Morgunblaðið - 19.09.1991, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 19.09.1991, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUÐAGUR 19. SEPTEMBER 1991 37 Jóhannes Hjalta- son - Kveðjuorð Mig langar að byrja þessa grein á því að segja, að Jóhannes var ekki fullkominn frekar en við hin. Eg þekkti hann of vel til að vita það. Ég þekkti hann einnig nógu vel til að vita að hann hefði ekki viljað að þessi grein yrði hrein dásömun á persónuleika hans og lífí. Hann hefði viljað að ég skýrði út, í þeim fáu orðum sem mér leyfist, hver og hvernig hann og líf hans var, eins og ég sá það. Jóhannes var minn fyrsti náni vin- ur eftir heimkomu mína eftir fimm ára dvöl erlendis. Þarna var ég ellefu ára drengur, feiminn, í nýju um- hverfi, vinalaus, að reima skóna mína, þegar hann nálgast mig. Hann býður mér í sýnisferð um móann, þar sem tína má ber, liggja í áhyggju- leysi, og láta sig dreyma. Ég þáði ' það og varð það upphafið að löngu og alvarlegu vinasambandi. Jóhann- es og þeir sem ég kynntist gegnum hann kenndu mér svo siði, venjur og prakkarastrik drengja á þeim aldri, t.d. bæjar- og bíóferðir, leiki, og ekki má gleyma, að kveikja í sinu og sparka í ljósastaura. Gleðin og hláturinn var mikill, en einnig alvar- an við það að vaxa úr grasi, og átt- um við mörg samtölin um allt milli himins og jarðar, tilfinningar, hitt kynið, drauma, lífið og dauðann. Móinn var mikill samkomustaður. Þar lágum við félagarnir í háu grasi ■g vorum konungar í eigin ríki. Nú :r móinn horfinn og við hafa tekið /egir og byggingar. Nú er Jói horf- inn og við taka minningar. Er lengra leið á vinskapinn urðum við tveir samtímis hrifnir af stúlku. Og það sem óheppilegast var, — af sömu stúlkunni. Við greiddum úr því vandamáli með því að ákveða „vara- stúlku", sem hinn síðar mundi svo ná sér í að samkeppninni lokinni. Eftir að skot þetta hafði runnið út í sandinn viðurkenndum við svo hvor fyrir öðrum að hvorugur hefði nokk- urn tímann sætt sig við „varastúlku" þessa hvað þá fengið hana. Að þessu hlógum við endalaust og var þetta rík minning milli okkar til hins síðasta. Eftir þetta áttum við margar stórkostlegar stundir. Seinna kom upp rígur á milli okk- ar og við töluðumst ekki við í marga mánuði, nema með illgjömum „skot- um“ sem við sendum hvor öðrum fyrir milligöngu sameiginlegra vina. Undir lokin sættumst við, og án fag- legra ástæðna bað ég hann að syngja í hljómsveit, sem ég og aðrir álíka viðvaningar og ég, vorum að setja saman. Varð það upphafið að miklu ævintýri, of kærkomnu til að setja í fá orð. Þó vil ég segja, að um þetta leyti hafði okkur fundist við að ýmsu leyti ólíkir öðrum ungmennum og var tónlistin að hluta til okkar leið til að vera hluti af því unga samfélagi sem þá var og er enn. Eftir nokkur ár hætti hljómsveitin og við byrjuðum að fjarlægjast hvor annan, þó svo við hittumst alltaf af og til, til að minnast gamalla tíma og fylgjast hvor með öðrum. Hann virtist alltaf mjög upptekinn við viðfangsefni sín og eyddi ekki miklUm tíma með okk- ur gömlu félögunum. Á þann hátt höfðum við þegar misst hann. Ég er reiður vegna láts Jóhannes- ar, þó ég verði að fyrirgefa það, ef ég má taka svo til orða. Ég sendi samúðarkveðjur til skyldmenna hans og vina, og langar mig að segja eitt: Þegar ég minnist Jóa nú eða í framtíðinni, neita ég að minnast hörmulegra endaloka hins jarðneska lífs hans. Ég mun hugsa um þær lífsríku stundir, sem ég átti með honum, og vona áð hlátur hans megi bergmála í hugum okkar svo lengi sem við lifum. Ég kveð Jóhannes Hjaltason á vit leyndardómsins mikla. Ég kveð Jóa. Kristinn H. Schram Við viljum minnast góðvinar okkar og bekkjarfélaga úr Digranesskóla í Kópavogi, Jóhannesar Hjaltasonar. Þegar leiðir okkar skildu við lok grunnskóla átti ekkert okkar von á að í næsta skipti sem við kæmum óll saman væri það vegna láts Jó- hannesar. Við minnumst hans sem kurteiss og góðs félaga sem ávallt var boðinn og búinn til að taka þátt í félagslíf- inu. Saman áttum við ógleymanlegar stundir sem allar hafa riijast upp að nýju á þessum stutta tíma sem hefur liðið síðan Jóhannes kvaddi þetta