Morgunblaðið - 21.09.1991, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 21.09.1991, Blaðsíða 10
10 MORGUNBÍLAÐlÐ •LAUGARDAGUR 21. SÉPTÉMBER 1991 Sinfóníuhljómsveit Islands Tónlisf Jón Ásgeirsson Vetrarstarfið 1991-92 hófstmeð kynningartónleikum í Háskólabíói, sl. fimmtudag og voru á efnis- skránni þættir úr nokkrum þeirra tónverka, sem flutt verða í vetur, svo sem 1. þátturinn úr Júpitersin- fóníunni eftir Mozart, 3. þátturinn úr þeirri sjöundu eftir Dvorak, Int- ermezzo úr Hárý Janos, eftir Kod- ály, 4. þátturinn úr hljómsveitar- konsertinum eftir Bartók og síðast fyrir hlé var Coriolan-forleikurinn eftir Beethoven. Eftir hlé var þátt- ur í sinfóníu eftir Madetoja, tveir kaflar úr Provensale-svítunni eftir Milhaud og „gálgamarsinn“ úr Draumórasinfóníunni eftir Berloz. Tónleikunum lauk með því, að allir viðstaddir sungu þrjú íslensk lög, Hver á sér fegra föðurland, eftir Emil Thoroddsen, Einu sinni á ágústkvöldi, eftir Jón Múla, og Hafið blaá hafið, eftir Friðrik Bjarnason. Tónleikagestir tóku vel undir, enda voru þeirra á meðal söngfólk úr Skagfirsku söngsveit- inni, Snæfellingakórnum, Dóm- kórnum, Söngsveitinni Fílharm- oníu og kór Háteigskirkju, sem í lokin gengu upp á sviðið og sungu þjóðsönginn, O, Guð vors lands, eftir Sveinbjörn Sveinbjörnsson. Kynnir á tónleikunum var Finnur Hafnarfjörður - Öldutún Nýkomið í einkasölu 2ja hæða 153 fm 6 herb. raðhús auk 30 fm bílskúrs. Svalir á báðum hæðum. Skipti á 2ja eða 3ja herb. íbúð koma til greina. Opið í dag frá kl. 12-17 Arni Gunnlaugsson, hrl., Austurgötu 10, sfmi 50764. 21150-21370 LARUS Þ. VALDIMARSS0N framkvæmdastjóri KRISTINN SIGURJÓNSSON, HRL. loggiltur fasteignasali Til sýnis og sölu m.a. eigna: Glæsileg sérhæð í Hlíðunum Neðri hæð 146,8 fm. Tvöf. stofa, 4 svefnherb. Öll nýl. endurbyggð. Góður bílskúr 28 fm. Skipti mögul. á góðri 90-100 fm íbúð miðsvæðis í borginni. Nánari uppl. á skrifst. Nýtt og glæsilegt einbýlishús á útsýnisstað í Kópavogi. Steinhús 157,1 fm auk bílskúrs 32,4 fm. Úrvals frágangur á öllu. Mikil og góð áhv. lán. Skipti á góðri 4ra herb. íbúð mögul. Sérþvottahús - útsýni - laus strax Stór og góð 2ja herb. íb. á 1. hæð 65,3 fm við Arahóla í 3ja hæða blokk. Nýl. parket. Geymslu- og föndurherb. í kj. Góð sameign. Laus strax. Nýleg og góð sérhæð við Sogaveg 6 herb. íbúð á 2. hæð 122,5 fm nettó. Sérþvhús. Rúmgott föndurherb. í kj. Tvennar svalir. Góður bílsk. Fjórbhús. Eignask. mögul. Skammt frá „Fjölbraut11 í Breiðholti 4ra og 5 herb. ibúðir á góðu verði þ.m.t. 4ra herb. með ágætum áhv. lánum. Skammt frá Háskólanum Parhús - steinhús með 5 herb. ibúð á tveimur hæðum. Þarfnast nokk- urra endurbóta. Húsnlán kr. 3 millj. Sanngjarnt verð. Á vinsælum stað í Vogunum Steinhús ein hæð 165 fm. 4 svefnherb. Bílsk. 23,3 fm. Skrúðgarður. Skipti mögul. á 3ja-4ra herb. íbúð með bílskúr. • • • Opið í dag frá kl. 10-16. Höfum á skrá óvenju marga fjársterka kaupendur. Margskonar eignaskipti. ALMENNA FASTEIGNASAIAH LAUGAVEG118 SÍMAR 21150-21370 Húseign íHafnarfirði Nýkomið í einkasölu mjög vandað timburhús við Skúlaskeið (ofan við Hellisgerði) í ágætu ástandi. Byggt 1936, stækkað 1964. Hæð, kjallari og ris alls 244 fm. Á aðalhæð, með steyptri gólfplötu, er 98,6 fm 4ra-5 herb. íbúð. í risi er 2ja herb. íbúð. Kjallari undir öllu húsinu með góðri lofthæð og möguleika á lítilli íbúð með sérinng. Bílskúr. Opið í dag Árni Gunnlaugsson, hrl., frá kl. 12—17 Austurgötu 10, sími 50764. Torfi Stefánsson tónskáld. Allt fór þetta vel fram, svo sem vænta mátti, en auk þess sem hér hefur verið talið upp, var boðið upp á vanadaða, litprentaða