Morgunblaðið - 21.09.1991, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 21.09.1991, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. SEPTEMBER 1991 29 Minning: Grétar Axelsson Fæddur 2. desember 1943 Dáinn 15. september 1991 Fyrir þá sem til þekktu kom fregn- in um andlát Grétars Axelssonar ekki á óvart. Um langt árabil hafði hann átt við sjúkdóma að stríða, og undir það síðasta voru veikindi hans alvarlegri en nokkru sinni fyrr, og mjög af honum dregið. Það var þung- bært að horfa á þennan góða vin svo ósjálfbjarga og þjáðan. En núna þegar jarðneskum mein- um er af honum létt, get ég auðveld- lega séð hann fyrir mér glaðværan og brosmildan, og þrátt fyrir allt, fullan af lífsorku og hamingju. Ein- mitt þannig vil ég minnast hans. Grétar Axelsson er fæddur 2. des- ember 1943 á Hjalteyri. Faðir hans var Axel Sigurbjörnsson og móðir hans er Karen Guðjónsdóttir. Grétar ólst upp á Hjalteyri fram til 16 ára aldurs en þá flutti hann til Keflavík- ur. Þangað kom hann einn, og bjó fyrst um sinn hjá bróður sínum Valdi- mar Axelssyni. Fljótlega eftir að hann kom til Keflavíkur hóf hann verslunarstörf hjá Kaupfélagi Suðurnesja. í því starfi duldist engum að þessi laglegi og lífsglaði drengur bjó yfir góðum söluhæfileikum, var ósérhlífinn og duglegur til allra starfa. Hæfileikar sem voru samofnir persónuleika hans. Hann hafði til að bera jákvætt fas og mikla þjónustulund, eiginleik- ar sem komu fram í öllum hans sam- skiptum. Eftir nokkurra ára starf hjá Kaup- félagi Suðurnesja gerðist hann sölu- maður í versluninni Fons sem á þeim árum var tískuverslun í Keflavík. Og má eiginlega segja að í því starfi hafi Grétar orðið heimsfrægur í Kefiavík. Og má eiginlega segja að í því starfi hafi Grétar orðið heims- frægur í Keflavík. Nokkurs konar brautryðjandi í tískufatnaði í bænum okkar. Þeir Keflvíkingar sem eru að nálgast miðjan aldur, og þaðan af meira, muna örugglega allir eftir Grétari í Fons. En það var einmitt í þeirri verslun sem leiðir okkar lágu saman og vinátta okkar hófst. Eg sem unglingur með áhuga á fötum og hann sem sölumaður, með þekk- ingu á öllu sem ég vildi vita. Eftir það var hann heimagangur og kær- kominn gestur á heimili foreldra minna og síðar mínu eigin. Grétar var fyrst og fremst góður félagi og vinur. Hvar sem hann fór var hann hrókur alls fagnaðar, naut sín vel í margmenni og átti marga vini, enda fljótur til í öllum mannleg- um samskiptum. Á þessum árum lögðum við grunninn að vináttu sem stóð óhögguð, jafnvel þó síðar byggj- um við í sitt hvoru landinu, og stund- um_ sitt hvorri heimsálfunni. Ég minnist núna þeirrar tilhlökk- unar og eftirvæntingar sem ég upp- lifði þegar Grétar tilkynnti komu sína til mín, og íjölskyldu minnar, þegar ég nokkrum árum síðar var búsett 1 Bandaríkjunum. Hjá okkur dvaldi hann um nokkurra vikna skeið, og jafnvel þó að við hefðum ekki hist lengi, var ljóst að engan skugga hafði borið á vináttu okkar. Hann var samur við sig.