Morgunblaðið - 22.09.1991, Side 24

Morgunblaðið - 22.09.1991, Side 24
24 MORGUNBLAÐIÐ MIIMIMIIMGAR SUNNUDAGUR 22. SEPTEMBER 1991 Jófríður S. Krist- insdóttír - Minning í dag kveðjum við í hinsta sinn ástkæra vinkonu okkar Jófý. Það fyrsta sem kemur upp í huga okk- ar, þegar við hugsum til baka, er þessi mikli lífskraftur sem fylgdi henni alla tíð. Jófý var mjög félags- lynd enda komin af stórri fjöl- skyldu. Hún var einstaklega góður hlustandi og alltaf boðin og búin að aðstoða vini og kunningja ef með þurfti. Það var gott að vera í návist Jófýar, því hún var mjög hreinskilin, jákvæð og leit alltaf á björtu hliðar tilverunnar. Um nokk- urra ára skeið starfaði hún hjá Landsambandi íslenskra rafverk- taka. Henni gekk mjög vel í starfi og fljótlega gegndi hún ábyrgðar- stöðu í fýrirtækinu. Hún var vel lið- in af samstarfsfólki sínu og innti störf sín vel af hendi. í ársbyrjun 1989, 1. mars, öðlað- ist Jófý þá hamingju að eignast augastein sinn Elínu Ösp. Árið áður festi hún kaup á íbúð og þar bjó hún þeim mæðgum gott heimili. Stuttu seinna veiktist Jófý og gekk undir læknishendur. Horfurn- ar voru góðar. Hún leit björtum augum til framtíðarinnar og fór út í stærri íbúðarkaup sumarið 1990. Skömmu síðar kom í ljós að veik- indi hennar höfðu tekið sig upp aftur og hún flutt á spítala. Þar dvaldist hún löngum fram á síðustu stund. Þrátt fyrir að veikindi henn- ar fengju á hana bæði líkamlega og andlega, var hún ávallt sterk í sinni baráttu. Það var gott að ræða við Jófý um þau litlu vandamál sem maður lét stundum angra sig því þau hurfu eins og dögg fyrir sólu eftir að hún var búin að benda á hve smávægi- ileg þau voru. Hún sá ætíð björtu hliðamar í hvetju sem var. Stórt skarð hefur verið höggvið í vinahóp okkar, en við eigum yndis- legar minningar um Jófý og geym- um þær í hjörtum okkar. Þjáning hennar er að baki og nú hvílir hún í friði. Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. Á grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta, hann hressir sál mína, leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns " síns. Jafnvel þó ég fari um dimman dal, óttast égekkert illt, því að þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig. (Sálmur 23, 2-4.) Elsku Elín Ösp, Ester og fjöl- skylda, við vottum ykkur dýpstu samúð okkar og biðjum Guð að blessa ykkur öll. Bryndís Rut, Gitta, Inga Maja, Jóhanna, Laufey, María og Ragna Björg Hún Jófý okkar er dáin. Hvers vegna er svo ung kona hrifin í burt frá okkur svo snemma? Þeirri spurningu fáum við aldrei svarað, en kannski að henni hafi verið ætl- að annað hlutverk annars staðar en hjá okkur. Eftir lifir minning um góða systur og mágkonu. Um vor 1989 eignaðist Jófý dóttur sína og stuttu seinna uppgötvast að hún er komin með illkynja sjúkdóm. Sjúkdóm sem rændi hana smám saman orku og starfsþreki, en samt hélt Jófý ótrauð áfram við sín dag- legu störf af miklum dugnaði og atorku, þar til fyrir tæpu ári að henni fór versnandi. En hún neitaði að gefast upp og missti ekki vonina um að ná heilsu aftur. Jófý var mjög dugleg og jákvæð og með óbiiandi dugnaði og viljastyrk barð- ist hún í sínum veikindum. Dóttur sína