru keypt af íslensku fyrir- tæki og hann vissi ekki betur en þau væru íslensk smíði. „Ég hef ekki á takteinum hver kostnaður við þessar framkvæmdir verður,“ sagði hann. „Það gerðu sér þó allir grein fýrir því að breyting í eina málstofu þýddi að ráðast yrði í breytingar og að þeim fylgdi óhjá- kvæmilega einhver kostnaður." Neytendasamtökin: UTBOÐ ÁRVAKUR hf. óskar eftir tilboðum í að byggja 2. áfanga húss Morgunblaðsins í Kringlunni 1 í Reykjavík. Stærð hússins: 4.723 m217.772 m3 Byggingarstig: FuIIfrágengið hús Verklok: 1. mars 1993 ÚTBOÐSGÖGN verða afhent á Verkfræðistofu Stefáns Ólafssonar hf., Borgartúni 20, Reykjavík, gegn 50.000 kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð fimmtudaginn 17. október kl. 11.00 á Verkfræðistofu Stefáns Ólafssonar hf. Dýrt að kaupa með löngum gjaldfresti MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi fréttatilkynning frá Neytendasamtökunum: Nokkuð hefur borið á því að undanförnu að neytendum séu boðnar vörur til sölu með mjög löng- um gjaldfresti. Hafa slík tilboð m.a. verið auglýst í sjónvarpi og hjá sölu- mönnum á ferð um landið. Álgengt er að boðið sé upp á að útborgun sé gi-eidd með skuldabréfí til eins árs með 12 afborgunum. Afgangur- inn af kaupverði sé síðan greiddur með munaláni oft til 30 mánaða. Neytendasamtökunum hafa bor- ist nokkrar kvartanir vegna þessa og vilja af því tilefni benda neytend- um á þann kostnað sem slík afborg- unarkaup hafa í för með sér. Dæmi skal tekið um vöru sem kostar stað- greidd 107.100 krónur. Varan er keypt með ofangreindum skilmálum og verður kaupverð vörunnar þá 177.733 krónur eða tæplega 66% hærra en staðgreiðsluverð. Kostn- aður sem kaupandi þarf að borga við slík kaup' eru: Þóknun til fjármögnunarfyrir- tækisins kr. 8.982. Vátrygging kr. 1.360. Lántöku- og stimpilgjald 2.928. Afborgunarverð umfram stað- greiðsluverð kr. 10.000. Innheimtukostnaður kr. 20.160. Samtals verða þetta 43.430 krón- ur. Við þennan kostnað bætist síðan vaxtakostnaður sem er áætlaður 21,6% eða 27.200 krónur. Ef ofangreidd vara hefði aftur á móti verið staðgreidd og tekið lán fyrir henni í banka til jafn langs tíma og með sömu vaxtakjörum hefði hún kostað 143.577 krónur með öílum kostnaði og vöxtum eða 34.156 krónur. Neytendasamtökunum þykir rétt að benda fólki á þennan gífurlega mun. Nánari upplýsingar veitir Sólrún Halldórsdóttir hjá Neytendasam- tökunum. Geir Krisijánsson þýðandi látinn GEIR Kristjánsson skáld og þýðandi lézt á heimili sínu á Seltjarnarnesi í gær, 68 ára að aldri. Geir fæddist á Húsavík 25. júní 1923, sonur Kristjáns Ólasonar og Rebekku Pálsdóttur. Hann stund- aði nám í Svíþjóð og París. Geir hefur stundað ritstörf og þýðingar um áratuga skeið. Sérstaklega var hann kunnur fyrir þýðingar úr rússnesku. Út hafa komið sex bækur eftir hann. Geir lætur eftir sig eiginkonu, Sigurbjörgu Sigurðardóttur, og tvö stjúpbörn. Geir Kristjánsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.