efnisskrá fyrir veturinn. Sjö íslensk verk verða flutt á þessum tónleikum, eftir Áskel Másson, Finn Torfa Stefánsson, Gunnar Þórðarson, Jón Leifs, Karólínu Eiríksdóttur, Pál P. Pálsson og John Speight. Meðal íslenskra einleikara og úr hópi starfandi tónlistarmanna hér á landi, eru Sigrún Eðvalds- dóttir, Bernhard Wilkinsson, Mon- ika Abendroth, Guðný Guðmunds- dóttir, Sigurður I. Snorrason og Jónas Sen. íslenskir einsöngvarar munu einnig eiga drjúgan þátt í tónleika- haldi vetrarins og skal þar nefna Sólrúnu Bragadóttur, Elsu Wage, Guðbjörn Guðmundsosn, Viðar Gunnarsson og Kristin Sigmunds- son. Kór Langhöltskirkju og Kór íslensku óperunnar munu og leggja sitt fram. Ungur íslenskur Kristinn John Speight Sigmundsson hljómsveitarstjóri, Örn Oskarsson, stjórnar SÍ í fyrsta sinn. Af þess- ari upptainingu má sjá, að margt verður að gerast hjá Sinfóníu- hljómsveit Islands, er beinlínis varðar íslenska tónmenningu. Auk Petri Sakari, sem verður aðalstjórnandi SÍ í vetur, koma fram margir frægir erlendir stjórn- endur og tónflytjendur, meðal ann- ars ungverskur cembalonleikari en tónflutningur á þetta hljóðfæri var fyrirmynd Franz Liszt, við út- færslu ungverskra þjóðlaga í pí- anórapsódíunum hans. Breska tón- skáldið Peter Maxwell Davies mun stjórna eigin verkum og verða það að teljast nokkur tíðindi. Verk hans, eitt verk eftir Gottfried von Einem og íslensku verkin, alls tíu, Örn Óskarsson Sigrún Eðvaldsdóttir er það eina sem heyrist af nýsa- minni tónlist á þessum vetri og af 54 viðfangsefnum er 31 þeirra gamlir kunningjar, svo að nýnæm- ið teljast vera 13 verk. Hér eru ekki taldir með jóla- og vínartónleikarnir en það hefur ver- ið stefna SÍ undanfarin ár, að flytja tónlist „fyrir alla“ og svo virðist sem flokkun tónleika eftir efni hafi heppnst nokkuð vel og þar með hafi verið rofinn sá múr, sem fældi marga þá frá tónleikum SÍ, er héldu að þangað færi fólk af einskæru „snobbi". Það er nefni- lega staðreynd, að fólk fer á tón- leika til að hlusta á ákveðna tón- list og flytjendur og því er val við- fangsefna og flytjenda forsendan fyrir aðsókn. 31 LL Umsjónarmaður Gísli Jónsson Nú skal aftur horfið að beyg- ingafræðinni um sinn. Hreinir a-stofnar (sbr. 605. þátt) eru fjarska margir. Dæmi í karlkyni eru: armur, dagur, pallur (í Norðurlandamálum tökuorð úr fornslavn. polu), mór, bjór; öll orð sem enda á all, ill ull; ann, inn, unn, svo sem aðall, ferill, jökull; aftann, arinij, ölunn (=fiskur). Þá er og sægur karl- mannsnafna í þessum flokki, t.d. Álfur, Bárður, Grímur og Þor- valdur. I hvorugkyni er einnig aragrúi hreinna a-stofna, svo sem haf, bú, hreiður, borð og land, sum þeirra aðeins höfð í fleirtölu: býsn, grið, hjón, jól og laun. í beygingu orðsins dagur hefur orðið hljóðvarp í þgf. et. degi. Sú breyting verður ekki í orðum eins og armur og pallur. Það byggist á því, að i í þágu- fallsendingu þessara orða var orðið til úr e og olli því ekki hljóðvarpi, nema á undan því færu gómhljóðin g eða k. Því er það, að hljóðbreytingin í dagur-degi er stundum nefnd g-k-hljóðvarp eða gómhljóð- varp. í þeim orðum, sem enda á all, ill, ull; ann, inn, unn, gild- ir sú meginregla, að sérhljóð fellur brott í viðskeyti, ef beyg- ingarendingin hefst á sérhljóði. Þess vegna segjum við: frá aðli, ferli, jökli, aftni, arni og ölni. Ekki er þessi regla jámhörð eða undantekningarlaus. Eru forn frávik, hvað þá síðar. En flestum mun nú samt þykja fallegra að segjast landa humri en humar og að Páll byskup hafi verið grafinn með bagli sínum fremur en bagal. Hins vegar er það líklega vegna hvorugkynsorð- anna segl og