Morgunblaðið - 21.09.1991, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 21.09.1991, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. SEPTEMBER 1991 Minning: Jón H. Krístófersson frá Grafarbakka meðan hún gat verið heima og hugsaði um hana. Systkinin og þeirra makar létu heldur ekki sitt eftir liggja í að hughreysta og hlú að systur sinni. Jófý þráði lífið svo heitt, vildi geta hugsað um dóttur sína og séð hana vaxa og dafna. Huggun er að vita af Elínu litlu í góðum hönd- um Dóru systur Jófýjar og Brands manns hennar. Nú er Jófý laus við allar þær þjáningar sem hún gekk í gegnum og tekin við nýju hiutverki. Það er erfitt að horfa á eftir kærum vini en ég veit að minningin um Jófý á eftir að gera okkur ástvini hennar að betri manneskjum. Kallið er komið, komin er nú stundin vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (S.B. 1886 - V. Briem) Elsku litla Elín, Ester og ástvinir allir, megi algóður guð styrkja okk- ur í okkar miklu sorg. Guð blessi minningu Jófríðar. Erla Kristinsdóttir Það var á hvítasunnudag 1989, að ég var aðnjótandi þeirrar ánægju að vera við fermingu tveggja frænd- systkina minna í Ingjaldshólskirkju. Eg hef notið þeirrar gleði að fylgj- ast með frændfólki mínu heima í Rifí úr fjarlægð, héðan úr Reykja- vík, þegar það er að alast upp. Og nú var ég stödd í Ingjaldshóls- kirkju, kirkjunni minni, sem oftar. Fermingarathöfnin fór fram með helgiblæ. En það sem mér er minn- isstæðast er altarisgangan. Það er sá skemmtilegi siður að það fer hver fjölskylda útaf fyrir sig með sínu barni. Þarna var verið að ferma yngstu dóttur frænku minnar, Est- erar Friðþjófsdóttur, sem var orðin ekkja. Þarna voru öll börnin hennar níu mætt. Þessi myndarlegi hópur raðaði sér upp að altarinu, það pass- aði alveg í hringinn. Presturinn hafði orð á því við okkur heima, að þetta hefði verið sú fegursta sjón sem hann hefði séð fyrir altari. Móðir með öll bömin sín níu. Þá kem ég að kjarna þessara fáu orða minna. Við skulum hugsa okk- ur rósabúnt, útsprungið og fallegt. En svo fer ein rósin að drúpa höfði, smátt og smátt að hnigna og fölna. Visna og hníga niður. Allt er gert til að halda henni uppréttri, þar til hún er tekin í burtu og skarðið er eftir. Þannig var það með Jófríði frænku mína. Eins og blómin á haustin fölna og deyja. Og nú er líka komið haust. En rótin lifir og upp úr henni kemur alveg nýr , sproti. Eins er það með Jófríði frænku mína, hún skildi eftir sig nýtt blóm sem á eftir að fylla skarð , hennar. Nú er það hlutverk ættingj- anna að hlú að og vernda þetta unga og munaðarlausa barn við að , vaxa. ' Ég þekkti Iítið Jófríði frænku mína, því ætt mín er orðin svo mannmörg. En alltaf þegar ég sá hana, minnti hún mig óneitanlega á móður mína sem hún hét í höfuð- ið á. Og nú er hún að bætast við hópinn okkar fyrir handan. Með þessum línum fylgja kveðjur frá systrum mínum Katrínu og Ástu. María Guðmundsdóttir Það er með djúpri sorg og sárum söknuði, sem ég, eftir rúmlega ára- tuga vináttu, kveð Jófríði Kristins- dóttur. Þessa einstaklega fjölhæfu og A traustu vinkonu mína, sem með ótrúlegum vilja barðist baráttu hetj- unnar við þann