Morgunblaðið - 25.09.1991, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 25.09.1991, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. SEPTEMBER 1991 9 Innilega þakka ég öllum, er heiÖruðu mig með góðum óskum og gjöfum á 80 ára afmœli mínu 17. september sl. Guð blessi ykkur öll. Jóhattn Ólafur Jónsson, Fjóluhvammi 1, Hafnarfirði. Hugaðu að sparnaðinum þegar þú gerir innkaupin. Þjónustu- miðstöð ríkisverðbréfa er líka í Kringlunni Hringdu eða komdu í Þjónustumiðstöð ríkisverðbréfa og fáðu nánari upplýsingar utn áskrift að spariskírteinum ríkissjóðs. Þjónustumiðstöðin er fyrir fólkið í landinu. ÞJÓNUSTUMIÐSTÖÐ RÍKISVERÐBRÉFA Hverfisgötu 6, 2. hæö, sími 91- 626040 og Kringlunni, sími 91- 689797 Væntanleg heimkoma Solzhenítsyns í forystugreinum danska dagblaðsins Berlingske Tidende og norska blaðsins Aftenposten er fjallað um væntanlega heimför rússneska rithöfundarins Alexanders Solzhenítsyns eftir 17 ára útlegð í Bandaríkjunum. Þúfan sem velti alræðis- kerfinu I forystugrein Berl- ingske Tidende 19. sept- ember segir: „Alexander Solzhenítsyn má nú seint og um síðir snúa he.im til fóstuijarðarinnar sem hann ann svo mjög, Rúss- lands. Fjarstæðukenndar ákærur um landráð, sem KGB lét setja fram á sinum tíma á hendur N óbelsverðlaunahafan- um, og lagaðar voru að tilganginum sem þær þjónuðu, áttu ekki við rök að styðjast Þetta upplýsti ríkissaksóknari Sovétrílganna á fimmtu- dag eftir að Solzhenítsyn hafði helgina áður lýst því yfir úr útlegð shmi i Bandarílgunum að haim vikli gjaman snúa heim ef yfirvöld féUu opinber- lega frá hinum ærumeið- andi ásökunum. Fremur en nokkur annar núlif- andi sovéskur ritliöfund- ur hefur Solzhenítsyn axlað söguleg og menn- ingarleg örlög lands síns og af þeim sökum er heimkoma hans, sem vonandi er ekki langt að bíða, atburður sem hefur víðtæka þýðingu. Þegar rithöfundiuum sem nú er 72 ára var visað úr landi árið 1974 ... kom hami af stað skriðu er verkaði á al- memúngsálitið á Vestur- löndum. Hann var þá þegar kunnur fyrir sjálfsævisögulega frá- sögn sína af sovéskum fangabúðuin, Dag í lífi Ivans Denísovitsj. En á áttunda áratugnum kom út röð verka um „gúlag- eyjaklasann" sem útilok- aði að jafnvel sveimhuga menntameim gætu hald- ið þvi fram að sovét- kommúnisminn væri val- kostur við nokkurn skap- aðan hlut. Hann var glæpsamlegt kerfi eins og stóð nú ritað á bók. Eftirminnileg og ein- stæðingsleg andstaða Solzhenítsyns við kom- múnisinann varð mikil- væg forsenda endanlegs hruns hans. Þar var kom- in sú þúfa sem velti al- ræðiskerfinu.“ Harmsaga Sovétríkjanna í forystgrein í Aften- posten 23. september er ehmig fjallað um væntan- lega heimför Solzheníts- yns: „Þegar Alexander Solzhenítsyn var spurður álits rétt eftir valdaráns- tilraunina í Sovétríkjun- um í siðasta mánuði svar- aði hami að slíkt þjónaði engum tilgangi „því at- burðirnir gerðust svo hratt að sérhver athuga- semd yrði úrelt eftir viku“. En fyrir Solzh- enítsyn sjálfan hefur timans rás ekki verið jafn hröð. Seytján ár eru siðan haim var rekinn í útlegð og það er ekki fyrr en nú að Solzþeníts- yn boðar að liann geti og vi\ji snúa til baka til föðurlandsins - eftir að ákærurnar um landráð hafa verið dregnar til baka vegna þess að þær séu tilhæfulausar. Þann dag sem Solzhenítsyn stígur fæti á rússneska jörð bætist eitt blað við í harmsöguna um tilurð, tilveru og upplausn Sov- étrikjanna ... Á meðan hin langa útlegð Solzh- enitsyns hefur varað hef- ur hann sjálfur valið að lifa í einangrun. Oðru hveiju hefur hann þó hafið upp raust sina og látið í þ'ós vonbrigði með það hvernig Vestur- landabúar hafa notað frelsi sitt og velmegiui og yfir því að inörg gildi fari forgörðum eða fari framhjá mönnum í efnis- hyggjukófinu. Jafnframt hefur haiut látið i ljósi næstum trúarlegt við- horf til hlutverks Rúss- lands i nýjum heimi." Norska krepp- an í forystugrein danska dagblaðsins Politiken 22. september er því haldið fram að kreppa ríki í Noregi: „Þegar talað er um kreppu i landi er | venjulega átt við efna- hagsmálin, óstöðuga ríkisstjórn eða miklar óeirðir. Kreppa Norð- manna er af öðru tagi. Þar er um sjálfsímyndar- kreppu að ræða. Norð- memi eiga erfitt með að laga sig að breyttum samskiptum austurs og vesturs og þeirri stað- reynd að ný Evrópa er í mótun þar sem EB er þungamiðjan. Andstaðan við EB lifir emi á for- sendum áttimda áratug- arins ... Vandinn er ein- ungis sá að þróunin í Evrópu er örari en við- horfsbreytiiigarnar i Noregi. Fáir leggja jafn mikið upp úr EB-EFTA- viðræðunum og Norð- menn. Svíar hafa sótt um aðild að EB, og jafnvel í Finnlandi er umræðan um EB fordómalausari en í Noregi. Nauðsynlegt er að fram fari mun kröftugri og framsýnni umræða um hlutverk Noregs á alþjóðavett- vangi ef landið ætlar sér ekki að verða utanveltu í Evrópuþróuninni.“ Þitt framlag - þín eign HjáAlmennum lífeyrissjóði VÍB,ALVTB,eru iðgjöld hvers sjóðsfélaga færð á sérreikning hans. Inneignin erfist og ársfjórðungslega er sent yfirlit um stöðu. Hver sem ergeturgerstfélagi í ALVÍB. Þeirsem ekki eru skyldugir til að greiða í annan lífeyrissjóð geta greitt öll sín iðgjöld í ALVÍB, aðrir geta greitt viðbótariðgjöld. RáðgjafarVIBveitafrekariupplýsingar um eftirlauna- og lífeyrismál í afgreiðslunni Armúla 13a, og í síma 91-681530. Verið velkomin í VÍB. Meirn en þú geturímyndað þér! VlB VERÐBRÉFAMARKAÐUR ÍSLANDSBANKA HF. Armula 13a, 108 Reykjavík. Simi 68 15 30. Telefax 68 15 26. Símsvari 68 16 25.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.