Morgunblaðið - 21.09.1991, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 21.09.1991, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. SEPTEMBER 1991 Greiðslur af bifreiðahlunnind- um ráðherra til endurskoðunar FRIÐRIK Sophusson fjármálaráðherra segir ríkissljórnina hafa til endurskoðunar reglur um skattgreiðslur ráðherra af bílahlunnind- um. Garðar Valdimarsson ríkisskattsljóri telur ráðherra eiga að fara að almennum ákvæðum og borga ákveðið hlutfall af verði ráðherrabifreiðar í skatt. Þessu munu fæstir ráðherra í síðustu ríkisstjórn hafa sinnt og þeir ráðherrar sem nú sitja segjast heldur óhressir með ákvæðin. Aðferð við kaup ráðherrabíla virðist einnig á reiki, þau eiga lögum samkvæmt að fara um Innkaupastofnun ríkisins en gera það yfirleitt ekki. Ásgeir Jóhannesson forstjóri Innkaupastofnunar segir þetta auðvitað orka mjög tvímælis. Samkvæmt reglugerð getur ráð- herra fengið til fullra umráða bíl sem ríkissjóður ber allan kostnað af, en að öðrum kosti notað eigin bíl til embættisstarfa. Ríkissjóður ber þá allan kostnað af rekstri bíls- ins og greiðir eigandum fyrning- arfé sem er ár hvert 20% af end- umýjunarverði samsvarandi bíls. Skattareglur þessa árs segja að 20% af kostnaðarverði ráðherrabfls skuli metið notandum til tekna sem tekin er staðgreiðsla af. Miðað er við 15% hafi bifreiðin verið tekin í notkun fyrir árið 1989. VEÐUR í lögum um opinber innkaup segir að Innkaupastofnun ríkisins annist innkaup allra fyrirtækja og stofnana nema fjármálaráðherra heimili einstökum stofnunum ann- að. Til þess þarf þó umsögn stjóm- ar innkaupastofnunar. Ásgeir Jóhannesson forstjóri innkaupastofnunar segir ráðuneyt- in hafa leyft sér að kaupa ráð- herrabíla sjálf. „Mér finnst það orka mjög tvímælis og spurning hvort ekki sé eðlilegt að þegar peningum ríkisins er varið fari það allt gegnum sama aðila. Annars held ég að best færi á að setja bílamál ráðherra í fastar skorður, til að mynda þannig að bflunum yrði skipt út á þriggja ára fresti og farið eftir einhveijum staðli við val þeirra.“ Einar Sverrisson yfirviðskipta- fræðingur í fjármálaráðuneyti seg- ir það mjög óeðlilegt að bifreiða- kaup ráðherra fari ekki í gegnum innkaupastofnun. Kaupin hafi fyrir nokkmm ámm flust af sameigin- legum reikningi ríkisstjómar ut til ráðuneyta og menn séu í hálfgerð- um vandræðum með þau. Friðrik Sophusson segist í raun ekki hafa haldgóða skýringu á því hvers vegna bifreiðakaup ráðherra fari ekki um innkaupastofnun. Hann segir reglur um bílamálin ekki góðar, þær þyrftu að vera skýrar og einfaldar. Friðrik telur hugmyndina um endumýjun bíl- anna á ákveðnum fresti vel koma til greina. „Ég er viss um að ráð- VEÐURHORFURIDAG, 21. SEPTEMBER YFIRLIT: Yfir Hrútafirði er 970 mb lægð sem fer norður og síðan norðvestur. Lægðardrag er á Grænlandshafi og hreyfist það f aust- ur. Suður af landinu myndast lægð í nótt og mun hún færast upp að suður- eða suðausturströndinni á morgun. SPÁ Suðlæg eða breytileg átt um norðanvert landið framan af degi en annars vaxandi austlæg eða norðaustlæg átt, allhvass um austanvert landið síðdegis. Skúrir vestanlands en rigning sunnan- lands og austan og þegar líður á daginn einnig á Norðurlandi. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á SUNNUDAG:Norðaustanátt á Vestfjörðum og Norður- landi, vestlæg átt sunnanlands en breytileg átt á Austurlandi. Rign- ing um mestallt iand og fremur hlýtt. HORFUR Á MÁNUDAG: Austlæg eða breytileg átt og lítið eitt kaldara. Skúrir víða um land. Svarsfmi Veðurstofu fslands — Veðurfregnir: 990600. TAKN: y, Norðan, 4 vindstig: " Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. r r r r r r r Rigning r r r * r * r * r * Slydda r * r * * * * * * * Snjókoma 10 Hitastig: 10 gráður á Celsíus V Skúrir * V El — Þoka = Þokumóða ’ , ’ Súld CO Mistur —[- Skafrenningur Þrumuveður / VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að ísl. tíma hiti veður Akureyri 7 skýjað Reykjavík 11 rigning á síð.klst. Bergen 12 skúr Helsinki 13 skýjað Kaupmannahöfn vantar Narssarssuaq vantar Nuuk +0 léttskýjað Osló 17 léttskýjað Stokkhðlmur 16 léttskýjað Þórshöfn 12 alskýjað Algarve 26 þokumóða Amsterdam 17 skýjað Barcelona 26 mlstur Berlin 16 skýjað Chicago 2 léttskýjað Feneyjar 24 þokumóða Frankfurt 20 léttskýjað Glasgow 14 skýjað Hamborg 15 skýjað London 18 léttskýjað Los Angeles 16 þoka Lúxemborg 18 skýjað Madrid 28 skýjað Maiaga 29 skýjað Mallorca 29 léttskýjad Montreal 5 léttskýjað NewYork 13 hálfskýjað Ortapdo vantar Paris 21 léttskýjað Madeira 26 léttskýjað Róm 20 heiðskirt Vín 21 léttskýjað Washington 13 léttskýjað Winnipeg 2 léttskýjað herrar yrðu mjög fegnir að losna við ákvarðanir um bílana. Þetta hafa verið viðkvæm mál.