Eiínu Ösp annaðist hún með hjálp móður sinnar eins lengi og hún gat. Jófý átti marga góða vini og viljum við þakka þeim fyrir allan þann stuðning og styrk sem þeir veittu henni í veikindum hennar. Einnig viljum við þakka starfsfólki á deild 21a á Landspítalanum fyrir sérstaka umyggju og hýhug í garð Jófýar. Við munum geyma minn- ingu um elsku Jófý í hjörtum okkar og kveðjum hana með söknuði og þökkum henni fyrir allt sem hún gaf okkur. Guð geymi Jófý. Þú Guð míns lífs, ég loka augum minum í líknarmildum fóðurörmum þínum og hvíli sætt, þótt hverfi sólin bjarta, ég halla mér að þínu föðurhjarta. (M.Joch.) Dóra og Brandur Sumarið 1986 var ákveðið að færa skrifstofur þriggja stofnana rafíðnaðarmanna undir sama þak. Keypt var gamalt verksmiðjuhús- næði í Skipholtinu og okkur starfs- fólkinu falið að breyta húsinu í skrifstofur. Allir lögðust á eitt og unnið var dag og nótt, jafnt í frítíma sem vinnutíma, við að skrapa af veggjum og upp úr gólfum, bijóta niður veggi og reisa nýja, mála og dúkleggja, leggja nýjar raf- og vatnslagnir, setja upp nýjar innrétt- ingar og koma fyrir húsgögnum. Þetta var skemmtilegur tími, starfs- fólkið samhent og margt brallað. Gamla húsið breyttist í fallegan vinnustað. Þar kynntist ég ungri stúlku sem var starfsmaður hjá einni af þessum stofnunum, hún var hrókur alls fagnaðar og ósérhlífín í vinnu. Jófríður, eða Jófý eins og við kölluðum hana, var greinilega vön að taka til hendinni. Hún sveifl- aði kössum og verkfærum á svo áreynslulausan hátt, að maður gat ekki annað en tekið eftir því. Þarna var á ferðinni stúlka vestan af Snæ- fellsnesi, Rifsari, sem ekkert lá á skoðunum sínum og var fylgin sér í málflutningi á kaffístofunni eða á fundum hjá rafverktökum, ef því var að skipta, sama hvaða mál bar á góma og við hvern var að etja. Jófríður ólst upp í foreldrahúsum á Rifi í stórum systkinahópi. For- eldrar hennar, Kristinn Haraldsson vörubílstjóri og Ester Friðþjófsdótt- ir, áttu 3 syni og 6 dætur. Allt harðduglegt, traust og vel gert fólk. Það þarf ekki neinn að fara í graf- götur með að oft hefur verið líf og fjör á heimili þeirra Kristins og Esterar í svona stórum barnahópi, sem hefur örugglega haft mótandi áhrif á uppeldi barnanna. Trúrækni og tónlist var ríkur þáttur í heimilis- haldinu hjá þeim og bjó Jófríður alla tíð að því. Hún lauk grunnskól- anum heima hjá sér, var síðan 2 vetur í Reykjaskóla og fór þaðan í Fjölbrautaskólann í Breiðholti og lauk þaðan stúdentsprófi. Á þessum árum er Jófríður farin að vinna alf- arið fyrir sér sjálf, þrátt fyrir að hún sé flutt úr foreldrahúsum og stundi skólanám. Hún var ráðin til starfa hjá rafverktökum sem skrif- stofustjóri. Þótti mörgum sem þar væri á ferðinni fullungur starfs- kraftur í svo ábyrgðarmikið verk- efni, en þeir hinir sömu skiptu um skoðun eftir stutt kynni af Jófý. Hún hafði gaman af tónlist, spilaði nokkuð á píanó og söng með Pólý- fónkórnum. Jófríður stundaði líkamsrækt og hafði mjög afgerandi skoðanir gegn reykingum. Mér eru minnisstæðar þær orrustur sem við Jófý háðum í kaffístofunni í Skip- holtinu um reykingar mínar þar og ekki síður þau skoðanaskipti sem við áttum um stöðu