Morgunblaðið - 21.09.1991, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 21.09.1991, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. SEPTEMBER 1991 19 Sljórnendur íslensku hljómsveitarinnar á tí- unda starfsári, frá vinstri: Hákon Leifs- son, Guðmundur Oli Gunnarsson, Páll P. Pálsson, Guðmundur Emilsson, Ragnar Björnsson og Orn Oskarsson. Snorraminning haldin í Viðey 750 ÁR eru frá vígi Snorra Sturlusonar mánudaginn 23. september nk. Hann var annar tveggja aðalforgöngumanna að stofnun Viðeyjar- klausturs. Þess vegna gengst Reykjavíkurborg fyrir Snorraminningu í Viðey á mánudagskvöld kl. 20.30. Samkoma verður á lofti Viðeyjar- stofu og helgistund í kirkjunni og verða þessar athafnir öllum opnar eftir því sem húsrúm leyfir. íslenska hljómsveitin tíu ára: Efnt til þakkartónleika TÍU ár eru liðin um þessar mundir frá stofnun íslensku hljómsveitarinn- ar. Af því tilefni verður efnt til sérstakra þakkartónleika í Bústaða- kirkju á morgun, sunnudag, kl. 16. Tónleikarnir eru tileinkaðir þeim fjölmörgu einstaklingum, fyrirtækjum og stofnunum, er lagt hafa lóð á vogarskálar hljómsveitarinnar undanfarin tíu ár, þ. á m. ríki og borg. Á tónleikunum flytja félagar í samtökum um hljómsveitina, sem eru alls á sjöunda tug talsins, verkin „Fimm lög fyrir kammersveit" eftir Karólínu Eiríksdóttur, „Hræra“, fyrir blásarakvintett eftir Þorkel Sigur- björnsson, „Oktett“ eftir Hróðmar I. Sigurbjörnsson, „Stig“ fyrir sjö hljóð- færi eftir Leif Þórarinsson og „Adagio fyrir flautu, hörpu, píanó og strengjasveit" eftir Jón Nordal, auk sönglaga eftir Áma Bjömsson og Jón Ásgeirsson. Einsöngvararnir Elísabet F. Eiríksdóttir og Sigurður Bragason flytja einsöngsverk við undirleik Þóru Fríðu Sæmundsdótt- ur. Tónleikarnir eru helgaðir minn- ingu tveggja manna er létust á liðnu ári, Vals Árnþórssonar bankastjóra og sr. Emils Björnssonar. Guðmundur Emilsson, aðalhvata- maður að stofnun hljómsveitarinnar og einn af stjórnendum hennar frá upphafi, sagði í samtali við Morgun- blaðið að hljómsveitin hefði verið stofnuð með það í huga að hún yrði vettvangur ungra hljóðfæraleikara, söngvara, tónskálda og stjórnenda. „Fyrir tíu ámm vantaði slíkan vett- vang. íslenska hljómsveitin hefur reynt að bæta þar úr og vonandi tekist það að einhveiju marki. Það er vert að benda á, að sex íslenskir stjómendur koma fram með hljóm- sveitinni í ár og öll tónverk afmælis- ársins eru eftir innlenda höfunda." Guðmundur sagði að tónleikamir væru helgaðir minningu Vals og Emils, þar sem þeir hefðu öðrum fremur staðið vörð um starfsemi hljómsveitarinnar. „Þessir menn gengu fram fyrir skjöldu og stuðn- ingur þeirra var ómetanlegur. Eg get talið upp fjölmarga, sem stutt hafa við bakið á hljómsveitinni, en Valur og Emil eru verðugir fulltrúar þeirra allra.