Morgunblaðið - 21.09.1991, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 21.09.1991, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. SEPTEMBER 1991 GEFÐU DOS TIL HJALPAR! Á laugardögum söfnum við einnota umbúðum á Stór-Reykjavíkursvæðinu. Hringið í síma 621390 eða 23190 á fnilli kl. 11.00 og 14.00 og við sækjum. ÞJÓÐÞRIF lutMM tsuxswu Kiu <2ír VOC/ Dósakúlur um allan bæ. Opiö: Laugardagakl. 10-16 Sunnudagakl. 13-17 Virka daga kl. 9-18 Ifp -3 i—i i—ii—i i—i 1 1 BÓKAMARKAÐUR HUNDRUÐ | \7 v Barnabækur Unglingabækur íslenskur fróöleikur Æviminningar Viötalsbækur Ljóöabækur Þýddar skáldsögur Ástarsögur Sakamálasögur Þaö ergaman að lesa - og nú gefst tækifærið að eignast bækur á einstöku verði. BOKALAGERINN Skjaldborgarhúsinu Armúla 23 Vetrarstarf í Bústaðakirkju Sunnudaginn 22. september hefst vetrarstarf í Bústaðakirkju. Starfíð verður fjölbreytt og líflegt og leitast er við að allir megi í starfínu finna eitthvað við sitt hæfi. Barnastarf verður alla sunnudaga klukkan 11.00 árdegis ogeru foreldr- ar sérstaklega hvattir til þátttöku með bömunum. Almennar guðsþjónustur verða kl. 14.00. Félagar úr kirkjukórnum munu syngja einsöng í messunum í vetur. Þannigmun Kristín Sigtryggs- dóttir syngja næstkomandi sunnu- dag. Starf aldraðra hefst með haust- ferðalagi miðvikudaginn 25. sept- ember. Aldraðir verða síðan á sam- verum á miðvikudögum í vetur og er starfið undir stjóm Áslaugar Gísladóttur. Með henni starfar hópur kvenna að fræðslu, handavinnu, spil- um og sjálfsögðu ilmandi veitingum. Þá er öldruðum boðið upp á fót- snyrtingu á fímmtudagsmorgnum í Safnaðarheimilinu og einnig hár- greiðslu en tíma þarf að panta hjá Aslaugu Gísladóttur. Mömmumorgnar hefjast fimmtu- daginn 3. október. Þar koma mæður saman og eiga notalega samveru með spjalli og kaffisopa og einnig verða flutt fræðsluerindi. Enda þótt nafnið höfði fremur til inæðra en feðra, þá em þeir að sjálfsögðu vel- komnir. Una Sveinsdóttir verður í forsvari mömmumorgna. Barna- og bjöllukórar verða starf- andi í vetur undir stjórn organistans Guðna Þ. Guðmundssonar og Ernu Guðmundsdóttur. Þessir kórar verða þátttakendur í helgihaldi safnaðarins á margvíslegan hátt. Þá er starf kirkjukórsins að helj- ast en hann ber uppi safnaðarsöng í almennum guðsþjónustum og tekst auk þess á við stærri verkefni. Þá er stefnt að því að halda áfram með kirkjulega sveiflu með líkum hætti og vinsæl var á síðasta vetri. Einnig verða hljóðfæraleikarar ungir sem eldri þátttakendur í helgihaldi í vetur. Fermingarstarfið hefst á næstu dögum og verða fermingarbörrt skráð í kirkjunni á þriðjudag milli klukkan 17.00 og 18.00. Þau fermingarbörn sem eru í Réttarholtsskóla verða skráð í skólanum. Æskulýðsstarf unglinga verður á sunnudögum síðdegis. í vetur er einnig í ráði að bjóða upp á kirkjukvöld, samverustundir með tónlist og fræðslu, sem auglýst verða jafnharðan. Kvenfélag Bústaðasóknar hefur þróttmikið starf sitt með félagsfundi 14. október. Síðan verða fundir ann- an mánudag hvers mánaðar. Starf félagsins hefur verið öflugt og heilla- dijúgt í starfi kirkjunnar og eru kon- ur sérstaklega hvattar til þess að kyr.na sér starf félagsins. Bræðarafélagið mun starfa á sömu kvöldum. Auk. þess er að framan greinir eru starfandi mörg samtök og hópar í kirkjunni, sem kalla fólk til starfa. AA-samtökin eru með samverur á miðvikudagskvöldum og laugardags- morgnum. Vinafélagið, samtök til að bijóta upp einsemd fólks, eru með fundi fyrsta mánudag í hveijum mánuði. Þá verður hjónanámskeið um