Morgunblaðið - 21.09.1991, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 21.09.1991, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR LAUGARDAGUR 21. SEPTEMBER 1991 43 HANDKNATTLEIKUR Er allt upp í loft? Félag 1. deildar félaga ætlar að sjá um íslandsmótið. Félag 1. deildar félaga sér um íslandsmótið FÉLAG fyrstu deildar félaga í handknattleik hefur ákveðið að taka að sér alla framkvæmd við íslandsmótið í vetur og hyggst félagið ráða sérstakan starfs- mann til að hafa umsjón með mótini en hingað til hefur sér- sambandið sem fer með mál- efni handknattleiks (HSÍ) séð um framkvæmd íslandsmóts- ins. élag fyrstu deildar félaganna hefur samþykkt að sjá um alla framkvæmd við íslandsmótið í vetur ÍÞRÚMR FOLX ■ ÁTTA áhangendur Manchest- er United voru settir í fangelsi í Aþenu eftir að þeir höfðu eyðilagt krá eina þar í borg að loknum leik United og Athinaikos í Evrópu- keppninni. ■ FORRÁÐAMENN Mechelen frá Belgíu hefur lagt fram kvörtun til UEFA vegna þess að ráðist var að fimm áhangendur liðsins eftir leik þeirra við gríska liðið Salonik- is. Fómarlömbin slösuðust nokkuð og mun einn trúlega missa sjónina á öðm auga. H BORIS Becker getur ekki leik- ið með Þjóðveijum í Davis Cup keppninni í tennis sem hefst um helgina. Becker er meiddur og gera þýskir sér litlar vonir um að leggja Bandaríkjamenn enn eina ferðina þar sem helsta stjarna teirra er meidd. I SÆNSKA útvarpið skýrði frá því í gær að þrír albanskir leikmenn liðsins Flamutari hafi orðið eftir þegar leikmenn liðsins héldu heim á leið eftir 0:0 jafn- Grétar Þór tefli við Gautaborg. Eyþórsson Þeir hafa beðið um Skrífarfrá hæli sem pólitískir Sviþjóð flóttamenn og þurfa því ekki að ana að neinu því þeir gætu þurft að bíða í tvö ár eftir svari frá kerfinu. ■ BENGT Johanson landsliðs- þjálfari Svía í handknattleik spáir fyrir um úrslit sænsku deildarinnar en hún hefst um helgina. Hann segir í blaðaviðtali að hann hafi aldrei ,tippað“ vitlaust og því hlýt- ur spá hans að vera líkleg. Ystad verður í fyrsta sæti, Savehof í öðru, Drott í því þriðja og síðan má nefna að Björn Jilsen og félagar í Irsta verða í 9. sæti. enda telja forráðamenn félagsins HSÍ ekki í stakk búið til að sjá um mótið. Félagið hyggst ráða starfs- mann sem sér um mótið, alla flokka, allar deildir og að boða dómara, eða allt það sem starfsmaður HSÍ hefur séð um í sambandi við íslandsmót. Starfsmaðurinn hefði aðstöðu á skrifstofu HSÍ. Ekki er enn búið að ráða starfs- mann en viðræður eru í gangi við fyrrverandi starfsmann HSÍ um að hann taki að sér íslandsmótið að þessu sinni enda séu mjög sérstakar HEIMSMEISTARINN Michael Johnson frá Bandaríkjunum náði besta tíma ársins í 200 metra hlaupi karla á lokamóti Grand Prix mótanna sem fram fer í Barcelona. Hann hljóp á 19.88 sekúndum. Johnson hefur er sá eini sem hlaupið hefur undir 20 sekúnd- um á þessu keppnistímabili og það gerði hann þrátt fyrir nokkum mótvind og að hann hægði á sér áður en hann kom í mark. Sergei Bubka sigraði örugglega í stanastökkinu, stökk 5,80 metra og reyndi síðan við nýtt heimsmet, 6,11 metra en felldi. Hann sigraði í heildarstigakeppninni, enda hefur Guðmundur Sigurðsson varð í gær heimsmeistari í ólympísk- um lyftingum á heimsmeistaramóti öldunga sem haldið er í Þýskalandi. Guðmundur