Morgunblaðið - 25.09.1991, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 25.09.1991, Blaðsíða 4
4 MORGt’NBLADIÐ MIDVÍKUDAGUR '25.; SEI’TKMBHR 1991 Til athugunar í ríkisstjórn að hætta rekstri Skipaútgerðar ríkisins: Eitt skip selt og Fær- eyjasiglingum hætt Tekjutap fyrir fyrirtækið verði Færeyjasiglingum hætt segir forstjóri skipaútgerðarinnar ríkisins HALLDÓR Blöndal samgönguráðherra, hefur falið stjómamefnd Skip- aútgerðar ríkisins að setja eitt af þremur skipum fyrirtækisins á sölu- skrá og segja upp samningum við Samskip hf. um Færeyjasiglingar. Jafnframt hefur ríkisstjórnin ákveðið að starfsemi Skipaútgerðar ríkis- ins verði endurmetin og kannað rekstri fyrirtækisins. Á blaðamannafundi sem sam- gönguráðherra hélt í gær kom fram að í ljósi breyttra aðstæðna í sam- göngumálum innanlands væri ástæða til að meta að nýju hlutdeild ríkisins í skipaflutningum. Þessar aðgerðir væru byijunin og til þess gæti komið að fyrirtækið yrði selt eða lagt niður. Að dómi samgöngu- ráðherra væri það ekki hlutverk rík- isins að annast flutninga til annarra landa og því hefði samningum Ríkis- verði hvort tímabært sé að hætta skipa við Samskip um flutninga til Færeyja, verið sagt upp. Sá samn- ingur var gerður síðsumars 1989 og samkvæmt honum hafa Ríkisskip siglt vikulega til Færeyja en Sam- skip hf. og Austfari á Seyðisfirði séð um sölu- og markaðsmál. Skipaútgerð ríkisins hefur um árabil verið rekin með halla. Sam- kvæmt áætlun fyrirtækisins vantar það 224 milljónir króna á þessu ári til að standa undir rekstri en 134 milljónum er veitt til fyrirtækisins á fjárlögum. Búist er við að þeim 90 milljónum sem upp á vantar, verði veitt til fyrirtækisins með aukaíjár- veitingu. Á síðasta ári þurfti ríkis- sjóður að greiða 170 millónir króna með fyrirtækinu auk 580 milljóna til þess að mæta uppsöfnuðum vanda fyrri ára. Samgönguráðherra sagði að langvarandi hallarekstur gerði það að verkum að óhjákvæmilegt væri að gera víðtæka úttekt á rekstri Skipaútgerðarinnar og meta hvort það væri í raun og veru nauðsynlegt að halda úti slíkri þjónustu. A fjár- lögum næsta árs væri gert ráð fyrir framlagi úr ríkissjóði til fyrirtækis- ins en því ætti að mæta með því að VEÐUR Heímild: Veöurstofa íslands {Byggt ó veöurspá Kf. 16.15 (g»r) / DAG kl. 12.00 VEÐURHORFUR íDAG, 25. SEPTEMBER YFIRLIT: Milli Færeyja og Noregs er 962 millibara lægð á leið norðaustur. SPÁ: Hægt minnkandi norðlæg átt á landinu, allhvöss austanlands fram eftir degi en vestanlands verður gola eða kaldi með kvöldinu. Bjart veður að mestu sunnanlands og vestan. Skúrir við Austfirði, slydduél á annesjum á Norður- og Norðausturlandi en snjóél til fjalla. Kólnandi veður, víða frost aðfaranótt fimmtudags. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á FIMMTUDAG OG FÖSTUDAG: Norðanátt austast á landinu en austan- eða norðaustanátt í öðrum landshlutum. Skúrir eða él við norðausturströndina en nokkuð bjart veður víðast ann- ars staðar. Fremur kalt og víða næturfrost. Svarsimi Veðurstofu íslands - Veðurfregnir: 990600. TÁKN: Heiðskírt Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað Alskýjað Norðan, 4 vindstig: Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / / / / / / / Rigning / / / * / * / * / * Slydda / * / # * * * * * * Snjókoma * * * •\ o Hitastig: 10 gráður á Celsíus y Skúrir * V El = Þoka = Þokumóða ’, ’ Súld OO Mistur —|* Skafrenningur [T Þrumuveður VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að ísl. tíma hiti veður Akureyri 4 rigning Reykjavík 7 léttskýjað Bergen 13 skýjað Helsinki 12 skýjað Kaupmannahöfn 17 alskýjað Narssarssuaq 2 iéttskýjað Nuuk S skýjað Ósló 12 léttskýjað Stokkhélmur 12 rigning Þórshöfn 9 skýjað Algarve 29 léttskýjað Amsterdam 19 skýjað Barcelona 26 léttskýjað Berlín 19 skýjað Chicago 10 rigning Feneyjar 24 heiðskírt Frankfurt 19 skýjað Glasgow 10 skúr Hamborg 18 skýjað London 15 rigningás.klst. Los Angeles 19 heiðskfrt Lúxemborg 16 súld Madríd 28 mistur Malaga 26 þokumóða Mallorca 28 léttskýjað Montreal 8 skýjað NewYork 17 skýjað Ortando 23 léttskýjað París 20 alskýjað Madeira 22 skúr á s. klst. Róm 26 heiðskírt Vín 20 léttskýjað Washington 18 alskýjað Winnipeg 2 léttskýjað Frá blaðamannafundi samgönguráðherra í gær. Frá vinstri: Halldór Blöndal samgönguráðherra og Björgúlfur Jóhannsson endurskoð- andi sem hefur unnið að úttekt á rekstri Rikisskipa. selja eitt af þremur skipum þess