sjúkdóm sem svo ,;j marga fellir í blóma lífsins. Svo marga sem langar að lifa og Jófy var ein af þeim. Með ótrúlegri ósér- M hlífni og dugnaði tókst hún á við ^ endalaus vonbrigði og kvalafullar lyfjameðferðir. Hún ætlaði að sigra og lifa, þó ekki væri nema til þess eins, að sjá stóru ástina í lífi sínu, Elínu Ösp, vaxa og dafna. Slík þrautseigja, er okkur hinum þörf lexía og áminning um þakklæti fyrir góða heilsu, sem svo oft gleymist, er við látum glepj- ast af heimsins pijáli. Ég trúi því, að Jófy sé nú komin á annað tilveru- stig. Þar sem hún, með sínum ein- stöku skipulagshæfileikum og skörpu greind, spreytir sig á verk- efni erfiðu og flóknu, sem hún ein er fær um að leysa. Jófý starfaði sem skrifstofustjóri hjá Landsambandi íslenskra raf- verktaka og þurfti starfs síns vegna að fara utan í viðskiptaferðir. Fyrir rúmu ári fékk ég tækifæri til að fara með í eina slíka ferð sem „fylgdarmaður og félagsskapur" eins og við orðuðum það. í þetta sinn 10 daga Þýskalandsferð. Þar varð ég vitni að því, hvernig hún á aðdáunarverðan hátt, ýtti sjúkleika sínum til hliðar. Samviskusöm sem endranær, vann hún frá morgni til kvölds í að kynna sér nýjungar, er mættu verða fyrirtækinu, sem hún var svo stolt af að vinna hjá, til góða. Krafturinn og áhugasemin voru svo mikil, að þegar mér sem áhorf- anda, varð nóg um atorkuna og vildi fá hana til að slappa af, þó ekki væri nema í örstutta stund, hló hún og lofaði mér því, að næst þegar hún færi í langt frí, tæki hún Elínu litlu með sér til Afríku, þar sem við gætum setið í sólinni og spjallað fram á kvöld. Nú er hún farin í aðra ferð, ennþá lengri og á óþekktari slóðir og ljóst er að þessi samfundur okkar, verður ekki hér í heimi, hvað svo sem síðar verður. Ég veit að hennar algóði Guð, sem hún trúði á og treysti, mun taka um hönd hennar og leiða hana inn í þann heim, sem hún nú stígur sín fyrstu spor, laus við sínar líkam- legu þjáningar. Blessúð sé minning góðrar vin- konu. Ruth S. Gylfadóttir Cape Town, S-Afríku. Sem betur fer þurfum við ekki oft að kveðja vini okkar og sam- starfsfólk snemma á lífsleiðinni, en að þessu sinni þurfum við að kveðja Jófríði aðeins 27 ára gamla. Jófríður hóf störf hjá Landsam- bandi íslenskra rafverktaka og Söluumboði LÍR sumarið 1985, að loknu stúdentsprófi á viðskipta- sviði, enjafnframt skólagöngu hafði hún aflað sér víðtækar starfs- reynslu eins og margt dugnaðarfólk hefur vilja og getu til að gera. Á þessum fáu árum fengum við samstarfsfólkið notið góðra eigin- leika og frábærrar leikni varðandi þau verkefni sem fyrir lágu hveiju sinni, jafnvel því sem að rafmagn- inu sneri, þetta ber að þakka. Skömmu eftir að Jófríður kom til okkar keyptu samtökin nýtt hús- næði, sem raunar þurfti að breyta og bæta, og þar lagði hún hönd á plóginn við hliðina á félögum sínum, jafnvel við grófustu byggingar- vinnu. Smekkvísi hennar réði miklu um fyrirkomulag og liti á nýja vinn- ustaðnum. Jófríði fórst vel úr hendi að stjóma innflutningsfyrirtæki sam- takanna og að hafa samband við viðskiptavini innanlands og utan, en hún átti stóran þátt í því að treysta erlendu viðskiptasamböndin og afla