miðj- an október þar sem norskur maður, Ejrvind Fröen, verður fyrirlesari. Námskeiðin verða auglýst síðar og þátttaka skráð í kirkjunni. Nám- skeiðin eru í samvinnu við Fjöl- skyldufræðsluna. Það er von mín að sem flestir finni sig heima í starfí Bústaðakirkju í vetur og njóti þar blessunar Guðs til uppbyggingar í lífi sínu og starfi. Pálmi Matthíasson, sóknarprestur. Netaupptakan í Hvítá: Stjórnir Veiðifélags Borgarfjarðar og netamanna semja til þriggja ára STJÓRNIR Veiðifélags Borgar- fjarðar og Samtaka netaveiði- bænda við Hvítá undirrituðu ný- lega samning um upptöku neta næstu þrjú ár. Netakaupasamn- ingurinn hljóðar nú upp á 12 millj. króna, en á þessu sumri greiddu bergvatnsbændurnir og leigutak- ar ánna 9.750 þús. kr. Það bætist við samninginn nú, að öll net beggja vegna brúarinnar við Bor- garnes hafa einnig verið keypt upp. Samningurinn er þó gerður með þeim fyrirvara, að hann verði samþykktur á félagsfundum sem haldnir verða á næstunni. Þetta kemur fram í nýútkomnu tölublaði Veiðifrétta, sem er fréttabréf Stangaveiðifélags Reykjavíkur, en það leigir tvær ár á svæðinu, Norðurá og Gljúfurá. í blaðinu er einnig greint frá end- urleigu SVFR á Norðurá og kemur fram að SVFR borgar 32,5 millj. króna fyrir ána á næstu vertíð. Hækkunin er úr 29,8 millj. á líðandi sumri og er haft eftir Jóni G. Bald- vinssyni að af þeirri upphæð séu um 600.000 krónur vegna netakaup- anna. „Gjaldskrárhækkunin á Norð- urá verður um 10% sem verður að teljast viðunandi þótt veiðin í sumar, 1.270 laxar, hafi ekki verið neitt til að hrópa húrra fyrir. En ég vil ekki hugsa þá hugsun til enda hvernig ástandið hefði verið í Norðurá ef netin hefðu verið niðri. Líklega hefði veiðin orðið 7-800 laxar. Það er ekki vafi í mínum huga að netakaupin munu á næstu árum valda gerbylt- ingu í laxveiðinni til hins betra í öll- um Borgarfjarðaránum og mér finnst næstum ótrúlegt að þessi langþráði draumur laxveiðimanna skuli hafa ræst á svo skömmum tíma,“ segir Jón G. Baldvinsson. Þótt öll kurl séu ekki komin til grafar, eru menn nokkuð sammála um að netaupptakan í sumar hafi haft jákvæð áhrif á laxagöngur á Borgarfjarðarsvæðið. Þverá og Kjarrá voru nú efstar yfir landið með tæplega 2.000 laxa veidda og Grímsá hefur gefíð helmingi meiri veiði en á síðasta sumri, á fimmtánda hundr- að fiska. í Norðurá var veiðiaukning- in 20 prósent og í Flóku, Gljúfurá og Reykjadalsá var veiðiaukningin einnig merkjanleg. Bylgjan: Dagskrársljóri ráðinn HALLGRÍMUR Thorsteinsson hefur verið ráðinn dagskrárstjóri Bylgj- unnar í kjölfar skipulagsbreytinga sem gerðar hafa verið á útvarpsstöð- inni. Jónas R. Jónsson verður framkvæmdastjóri dagskrársviðs Bylgj- unnar og Stöðvar 2. Snorri Sturluson hefur verið ráðinn tónlistar- stjóri Bylgjunnar og þá hafa tónlistarmennirnir Einar Örn Benedikts- son og Sigríður Beinteinsdóttir verið ráðin til að vinna að dagskrár- gerð á útvarpsstöðinni. „Við ætlum að setja í gang gott oft fylgja sameiningu fyrirtækja eru vetrarprógramm til að tryggja að horfnir. Það er mikill hugur í fólki Bylgjan verði leiðandi stöð og það enda er reksturinn kominn á réttar verða fjölmargir nýir liðir í dag- kjöl,“ sagði Hallgrímur í samtali vic skránni. Nú hafa Bylgjan og Stöð 2 Morgunblaðið. hrist sig saman og þeir hnökrar sem Tr ^ T32ár Hressingarleikfími kvenna og karla Haustnámskeið heQast fimmtudaginn 26. sept. nk. Kennslustaðir: Leikfimisalur Laugarnesskóla og Astbjörg S. Gunnarsdóttir, íþróttakennari.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.