“ Sex tónleikar eru fyrirhugaðir á afmælisárinu og verða þar eingöngu fluttar íslenskar tónsmíðar, til að minna á það höfuðmarkmið hljóm- sveitarinnar að styðja við bak inn- lendra tónskálda og tónlistarmanna. Hljómsveitin hefur fálast eftir, frarn- flutt og hljóðritað á fimmta tug inn- lendra tónverka á ferli sínum. Hátt á annað hundrað tónlistarmenn hafa leikið með sveitinni í lengri eða skemmri tíma og fjölmargir einleik- arar og einsöngvarar þreytt frum- raun sína með henni, þar á meðal í óperuflutningi. Hljómsveitin hefur leikið víða, auk Reykjavíkur haldið tónleika í tíu bæjum landsins, þar á meðal á Akureyri og í Vestmannaeyj- um, en lengst komist til Svíþjóðar. Minningin hefst með samkomu á lofti Viðeyjarstofu. Forseti borgar- stjórnar setur samkomuna, Reykja- víkurkvartettinn leikur tónlist frá 13. öld, sr. Þórir Stephensen staðarhald- ari flytur erindi um stofnun Viðeyjar- klausturs og síðan flytja fulltrúar allra flokkanna fimm, sem mynda borgarstjórn Reykjavíkur, nokkra stutta þætti úr verkum Snorra. Borg- arstjóri slítur samkomunni en síðan verður kaffihlé. Að því loknu verður gengið til kirkju í minningu þess að í klaustur- kirkjunni í Viðey var ætíð beðið fyr- ir sál Snorra á þessum degi, meðan klaustrið stóð eftir hans dag. Mar- teinn H. Friðriksson leikur á orgelið og Dómkórinn syngur sálminn Heyr himnasmiður eftir Kolbein Tumason, samtíðarmann Snorra. Þá les borgar- stjóri frásögn Sturlungu af vígi Snor- ra og Matthías Johannessen ritstjóri Viðeyjarkirkja og Stofan. og skáld les kvæði Steins Steinars um sama efni. Sr. Þórir Stephensen flytur ritningarorð, bæn og þakkar- gjörð fyrir það sem íslenskri menn- ingu var gefið í Snorra Sturlusyni. Að lokum verður sungið úr Lilju Eysteins Ásgrímssonar. Svo sem fyrr sagði eru þessar at- hafnir öllum opnar meðan húsrúm leyfir. Sjónvarpað verður úr kirkj- unni inn á Stofuloft, komist ekki all- ir í kirkjuna. (Fréttatilkynning) Athugasemd landlæknis: Siglingamálastjóri - lestu betur! Morgunblaðinu hefur borist eftir- farandi athugasemd frá Olafi 01- afssyni landlækni sem hann stílar á Magnús Jóhannsson siglinga- málastjóra: Kæri Magnús. í Morgunblaðinu 19. september birtir þú athugasemd við skýrsiu Landlæknisembættisins um dauða- slys á legi er leit dagsins ljós í Morg- unblaðinu fyrir nokkra. Þú getur þess að dauðaslysum meðal sjó- manna á fiskiskipum hafi fækkað og telur að þær niðurstöður stangist á við fyrrnefnda skýrslu. Þér láðist að geta þess að skýrsla embættisins íjallaði um öll dauðaslys á vötnum og á sjó á Norðurlöndum. Vatnaslys era tíð á íslandi eða um 38% af öllum dauðaslysum á legi. En í Skandinav- íu er smábátaeign margfalt meiri en á íslandi, allt að 25-30% í sumum stéttum. ísland er ekki 1.000 vatna land! Tölur okkar era því ekki sam- bærilegar. Kveðjur. Olafur Olafsson, landlæknir. Það fer vel á þvf að Teppalandsútsalan sé í kjallaranum þvf verðið fer niður úr öllu valdi. Teppi, gólfdúkar, flísar og parket í gúðu úrvali og á enn betra verði. Útsalan stendur yfir um allt land því eftirtaldir aðilar halda gólfefnaútsölur um þessar mundir og þar færðu gólfefni frá Teppalandi. Byggingavöruverslunin Núpur, ísafirði Kaupfélag Austur-Skaftfellinga, Höfn Kaupfélag Borgfirðinga, Borgarnesi Kaupfélag Húnvetninga, Blönduósi Kaupfélag Rangæinga, Hvolsvelli Kaupfélag Þingeyinga, Húsavík Litabúðin, Ólafsvík S.G. búðin, Selfossi Verslunin Brimnes,Vestmannaeyjum Verslunin Dropinn,Keflavík VISA raðgreiöslur og Euro kredit Opið laugardaga Teppaland frákl. 10:00 til 16:00 Grensásvegi 13 Sími 81 35 77 81 34 30

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.