konunnar í þjóð- félaginu. Foreldrar Jófríðar fóru í ferðalag um jólin 1986 með kirkjukórunum á Snæfellsnesi til ísraels, þar veikt- ist Kristinn mjög alvarlega og féll frá eftir örskamma sjúkdómslegu og Ester stóð skyndilega ein. Jófríð- ur var þá á ferðalagi á svipuðum slóðum á sama tíma. Hún fór til móður sinnar og var með henni í þessari baráttu þar suður frá. Jófríður réðst í að kaupa sér íbúð og eignaðist skömmu síðar litla stúlku, Elínu. Þær mæðgur komu sér fyrir í litlu íbúðinni í Bólstað- arhlíð, en Jófríður keypti skömmu síðar rúmbetri íbúð og stússaðist í svo mörgu að sólarhringurinn dugði vart. Jófríður átti stóran vinahóp, var trygg vinum sínum og frænd- rækin. En það leið ekki langur tími þar til dimmdi aftur í fjölskyldunni, það greindist illkynja sjúkdómur hjá Jófríði. Upphófst þá nær tveggja ára hatrömm barátta við sjúkdóm sem smám saman lagði þessa glæsi- legu og lífsglöðu stúlku að velli. Einbeitni og staðföst trú Jófríðar var aðdáunarverð. Það var sama hversu kvalin hún var, alltaf stóð hún teinrétt og tapaði aldrei reisn sinni, né trúnni á að henni myndi takast að sigra í þessari baráttu. Ester flutti suður til þeirra mæðga til þess að hjálpa til í þess- ari baráttu. Það að halda á barninu sínu í örmum sér og horfa á það tærast upp án þess að fá nokkuð að gert, er átakanlegt og harður skóli fyrir einstæða móður. Sam- staða systkinanna og hjálpsemi þeirra við móður sína, systur og litlu frænku í þessari hörðu baráttu var eftirtektar- og aðdáunarverð. Einhvers staðar stendur, að það eina góða við illviðri sé sú vissa að það létti einhverntíma til. Sterk tré svigna í óveðri, en brotna ekki. Þau rétta við, er léttir til og taka í mót sólskininu þegar það biýst fram í gegnum óveðursskýin. Eg er viss um að þetta eigi við um Ester og böm hennar. Ég vona að góður guð gefí þeim og EKnu litlu styrk og sendi þeim innilegar samúðarkveðj- ur. Guðmundur Gunnarsson Nú kveð ég elsku bestu vinkonu mína í hinsta sinn. Það er sárt að þurfa að sjá á bak henni. Þó svo að vitað hafí verið að hverju dró er maður aldrei fullkomlega undir- búinn þegar að dauðanum kemur. Um leið og Jófý er farin hellast yfir mig minningarnar um hana og allt það sem við gerðum saman. Við vorum meira en bara vinkonur, við vorum líka frænkur og á sama aldri. Á okkar yngri árum, eða al- veg til 18 ára aldurs, vorum við óaðskiljanlegar. Við vildum líkjast hvor annarri í klæðaburði og í því sem við tókum okkur fyrir hendur. Jófý var á margan hátt fyrirmynd mín; svo dugleg, sterk og metnaðar- full. Hún var alltaf foringinn í bekknum, í íþróttum og í félagslífí. Að grunnskólanámi loknu kom ekk- ert annað til greina hjá okkur en að fara í sama skóla í framhalds- nám, okkur datt ekki í hug að fara í sitt hvoru lagi. Að fara í fyrsta sinn að heiman 16 ára getur verið erfítt, en ég hafði Jófy mína og hún hafði mig og þannig höfðum við styrk hvor af annarri. Þegar við urðum fullorðnar fór- um við að gera ólíka hluti og hafa önnur áhugamál eins og gjarnan gerist með æskuvinkonur en samt vorum við alltaf til staðar þegar á þurfti að halda og tókum þátt { við- burðum í lífi hvorra annarrar. Mér fannst það