Morgunblaðið - 21.09.1991, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 21.09.1991, Blaðsíða 32
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. SEPTEMBER 1991 32 Jófríður S. Krist- insdóttír — Minning Fædd 13. júlí 1964 Dáin 13. september 1991 Margt er það sem rennur í gegn- um hugann þegar við minnumst í örfáum 'orðum systur og mágkonu, hennar Jófý okkar. Jófý var numin burt frá okkur af illkynja sjúkdómi sem fyrst uppgötvaðist stuttu eftir að hún fæddi litlu dóttur sína fyrir tveimur og hálfu ári. Baráttan var hafin full af bjartsýni og von. Eftir margar og erfíðar læknisaðgerðir héldum við að hún væri sloppin, en fyrir tæpu ári barði sjúkdómurinn aftur að dyrum hjá henni og nú hálfu verri en áður. Jófý háði stríð sitt við sjúkdóminn af miklu hug- rekki og þrautseigju og aldrei missti hún vonina og bjartsýnina, þó tímar væru erfiðir. Oft fannst manni eins og hún væri að reyna að hlífa okk- ur hinum við erfiðleikunum, eins og hún orðaði það. Hún kveinkaði sér sjaldnast þó það leyndi sér ekki að þar færi sárkvalin kona. Með góðri aðstoð móður sinnar, Esterar Friðþjófsdóttur, sinnti hún dóttur sinni, henni Elínu Ösp, eins mikið og hún gat, nánast alveg til síðasta dags. Við sem eftir lifum erum ríkari eftir að hafa fengið að njóta sam- vista við Jófý og skiljum kannski betur en áður hve lífið er hverfult. Hennar er sárt saknað en við hugg- um okkur við þá hugsun að nú er hún farin til þess, sem allt læknar og líknar og þar líður henni vel. Kjarkurinn sem einkenndi hana meðan hún lifði lifir áfram og styrk- ir alla þá sem þótti vænt um hana. Guð blessi hana og varðveiti þar sem hún nú brosir að nýju. Baldi og Peta Nokkrir óharðnaðir unglingar sitja í sal og nærast. Allir eru í sínu fínasta pússi, spenntir og ekki laust við kvíðahnút í maga. Skyldi maður kannast við einhver andlit? Jú, þama vora tvær stöllur frá Rifi. Mér er þessi stund ógleymanleg, skólasetning nýafstaðin og maður var svo einn norður í landi fjarri öllum nákomnum. Þessi stund rifj- aðist upp nú þegar hugurinn reikar aftur í tímann þar sem ég sat og skoðaði þær frænkur og æskuvin- konur Jófý mína og Sæunni. Tveir vetur liðu og ekki kynntist ég Jófý að ráði. Þegar veru okkar á Reykjaskóla var að ljúka kom hún til mín og sagðist mega til með að segja mér frá draumi sem hana hafði dreymt. Hann var á þá leið að við vorum tvær saman, krjúp- andi á hnjánum og gróðursettum fræ. í draumnum var allt svo bjart og fagurt. Okkur fannst draumsýn- in að vonum merkileg þar sem við þekktumst svo lítið. Við gerðum okkur grein fýrir því síðar að þama höfum við verið að setja niður fræ vináttu okkar, vináttu sem alltaf var björt og fögur, eins og draumur- inn. Eftir að vera okkar á Reykja- skóla !auk fluttumst við báðar til Reykjavíkur. Við stóðum uppi einar og húsnæðislausar og varð það úr að við leigðum húsnæði saman. Mér er minnisstætt þegar við sátum sitt í hvoram appelsínugula stólnum og funduðum um verðandi búskap, hálffeimnar við hvor aðra. En feimnin fór fljótt af okkur og með tímanum styrktist gagnkvæmt traust okkar á milli. Við ræddum oft um þau sex ár sem við bjuggum saman, hvað við lærðum hvor af