Morgunblaðið - 21.09.1991, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 21.09.1991, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. SEPTEMBER 1991 ,,/Jú ertu buínn komc*. þess&rú LoftbLö&nt af stccb.* Meg-um við reynsluaka lion- um, þessum? hugmyndum? HÖGNI HREKKVÍSI „M'A ÉGBIDJA HINA EINUSÖNNU NAMMl- TUNNU AD STANRA UPP j\ . Hafnfirskir hundar Húsmóðir skrifar í Velvakanda 12. september og gagnrýnir grein mína „Dýravernd — Barnavemd". Hún segir að ég ætti ekki að kalla mig dýravin. Hver er ástæðan? Jú, ég tel börnin rétthærri en hunda. Spurningin er ekki hvort mér finn- ist þægilegt að vera í sporum hunds og verða fyrir grjótkasti. Spurning- in er hvort húsmóðir vildi vera í sporum barns á leikvellinum þar sem einhver af krökkunum hefur æst stóran og taugaveiklaðan hund það mikið að hann byrjar að bíta. Húsmóðir spyr hvort ég ætlist til að lögreglan banki upp á hjá fólki sem á hund og taki hundinn. Svarið er: Já, að sjálfsögðu. Það er bannað að vera með hund í Hafn- arfirði og aumingjaskapur lögregl- unnar er hneyksli. Ef menn treysta sér ekki til að sinna sinni vinnu, á að fá aðra menn í lögregluna. Það er þessi aumingjaskapur lögreglu sem er orsök þess að hundum fjölg- ar óðfluga í Hafnarfirði. Hvað ætli líði langur tími þar til lögreglan bankaði upp á hjá mér ef ég væri með rollu, svín eða naut í garðinum hjá mér. Það er ekki dýravinur sem á hund, því það er bannað, og þess vegna á lögreglan að taka hundinn í sína vörslu. Eg er nokkuð viss um að húsmóðir hugsar vel um sín börn og sinn hund. — En því miður eru ekki allir þannig í þessu tímalausa og stressaða þjóðfélagi. Og þegar másandi og froðufellandi hundur kemur hlaupandi á móti þér, getur þú ekki spurt hann hvort hann sé rétt uppalinn. Það eru því miður meiri líkur til þess að stressaða og tímalausa fólkið eigi hann. Fólk kaupir hund án þess að hafa nokkum tíma til þess að sjá um hann. Já, kaupir. Það virðist vera mottóið að kaupa sem dýrastan hund, með fæðingarvottorði, ættar- tölu og hvaðeina. Svo er náttúru- lega valinn „réttur“ maki og hvolp- arnir seldir hæstbjóðanda. Og hvernig stendur á því að fólk kaup- ir scháfer- eða collie-hunda handa börnum? Af hveiju er svona mikið um stóra hunda? Er það kannski gamli rembingurinn að vera stærri og betri en nágranninn? En málið er að fólk hefur með yfirgnæfandi meirihluta kosið að banna hunda í Hafnarfirði. — Þó virðist hafa gleymst að tilkynna lögreglunni það. Kæra húsmóðir! Ég get verið dýravinur þó ég borði hvalkjöt, beiti ánamöðkum og sé á móti hunda- haldi í þéttbýli. Dýravinur Víkverji skrifar Islandsmótinu í knattspyrnu er lokið með glæsilegum en óvænt- um sigri Víkings. Liðið er vel kom- ið að titlinum „besta knattspyrnufé- lag íslands". Eins og venjulega, þegar svokölluð „stórlið" vinna ekki mótið, koma fram raddir um að íslandsmótið sé miklu lélegra en þegar „stórliðin“ vinna það. Að þessu sinni fer fremstur í flokki nýbakaður landsliðsþjálfari, Asgeir Elíasson, sem einmitt var þjálfari eins „stórliðsins" í sumar. Hann sagði í viðtali við Morgun- blaðið á þriðjudaginn að Víkingar hafi staðið næst því að verða meist- arar fyrst Framarar hafí ekki orðið meistarar! „Víkingar stóðu sig nokkuð vel,“ er haft orðrétt eftir Ásgeiri! Svona málflutningur hæfír ekki landsliðsþjálfara íslands. XXX Miklar hræringar eiga sér nú stað í íslenskum fjölmiðla- heimi. Lengi hefur verið Ijóst að flokksblöðin, þ.e. Tíminn, Þjóðvilj- inn og Alþýðublaðið, ættu á bratt- ann að sækja og það væri aðeins spurning um tíma hvenær rekstur þeirra kæmist í þrot. Sú stund er nú upprunnin. Þjóðviljinn er með greiðslustöðvun, Tíminn hefur sagt upp öllu starfsfólki og innan Al- þýðuflokksins er fjallað um framtíð Alþýðublaðsins. í Tímanum í gær er „frétt“ um erfiðleika blaðsins. Þar segir m.a. orðrétt: „Ákveðið hefur verið að útgáfa blaðsins verði óbreytt a.m.k. til áramóta, en tíminn þangað til notaður til að skapa blaðinu traust- ari rekstrargrundvöll með það að leiðarljósi að tryggja útkomu blaðs- ins í framtíðinni. Blaðið myndi þannig verða mótvægi við Morgun- blaðið og DV, sem leynt og ljóst lúta forræði hægriaflanna í íslensku þjóðfélagi." Það er einmitt svona „frétta- mennska" sem veldur því að blað eins og Tíminn á í erfiðleikum. Nútímafólk vill fá hlutlausar fréttir en ekki leiðara í fréttum. N XXX Busavígslur eru fyrirbrigði sem tíðkast í framhaldsskólum landsins. Eru þá nýnemar teknir inn í samfélag eldri nemenda. Lengi vel var þetta bara saklaus skemmtun en hin seinni árin hefur borið á grófara athæfi og nú í haust hefur steininn tekið úr, samkvæmt fjöl- miðlafréttum. í Morgunblaðinu í fyrradag eru ófagrar lýsingar af busavígslu í Menntaskólanum í Hamrahlíð. Ný- nemar voru m.a. látnir skríða eftir myrkvuðum göngum úr skólaborð- um og plastdúk og við endann á göngunum settir inn í lokaðan sturtuklefa, sem reyk var dælt inní. Dæmi voru um það að sami neminn var settur flmm sinnum inn í klef- ann. Enda urðu sumir veikir og komu heim alveg miður sín. Að auki var súrmjólk og ýmsu öðru ausið yfir nemana, þeir látnir þvo bíla eldri nema og Víkveiji hefur heyrt að sumir hafi verið látnir fara í gegnum bílaþvottastöð með til- heyrandi vatnsgangi og „burstun". Og á Akureyrarsíðu í gær er mynd af busavígslu í Verkmenntaskólan- um þar í bæ og má þar sjá eldri nemendur sprauta lýsi upp í ný- nema með sérútbúinni byssu að því er virðist. Víkveiji tekur heils hugar undir með Örnólfí Thorlacius, rektor MH, en hann segist ekki sjá annað en busavígslur af þessu tagi verði bannaðar í framtíðinni ef þær eigi að ganga út á niðurlægingu nýnema og ofbeldi gagnvart þeim.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.