- Öðlingur að upp- lagi og sannur vinur. í þeirri heim- sókn urðu mér ljósir, betur en nokkru sinni fyrr, þeir kostir sem hann hafði til að bera sem einstaklingur. Alltaf boðinn og búinn til þess að hjálpa við allt sem í hans valdi stóð. Og kitlandi skopskyn og skemmtilegir í SAMVINNU við Náttúrugripa- safn Seltjarnarness fer Náttúru- verndarfélag Suðvesturlands tvær vettvangsferðir um Seltjarnarnes laugardaginn 21. september. I fyrri ferðina sem er fuglaskoð- unarferð verður gengið frá Valhúsa- skóla kl. 10.00 út á Suðurnes og þaðan um Eiðið framhjá Bakkatjörn og út í Gróttu ef tími verður til. Til baka verður farið um Nesstofu að Valhúsaskóla. Á þessum tíma árs eru ýmsar tegundir farfugla og fargesta frásagnarhæfileikar styttu okkur sannarlega stundir. Við áttum góðan tíma saman, og jafnvel þar, hvert sem við fórum var Grétar hrókur álls fagnaðar. Þegar Grétar hætti í Fons flutti hann til Reykjavíkur og hóf störf hjá Karnabæ. Það var stórt skref fyrir strákinn sem hafði byijað sem af- greiðslumaður í Kaupfélagi Suð- urnesja að vera orðinn sölumaður á tískufatnaði í fremstu tískuverslun landsins. í því starfi má segja að Grétari hafi liðið best. Það hafi verið hans besti tími og þar hafi hann fundið hæfileikum sínum fai’veg. Árið 1976 urðu dapurleg umskipti í lífi Grétars þegar hann veiktist al- varlega og lamaðist. En auk þess að lamast átti hann erfitt með að tala og tjá sig á fullnægjandi hátt og varð nánast óvinnufær. Upp frá því var hann aldrei samur og veikindin heijuðu á hann með auknum þunga með hveiju árinu sem leið. Tveim árum síðai' flutti hann til Danmerkur og bjó þar fram til 1990, en kom þá aftur til Keflavíkur og dvaldi á að sjá, t.d. rauðbrysting, tildru og ýmsar andategundir. Æskilegt er að þátttakendur hafi með sér sjónauka, íjarsjár og fuglabækur. Ævar Pet- ersen fuglafræðingur verður leiðsög- umaður. Seinni ferðin verður farin kl. 13.30, einnig frá Valhúsaskóla. Gengið verður um Norðurströnd að Seltjörn og út á Suðurnes síðan með Suðurströnd að Sandvík og til baka að Valhúsaskóla. Sagt verður frá jarðsögu Seltjarnarness og jarðhita- virkni, grágrýtis- og jökulmyndanir sjúkrahúsinu uns yfir lauk. í mínum huga er Grétar Axelsson fyrst og fremst góður vinur og góður drengur. í mínum huga er hann glað- vær, vingjarnlegur og heilsteyptur. Og þrátt fyrir veikindi hin síðari ár, og erfiðleika í einkalífinu þar sem skiptust á skin og skúrir, gat ég oft fundið hjá honum alla sömu kostina, eins og ekkert hefði í skorist. Undir það síðasta voru margir sem hugsuðu vel til Grétars og sýndu honum vinarþel, en að öllum öðrum ólöstuðum var það þó Alda Sveins- dóttir mágkona hans, sem reyndist honum sem klettur í veikindunum. Alúð hennar og umhyggja er aðdáun- arverð, ekki hvað síst eftir að hann kom á sjúkrahúsið í Keflavík. Að lokum vil ég votta móður hans, syni og íjölskyldu dýpstu samúð. Og eins og við sögðum svo oft við hvort annað þegar við vorum að skilja, bjuggum í sitt hvorri borginni eða sitt hvoru landinu: Góða ferð, vinur. En núna í síðasta sinn. Guðrún Helgadóttir verða skoðaðar svo og setlög með skeljum. Tjarnir á Seltjarnarnesi eru til vitnis um hækkað sjávarborð og afleiðingar landbrots verða athugað- ar. Leiðsögumaður verður Sveinn Jakobsson jarðfræðingur. Ferðirnar