annarri og vorum hvor annarri mikils virði. Við voram stoltar af því að hafa búið saman öll þessi ár, á stuttri ævi, án þess að styggðaryrði félli okkar á milli. Við ræddum drauma okkar og lang- anir, sorgir og vonleysi,. grétum, hlógum eða bara vorum. Það var svo margt merkilegt við Jófý. Hún var svo sterk manngerð, dugmikil, samviskusöm og svo blíð og góð. Hún var ein af þeim sem alltaf þurfti að hafa nóg fyrir stafni og var alltaf fremst í flokki í þvi sem hún tók sér fyrir hendur. Það vissu það allir sem hún starfaði með eða starfaði fyrir að henni var fullkomlega treystandi og skilaði sínu eins og til var ætlast. Við vin- ' i .1 i <• <i i; i i . i konurnar kölluðum hana stundum „ofurkonuna" sem allt virtist geta. Hún lauk stúdentsprófi með fyrstu einkunn á meðan hún vann fullt starf og tók þátt í félagsmálum. Síðar réðst hún sem skrifstofustjóri hjá LÍR ásamt því að stunda nám við Söngskólann í Reykjavík og taka virkan þátt í starfi JC Bros. Hún keypti bií og íbúð ein og óstudd og þrátt fyrir mikið annríki hafði hún alltaf tíma til að heimsækja vini og ættingja, stunda íþróttir og áfram mætti telja. Hún virtist geta allt. Jófý var mikil félagsvera og vildi hafa mikið af fólki í kringum sig. Hún ólst upp í stórum systkinahópi og átti marga vini. Hún var vinur vina sinna og fjölskyldan var henni afar kær. 1. mars 1989 bættist lít- ill sólargeisli í hópinn. Jófý eign- aðist Elínu Ösp. Síðustu dagana áður en hún fæddist var ég hjá Jófý og var margt rætt og „spekúl- erað“. I kringum brúðkaup mitt var Jófý mín hægri hönd. Þrátt fyrir að við byggjum ekki lengur saman, áttum við okkar stóru stundir sam- an. Litla dóttirin var Jófý allt og henni vildi hún helga Iíf sitt en enginn ræður sínum næturstað. Stuttu eftir fæðingu Elínar Aspar fékk Jófý þær fréttir að hún gengi með þann sjúkdóm sem síðar varð hennar banamein. Fyrst í stað hélt maður að afleiðingar hans yrðu ekki með þeim hætti. Fyrir u.þ.b. ári hófst svo langvarandi barátta við sjúkdóminn. Alían tímann barðist Jófý hetju- lega. Það var mörgum óskiljanlegt þvílíkan kraft og jákvæðni hún ætti til að bera. Ekkert virtist buga hana og alltaf átti hún huggunar- orð öðram til handa. Það var oft sárt að vera fjarri elskulegri vin- konu eftir að ég fluttist út á land þegar hún átti svo erfitt, en við áttum þó margar góðar stundir meðan á veikindum hennar stóð. Mér er það sérstaklega minnisstætt þegar við sátum og spjölluðum um sjúkdóminn og hún talaði um hversu mikið henni fyndist hann hafa breytt viðhorfum sínum til lífs- ins. Hún sagðist vilja hafa það að markmiði sínu að rækta kærleikann við fólk það sem hún ætti eftir ólif- að, vera opin við náungann og sýna tilfinningar. Þetta held ég að við sem eftir lifum ættum að muna því þetta er eitt af því sem hún vildi kenna okkur. Ég þakka Guði fyrir að hafa mátt vera vináttu Jófýjar aðnjót- andi. Ég bið Guð fyrir sálu hennar um leið og ég og eiginmaður minn vottum elsku Elínu Ösp og Ester, systkinum, tengdafólki og öðram ættingjum og vinum okkar dýpstu samúð. Söknuðurinn er sár, Guð veri okkur styrkur á erfiðri stund. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem) Elva J. Hreiðarsdóttir í dag verður til moldar borin ástkær frænka mín og vinkona. Hún lést í Landspítalanum þann 13. september síðastliðinn eftir hetjulega baráttu við erfíðan sjúk- dóm. Ég hef þekkt Jófríði frá því ég fyrst man eftir mér. Við höfum verið samferða í gegnum lífíð og þegar komið er að leiðarlokum er söknuðurinn sár. Þessi glæsilega, hugdjarfa vinkona skilur eftir sig margar fallegar minningar, sem mig langar að þakka fyrir og minn- ast. Jófríður ólst upp í Rifí á Snæfells- nesi. Foreldrar hennar þau Ester Friðþjófsdóttir og Kristinn Haralds- son vora frambyggjar þar, reistu sér hús skammt frá bænum Rifí, t Sambýliskona mín, HULDA ÁGÚSTSDÓTTIR, Túngötu 8, Grindavík, andaðist í Sjúkrahúsi Keflavíkur fimmtudaginn 19. september. Fyrir hönd aðstandenda, Einar Ingólfsson. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu við andiát og útför elskulegrar dóttur minnar, systur og mágkonu, JÓHÖNNU PÉTURSDÓTTUR, Dalatanga 23, Mosfellsbæ. Sérstakar þakkir fær starfsfólk deildar A-7 á Borgarspítalanum. Pétur Lárusson, Guðmar Pétursson, Elsa Ágústsdóttir, Guðríður Pétursdóttir, Jón Auðunn Kristinsson, Einar Pétursson, Valgerður Pétursdóttir og fjölskyldur. t Þökkum innilega samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður, tengdaföður og afa, DANÍELS ÞÓRHALLSSONAR, Hátúni 10. Sérstakar þakkir til lækna og starfsfólks öldrunardeildar Landspít- alans, Hátúni 10B. Dagmar Fanndal, Þórhallur Daníelsson, Sigurður Gunnar Daníelsson, Elinborg Sigurgeirsdóttir, Soffía Svava Danielsdóttir, Birgir Guðjónsson, Ingibjörg Daníelsdóttir, Sigurður Valdimarsson og barnabörn. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og út- för móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, EBBU JÓNSDÓTTUR. Örn Engilbertsson, Sigríður Brynjólfsdóttir, Dagbjört E. Imsland, Thorvald K. Imsland, Ebba Þuríður Engilbertsdóttir, Dóra María Aradóttir, Guðrún Erla Engilbertsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Við þökkum af alhug auðsýnda samúð, hlýhug og virðingu við andlát og útför INGIBJARGAR GUÐRÚNAR HÖGNADÓTTUR frá Baldurshaga í Vestmannaeyjum. Guð og gæfan fylgi ykkur öllum. Marta Sigurjónsdóttir, Ingólfur Þórarinsson, dóttursynir og fjölskyidur þeirra. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför manns- ins míns, föður, sonar, og bróður, LÁRUSAR HJALTESTED. Gróa Sigurjónsdóttir, Georg Pétur Hjaltested, Magnús Jens Hjaltested, Arnar Jónsson, Guðrún og Pétur Hjaltested og systkini hins látna. þar sem foreldrar Esterar bjuggu. Þá byggðu sér einnig heimili í Rifí fímm systkini Esterar og nokkrar aðrar fjölskyldur. í þessu litla þorpi ólst Jófríður upp. Heimilið var stórt því Jófríður var sjöunda í hópi níu dugmikilla og efnilegra systkina. Þetta var ástríkt heimili og samhent fjöl- skylda. Margar rninningar era tengdar leik okkar systkinabamanna í Rifí. Við tvær áttum okkur leynistað í Virkisklettunurn. Um þennan stað vissi enginn og þangað fórum við til að tala um leyndarmálin og leika okkur þegar við vildum vera einar án hinna krakkanna. Við urðum fljótt trúnaðarvinkonur og sá trún- aður hélst alla tíð. Hún var alltaf vinur í raun, tilbúin