keppti í 90 kg flokki í flokki 35-40 ára. Hann snaraði aðstæður nú þar sem sérsambandið sé ekki í stakk búið til að sjá um íslandsmótið. Með þessum aðgerð- um vonast forráðamenn félaganna að þeir bjargi því sem bjargað verð- ur enda er allt útlit fyrir skemmti- legt og jafnt mót enda hefur fyrir- komulagi þess verið breytt til hins betra frá því í fýrra. Þess má að lokum geta"að í dag verður haldinn sambandsstjómar- fundur hjá Handknattleikssam- bandinu. kappinn sett átta heimsmet á þessu tímabili, fjögur innanhúss og fjögur utanhúss. í spjótkastinu hafnaði Sigurður Einarsson í 7. sæti kastaðai 78.56 metra en tékkinn Zelezny sigraði með rúmlega 87 metra kasti. HAnn sigraði einnig í heildar stigakeppn- inni í spjótinu, halut 63 stig en Einar Vilhjálmsson, sem var annar fyrir þessa keppni, féll niður í 6. sæti með 36 stig. Árangur á mótinu var ekki sér- lega góður í gær enda telja menn að flestir hafi verið á toppnum á heimseistaramótinu fyrir skömmu og því ekki við miklu að búast á þessu móti. Áhorfendur voru innan við 10.000 og þykir það lítið á stór- móti sem þessu. 127,5 kílógrömm og er það heims- met í hans flokki og síðan jafnhatt- aði hann 167,5 kíló og er það einn- ig heimsmet í hans flokki. Saman- lagt lyfti hann 295 kílóugrömmum sem er heimsmet í hans flokki. FRJALSIÞROTTIR Johnson náði góðum tíma Sigurður Einarsson sjöundi í spjótkastinu LYFTINGAR Guðmundur heimsmeistari KLAUFALEGT Er sæmandi að láta landsliðsfyrirliðann ekki vita að hann sé ekki í landsliðshópnum? Vonandi eru þetta klaufaleg mistök. Það kom eflaust einhveijum á óvart, mismikið þó, þegar Ásgeir Elíasson tilkynnti lands- liðhópinn fyrir leikinn við Spán- verja, að Átli Eðvaldsson fyrir- liði landsliðsins frá því 1986 var ekki valinn. Hvort sem menn eru sam- mála vali hins nýja landsliðþjálfara eða ekki þá hljóta flestir að vera sammála því að það er ekki við- eigandi að kveðja mann sem þjónað hefur landsliðinu í 16 ár á þann hátt sem nú er gert. Hefði ekki verið viðeigandi að ræða við Atla þannig að hann þyrfti ekki að lesa um það í blöð- unum að hann væri ekki í landsliðhópn- um? Reyndar las Atli ekki um þetta í blöðunum heldur hringdi félagi hans í hann í gærmorgun og spurði hvernig þegar hann lék með erlendum liðum. Óvíða í heiminum, ef þá nokkurs staðar, hefði verið stað- ið svona fádæma klaufalega að málum. Það sem hér að framan segir Atli Eðvaldsson fékki ekki tækifæri til að kveðja félaga sína í landslinu og áhorfendur með reisn. það væri að vera ekki lengur í á ekki aðeins við um Atla, held- landsliðinu. Þá fyrst frétti leikja- hæsti landsliðsmaður íslands af því að hann væri ekki í íslenska landsliðshópnum fyrir leikinn gegn Spánverjum. Hefði ekki verið ráð að lands- liðnefnd hefði rætt við Atla áður og tilkynnt honum að hann væri ekki inni í myndinni í næsta landsleik? Atli hefur þó altént leikið í landsliði íslendinga í 16 ár og verið fyrirliði síðustu fimm árin og að auki sá einstaklingur sem hefur leikið flesta landsleiki fyr- ir ísland í knattspyrnu en Átli hefur leikið 70 landsleiki. Auk þess sem allir, sem með knatt- spymu fýlgjast, vita að hann var alltaf reiðubúinn að mæta í landsleiki og fórnaði oft atvinnu- öryggi sínu vegna landsleikja ur fjölmarga aðra landsliðsmenn sem