nýrra. Hún lét sér ekki bregða þótt hún yrði að vera ein á ferð á milli heimsborganna, kunni skil á því sem öðru. í baráttu hennar í hálft þriðja ár við sjúkdóm, sem að lokum lagði hana að velli, sýndi hún fádæma æðruleysi, hélt áfram að vinna uns kraftamir þmtu, en hélt samt áfram að hjálpa og leiðbeina fram á síðustu stundu. Við stöndum ráðþrota gagnvart dauðanum, en við emm þó þakklát þeirri viðkynningu sem við fengum að njóta og sendum aðstandendum innilegustu samúðarkveðjur. Eink- um þó litlu dótturinni, Elínu Ösp, sem hefur misst svo mikið, en á þó svo marga góða að. Samstarfsfólk Fleiri minningagreinar um Jófríði S. Kristinsdóttur munu birtast næstu daga. Fæddur 15. júlí 1941 Dáinn 13. september 1991 Dáinn, horfinn - hamiafregn, hvílíkt orð mig dynur yfir. En ég veit að látinn lifir það er huggun harmi gegn. (Jónas Hallgrímsson) Okkur setti hljóð þegar sú harm- afregn barst að kvöldi 13. septem- ber að Jón hefði orðið bráðkvadd- ur. En þannig er lífið, enginn fær þar neinu um ráðið. Jón Hreiðar var sonur hjónanna Kristínar Jónsdóttur frá Grafar- bakka í Hrunamannahrepi og Kristófers Ingimundarsonar bónda þar, sem nú er látinn. Jón var elst- ur í hópi ellefu systkina, en eitt lést á. unga aldri. Jón ólst upp á Grafarbakka og fór snemma að vinna hin ýmsu sveitastörf, einkum hneigðist hugur hans að vélum, en þá var öld tækninnar að ganga í garð í íslenskum landbúnaði. Síðar vann Jón hin ýmsu verkamanna- störf, en gerðist svo bílstjóri hjá Landleiðum hf. og ók í mörg ár á leiðinni Reykjayík, Skeið, Hreppar. Einnig ók hann mikið með ferða- menn á sumrin. Fyrir nokkru hætti Jón akstri og fór að vinna í Hulu hér á Flúðum. Einn var sá þáttur í lífi Jóns sem hann lét aldrei niður falla en það voru Ijallaferðir. Þangað sótti hug- urinn alltaf þegar leið að smala- mennsku á haustin. Á afréttinn okkar til fjallanna í allri sinni tign og fegurð. Jón var einmitt nýkom- inn úr einni slíkri ferð þegar kallið kom. Fyrir tuttugu árum hófu þau sambúð Jón og Jóhanna Sigríður Daníelsdóttir frá Efra-Seli. Þau byggðu sér hús á Vesturbrún 9 á Flúðum og hafa búið þar síðan. Börn þeirra eru Birgir Þór iðn- nemi, fæddur 20. september 1970, og Kristín Ásta, fædd 20. nóvem- ber 1980. Jón var hlédrægur, en glaður í góðra vina hópi. Hann var dugleg- ur, samviskusamur og öruggur í öllum sínum störfum. Til marks um það má nefna þegar hann var með trússinn í fjallaferðum og ein- hver gleymdi eða týndi einhveiju í náttstað, þá fann Jón yfirleitt hlutina og kom með þá í næsta náttstað. Jón hugsaði alla tíð vel um sitt heimili og var hvers manns hugljúfi allra er til hans þekktu. Nú þegar við kveðjum þennan öðlingsdreng, þá biðjum við elsku Hönnu Siggu og börnum þeirra allrar blessunar, vottum móður hans, systkinum og öðrum að- standendum okkar dýpstu samúð. Fjölskyldurnar Efra-Seli og Hafnargötu 1, Vogum. Hann pabbi er dáinn, það var þungbært fyrir okkur, en vegir guðs eru órannsakanlegir og stundum finnst okkur þeir óskiljan- legir. En við geymum í huga okkar allar þær góðu stundir sem við áttum með pabba. Við biðjum góð- an guð að vernda hann og blessa svo honum líði vel. Sárt er