líf. Við eigum erfitt með að sætta okkur við þá staðreynd að Jóhannes sé ekki lengur á meðal okkar til að deila með okkur minningunum um gamla og góða tíma úr Digranes- skóla. Ekkert okkar fær skilið hvers vegna svo ungur maður er hrfiinn burt þegar lífið er rétt að byija. Við kveðjum hann með söknuði og þökkum fyrir samveruna. Við biðj- um góðan Guð að styrkja ættingja hans og vini á þessari erfiðu stundu. Við viljum mirinast Jóhannesar í þessu fallega ljóði eftir Halldór Lax- ness. Hvert örstutt spor var auðnuspor með þér. hvert andartak er tafðir þú hjá mér var sólskinsstund og sæludraumur hár, minn sáttmáli við guð um þúsund ár. Hvað jafnast á við andardráttinn þinn? Hve öll sú gleði er fyr naut hugur minn er orðin hljómlaus utangátta og tóm hjá undrinu að heyra þennan róm. Bekkjarfélagar úr Digranesskóla. REIK NIOIiG JORVAIt Meiriháttar verólækkun. • 80387SX - 16 MHz kr. 1 9.900,- • 80387SX - 20 MHz kr. 20.900,- • 80387DX - 25 MHz kr. 28.900,- • 80387DX - 33 MHz kr. 30.900,- : Oll verð eru með Vsk. ' Öll verð eru miðuð við gengi 12.09.1991 ^TÆKNIVAL Skeifan 17 -128 Reykjavik - Sími 91-681665 - Fax 91-680664 Eiginmaður minn, t PALLPALSSON fyrrum bóndi, í Efri-Vík, verður jarðsunginn frá Prestbakkakirkju á Síðu laugardaginn 21. september kl. 14.00. Fyrir hönd vandamanna, Magnea Guðrún Magnúsdóttir. t Ástkær eiginmaður minn, faðir og afi, SVAVAR HJALTESTED, Reynimel 44, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni föstudaginn 20. séptember kl. 10.30. Lára Hjaltested, Erla Hjaltested og barnabörn. t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, DÝRFINNA HELGADÓTTIR, Arnarholti, Kjalarnesi, er lést 14. september, verður jarðsung- in frá Fossvogskapellu föstudaginn 20. september kl. 10.30. Lilja Njálsdóttir, Arnbjörg Pálsdóttir, Gunnlaugur Jósefsson, Helgi Jósefsson, Gunnar Jósefsson, Ólöf G. Albertsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. SIEMENS uppþvottavélar eru velvirkar, hljóölátar og sparneytnar. Breidd: 45 og 60 sm SMÍTH & NORLAND NÓATÚNI4 - SÍMI28300 t Innilegar þakkir fyrir auðsýrída samúð og vináttu við andlát og útför ÞORBERGS I. JÓHANNESSONAR, Neðra-Núpi. Þórdís Þorbergsdóttir, Jóhanna Þorbergsdóttir, Hafþór Þorbergsson, Ingibjörg Þorbergsdóttir, Rannveig Þorbergsdóttir, Guðmundur Þorbergsson, Margrét Hannibalsdóttir, Stefán Þorbergsson, barnabörn og barnabarnabörn. Þórir Friðriksson, Jón Óli Gíslason, Eiríkur Pálsson, t Elskuleg móðir mín, dóttir, systir, mágkona og dótturdóttir, JÓFRÍÐUR SOFFÍA KRISTINSDÓTTIR, Skálagerði 7, Reykjavik, verður jarðsungin frá Ingjaldshólskirkju laugardaginn 21. sept- ember kl. 14.00. Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á Krabbameinsfélag ís- lands. Elín Ösp Vilhjálmsdóttir, Ester Úranfa Friðþjófsdóttir, Baldur F. Kristinsson, Elvar G. Kristinsson, Dóra S. Kristinsdóttir, Jóhann R. Kristinsson, Helena S. Kristinsdóttir, Hafalda E. Kristinsdóttir, Snædís E. Kristinsdóttir, Guðbjörg H. Kristinsdóttir, Halldóra Kristleifsdóttir og systkinabörn. G. Elisabet Jensdóttir, Þórdís Bergmundsdóttir, GuðbrandurJónsson, Katrín Gísladóttir, Guðmundur Gunnarsson, Gústaf G. Egilsson, t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför móður okkar og ömmu, UNNAR ERLENDSDÓTTUR. Erla Smári, Jakob Smári og barnabörn. t Innilegar þakkir færum við öllum, sem sýndu okkur hlýhug og hluttekningu við andlát og jarðarför eiginmanns míns, föður, tengdaföður og afa, GUÐMUNDAR FINNBOGASONAR frá Krossadal, Garðarsbraut 55, Húsavík. Sigurbjörg Sigurjónsdóttir, Vigdís Helga Guðmundsdóttir, Pálmi Sigfússon, Sigurjón Guðmundsson, Ása Grfmsdóttir, Jóhanna Guðmundsdóttir, Guðjón Ólafsson og barnabörn. t Hjartans þakkir færum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför TRYGGVA GUÐJÓNSSONAR, Hjarðarholti 10, Akranesi. Sérstakar þakkir fær starfsfólk Sjúkrahúss Akraness deild A og Landspítalans deild 11-E fyrir góða umönnun. Rósa Einarsdóttir, Marinó T ryggvason, Margrét Magnúsdóttir, Guðni Tryggvason, Hlín Sigurðardóttir, Björg Thomassen, Reynir Ásgeirsson og fjölskyldur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.