Morgunblaðið - 19.09.1991, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 19.09.1991, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. SEPTEMBER 1991 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. SEPTEMBER 1991 25 pitrgmiíiWalii! Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjörar Ritstjórnarfulltrúi Árvakurh.f., Reykjavík Flaraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, ÁrniJörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1100 kr. á mánuði innanlands. I lausasölu 100 kr. eintakið. Sígild vestræn frj álsly ndisstefna Fjölmennt lið félagsvísinda- manna kannaði lífsskoð- anir þrjátíu vestrænna þjóða á liðnu ári. Endurteknar við- horfskannanir af þessu tagi hafa mikið gildi, meðal annars vegna þess, að þær gefa nokkra vísbendingu um, hvert þjóðfé- lagsþróunin stefnir í viðkom- andi löndum. Niðurstöður fyrir Evrópubandalagslöndin og Norðurlöndin voru birtar fyrr í vikunni, m.a. í ítarlegri frétta- frásögn hér í blaðinu. íslendingar skera sig úr öðr- um þjóðum vegna mikillar trúar á samkeppni, frelsi til athafna og einkaeign. Fleiri íslendingar telja sig til hægri en vinstri í stjórnmálum. Ríkiseign á fyrir- tækjum nýtur nánast einskis stuðnings. Þjóðerniskennd ís- lendinga er og sterkari en hjá öðrum Evrópuþjóðum. - En jafnhliða leggja íslendingar ríka áherzlu á jafnrétti þegn- anna í þjóðfélaginu gagnvart landslögum, til menntunar, at- hafna, hvers konar félagslegrar þjónustu, áhrifa á framvindu mála í samfélaginu o.s.frv. Stefán Ólafsson hjá Félags- vísindastofnun kemst svo að orði um þetta efni hér í blaðinu: „Þegar við skoðum niður- stöður um þjóðmálagildi á borð við frelsi og jöfnuð, sjáum við, að íslendingar sveija sig mjög í ætt við Bandaríkjamenn, leggja mikla áherzlu á sumt af því, sem hefur verið kallað sígild, vestræn fijálslyndis- stefna, allt frá dögum Adams Smiths. Islendingar hafa ákaf- lega mikla trú á að einkaeign í atvinnulífinu sé betri en opin- ber eign og leggja áherzlu á sjálfsbjargarviðleitni einstakl- inganna. Þeir trúa því sömu- leiðis, jafnvel í ríkara mæli en flestar þjóðir, sem verið er að bera saman, að samkeppni sé af hinu góða, hvetji menn til nýsköpunar og vinnusemi." í fljótu bragði kann það að benda til nokkurrar togstreitu og jafnvel misræmis í lífsskoð- un íslendinga, að samhliða sterkri einstaklingshyggju leggja þeir ríka áherzlu á rétt- læti, m.a. félagslegt réttlæti, og jöfnuð,. m.a. launajöfnuð. En er það svo, ef grannt er gáð? Samkeppnisþjóðfélög hafa ekki aðeins tryggt þegnum sínum víðtækari persónuleg réttindi hvers konar en ríki sósíalismans. Þau hafa jafn- framt skilað verulega meiri verðmætasköpun á hvern vinn- andi þegn, sem er marktækur mælikvarði á lífskjör. Þau eru með öðrum orðum betur í stakk búin til að tryggja þegnum sínum góð almenn lífskjör. Samkeppnisríkin hafa og mun traustari kostnaðarlega undir- stöðu velferðar, bæði að því er varðar einkaneyzlu og sam- neyzlu, þ.e. fræðslu-, heilbrigð- is- og tryggingakerfi o.s.frv., en ríki sósíalismans, sem flest eru á vonarvöl um þessar mundir. Margt stendur að vísu enn til bóta í samkeppnisríkjum að því er varðar heill og hamingju fólks, hér á landi sem annars staðar. Þau standa og misvel að vígi á vegferð sinni til betri tíðar, sem ýmis dæmi sanna. Þar standa á hinn bóginn flest líkindi til þess að þoka megi þjóðfélagsgerðinni til réttlátari áttar - tryggja frelsi með mannúð - með friðsömum hætti, þ.e. með