eru farnar í tilefni þess að út er að koma ítarleg úttekt á einkennum nátturufars á Seltjarn- arnesi, jarðfræði, gróðri og dýralífi. Höfundar jarðfræði og dýralífskafl- anna verða leiðsögumenn í vett- vangsferðunum. (Fréttatilkynning) Náttúruverndarfélag Suðvesturlands: Vettvangsferðir um Selijamames AUGLYSINGAR BÁTAR-SKIP Bátur + kvóti Til sölu 9 tn. bátur, byggður 1988. Bátnum fylgir 45 tn. kvóti í þorskígildum miðað við slægðan fisk. Tilboð, merkt: „B - 1052“, skilist á auglýs- ingadeild Mbl. fyrir 1. október. NAUÐUNGARUPPBOÐ Nauðungaruppboð annað og síðara verður haldið í sýsluskrifstofunni á Blönduósi kl. 14.00 miðvikudaginn 25. sept ember á eftirtöldum eignum: Garðabyggð 16b, Blönduósi, þinglesin eign Jóns Jóhannssonar. Húseigninni Iðavöllum á Skagaströnd, eigandi Jóhanna Jónsdóttir. Sýslumaður Húnavatnssýslu. Nauðungaruppboð Þriðjudaginn 24. september 1991 fara fram nauðungaruppboö á eftirtöldum fasteignum í dómsal embættisins, Hafnarstræti 1, ísafirði, og hefjast þau kl. 14.00: Aðalstræti 8, norðurenda, Isafirði, þingl. eign Ásdísar Ásgeirsdóttur og Kristins Jóhannssonar, eftir kröfum Lífeyrissjóðs Vestfirðinga, Landsbanka Islands, Landsbanka Islands isafirði og íslandsbanka Blönduósi. Annað og síðara. Árvöllum 5, ísafirði, þingl. eign Sigurðar R. Guðmundssonar, eftir kröfum innheimtumanns ríkissjóðs, Innheimtustofnunar sveitarfé- laga, veðdeildar Landsbanka íslands og Tryggingastofnunar ríkisins. Annað og síðara. Hjarðarstræti 4, 1. hæð t.v., Isafirði, talinni eign Brynju Gunnarsdótt- ur, eftir kröfu veðdeildar Landsbanka (slands. Annað og síðara. Mjallargötu 6, neðri hæð, ísafirði, talinni eign Rósmundar Skarphéð- inssonar, eftir kröfum Landsbanka Islands, Bæjarsjóðs ísafjarðar, innheimtumanns ríkissjóðs, veðdeildar Landsbanka íslands og Lífeyr- issjóðs Vestfirðinga. Stórholti 11,3. hæð b, isafirði, þingl. eign Sigurrósar Sigurðardóttur o.fl., eftir kröfum veðdeildar Landsbanka islands, Lindar hf., Radíó- miðunar hf. og Lífeyrissjóðs verslunarmanna. Annað og siðara. Urðarvegi 56, Isafirði, þingl. eign Eiríks Böðvarssonar, eftir kröfum Landsbanka íslands og veðdeildar Landsbanka íslands. Annað og siðara. Baejarfógetinn á Isafirði. Sýslumaðurinn í l'safjarðarsýslu. Nauðungaruppboð Að kröfu Loga Egilssonar hdl., skiptastjóra þrotabús Árvíkur hf., vélsmiðju, Grundarfirði, verða eftirtaldar eignir þrotabúsins seldar nauðungarsölu á Borgarbraut 16, Grundarfirði, þriöjudaginn 1. október 1991 kl. 14.00: Rafsuðuvélar, skrúfstykki, smérgel, affelgunarútbúnaður, logsuðu- tæki, bandsög, slipirokkar, háþrýstildæla, dekkjavél, loftpressa, lag- erar, skrifborð, hillur, peningakassi, ritvél, stimpilklukka o.fl., skrif-' stofuáhöld ásamt fleiri hlutum sem varðar rekstur vélsmiðju, svo og bifreiðarnar Ö-3399, Suzuki sendibíll árg. 1982, P-2347, Hano- mag sendibill árg. 1974 og P-1271, G.M.C. vörubíll með krana árg. 1973. Greiðsla fari fram við hamarshögg. Sýslumaður Snæfellsness- og Hnappadalssýslu. Bæjarfógetinn I Ólafsvík. FÉLAGSLÍF Hjálpræðisherinn Sunnudagur: Samkoma kl. 16.30 í Dómkirkjunni. Verið velkomin. □ Gimli 599123097 