svo táknrænt fyrir Jófy að þegar ég gifti mig í mars síðastliðnum lét hún mig finna það glöggt að ég átti alveg sér- stakan stað í hjarta hennar. Hún var mjög veik þá og búin að ganga í gegnum mjög erfiða læknismeð- ferð en hún gerði þennan dag enn- þá bjartari í mínum huga og fyrir það er ég þakklát. Jófý eignaðist yndislega dóttur fyrir rúmum tveimur árum, sem gaf henni svo mikið, hún fyllti líf henn- ar gleði. Jófy sagði mér frá þeim tilfínningum sem fylgja því að verða móðir og óskaði þess að ég upplifði það sama. Ég trúi því að Guð hafi ætlað henni að gegna einhveiju mikil- vægu hlutverki, hann hefur leyst hana frá kvölum og nú líði henni vel. Fari hún í friði. Að lokum vil ég færa dóttur Jófríðar, móður og systkinum sam- úðarkveðjur frá mér og eiginmanni mínum, megi góður Guð styrkja þau í þeirra miklu sorg. Sæunn Sævarsdóttir Kveðja frá vinkonum Dóttir, í dýrðar hendi Drottins, mín, sofðu vært, hann, sem þér huggun sendi, hann elskar þig svo kært. Þú lifðir góðum Guði, í Guði sofnaðir þú, í eilífum andarfriði ætíð sæl lifðu nú. (H. Pétursson) Elsku Elín, Ester og systkini. Megi góður Guð styrkja ykkur og styðja. Anna og Hulda Fleiri greinar um Jófríði S. Krist- insdóttur bíðu birtingar og verðn birtar í blaðinu næstu daga. t Móðir og fósturmóðir okkar, SIGRÚN VALDIMARSDÓTTIR, Hliðarvegi 1, Kópavogi, lést 7. september sl. Útförin hefur farið fram. Þökkum auðsýnda samúð. Úlfar Helgason, Þorsteinn Óttar Bjarnason. t Ástkær eiginkona, móðir, tengdamóðir og amma, JÓHANNA KOLBEINS, Miðleiti 7, Reykjavík, sem lést á heimili sínu laugardaginn 14. september, verður jarð- sungin frá Fossvogskirkju mánudaginn 23. september kl. 15.00. Þeim, sem vilja minnast hinnar látnu, er vinsamlegast bent á Krabbameinsfélagið. Björg Árnadóttir, Jón Stefán Árnason, Hildur Árnadóttir, Þorvaldur Kolbeins Árnason, Sveinn Vfkingur Árnason, Sigrún Árnadóttir, Árni Þór Jónsson, Vernharður Gunnarsson, Ingibjörg Á. Hjálmarsdóttir, Magnús Halldórsson, Guðfinna Emma Sveinsdóttir, Lilja Sigrún Jónsdóttir, Einar Birgir Haraldsson og barnabörn. LEGSTEINAR Grcrnil s/P HELLUHRAUNI 14 -220 HAFNARFIRÐI • SIMI 652707 OPIÐ 9-18. LAUGARDAGA FRÁ KL. 10-15. t Dóttir mín og systir okkar, SIGRÍÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR RINEER, lést 17. september sl. á heimili sínu í Lancaster Pa., USA. Markúsina S. Markúsdóttir, Guðmundur R. Karlsson, Ólafur R. Karlsson. t Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, SVEINN BJÖRNSSON forseti íþróttasambands íslands, verður jarðsunginn frá Hallgrímskirkju miðvikudaginn 25. sept- ember kl. 15.00. Þeim, sem vildu minnast hans, er vinsamlega bent á Minningar- sjóð íþróttamanna og Krabbameinsfélag íslands. Ragnheiður Thorsteinsson, Björn Ingi Sveinsson, Katrín Gísladóttir, Margrét Jóna Sveinsdóttir, Jón Þór Sveinbjörnsson, Geir Sveinsson, Guðrún Arnarsdóttir, Sveinn Sveinsson, Ingigerður Guðmundsdóttir og barnabörn. Legstelnar Framleiöum allar stærðir og gerðir af legsteinum. Veitum fúslega upplýsingar og ráðgjöf um i BS.HELGASONHF STEINSMIÐJA I SKEMMUVEOI 4S-SIMI76677 I I I I I ( ( i i Í

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.