meirihlutaáhrif- um í fijálsum og leynilegum kosningum. í þeirri viðleitni skiptir meint „togstreita í íslenzkri lífsskoðun“, sem reyndar speglar „sígilda, vest- ræna fijálslyndisstefnu“ máski höfuðmáli. Lífsskoðun íslendinga bygg- ir í senn á einstaklingshyggju og jafnstöðu einstaklingannna í lífsbaráttunni. Sá er rauði þráðurinn í viðhorfí þeirra. Samhliða leggja þeir áherzlu á að réttur þeirra sem höllum fæti standa af ýmsum ástæð- um, verði ekki fyrir borð bor- inn. Könnunin sýnir fleiri kennileiti, sterka þjóðernis- kennd, ríka trúhneigð, mikil- vægi fjölskyldunnar í samfé- laginu, gildi margs konar fé- lagsstarfs, áhuga á heilsurækt og umhverfisvernd og vaxandi umburðarlyndi gagnvart skoð- unum annarra. Könnunin, sem nær til þrjátíu þjóða, er samansafn af staðreyndum og gildismati. Niðurstöður segja þó hvergi nærri allan sannleikann um við- horf þjóða og einstaklinga, enda fara orð og athafnir ekki alltaf saman. Þær gefa engu að síður athyglisverðar vísbendingar um þjóðfélags- þróunina. Það er góðs viti að samkvæmt niðurstöðum þess- arar viðhorfskönnunar, sem Félagsvísindastofnun Háskóla íslands stóð að hér, eru þau þjóðmálagildi ráðandi í lífsskoðun Islendinga, sem heyra til „sígildri, vestrænni fijálslyndisstefnu allt frá dög- um Adams Smith“. Mikil trúhneigð en lítil kirkjusókn íslendinga: Kirkjan hlýtur að leggja áherzlu á að ná til hinna mörgu truhneigðu - segir herra Olafur Skúlason, biskup Islands HERRA Ólafur Skúlason, biskup íslands, segir að kirkjan hljóti að leggja mikla áherzlu á að ná til hins mikla meirihluta íslendinga, sem segist mjög trúhneigður í nýrri könnun Félagsvísindastofnunar Háskólans á lífsviðhorfum íslendinga. Biskup segir að liður í þessu sé safnaðaruppbygging kirkjunnar, sem nýhafinn áratugur hefur verið helgaður. „Ekkert í þessari könnun kemur mér beinlínis á óvart, en ýmislegt gerir mig bjartsýnni, eins og vera ber, tilheyrandi þjóð, sem er ein _sú bjartsýnasta í veröldinni," sagði Ól- afur í samtali við Morgunblaðið. „Hún sýnir okkur að íslenzk þjóð tekur alvarlega á málunum og hugs- ar um þau. Við erum kannski ekki alltaf sjálfum okkur samkvæm og sjónarmið stangast á, eins og eðlilegt er. Ég held að þessi könnun sýni okkur eins og við erum; með ótrúlega mikla ábyrgðartilfmningu og jákvæð gagnvart þeim gildum, sem ég tel að við getum skipað ofar öðrum. Við erum svo bjartsýn að við látum ekki skammdegið eða aðrar ógnir kúga okkur.“ — I könnuninni kemur fram að Islendingar eru með trúhneigðari þjóðum. Gæti verið samhengi á milli trúhneigðarinnar og hamingjunnar, sem menn láta í ljós, að þínu mati? „Eitt heiti á kristinni trú er fagn- aðarboðskapurinn. Ég hef alltaf hald- ið því fram að sá, sem virkiiega skil- ur boðskap Jesú Krists, verði glaðari í sinni en aðrir. Ekki þannig að við lokum augunum fyrir því, sem úr- skeiðis fer, eða fyrir synd og hörm- ungum í heiminum. En fagnaðarboð- skapurinn er sá að við megum líta ofar því, sem heftir okkur eða gerir okkur erfitt fyrir. Það gefur okkur vitanlega gleði.“ Trúin getur aldrei verið einkamál — I könnuninni kemur líka fram það, sem kirkjunnar menn hafa lengi haft áhyggjur af; að kirkjusókn er fremur lítil. Samt segjast menn vera trúhneigðir. Hvaðan kemur trú- hneigðin ef fólk kemur ekki í kirkju? „Það er kannski eitt einkennið á okkur íslendingum; við erum svo miklir einstaklingshyggjumenn að við teljum að við getum gefið okkur ákveðin lögmál og sett okkur ákveðn- ar reglur hvað sem hver segir. Þetta minnir mig stundum á bamið, sem á að klæða í samræmi við veðrið utan dyra. Það horfir á rúðurnar og telur sig vita hvernig veðrið sé. Það segir við móður sína: „Ég þarf ekki stígvél, sjóhatt eða þykkan frakka.