Morgunblaðið - 19.09.1991, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 19.09.1991, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. SEPTEMBER 1991 33 Eignm við að afsala þjóðinni sjálfstæðinu fyrir baunadisk? eftir Sigurð Lárusson Vorið 1944 líður mér aldrei úr minni. Þá fengum við íslendingar að greiða atkvæði um stofnun lýð- veldisins. Ég var þá fyrir tveimur árum búinn að fá kosningarétt. Ég hef aldrei á ævinni verið eins ham- ingjusamur með að hafa atkvæðis- rétt og þá. Stofnun lýðveldisins er í mínum huga stærsti atburður í allri íslandssögunni. Að mega með atkvæði sínu fá að leggja lítið lóð á þá vogarskál fannst mér stórkost- legt. Nú hugsa þeir sem lesa þessar línur, hvað er maðurinn að fara? Eru íslendingar ekki sjálfstæðir ennþá, og bendir nokkuð til að svo verði ekki á næstu árum eða ára- tugum? Jú, en því miður bendir margt til þess að við séum að glata sjálfstæðinu fyrir ímyndaða stund- arhagsmuni. Nú á síðustu árum hafa þær raddir gerst æ háværari sem vilja selja frelsi og sjálfstæði þjóðar okkar fyrir baunadisk. Þar á ég að sjáifsögðu við hugsanlega inngöngu Islands í evrópskt efna- hagssvæði og þar með fyrsta skref- ið inn í Efnahagsbandalag Evrópu. Að mínu mati er það sama og afsala sjálfstæði landsins um aldur og ævi. Jafnvel þó að við öðluð- umst einhvern fjárhagslegan ávinn- ing við að ganga í EB eða EES tel ég það jafnfráleitt fyrir því, vegna þess að með því erum við búnir að missa sjálfstæði okkar um aldur og ævi. Ég er mjög undrandi yfir að nokkur ábyrgur maður, sérstaklega alþingismenn, skuli leyfa sér að reka áróður fyrir inngöngu í EB eða EES. Þeim vesalingum er vor- kunn sem eru svo langt leiddir af fégræðgi að þeir styðji inngöngu í EB í von um gróða. En þó getur það ekki talist stórmannlegt að ætla að selja sjálfstæði fyrir stund- argróða. Sem betur fer hafa ýmsir af bestu mönnum landsins svo sem rektor háskólans, Sigmundur Guð- bjarnason og margir fleiri ágætir menn, mælt sterklega gegn því og varað við þessum ráðagerðum. Aft- ur á móti hafa ýmsir háttsettir embættismenn og stjórnmálamenn mælt sterklega með inngöngu í EES. Þeirra á meðal Þorsteinn Páls- son, fyrrverandi formaður Sjálf- stæðisflokksins. Mörg fleiri nöfn mætti nefna sem taka í sama streng. Það er furðulegt að sá flokk- ur sem kennir sig við sjálfstæði landsins skuli hafa innan sinna vé- banda flesta af þeim mönnum sem vilja selja sjálfstæði landsins fyrir stundargróða. Mér finnst að Sjálfstæðisflokkur- inn ætti að hætta þeim blekkingar- leik sem hann hefur staðið að í meira en hálfa öld og kalla sig Sjálf- stæðisflokk. Miklu fremur fyndist mér hann eiga að kalla sig Stórkap- italistaflokk eða einhveiju álíka nafni. Þessi flokkur hefur ekki þor- ið sjálfstæði íslands fyrir bijósti framar öðrum flokkum, nema síður sé síðan ég man eftir, og síst á síð- ustu áratugum. Mér hefur fundist hann ganga lengra í undirlægju- hætti við erlenda hagsmuni en hin- ir stjórnmálaflokkamir. Eruð þið, góðir Islendingar, bún- ir að gleyma ártalinu 1262 og þeim atburðum sem þá gerðust? Ætlið þið kannski að láta enn verri at- burði gerast, til dæmis 1992? Frá 1262 til 1944 var ísland nýlenda í Danaveldi, þó að þjóðinni tækist að ná áföngum í frelsisátt á síðustu 70 árum áður en lýðveldið „ Jafnvel þó að við öðl- uðumst einhvern fjár- hagslegan ávinning við að ganga í EB eða EES tel ég það jafnfráleitt fyrir því, vegna þess að með því erum við búnir að missa sjálfstæði okk- ar um aldur og ævi.