Fjárh. Vakningar- og kristniboðssamkoma i Kristniboðssalnum Háaleitis- braut 58 í kvöld kl. 20.30. Ræðu- maður: Helgi Hróbjartsson. Þú ert velkominn. Kristniboðssambandið, KFUM, KFUK. ATVINNA Atvinna óskast 27 ára finnsk kona óskar eftir atvinnu á islandi. Ef þig vantar húshjálp eða „au pair" vinsam- legast hafið samband við: Tiina Kellosalo, Limingantie 40 B 15, 00550 Helsinki, Finland. Auðbrekka 2 • Kópavoqur Almenn samkoma í kvöld kl. 20.30. Judy Lynn verður gestur okkar. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía Bænasamkoma í kvöld kl. 20.30. Allir hjartanlega velkomnir. Dagskrá vikunnar framundan: Sunnudagur: Brautsbrotning kl. 11.00. Ræðumaður: Garðar Ragnarsson. Almenn samkoma kl. 16.30. Ræðumaður: Hafliði Kristinsson. Barnagæsla. Miðvikudagur: Biblíulestur kl. 20.30. Föstudagur: Æskulýðssam- koma kl. 20.30. Laugardagur: Bænasamkoma kl. 20.30. FERÐAFELAG ÍSLANOS ÖLDUGÖTU 3 s. 11798 19533 Dagur fjallsins Sunnudagur 22. sept. Kl. 9.00 - Stóra-Björnsfell: Ekið inn á Línuveginn norðan við Skjaldbreið og gengið þaðan á þetta frábæra útsýnisfjall (1050 m.y.s.j. Verð 1.800.- kr. Kl. 13.00 - Esja að sunnan: Þverfellshorn. Ein besta göngu- leiðin á Esju. Gengið upp með Mógilsánni. Allir ættu aö ganga á Esjuna. Verð 900.- kr. Brottför í ferðirnar er frá Umferð- armiðstöðinni, austanmegin. Allir með! Ferðafélag islands. FERÐAFELAG ÍSIANDS ÖLDUGÖTU 3 511796 19533 Mánudagur23. sept. Haustjafndægur Kvöldganga á fullu tungli Létt kvöldganga sunnan Hafnar- fjarðar. Gengið um Ásfjall og suður fyrir Hvaleyrarvatn. Kynn- ingarverð kr. 400,- og frítt f. börn 15 ára og yngri í fylgd for- eldra sinna. Af Ásfjalli má virða fyrir sér Ijósadýrð höfuðborgar- svæðisins. Brottför frá Umferð- armiðstöðinni, austanmegin. Hægt að taka rútuna á leiðinni t.d. v. kirkjug. Hafnarfirði. Ferðafélag Islands. 'líftrtnh' fc'TÍ ÚTIVIST GRÓFINHII • REYKJAVÍK • SÍMI/SÍMSVARI14606 Útivist um helgina Dagsferðir sunnudaginn 22. september Kl. 10.30 Póstgangan 19. áfangi. Oddi-Selalækur-Ægissíða Nú hefst seinni hluti póstgöngu Útivistár 1991. Gengið verður til baka um þjóöleiðir sem farnar voru um síðustu aldamót og fylgt gömlum póstleiðum. Gengið verður upp Reynivelli frá Odda ,um Selalæk að Ægissíðu. Skoð- aður verður Ægissíðufoss og manngerðir hellar. Vegalengdin er um 12 km. Göngukortin verða stimpluð á Hellu. Kjörið tækifæri til að hefja þátttöku í seinni hluta póstgöngunnar. Stansað verður við Árbæjarsafn og Fossnesti. Verö kr. 1.500,-. Kl. 12.30 Gönguferð um Skaga Farið verður með Akraborginni kl. 12.30 frá nýja ferjulæginu við Ægisgarð. (Mæting við land- ganginn). Gengið verður - um Akranesbæ og minjar og sögu- staðir heimsóttir. Komið við á Byggðasafninu og gengið um Langasand. Komið til baka til Reykjavíkur kl. 18.00. Verð að- eins kr. 700,-. Ath. Skrifstofa Útivistar er flutt í Iðnaðarmannahúsið við Hall- veigarstíg 1. Óbreytt símanúm- er: 14606 og 23732. Tunglskinsganga á þriðjudags- kvöld þann 24. september. Sjá nánar í þriðjudagsblaðinu. Sjáumst! Útivist. V^terkurog kl hagkvæmur auglýsingamiðill! \

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.