“ Við segjum við sjálf okkur: „Mér þykir gott að eiga Guð, ég er glaður yfir því að Guð elskar mig, en ég þarf ekki endilega að túlka það þann- ig að aðrir viti af, með því að fara í kirkju.“ Þetta er það, sem við höfum verið að kljást við lengi. Hitt er svo annað mál að þegar við skoðum aðr- ar hliðar kirkjugöngu en þá, sem ein- göngu tengist guðsþjónustuhaldi á sunnudögum, sjáum við aðra mynd af okkur. Við látum okkurekki nægja að senda samúðarkort þegar kunn- ingi eða ættingi deyr, heldur förum við í kirkjuna til að taka þátt í þess- ari guðsþjónustu, sem er jarðarförin. Ég þykist vita að sá muni harður af sér, sem ekki opnar hug sinn í bæn við jarðarför. Við sjáum núna endur- vakningu hjónavígslna. Parið lætur sér ekki nægja að fara í kirkju til að þiggja blessun kirkjunnar með sínum nánustu, heldur fylgja kannski hundrað manns eða fleiri, sem sýnir okkur að ekki er um að ræða einka- mál, heldur atburð, sem snertir marga. Þetta sama vona ég að gerist með trúna. Hún getur aldrei verið einkamál okkar. Þegar okkur tekst að tengja trú og trúartjáningu í messunni, finnum við enn meiri grundvöll fyrir gleði okkar og fögnuð og áttum okkur á að ef við eigum trú og tjáum hana vel, erum við jafn- framt að boða hana. Þegar einhver gengur inn í kirkju er hann í raun trúboði, aðeins með því atferli sínu. Við, sem erum svona trúuð, ættum að þiggja þá aðstoð, sem kirkjan veitir okkur. Kirkjusókn hefur farið batnandi á síðustu árum og áratug- um og ég tek eftir því með marga, að þegar þeir venja sig á að fara í kirkju finna þeir að þeir missa mikið þegar þeir fara ekki i guðsþjónustu. Við höfum ákveðið að áratugurinn fram til aldamóta, er við minnumst þúsund ára afmælis kristni á ís- landi, verði áratugur safnaðarupp- byggingar. Guðsþjónustan er mið- punkturinn í slíkri uppbyggingu, bæði í messunni og utan kirkjunnar. Við hljótum að leggja mikla áherzlu á að ná til þessa mikla meirihluta fólks á íslandi, sem metur tiúna og kirkjuna svona mikils og benda því á að kirkjudymar standa opnar og kirkjan er ekki aðeins byggð til að setja svip á landslagið." Þeir eru dómharðastir sem minnsta reynslu hafa — Það kemur fram að menn sækja almenna guðsþjónustu lítið og sömu- leiðis hefur minnihluti trú á svörum kirkjunnar við ýmsum áleitnum spurningum. Getur það síðarnefnda verið afleiðing af lítilli kirkjusókn? Þekkir fólk ekki boðskap kirkjunnar vegna þess að það sækir ekki kirkju? „Ég hef tekið eftir því að þeir tala hæst um lélega kirkjusókn, sem sjálf- ir koma aldrei í kirkju. Þeir eru dóm- harðastir, sem hafa minnsta reynslu að byggja á. Messan byggist auðvitað ekki aðeins á ræðu prestsins, þótt hún sé auðvitað mjög þýðingarmikil. Prestar leitast við að taka á málunum og ég er til dæmis sannfærður um Herra Ólafur Skúlason biskup. að á sunnudaginn kemur munu langflestir prestar vitna til þessarar könnunar á einhvern hátt, rétt eins og við tökum tillit til stóratburða hér heima og erlendis. En safnaðarupp- byggingin byggist á því að við viljum líka ná til fólks utan hinnar hefð- bundnu messu, þegar fólkið getur spurt sjálft. í báðum Reykjavíkur- prófastsdæmunum er til dæmis að hefjast markvisst starf í því skyni að opna kirkjuna fyrir sem flestum. Þá held ég að fólk muni átta sig á að svar kirkjunnar er háværara og greinilegra, en það hefur kannski gert sér grein fyrir.