einhverra hluta vegna eru hættir að leika með landsliðinu. Menn virðast alltaf tilbúnir að þiggja en þeir hinir sömu gleyma síðan að þakka. Ætli áhorfendur sem koma á leik íslands og *- Spánveija á miðvikudaginn geti ekki átt von á því að lenda í röðinni við hliðina á fyrrverandi landsliðfyrirliða þar sem hann er að kaupa sér miða í stæði á Laugardalsvelli! Það væri eftir öðru. Nei svona vinnubrögð eru vægast sagt einstaklega klaufa- leg og sumir myndu eflaust taka dýpra í árinni og segja þau dóna- leg. Vonandi er þetta aðeins klaufaskapur forustumanna KSÍ. Skúli Unnar Sveinsson ÍÞRjjmR FOLX ■ LARRY Hotaling leikmaður Hauka í körfuknattleik hefur leikið sinn síðasta leik með félaginu og er hann fyrsti erlendi leikmaðurinn sem er látinn fara. Haukar hafa ekki ákveðið hvaða leikmann þeir fá í stað Hotaling. ■ NJARÐVÍKINGAR hafa feng- ið sovéska leikmanninn hjá Borg- nesingum Maxim Krupatsjov til liðs við sig þegar þeir leika gegn júgóslavnesku meisturunum Ci- bona, en liðin eiga að leika fýrri leikinn 3. október. ■ ÞREMUR ungum knattspyrnu- mönnum hefur verið boðið að koma til Englands og æfa með West Ham. Þetta eru þeir Rúnar Sig- mundsson og Kristinn Lárusson, en þeir eru báðir úr Stjörnunni, og Helgi Sigurðsson en hann leik- ur með Víkingum. ■ FORRÁÐAMENN grísku meistaranna Panathianikos hafa mikinn hug á að fá Framarana Ríkharð Daðason og Baldur Bjarnason til félagsins. ■ ARNÓR Guðjohnsen og félag- ar í Bordeaux sigruðu Annecy, 2:0, í frönsku 2. deildinni um síðustu helgi. Arnór skoraði fyrra I mark liðsins. Um helgina Knattspyrna íslenska landsliðið leikur æfingaleik við U-21 árs liðið á Varmárvelli í Mosfellsbæ í dag kl. 16. Þessi leikur er til undirbúnings liðanna fyrir Evrópuleikina gegn Spánverj- um á þriðjudag og miðvikudag. Golf Aðeins eitt opið golfmót verður um helg- ina. Það er hjá Keili en þar verða leiknar 18 holur með og án forgjafar i dag, laugar- dag. ■I Hvammsvík verður síðasta háforgjafa- mót sumarsins, fyrir þá sem hafa 24 eða meira I forgjöf. Það hefst í dag kl. 10 og menn geta pantað rástíma í sima 667(ríPr Handknattleikur Reykjavíkurmótið er í fullum gangi og á sunnudaginn verða þrír leikir í karlaflokki og tveir í kvennaflokki. í karlaflokki er leik- ið í íþróttahúsi Fjölbrautarskólans í Breið- holti og hefst fyrsti leikurinn kl. 18.30. Þá leika IR og Valur og síðan Ármann og Fram og loks Víkingur og KR. Konumar leika í Seljaskóla og kl. 20 leika Víkingur og Fram og síðan Armann og KR. íþróttadagur íslandsbanka og ÍR í Breiðholti íþróttadagur fslandsbanka og ÍR í Breið- holti stendur fyrir víðavangshlaupi í Breið- holti á morgun, sunnudag. Öllum bömum á aldrinum 6 - 12 ára úr Breiðholtssk^to--,... Seljaskóla og Ölduselsskóla er boðið að taKa þátt. Safnast verður saman við íslands- banka I Þarabakka kl. 13:30 og gegnið fylktu liði á ÍR-svæðið. Einnig verður hald- ið knattspyrnumót þriggja skóla, þar sem 11 og 12 ára drengir og stúlkur keppa. Veitt verða verðlaun fyrir 1.-3. sæti I víða- vangshlaupinu og sigurvegarar I knatt- spymukeppninni hljóta einnig verðlaun. Þing Sundsambandsins Ársþing Sundsamband íslands \erorf^^^ haldið á Hótel Selfossi um helgina. Alls oiga 100 fulltrúar rótt til setu á þinginu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.