Morgunblaðið - 21.09.1991, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 21.09.1991, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. SEPTEMBER 1991 21 Utanríkisráðherra Króatíu: Evrópa gerir of lítið og of seint Hans-Dietrich Genscher viðrar hug- myndir um evrópskt öryggisráð Bonn, Frankfurt. Reuter. ZVONIMIR Separovic, utanríkisráðherra Króatíu, gagnrýndi í gær ríki Evrópubandalagsins (EB) fyrir að gera ekki nóg til að stöðva bardagana í Júgóslavíu. „Evrópa gerir of Iítið og of seint,“ sagði hann við blaðamenn á Frankfurt-flugvelli, þar sem hann skipti um vél á leið frá Haag. Utanríkisráðherrar EB samþykktu á fundi á fimmtu- dag að fresta ákvörðun um að senda friðargæslusveitir til landsins. Separovic fagnaði kröfu Kanada- manna um að Sameinuðu þjóðirnar létu málið til sín taka en sagðist vera vonsvikinn vegna afstöðu EB. í gær hefði rriátt sjá fyrstu tákn þess að hafin væri bein árás á Kró- atíu en allt sem EB-ráðamenn ræddu um væri samþykkt ályktana. Sjálfur sagðist hann telja friðargæslusveitir á vegum Sameinuðu þjóðanna bestu lausnina og hugsanlega einnig efna- hagsþvinganir gagnvart sambands- stjórninni í Belgrad. Hans-Dietrich Genscher, utanrík- isráðherra Þýskalands, sagði í ræðu sem hann hélt í Innsbruck í Austur- ríki í gær að átökin í Júgóslavíu sýndu fram á þörfína á einhvers konar evrópsku öryggisráði, áþekku því hjá SÞ. Ætti slíkt öryggisráð heima innan ramma Ráðstefnunnar um öryggi og samvinnu í Evrópu (RÖSE). Genscher er nú forseti RÖSE. Þjóðverjar, sem einnig eru nú í forystu fyrir Vestur-Evrópusam- bandinu (WEU), samtökum níu Evr- ópuríkja er aðild eiga að Atlants- hafsbandalaginu, standa á mánudag í næstu viku fyrir fundi þar sem embættismenn úr varnarmála- og utanríkisráðuneytum aðildarríkja WEU munu ræða vandkvæði sem komið gætu upp í tengslum við að sendar yrðu friðargæslusveitir til Júgóslavíu. Morgunblaðið/GÓI A kortinu má sjá þau svæði þar sem nú er barist sem og her- námssvæði Serba í Króatíu. í FRYSTIKISTUNA FYRIR NESTIÐ UllJ í ÖRBYLGJUOFNINN FYRIR SIJÐU ikíAU/Tfiú ALVORU MATVÆLAPOKAR 5 STÆRÐIR TIL ALHLIÐ AN OTKUN AR t VÉLSLEÐAR Á ÁRSGÖMLU VERÐI Sleöasýning föstudag og laugardag Við rýmum nú fyrir nýrri árgerð, og bjóöum því ónotaða Arctic Cat vélsleöa árgerö 1991, á ársgömlu verði. Verið velkomin á vélsleðasýninguna hjá okkur að Ármúla 13 og hjá Bílaieigunni Ernir á ísafiröi. Sýningin verður föstudaginn 20. sept. og laugardaginn 21. sept. frá kl. 10-17. Sýnum einnig úrval notaðra vélsleða. Nýir Arctic Cat vélsleðar, árgerð 1992, væntanlegir í október. M m ■■ BÍIALEIGAN ARCTICCAT (^ERNIR BIFREIÐAR & LANDBÚNAÐARVÉLAR HF. Ármúla 13108 Reykjavík Símar 6812 00 & 312 36

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.