mér í minni sakna ég þín vinur. Minnist þeirra mörgu mætu gleðistunda sem við áttum saman. Sólu fegurð skína allar þar og eiga innsta stað í hjarta. (Ur sálmi.) Birgir Þór og Kristín Asta. Skarð er höggvið í tíu systkina hóp. Mágur minn, Jón Hreiðar Kristófersson, er genginn á vit feðra sinna, langt fyrir aldur fram. Andlát hans bar að skyndilega, að kvöldi föstudagsins 13. þessa mán- aðar. Jón var einn af Grafarbakka- systkinunum, elstur ellefu barna hjónanna Kristínar Jónsdóttur og Kristófers Ingimundarsonar. Systkinin uxu öll úr grasi, nema eitt er dó nýfætt. Kristín heldur enn heimili að Grafarbakka, en Kristófer lést árið 1975. Þar sem ég tengdist Grafar- bakkaljölskyldunni seint nokkuð þá þekki ég lítt til æskuára Jóns. Ætla má að hann hafi snemma farið að rétta hjálparhönd og létta undir með foreldrum sínum á mannmörgu heimili þeirra, eftir því sem þroski hans og geta leyfðu hveiju sinni. Því hygg ég að upp- vaxtarár hans hafi lítt verið frá- brugðin uppvexti fiestra annarra unglinga til sveita á þessum árum. Oftar en hitt allt fram á sein- ustu áratugi, en gerist nú sjaldgæ- fara, voru afar og ömmur í heimil- um til sveita, ásamt vinnufólki, bæði skyldu og óskyldu. Vafalaust hefur aldursmunurinn og þar af leiðandi mismunandi lífsviðhorf heimilisfólks og skoðanaskipti þess verið þroskandi fyrir ungdóminn og lagt oftar en hitt grunn að heil- brigðum og sjálfstæðum viðhorfum margra til líðandi stundar og jafn- vel haft mótandi áhrif til frambúð- ar. Ætla ég að Jón hafi notið góðs af slíku á uppvaxtarárum sínum. Jón var látlaus maður, hár vexti og var oftast höfðinu hærri en sá er næstur honum stóð. Hann var hæfur og kurteis í allri fram- göngu. Mér virtist hann fáskiptinn, en vingjarnlegur og glaðlegur í öllu viðmóti. Ekki heyrði ég hann hallmæla nokkrum manni, en hann hafði sína skoðun bæði á mönnum og málefnum. Jón stundaði þá at- vinnu er gafst á hveijum tíma, en lengstum var hann bifreiðastjóri. Kona Jóns var Jóhanna Sigríður Daníelsdóttir frá Efra-Seli í Hrunamannahreppi. Reistu þau sér heimili að Vesturbrún 9, að Flúð- um. Börn þeirra eru tvö, Birgir Þór og Kristín Ásta. Jón hélt systkinum sínum og fjölskyldum þeirra afmælisfagnað á Álfaskeiði sl. sumar, þá hann varð fimmtugur. Ekki átti ég bein- línis von á að það yrði okkar sein- asta handtak er við kvöddumst um hádegisbil sunnudaginn 14. júlí. Ver oss huggun, vörn og hlíf, lif í oss, svo ávallt eygjum; æðra lífið, þó að deyjum. Hvað er allt, þá endar kíf. Eilíft líf. (Matthías Jochumsson) Kristínu á Grafarbakka, Hönnu Siggu og börnunum og systkinum Jóns votta ég samúð mína og bið þeim blessunar Guðs. Jón Kristófersson var drengur góður. Ég þakka honum góða við- kynningu. Blessuð sé minning hans. Guðmundur Óli Pálsson Það er svo tæpt að trúa heimsins glaumi, því táradaggir falla stundum skjótt, og vinir berast burt á tímans straumi, og blómin fölna áæinni hélunótt. (Jónas Hallgrímsson) Hann Jón var elstur okkar barn- anna í systkinahópunum tveimur sem ólst upp samtímis á bökkum Litlu-Laxár í Hrunamannahreppi. Þó var hann nú svo alltof ungur til að yfirgefa okkur. En örlögun- um fær enginn