þannig að ekki yrði um raunframlag að ræða. Samgönguráðherra sagði að enn hefði ekki verið ákveðið hvaða skip yrði fyrir valinu en bjóst við að strandferðaskipið Hekla, yngsta skip fyrirtækisins, yrði ekki selt. Ráðherra bendir á að miklar fram- farir hafi orðið í samgöngumálum þjóðarinnar á undanförnum árum og til dæmis séu landflutningar til nánast allra þeirra staða þar sem Skipaútgerð ríkisins hefur viðkomu. Gerð jarðganga á Vestfjörðum og endurnýjun svokallaðra flóabáta muni einnig draga úr mikilvægi strandflutninga. Ráðherra nefndi sérstaklega að flóabátar víða um land gætu tekið við hlutverki Ríkis- skipa, færi svo að fyrirtækið yrði lagt niður. Hætta á að Eimskip nái einokunaraðstöðu Guðmundur Einarsson forstjóri Skipaútgerðar ríkisins, segir að hagnaður á Færeyjaflutningum fé- lagsins nemi um það bil einni milljón króna á mánuði og uppsögn samn- inga við Samskip hf. hafi því í för með sér beint tekjutap fyrirtækisins. Skerðing á skipastóli þess muni enn- fremur hafa í för með sér skerðingu í strandflutningum en fyrirtækið er með fastar siglingar til 36 hafna. „Verði fyrirtækið lagt niður skapast hætta á að Eimskipafélagið nái ein- okunaraðstöðu í öllum áætlunarsigl- ingum innanlands og á milli íslands og annarra landa. Þá væri sami hópurinn kominn með slík yfirráð yfir fiutningum að hann gæti sett atvinnurekstrinum í landinu þá kosti sem hann vildi. Þá yrði spurningin sú hveijir tækju ákvarðanir sem skipta þjóðina máli, stjórnvöld í stjóroarráðinu og alþingi eða sá hóp- ur sem hittist í húsi Eimskipafélags- ins,“ sagði Guðmundur. Tíu manps eru á livetju skipa Skipaútgerðar ríkisins en alls vinna tæplega 100 manns hjá fyrirtækinu. Hvíta húsið vinnur fyrir Sameinuðu þjóðirnar: Þátttaka í 3,2 milljarða aug- lýsingaherferð NU MUN ákveðið að auglýsingastofan Hvíta húsið verði aðili að risastóru auglýsingaverkefni á vegum Sameinuðu þjóðanna. Um er að ræða auglýsingaherferð til kynningar á starfsemi SÞ og á her- ferðin að ná til alls heimsins. Þetta mun I fyrsta sinn sem slík her- ferð er framkvæmd. Til þessa verkefnis verður varið um 53 milljón- um dollara eða sem svarar 3,2 milljörðum króna. Gunnar Steinn Pálsson framkvæmdasljóri Hvíta hússins segir að hér sé um mikinn heiður að ræða fyrir stofuna og líklegt að verkefni þetta geti orðið stökkpallur að frekari vinnu við erlend auglýsingaverkefni. Kynn- ingardeild SÞ hefur lagt blessun sína yfir verkefnið en beðið er endanlegrar staðfestingar á því af hálfu Peres de Cuellar aðalrit- ara SÞ. Hvíta húsið hefur um fjögurra „Þar sem sjónvarpsauglýsingarnar ára skeið verið meðlimur Álþjóða- verða gerðar annaðhvort í Holly- samtaka sjálfstæðra auglýsinga- wood eða Japan og dagblaðaaug- stofa eða Affiliated Advertising lýsingarnar í Singapore má búast Agencies (3AI) en samtökin mynda við að starfsmenn okkar verði á 90 auglýsingastofur víða um heim. töluverðum þeytingi um heiminn Var Hvíta húsið valið til að vera enda er okkur ætlað að fylgja fram- fulltrúi Evrópu í framangreindu kvæmdinni eftir.“ verkefni sem er hið stærsta sem Hvað greiðslur fyrir þetta verk- 3AI hefur tekist á hendur. efni varðar er stofunum tryggð Gunnar Steinn Pálsson segir að endurgreiðsla á útlögðum kostnaði Hvíta húsið verði ein af fimm aug- og fyrir úrvinnslu samþykktra hug- lýsingastofum frá 3AI sem annist mynda er að fullu greitt. Hvað birt- framkvæmd þessa verkefnis. Hvíta ingar, prentun o.s.frv. varðar er húsið hefur verið aðili að hug-' hinsvegar ætlunin að leita til myndavinnunni í því frá upphafi sterkra kostunaraðila eins og til en Gunnar segir að ekki sé hægt dæmis Coca Cola og IBM og er að greina nánar frá þeirri vinnu þá inni í myndinni einnig að leita fyrr en verkefnið hafí hlotið endan- til staðbundinna aðila sem hérlend- legt samþykki aðalritarans sem is yrðu þá fyrirtæki á borð við Flug- reiknað er með að verði um miðjan leiðir og Eimskip. október. „Það sem liggur fyrir eft- Gunnar Steinn segir að einn ir fund með fulltrúum Sameinuðu helsti akkur Hvíta hússins í þessu þjóðanna er að notaðar verða þær verkefni sé að væntanlega verður hugmyndir sem Hvíta húsið setti léttara fyrir stofuna að útvega sér fram um sjónvarpsauglýsingar, verkefni á erlendri grund í framtíð- dagblaðaauglýsingar og plaköt og inni og flytja þar með út það hug- útiskilti," segir Gunnar Steinn. vit sem til staðar sé.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.