Morgunblaðið - 21.09.1991, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 21.09.1991, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUÆ 21. .SEPTRMBER 1991 15 -ISLENSK HÖNNUN- SÓLSKÁLAR Ótal möguleikar uPVCprófíla gera okkur kleyftad sérsmída eftir þínum óskum. -sólstofur -svalahýsi, - rennihurdir, VliniALW -renniglugga, fellihurdir, útihurdir o.m.fl. 1 jSLENSK FRAMLEIÐSLfl -ALLTAF SEM NÝTT Tpfí GluggarogGarðhúshf. Dalvegi 2A, Kópavogi, Sími 44300. r ___________Brids_______________ Umsjón Arnór Ragnarsson Undanúrslitin í íslandsbanka-bikar- keppninni verða spiluð laugardaginn 21. september í aðalstöðvum fslands- banka, Kringlunni 7. Keppni hefst kl. 11.00 og eru spiluð 48 spil í fjórum lotum. Þær fjórar sveitir sem mætast þar eru: Sveit Ásgríms Sigurbjöms- sonar, Siglufirði, gegn sveit Eiríks Hjaltasonar, Reykjavík, og sveit Tryggingamiðstöðvarinnar, Reykja- vík, gegn sveit Landsbréfa, Reykjavík. Landsbréfasveitin er núverandi bik- armeistari, en mannabreytingar hafa átt sér stað innan hennar síðan í fyrra. Þetta verða örugglega harðir og skemmtilegir leikir á laugardaginn og engan veginn hægt að spá fyrir um hvaða tvær sveitir etja kappi um titil- inn sunnudaginn 22. september, en þá verða úrslitin spiluð á sama stað. I úrslitum eru spiluð 64 spil, í flórum lotum. Morgunblaðið/Amór Sveit Landsbréfa varð bikarmeistari í fyrra. Þeir eru enn í slagnum. Valur Sigurðsson og Sigurður Vilhjálmsson spila ekld í sveitinni í ár en í þeirra stað eru komnir Matthías Þorvaldsson og Sverrir Ármannsson. Fullkomnustu mengunarvarnir í heimi Fer þá að vera erfitt fyrir okkur að telja fólki trú um að á Islandi sé loft- ið tærara og hreinna en annars stað- ar og að þar búi þjóð sem láti sér sérstaklega annt um að vernda nátt- úruna. Máttlaust umhverfisráðuneyti Þegar umhverfisráðuneytið var stofnað bundu flestir miklar vonir við að með því yrðu þáttaskil í um- hverfismálum á íslandi. Framganga ráðuneytisins hingað til í mengunar- málum nýs álvers á Keilisnesi gefur því miður ekki tilefni til mikillar bjartsýni á að umhverfisráðuneytið undir núverandi forystu veiti þá við- spyrnu í umhverfismálum sem nauð- synleg er á íslandi. „Hvaðan hafa sérfræð- ingar umhverfisráðu- neytisins upplýsingar um mengunarvarnir?“ ingur hefur álíka mikil áhrif til að auka gróðurhúsaáhrifin svonefndu og íbúar iðnaðarríkja. Koldíoxíð (CO„) mengun frá álveri er umtals- verð og gæti því svo farið að ef af byggingu álvers verður hér á landi munum við njóta þess vafasama heið- urs að eiga heimsmet í kodíoxíð- mengun ef miðað er við íbúafjölda. Höfundur er þingmaður Kvennalistans. eftir Kristínu S. Einarsdóttur Þann 22. maí sl. voru mengunar- varnir í fyrirhuguðu álveri á Keilis- nesi til umræðu á Alþingi. Þá lýsti undirrituð áhyggjum sínum yfir að svo virtist sem ekki ætti að krefjast fullkominna mengunarvama í álver- inu. Ég minntist m.a. á hreinsun á brennisteinsdíoxíði (S02). Umhverf- isráðherra tók undir það með mér að krefjast þyrfti fullkominna mengunarvarna og að það yrði gert í fyrirhuguðu iðjuveri á Keilisnesi. Orðrétt sagði hann m.a.: .legg áherslu á að ef þetta álver rís á þessum stað verður það búið bestu mengunarvörnum sem í dag eru tíðkaðar í slíkum fyrirtækjum. Á því leikur enginn vafi. Um það verða gerðar kröfur.