ráðið og við verðum hér eftir um stund og yljum okkur við góðar minningar liðinna ára. Áin á milli okkar var enginn farar- tálmi. Um leið og við sluppum undan verndarvængjum mæð- ranna hófust yfir hana samgöngur miklar og góðar. Þó var það oftar að mæst var á miðri leið. Litla-Laxá var okkur óþijótandi uppspretta leikja. Á góðviðrisdög- um var sullað og synt. Þar var 33 róið á heimasmíðuðum fieytum og keppt um hver gæti lengst komist á tómri tunnu án þess að velta. Það var ekkert verið að fækka fötum vegna þessa og því sjaldn- ast þurr þráður á nokkrum krakka þegar heim var haldið. Við fórum í langar gönguferðir upp og niður eftir ánni óg var ekki krækt fyrir hyljina. Haft var til marks um hversu djúpir þeir voru hvort eitt- livað stóð upp úr af Jóni, því hann var okkar stærstur. Á tunglskinsbjörtum vetrar- ’ kvöldum lékum við okkur á spegil- sléttum ísnum, stundum lengur en þurfa þótti. Við vorum framarlega í tæknivæðinguinni og smíðuðum saman vélsleða með frumstæðum áhöldum, en þetta var kostagripur. Á þessum árum var enginn of lít- ill til að vera með, smáir og stórir léku sér saman en við litum alltaf upp til Jóns í tvennum skilningi. Á unglingsárunum þótti lúxus að fá að fara á traktor á milli bæja en þegar við urðum eldri eignaðist Jón bíl sem allir nutu góðs af. Það var farið að kanna heiminn, jafnvel utan sveitar. Hann var óþreytandi að aka okkur um allar jarðir, bíltúr á sunnudögum, á böllin í báðum sýsl- um þegar aldur og þroski leyfði slíkt og jafnvel skroppið á Geitháls til að kaupa pylsur sem þá voru fáséð lostæti austan heiðar. Þegar við fórum að heiman til. náms og vinnu héldum við alltaf sambandi við Jón og alltaf var hann tilbúinn að skjótast á Kaisernum ef eitt- hvert okkar óskaði þess. Hann lét ekkert trufla sig við aksturinn og foreldrarnir þurftu ekki að óttast um okkur ef við ferðuðumst með Jóni. Aksturinn varð síðar aðalstarf Jóns. Hann flutti farþega Land- leiða í uppsveitir Ámessýslu um tuttugu ára skeið. Hann var án- ægður í því starfi og naut sín vel. Hann var bílstjóri af guðs náð og honum mátti alltaf treysta til að skila rútunni alla' leið þó útlitið væri stundum svart. Það var vandalítið að senda börnin í sveitina til afa og ömmu þegar þess þurfti, því rútuferð með Jóni var mikils metin og hann sá til þess að þau kæmust á leiðar- enda. Þegar árin liðu sundraðist hópurinn á árbökkunum en vin- skapurinn er samur og áður. Til Jóns og Hönnu Siggu var alltaf gott að koma. Jón var góðlyndur og glettinn og ekki lét hann sitt eftir liggja ef einhver þurfti hjálpar við, til hans var gott að leita þegar greiða var þörf. Jón hafði nýlokið sinni síðustu fjallaferð þegar kallið kom, en í þeim ferðum var hann trúss og hafði svo verið um áratuga skeið. Það verður ekki vandi að skipa þá stöðu á himnum, því þar eru þeir nú báðir sveitungamir okkar sem því starfi þjónuðu sem lengst og skiluðu með sóma. Elsku Hanna Sigga, Birgir Þór og Kristín Ásta, Stína mín sem aldrei amaðist við þó hópurinn stækkaði um helming. Við vottum ykkur innilega samúð. Guð geymi góðan dreng. Systkinin frá Garði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.