“ Aldrei verið auðreknir í kenningarbás — Það hefur verið sagt að það, hvernig íslendingar svara spurning- um um tilvist framhaldslífs, helvítis, himnaríkis og fleiri fyrirbæra, sé í ekki beinlínis í samræmi við lúth- erskan rétttrúnað. „Við íslendingar höfum aldrei ver- ið auðreknir í nokkurn kenningarbás. Við höfum alltaf tekið okkur sjálf- skipaðan rétt til að halda því, sem við kærum okkur um, og virða hitt einskis,_sem við kjósum að leiða hjá okkur. Ég veit ekki hversu stranglút- herskir við erum, íslendingar. Við höfum alltaf tamið okkur að segja fyrst að við séum kristin, en síðan skilgreinum við það nánar. Þegar maður spyr fólk t.d. í Bandaríkjunum um trú þess, svarar það fyrst hver kirkjudeildin sé, vegna þess að þar er mikil aðgreining milli kirkjudeilda. Hér á íslandi, þar sem mikill meiri- hluti tilheyrir þjóðkirkjunni, er sett samasemmerki milli þjóðkirkjunnar og kristinnar tníar. Én oft er það þannig að fólk sneiðir hjá trúaratrið- um vegna þess að það er ekki nógu vel upplýst um hvað raunverulega felst í þeim. Kirkjan á auðvitað að reyna að koma til móts við fólk, ekki aðeins í boðun heldur líka í mark- vissri fræðslu.“ Erfitt fyrir kirkjuna að taka afstöðu — Samkvæmt niðurstöðum könn- unarinnar finnst mörgum að kirkjan eigi að taka afstöðu til ýmissa mál- efna á borð við umhverfismál, af- vopnun og vanda þriðja heimsins. Er þetta ákall um að kirkjan taki afstöðu í þjóðmálum frekar en hún hefur gert? „Ég rek mig oft á það að fólk vill gjarnan að kirkjan taki afstöðu og er innilega ánægt með slíkt, ef við- komandi aðili er sammála. Ef kirkjan tekur aftur á móti afstöðu, sem stangast á við það, sem fólk óskar, er kirkjan gagnrýnd fyrir að taka afstöðu til þjóðmála og blanda sér í það, sem henni kemur ekki við. Mér finnst að kirkjan eigi að taka afstöðu til þjóðmála og alþjóðamála, en forð- ast að gera það á persónulegum grundvelli. Presturinn á ekki að segja „Ég segi...“ heldur að þetta sé það, sem kirkjan hafi verið að und- irbúa og hjálpa sér að átta sig á. En það er erfitt fyrir kirkjuna að taka "afstöðu til þjóðmála á íslandi. Ég gleymi því eklri þegar ég gagn- rýndi meðferð ríkisstjórnarinnar á sóknargjöldum til kirkjunnar á kirkjuþingi í fyrra. Þá sagði ráðherra að þetta hlyti að þýða að ég væri kominn í framboð fyrir einn stjórn- málafiokkinn. Það er ekki einu sinni hægt fyrir biskup að tala um það þegar verið er að sneiða að kirkjunni og taka frá henni, það sem henni ber, án þess að hann sé dreginn í ákveðinn stjórnmálaflokk." Kirkjan er á réttri leið — Talað er um að skoðanakann- anir séu tæki, sem getur hjálpað stjórnvöldum, hagsmunasamtökum og stofnunum að meta hvort þau séu á réttri leið og hvort stefna þeirra og boðskapur nái til fólksins. Hvaða lærdóma getur kirkjan dregið af lífs- gildakönnun Félagsvísindastofnun- ar? „Hún getur dregið þann lærdóm af þessu að þar sem til dæmis kemur fram að fólk ber almennt virðingu fyrir fjölskyldunni, einstaklingnum og vernd lífs og verðmæta, sé hún á réttri leið af því að þetta er það, sem kirkjan hefur ævinlega sett framar- lega. Hins vegar verðum við líka að horfast í augu við að fólk áttar sig ekki alltaf á því hvað kirkjan hefur verið að segja og er að segja af því að það er of langt í burtu til þess að kirkjan nái til fólksins. Við viljum byggja á þeim jákvæðu gildum, sem koma fram, en líka koma að ýmsum trúarþáttum, sem í dag virðast alltof fjarlægir þorra fólks, og eru ekki bara hleypidómar, heldur oft á tíðum kjarnaatriði kristinnar trúar, sem fögnuðurinn og gleðin í fagnaðarboð- skapnum hvílir á.