að hlusta á vandamál, gefa ráð og samgleðjast á góðum stundum. Jófý var skarpgreind og duglegur námsmaður, hvert einasta vor við skólaslit fékk hún viðurkenningu fýrir góðan námsárangur og oftast var hún hæst yfír sinn bekk. Hún var metnaðargjöm og lagði sig fram um að gera alla hluti vel. Hún lærði á píanó en það lá vel fyrir henni því hún var mjög músíkölsk og þótti gaman að syngja. Hún hélt áfram að læra á píanó í framhalds- skóla og seinna fór hún í Söngskól- ann í Reykjavík. Eftir að grannskólanáminu heima lauk, fór Jófy í Héraðsskól- ann að Reykjum í Hrútafírði. Þar var hún virk í öllu félagslífí og tók að sér ýmis forastu hlutverk fyrir hönd nemenda. Stúdentsprófi lauk Jófy frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti vorið 1985. Hún réðst til starfa hjá Landssambandi íslenskra rafverktaka þá um vorið. Hún var gjaldkeri og skrifstofustjóri. Henni var mikið í mun að standa sig vel í starfínu, því kynntist ég vel vetur- inn sem við bjuggum saman á Rauð- alæknum. Hún skipulagði vinnuna vel, var samviskusöm, nákvæm og áræðin að taka ákvarðanir. Vinnu- veitendur hennar kunnu líka að meta vel unnin störf hennar og reyndust henni sérstaklega vel í veikindum hennar. Jófý var virk í félagslífi, hún starfaði m.a. í JC Bros og var um tíma í Pólyfónkórnum. Hún viidi hafa marga í kringum sig. Vini sína og kunningja ræktaði hún vel og var dugleg að kalla fólk saman. Hún hélt líka góðu sambandi við systkini sín og foreldra. Sorgin knúði dyra hjá þeim er faðir þeirra lést 15. janúar 1987 eftir skamma sjúkdómslegu. Haustið 1988 keypti Jófy sér litla en fallega íbúð í Bólstaðarhlíðinni, hún var þá barnshafandi og vildi búa sem best í haginn fyrir framtíð- ina. Hún stóð á eigin fótum, sjálf- stæð eins og hún hafði alla tíð ver- ið. Elín Ösp fæddist 1. mars 1989 og varð sólargeislinn í lífí mömmu sinnar. Rúmum tveimur raánuðum eftir fæðingu hennar kom reiðar- slagið, í ljós kom að Jófy var með krabbamein. Við tóku rannsóknir, geislameðferð og stór aðgerð. Hún var ákveðin í að takast á við sjúk- dóminn og sigra hann. Um tíma leit út fyrir að það hefði tekist. Jófý lifði sínu eðlilega lífi, stundaði vinnuna og hugsaði um Elínu. Kjarki hennar er best lýst með því að þegar hún fann að það var orðið of erfítt fyrir hana að ganga alltaf upp stigana upp á fjórðu hæð í Bólstaðarhlíðinni þá ákvað hún að skipta um húsnæði og keypti sér íbúð á fyrstu hæð í Skálagerði 7. Þegar um var að velja að hrökkva eða stökkva, þá stökk hún, bjartsýn á að sér tækjust ætlunarverk sín og allt færi vel. Síðan í október í fyrra var Jófy mikið veik. Sjúkdómurinn hafði breiðst út og hún vissi að hann var ólæknandi. Hugrökk var hún og barðist hetjulega til síðasta dags. Ég heyrði aldrei frá henni æðruorð, hún spurði aldrei „af hveiju ég?“ heldur tók öllu sem að höndum bar með æðruleysi og reisn. Auðvelt var að rétta henni hjálparhönd, hvort sem það var að passa Elínu eða vera hjá henni sjálfri. Hún kvartaði heldur aldrei yfír hlutskipti sínu og var alltaf að reyna að hlífa aðstand- endum sínum við áhyggjum. Móðir hennar var hjá henni dag og nótt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.