regn, að fyrrnefnd regla dugir illa, þegar við erum að beygja karlkynsorðið segull og nafnið Reginn. Þá þykir ekki saka að segja frá segul (fremur en segli) og vandfundin mun sú kona sem ekki vildi fremur vera gift Regin en 'Regni. Þá var beyging hins týnda orðs drasill (=hestur) háð svipuðum ann-" marka. Enginn vildi ríða „á drasli“. í þeim orðum þessa flókks, sem beygjast eins og mór og bjór, er errið ýmist stofnlægt eða ekki. Mór er í flt. móar, og svo er um jór (=hestur) og hór (=krókur), en bjór, skjór og þjór (=naut, sbr. Þjórsá) hafa stofnlægt r, og sömuleiðis drýgja menn stundum hór, en það orð sé ég ekki í fleirtölu. Flest þeirra orða, sem hreinir a-stofnar kallast, enda á s í eign- arf. et., sum ýmist á s eða ar, fá ein eingöngu á ar. Þar er t.d. að nefna skógur og grautur (sbr. skógarferð, „þau héldu til skógar sem skiljanlegt er“ og grautargerð, grautarlegur og grautarpottur). Sömuleiðis enda karlmannsnöfnin Bárður og Þórður á ar í ef., en Þor- valdur, Haraldur og Ólafur aftur á móti á s. Um hvorugkynsorðin í þess- um flokki er fátt að segja. Beyg- ing þeirra er vandalaus. Þau eru að vísu miklu fastari á i-ending- unni í þgf. et. en karlkynsorðin, en þá flækju leysi ég ekki nú í bili. I orðum, sem beygjast eins og hreiður, gerist sama breyt- ingin og í karlkynsorðum sem herma eftir orðinu ferill. Við segjum sem sagt frá heiðri, amstri, daðri, leðri, klúðri og þvaðri. En nú hættum við þessu þvaðri og hvílum okkur um hríð, áður en tekist verður á við undir- flokka a-stofna. í bréfi frá Guðmundi Sig- valdasyni á Akureyri segir m.a. svo: „Fyrir hálfu öðru ári skrif- aði ég þættinum „Daglegt mál“ í Ríkisútvarpinu örfáar línur um ranga beitingu á orðinu „sveitar- stjórn“, sem er mjög algeng í fjölmiðlum. Mér virðist, að þetta tilskrif mitt í fyrra hafi engin áhrif haft. Því bregð ég nú á það ráð að skrifa Morgunblaðinu í þeirri von, að það dugi betur í barátt- unni við þá misbeitingu, sem hér eru tilgreind tvö dæmi um: 1) Orðasambandið „bæjar- 607. þáttur og sveitarstjórnir“, sérstaklega í samsetningum eins og „bæjar- og sveitarstjórnarkosningar" og „bæjar- og sveitarstjórnarmenn" er líklega besta dæmið um hina röngu beitingu orðsins „sveitar- stjórn“. 2) Þegar rætt er um málefni einhvers dreifbýlissveitarfélags, er oft klifað á (ekki síst í Svæðis- útvarpi Norðurlands), að „sveit- arstjórn“ hreppsins hafi sam- þykkt hitt eða þetta. T.d. mátti nýlega lesa í blaði einu, að „sveitarstjórn Hraungerðis- hrepps hefur boðið húsið endur- gjaldslaust...“ Vitanlega er átt við, að „hreppsnefndin" hafi ályktað. Ég tel mikilvægt, að öllum sé ljóst, að „sveitarstjórn“ er sam- heiti orðanna „hreppsnefnd“ og „bæjarstjórn“ og „borgar- stjórn“.“ Síðan tekur bréfritari dæmi af manni sem er fyrrverandi bæjarfulltrúi í kaupstað og þá jafnframt sveitarstjórnarmaður á landsvísu. Á hinn bóginn væri út í hött að kalla hann fyrrver- andi „bæjar- og sveitarstjórnar- mann“. Umsjónarmaður tekur undir með bréfritara og óskar þess að rétt sé farið með það sem er aðalefni bréfsins. Hlymrekur handan kvað: Hvorki ieyfist þeim harklíf né hústaka sem í hassreyk og kókaínrús vaka, meðan gríma í borg leggst sem blý yfir torg í bandittahverfinu í Lúsaka. Fel þú mig, Svefn, í svörtum, þykkum dúkum, sveipa mig reifum löngum, breiðum, mjúkum, réttu svo strangann þínum þögla bróður. M ertu góður. (Sigurður Jónsson frá Brún; 1898-1968.) P.s. í síðasta þætti breyttist áfall í „fráfall“ í bréfi Jóhannes- ar bónda í Ytri-Tungu. Hann og aðrir eru beðnir velvirðingar á þessu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.