“ var stofnað árið 1944. Við búum á stóru en að vísu fremur harðbýlu landi, en eigum margar og stórar auðlindir, til dæmis fiskimiðin allt í kring um landið, jarðhita í mjög stómm mæli, geysimikla ónotaða orku í fallvötnum, fijósaman jarð- veg og margt fleira mætti nefna. Við þurfum því engu að kvíða ssem sjálfstæð þjóð, ef skynsam- lega er á málum haldið. En þó eru enn ótaldir einhveijir mestu kostir landsins, hreint loft og nær ótak- markað ómengað vatn. Nú eru dökkar blikur á lofti. Áróður sá sem rekinn hefur verið síðastliðið ár og fram á þennan dag fyrir byggingu risaálvers, vekur ótta um stóraukna mengun hér á landi, ekki síst ef slakað verður á kröfum um ítrustu mengunarvarnir, eins og iðnaðar- ráðherra hefur boðað og álviðræðu- nefndin einnig. Umhverfisráðherra fyrrverandi stjórnar sagði að með byggingu þessa álvers aukist meng- un á íslandi um 50%. Þetta fínnst mér ískyggilegt. Með sama áfram- haldi í byggingu stóriðju á Islandi verður mengun liklega orðin svipuð og í nágrannalöndunum eftir svo sem einn og hálfan áratug. Þá verð- ur að engu draumur margra um ísland sem ómengað ferðamanna- land. Ég skora á alla góða íslendinga að hugleiða það í rólegheitum og fullri alvöru, hvort þeir vilja afsala sjálfstæði landsins fyrir ímyndaðan stundargróða. Hvort þeir vilja vax- andi mengun eða hvort þeir vilja ekki standa saman um ýtrustu mengunarvarnarkröfur, ef af bygg- ingu þessa álvers verður, eins og flest bendir til. Ég bið ykkur einnig að hugleiða það í næði hvort stefna Sjálfstæðis- flokksins í utanríkis- og stóriðju- málum sé farsæl fyrir þjóðina og sjálfstæði hennar. Ég tel að svo sé alls ekki. Ég skrifa þessar línur til þess að reyna að opna augun á ein- hveijum sem ekki eru búnir að fá auðvaldsblindu út af inngöngu ís- lands í EB eða EES. Ég tel inn- göngu í þá ríkjasamsteypu jaðra við landráð. Ég kvíði engu um af- komu þjóðarinnar þótt hún standi utan við ailt slíkt. EB þjóðirnar bráðvantar fisk, það sýnir best hið geysiháa verð sem þessi lönd hafa greitt fyrir hann nú í sumar. Þess vegna hef ég enga trú á að þessum þjóðum haldist uppi til lengdar að hafa háa tolla á fiski og fiskafurðum. Við eigum undir engum kringum- stæðum að fórna því sem ávannst í baráttunni um útfærslu landhelg- innar á liðnum áratugum. Ég tel líka að við eigum að full- vinna sem mest af þeim fiski sem veiðist ár hvert hér við land til þess að skapa aukna atvinnu og auknar útflutningstekj ur. Lifi sjálfstætt og fullvalda Island. Höfundurerfrá Gilsd, búsetturá Egilsstöðum. I Eitt verka Árna Laugdals. Sýnir í Galleríi einn einn ÁRNI Laugdal Jónsson (Zator) hefur opnað myndlistarsýningu í Gallerii einn einn á Skólavörðu- stíg 4a. Árni Laugdal fæddist í Reykjavík árið 1938. Árni sem gengur undir listamannsnafninu Zator nam myndlist í Texas við Dallas Art Institution á árunum 1965-68. Hann hélt sína fyrstu einkasýningu á Kaffi Tröð árið 1969. Árni hefur síðan haldið um 20 einkasýningar, mést á kaffihúsum bæði hér heima og erlendis. Allir eru velkomnir að sjá sýninguna sem stendur yfir frá 20. september til 29. september. Hvað er Armaflex Það er heimsviðurkennd pípueinangrun í hólkum, plötum og límrúllum frá Þ. ÞORGRÍMSSON &CQ Ármúla 29 - Mulatorgi - Simi 38640 SUZUKI VITARA JLXi Kraftmikill 5 dyra lúxusjeppi. Suzuki Vitara er alvöru jeppi í spari- fötum. Hann er lipur og þægilegur í innanbæjarakstri og kraftmikill og seigur í torfærum og vegleysurp. Frábær fjöðrun, vökvastýri, vönduð innrétting, rafdrifnar rúður, samlæs- ing á hurðum, upphituð sæti auk fjölda annarra kosta. Suzuki Vitara er kjörinn fjölskyldubíll fyrir þá sem hafa gaman af að ferðast um landið og vilja ekki fórna þægindum fólks- bílsins. í ofanálag er Suzuki Vitara einstaklega sparneytinn. Komdu í Suzuki bíla hf. og reynsluaktu Suzuki Vitara. Það verður ást við fyrsta akstur. 1.696.000 hK BEINSKIPTUR ' 1.823.000 hrt SJÁLFSKIPTUR $ SUZUKI --......... SUZUKIBÍLAR HF SKEIFUNNI 17 . SÍMI 685100 *Verð miðast við staðgreiðslu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.