“ Viðtal: ÓÞS Morgunblaðið/Árni Sæberg Menningarsamskipti aukin milli Glasgow og Reykjavíkur Fhlltrúar frá ferðamálaráði Glasgow-borgar eru staddir hér á landi til að kynna menningarsamskipti milli Reykjavíkurborgar og Glas- gow. Þau hefjast í júní á næsta ári og standa yfír í tvö ár undir yfírskriftinni Isinn brotinn, (Breaking The Ice). Sýningar verða á íslenskri nútímalist og íslenskir tónleikar verða fluttir í Glasgow og Edinborg í júní á næsta ári. Auk þess hefur verið ákveðið að sýna fimm íslenskar kvikmyndir ytra. Kynning verður síðan á skoskri list í Reykjavík í febrúar 1993 þar sem áhersla verður lögð á flutn- ing skoskrar tónlistar á tónlistarhátíðinni Myrkum músíkdögum. Rithöfundurinn og útvarpsmaðurinn Magnus Magnusson verður heiðursgestur hátíðanna í báðum löndum. Meðal þeirra sem kynntu hátíðina hér á landi er skoski risinn Rory, sem er borinn og barn- fæddur í Glasgow. Katrín Fjeldsted borgarfulltrúi, sem er með honum á myndinni, átti þátt í því að menningarsamskiptin komust á laggirnar. Morgunblaðið/Jón Sigurðsson Nýja hringtorgið á Norðurlandsvegi við Blönduós hefur kallað yfir vegagerðina mótmæli vörubifreiðaeig- enda, en umferðarhraði í gegnum Blönduós minnkar að öllum líkindum. Blönduós: Hringtorg' á Norðurlandsvegi Blönduósi. NÝLOKIÐ er gerð hringtorgs á Norðurlandsvegi við Blönduós. jafn- framt hefur Blöndubrú verið þrengd svo koma mætti fyrir öruggri gönguleið yfir brúna. Að sögn Jónasar Snæbjörnssonar umdæmisverk- fræðings vegagerðarinnar á Norðurlandi vestra er megintilgangur þessara aðgerða að hægja á umferðinni í gegnum Blönduós og auka öryggi gangandi vegfarenda yfir brúna. Landvari, landsfélag vörubifreiða- eigenda, hefur mótmælt þessum vegaframkvæmdum við Blönduós og telur að með þessum breytingum muni slysahætta verða meiri og þá einkum að vetri til. Benda vörubif- reiðaeigendur á að vel merkt hraða- hindrun hefði verið mun heppilegri lausn. Jónas Snæþjörnsson frá Vega- gerðinni segir að vissulega hafi brú- in þrengst en þó sé akbrautin á brúnni sex metra breið sem er um hálfum metra breiðara en bundna slitlagið á Skagastrandarvegi. Jónas sagði það ljóst vera að eftir þessar breytingar á og við Blöndubrú þurfi að auka þjónustuna við veginn, eink- um á vetrum, til að tryggja um- ferðaröryggið. Jónas Snæbjörnsson sagði ennfremur að menn yrðu að átta sig á því að þessar framkvæmd- ir væru til þess að hægja á umferð- inni og því þyrftu ökumenn að haga akstri sínum í samræmi við aðstæður hveiju sinni. Jón Sig Islendingum bjóð- ast inuflytjendaieyfí til Bandarí kj anna BANDARÍSK yfirvöld hafa ákveð- I ingu um skráningu innflytjendaleyfis ið að veita árlega næstu þrjú árin til. Oftast er hér um bandaríska 40 þúsund manns frá 34 löndum sendiráðið í heimalandi að ræða eins innflytjendaleyfi til Bandaríkj- | og tilfellið er með ísland. anria, svokallaðar AA-1 vega- bréfsáritanir. Innflytjendaleyfi fylgir réttur til varanlegrar bú- setu í Bandaríkjunum. Þau 34 lönd sem um ræðir hafa verið valin, að því er segir í fréttatil- kynningu frá Menningarstofnun Bandaríkjanna, af því að talið er að breytingarnar á innflytjendalög- unum í Bandaríkjunum árið 1965 hafi verið þeim