“ Og einnig: „En þetta álver mun áreiðanlega verða til fyrirmyndar í mengunai'vörnum og jafn vel búið eða betur búið en best þekkist í dag.“ Starfsleyfi auglýst Nú hefur starfsleyfíð verið aug- lýst, þ.e.a.s. aðeins hluti þess og þeir sem hlut eiga að máli gefst kostur á að géra athugasemdir. Það sem gerir þeim erfitt fyrir sem eiga að segja álit sitt á starfsleyfinu er að mikilvægir hlutar þess eru í aðal- samningi. Ekki eru aðgengilegir þeir hlutar aðalsamnings sem fjalla um starfsleyfí til verksmiðjunnar og því ekki hægt að ætlast til að fólk geti skilað inn athugasemdum fyrir lok mánaðarins eins og auglýsing um- hverfisráðuneytisins gerir ráð fyrir. Það sem best þekkist Umhverfísráðherra sagði að ál- verksmiðjan yrði betur búin mengun- arvömum en best þekkist. En hvað er það besta? Veit ráðherrann hvem- ig mengunarvörnum er háttað t.d. í Noregi þar sem framleiðsla á áli er nær milljón tonn á ári? Mér er nær að halda að svo sé ekki. í Noregi er nú gerð krafa um að ný álver eða stækkun þeirra sleppi ekki meira út af flúríði en 0,4 kg á framleitt áltonn og gera forsvarsmenn álveranna jafnvel ráð fyrir að geta hreinsað loftið það vel að aðeins 0,3—0,35 kg verði eftir í útblæstri. Umhverfís- ráðuneytið á íslandi vill setja mörkin fyrir nýtt álver við 0,75 kg flúoríð/ál- tonn. í Noregi er þess krafist að brenni- steinsdíoxíð sé hreinsað úr útblæstri álvera. Brennisteinsdíoxíð á stóran þátt í súru regni sem hefur valdið miklum skaða á skóglendi víða um heim. Umhverfisráðuneytið á íslandi sér enga ástæðu til að fara fram á hreinsun á þessu efni hér á landi heldur vill leyfa nýju álveri að setja 21 kg SO„/áltonn út í umhverfið. Hægt er að hreinsa 80—90% af efn- inu með hefðbundinni tækni. Kerbrotum og öðrum föstum úr- gangi finnst umhverfisráðuneytinu eðlilegt að losa í flæðigryfjum á ströndinni. „Þegár fundist hefur hag- kvæm aðferð til að nýta slík efni“ á að nota hana segir í auglýstu starfs- leyfi. Ég á bágt með að skilja hvaða Kristín Einarsdóttir hald er í slíku ákvæði þegar ekki á að krefjast endurvinnslu strax eins og gert er t.d. í Noregi og reynt hefur verið í einhveijum mæli í Isal- álverinu í Straumsvík. Hver á að meta hagkvæmnina og verða áhrifín á náttúruna tekin með í hagkvæmn- isútreikningana? Hvaðan hafa sér- fræðingar umhverfisráðuneytisins upplýsingar um mengunarvarnir? Heimsmet í mengun Það hafa eflaust margir hrokkið við þegar sagt var frá niðurstöðum rannsókna sem sýndu að hver íslend- □AIHATSU CHARADE Sedan VOKVASTYRI, KRAFRJR . OG MIKIÐ RYMI Það eru fáir ef nokkrir bílar í þessum stærðarflokki sem búa yfir öllum þessum kostum. Daihatsu Charade Sedan er búinn 90 hest- afla vél með beinni innspýtingu sem skilar miklum krafti um leið og hún er sparneytin og búin full- kominni mengunarvörn. Vökvastýrið gerir hann líka ein- staklega lipran og skemmtilegan í akstri og hann fæst einnig sjálfskiptur. - Charade Sedan er góður kostur! . AÐ 100.000 KM. BRIAAB0RG CHARADE SEDAN KOSTAR FRA KR. 866.000 stgr. á götuna. faxafeni 8 • sími 91 - 68 58 70

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.