“ En hér sýnist sitt hveijum. Hall- dóri Blöndal landbúnaðarráðherra líst til dæmis ekki á að ráðherrar geti ekki sjálfir valið sér bíla. „Þarfir manna eru mismunandi, einn getur þurft jeppa og öðrum nægir minni bfll. Það verður að líta til þess úr hvaða kjördæmi ráðherra kemur þegar þetta- er metið.“ Ráðherrar sætta sig illa við regl- ur um skattgreiðslur af bílahlunn- indum, þær koma verst út fyrir þá sem ekið er á bílum sem dýrir hafa verið í innkaupum. Reglumar eru samkvæmt heimildum blaðsins til endurskoðunar í ríkisstjórn og hallast menn helst að því að marka einkanot ráðherra af bílunum. Þá myndu ráðherrar borga skatt af einkanotum og ætíð miðað við til- tekið lágmark, til dæmis 5.000 km. á ári. Sá galli er þó á þessari hug- mynd að erfitt er að draga skil einkanota og opinberra. Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson Úthöggvið andlit á Eiðinu Þetta úthöggna andlit er á móbergssteini sem stendur á Eiðinu í Eyjum. Hagar hendur hafa höggvið í steininn- mann- sandlit, reglulegt listaverk. Ekki er vitað hvaða Iistamaður hefur verið þama að verki en verkið er fallegt og til augna- yndis þeim er leið eiga um Eiðið í Eyjum. Erlendur leiðangur að rannsaka Hengil BANDARÍSKUR rannsóknaleið- angur hefur verið við mælingar í Hengli undanfarna tvo mánuði. Um er að ræða tvo vísindamenn, Breta og Bandaríkjamann, ásamt aðstoðarmönnum, en rannsókn- irnar eru á vegum bandarísku jarðfræðistofnunarinnar. Að sögn Ragnar Stefánssonar jarð- skjálftafræðings er ástæða þess að mælingar eru gerðar á þessu svæði sú að þar hafa komið fram jarðskjálftar af sérkennilegri gerð. Ragnar sagði að upphaflega hafi rannsóknir hafíst við Hengil vegna byggingar Nesjavallavirkjunar. Þá hafí komið í ljós ákveðin sérein- kenni á jarðskjálftum sem verða þar og þótti bandarísku jarðfræði- stofnuninni ástæða til að kosta þennan leiðangur af því tilefni. Hann sagði að þessi séreinkenni fælust helst í því að brotlausn jarð- Leiklistarstjóri útvarps: Helga Bach- mann fékk flest atkvæði HELGA Bachmann fékk flest atkvæði í útvarpsráði þegar greidd voru atkvæði um þá sem sóttu um stöðu leiklistarstjóra Ríkisútvarpsins. Helga Bachmann fékk fjögur atkvæði en María Kristjánsdóttir fékk þijú atkvæði á fundi útvarps- ráðs á föstudag. Útvarpsstjóri veit- ir stöðuna eftir umsögn ráðsins. skjálfta yrði með öðrum hætti á þessu svæði en í venjulegum skjálft- um og ef til vill tengdist það því að þarna væri um eldfjall að ræða. Yfirleitt yrði hliðrun vegna skjálfta í föstu bergi sem leiddi til þess að bergið brotnar og ákveðin rúmmáls- breyting yrði um leið. Lánskjaravísitalan: Hækkunum 8,9% sl. ár Launavísitala óbreytt SEÐLABANKINN hefur reiknað út lánskjaravísitölu fyrir októbermánuð, og mæl- ist hún 3194 stig. Hækkunin er 0,28% frá septembermán- uði, en 8,9% á síðustu tólf mánuðum. Á síðastliðnum þremur mán- uðum hefur lánskjaravísitalan hækkað um 3,4%, um 9,7% á sl. þremur mánuðum, og um 10,8% ef miðað er við síðastlið- ið hálft ár. Hagstofan hefur reiknað út launavísitölu fyrir september- mánuð miðað við meðallaun í ágúst síðastliðnum, og er vísit- alan óbreytt frá fyrra mánuði, eða 129,2 stig. Samsvarandi launavísitala, sem gildir við útreikning greiðslumarks fasteignáveðl- ána, tekur sömu hækkun, og er því 2.826 stig í október 1991. Lægsta tilboð í Kjalveg við Gullfoss 67% af áætlun TÓLF tilboð bárust í útboð Vegagerðar ríkisins vegna lagningar tveggja kilómetra kafla á Kjalvegi við Gullfoss. Lægsta tilboðið var frá Vélgröfunni hf., sem bauð 5.276.500 kr. í verkið, en það er 67% af kostnaðaráætlun verkkaupa, sem var 7.881.000 krónur. Lagningu vegarkaflans á að vera að fullu lokið 15. júní á næsta ári. Samkvæmt upplýsingum Vega- gerðarinnar kemur vegarkaflinn sem um ræðir til með að liggja um tveim kílómetrum vestar en núver- andi vegarkafli við Gullfoss, en samkvæmt skipulagi, sem staðfest var í fyrra, var ákveðið að færa veginn og gera bílastæði og koma upp snyrtiaðstöðu á þeim slóðum sem hann er nú. Næst lægsta tilboð í lagningu vegarkaflans var frá Árvélum á Selfossi, sem buðu 5.400.000 krón- ur, en hæsta tilboðið var frá Jóni Ingileifssyni, Svínavatni, sem bauð 9.013.500 krónur í verkið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.