sérlega óhagstæðar. ísland er eitt þessara landa. Umsókn- artímabilið -fyrir fjárlagaárið 1992 hefst mánudaginn 14. október næst- komandi og lýkur 20 október kl. 23.59. Umsóknir verða skráðar í þeirri röð sem þær berast á umsóknartíma- bilinu. Ekki er um neitt umsóknar- eyðublað að ræða. Umsóknina skal rita á venjulegt autt blað. Eftirfar- andi upplýsingar þurfa að koma fram í umsókninni: Nafn umsækjanda. Fæðingardagur og fæðingarstaður, Nafn, fæðingardagur og fæðingar- staður maka og bama. Heimilsfang umsækjanda. Skrifstofa bandaríska konsúlsins sem senda skal tilkynn- Aætlunarsig'lingar á Faxaflóa í 100 ár Ný umferð- arljós á Háa- leitisbraut KVEIKT verður á nýjum um- ferðarljósum á mótum Háa- Ieitisbrautar, Listabrautar og Brekkugerðis laugardaginn 21. september kl. 14.00. Umferðarljósin verða umferð- arstýrð að hluta. Umferðar- skynjarar verða á Listabraut og Brekkugerði. Ef engin þverum- ferð er, logar að jafnaði grænt fyrir umferð á Háaleitisbraut. Fótgangendur geta kallað á grænt ljós yfir Háaleitisbraut með því að ýta á hnapp. Til að áminna ökumenn um hin væntanlegu umferðarljós verða þau látin blikka gulu ljósi í nokkra daga, áður en þau verða tekin í notkun. (Fréttatilkynning) Afgreiðsla Akraborgar verður færð að Faxagarði á sunnudaginn Akranesi. NÚ ERU liðin rétt 100 ár frá því fyrsta tilraun var gerð til að halda úti áætlunarsiglingum um Faxaflóa m.a. á milli Borgarness, Akraness og Reykjavíkur. Þessa mun verða 22. september nk. Það var Sigfús Eymundsson ljós- myndari sem réðst í það ásamt fleir- um að festa kaup á gufubát er þeir hugðu að myndi henta til Faxaflóa- ferða árið 1891. Báturinn var skosk- ur, 20 rúmlestir að stærð og mun hafa verið notaður þar sem vatnabát- ur og þess vegna ekki ætlaður til ferða á hafi úti. Sigling bátsins til íslands tók þijár vikur og hreppti hann hið versta veður og þótti með ólíkindum hve gott sjóskip hann reyndist og varði sig vel. Þegar skip- ið birtist á Reykjavíkurhöfn var fólk ekki alltof hrifíð enda þótti skipið fremur óglæsilegt á að líta, „svartur og sótugur, lítill og ljótur" eins og fram kemur í bókinni „Á ströndinni í hálfa öld“ sem eru minningar Þórð- ar Guðmundssonar fyrrum skipstjóra á Laxfossi og Akraborg. Saga þessa skips sem nefnt var Faxi var ekki löng. Kringum skipið skapaðist strax ótrú sem erfítt var að uppræta. Þó sigldi það áfallalaust til margra staða og hélt nokkurn minnst á ýmsan hátt sunnudaginn veginn áætlun. Þann 8. nóvember 1891 gerði aftakaveður. „Faxi“ lá þá fyrir festum í Reykjavíkurhöfn en mannlaus. Veðrið stóð óslitið í tvo sólarhringa og er menn komu á fæt- ur 10. nóvember og litu út á höfnina þá var „Faxi“ þar ekki. Brátt gengu menn úr skugga um að hann hefði sokkið. Þegar Faxi var úr sögunni fundu menn fljótlega hve miklu hlut- verki skipið hafði gegnt og var þá mikið rætt að fá nýjan flóabát. Síðan hefur með litlum hléum verið haldið úti ferðum flóabáta á Faxaflóa. Áhugi er fyrir því hjá stjórnendum Skallagríms hf. sem gerir út Akra- borgina að minnast þessara tíma- móta á ýmsan hátt. Sunnudaginn 22. september 1991 verður aðstaða Akraborgar í Reykjavíkurhöfn færð að Faxagarði. Áf þessu tilefni og einnig til að minnast 100 ára afmæl- is áætlunarferða á Faxaflóa er far- þegum boðið hálft fargjald þennan dag. Frítt er fyrir börn yngri en 8 ára. — JG. Morgunblaðið/KGA Hin nýja aðstaða Akraborgarinnar við Faxagarð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.