Morgunblaðið - 21.09.1991, Síða 17

Morgunblaðið - 21.09.1991, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. SEPTEMBER 1991 17 og lærðu almenn sveitastörf og margt fleira. Eflaust finnst þeim tómlegt að koma að Götu nú. Þungt hefur verið þetta síðasta ár, Adda flutt mikið veik á sjúkra- hús, en ekki kvartaði Jón mikið. Þegar leið á sumarið var ljóst að Adda gæti ekki dvalið heima og var þá ákveðið að flytja á dvalarheimilið Kirkjuhvol. Eflaust hefur það verið Jóni mjög þung ákvörðun að fara frá Götu, en hann ætlaði að hafa hross- in afram. I sumar var haldið ættarmót af- komenda Hólma-hjóna. Þótti honum það vel hafa tekist og talaði um að þakka ætti það framtak. Börnin héldu Öddu afmælishóf í Götu nú í haust og var mikil ánægja að flest barnabörnin og barnabarnabörnin voru þar líka. Fyrstu helgina í september kom Adda heim að Götu. Var þá ákveðið að flytja á Kirkjuhvol um mánaða- mótin og var Jón fullur áhuga um að fá þá hluti sem til þurfti á nýja heimilið. Ekki datt neinum í hug að för hans yrði önnur og meiri. Elsku Adda, ég vona að góður Guð styrki þig á leið þinni áfram gegnum lífið. Snorri Guðmundsson í dag er til moldar borinn frá Stó- rólfshvolskirkju tengdafaðir minn Jón Guðnason bóndi í Götu, Hvol- hreppi. Hann fæddist í Miðkoti í Vestur- Landeyjum 23. febrúar 1918 en for- eldrar hans, Rósa Andrésdóttir og Guðni Magnússon, bjuggu síðar í Hólmum í Austur-Landeyjum. Þar ólst Jón upp elstur fjögurra systkina. Hann lauk búfræðinámi við Bænda- skólann á Hólum, enda snerist hugur hans ávallt um búskap. Árið 1944 gekk hann að eiga eftirlifandi konu sína, Ragnhildi Astu Guðmundsdótt- ur ljósmóður. Þau hófu búskap sinn á æskuheimili hennar, Götu, og bjuggu ,þar ávallt síðan. Jón hóf strax mikið ræktunarstarf á jörðinni og stækkaði hana einnig með kaupum á jarðarpörtum. Hann var mjög stórhuga í uppbyggingu húsa, jafnt gripahúsa sem íbúðar- húss. Hann bjó alltaf með hefðbund- inn blandaðan búskap, þar sem kýrn- ar áttu stærstan þátt í afkomunni. Hestarnir voru honum þó afar kærir og reyndi hann ávallt að kynbæta hrossastofn sinn, en ef til vill sinnti hann því aldrei af eins miklum áhuga og einmitt nú allra síðustu árin, eft- ir að hafa dregið saman seglin í öðr- um búgreinum. Þau Götu hjón, Jón og Ragnhild- ur, eignuðust fjögur börn. Þau eru: Ástríður, Bjarghildur, Ásgeir Vögg- ur, sem andaðist í æsku, og Guðni Vignir. Þau Götu systkini sem upp komust hafa eignast maka og börn. Barnabörn Jóns eru nú tólf og tvö bamabarnabörn. Elsta barnabarnið, Ómar Jón, er alinn upp hjá afa sínum og ömmu í Götu, yngri barnabörnin voru þar tíðir gestir og dvöldu þar oft langdvölum á summm. Bömin kynntust þar sveitastörfum og sérstaklega hestamennsku sem húsbóndinn hafði mikinn áhuga á, enda átti hann ávallt góða hesta og sá til þess að barnabörnin eignuðust hross strax og þau höfðu aldur til. Ég sem þetta rita hafði aldrei kynnst hestamennsku fyrr en ég varð tengdadóttir Jóns. Hann vildi leggja sitt af mörkum til þess að efla áhuga minn á hestum með því að gefa mér efnilegan fola. Nú er skarð fyrir skildi í Götu, húsbóndinn óvænt fallinn frá og hús- móðirin fjarverandi vegna veikinda. Guð blessi minningu Jóns og veiti fóikinu hans styrk á erfiðum tímum. Þórunn B. Björgvinsdóttir Svissneskur hótel- og ferðamálaskóli 1 árs nám í hótelrekstri. Lýkur með prófskírteini. 2 ára nám í hótelstjórnun. Lýkur með prófskírteini. Námið er viðurkennt af HCIMA. Námið fæst metið í bandarískum og evrópskum há- skólum. 1 árs nám íferðamálafræði. Lýkur með prófskírteini. Námskeið í almennum ferðaskrifstofustörfum. IATA réttindi. _ HOSTfi 32 ára reynsla SEH réttindi. Skrifið til: HOSTA HOTEL AND TOURISM SCHOOL, 1854 D Leysin, Switzerland. Sími: 9041-25-342611 - Fax: 9041-25-341821. Meira en þú geturímyndað þér!

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.