Morgunblaðið - 25.09.1991, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 25.09.1991, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. SEPTEMBER 1991 15 Skattar og skrýtnir fuglar * eftirSverri Olafsson Það vakti nokkra athygli, er skatt- skrár komu út á liðnu sumri, að IBM á íslandi skipaði efsta sæti fyrir- tækja í Reykjavík bæði hvað varðaði heildargjöld samtals og fjárhæð tekj- uskatts. Raunar er það svo, að fyrirtækið hefur verið ofarlega á listum að þessu leyti á liðnum árum, og í er- lendum nágrannalöndum skipar það sér jafnan í efstu sætin. Þar þykir góður fengur að hveijum góðum skattgreiðanda, sem lætur eitthvað af hendi rakna til að standa undir samneyslunni. Astæður hinna háu skatta eru gerðar að umtalsefni í síðasta tölu- blaði Fijálsrar verzlunar. Megin- ástæða þeirra er, að fyrirtækið,,sem hefur útibú í um 130 þjóðlöndum, hefur gert það að stefnu sinni að láta hagnað koma fram í því landi, sem tekjumyndunin er. Aðföng eru því seld til landanna á framleiðslu- kostnaðarverði frá verksmiðjum fyr- irtækisins án álagningar. í löndun- um er hagnaður skattlagður og af- gangur síðan meðal annars notaður til að standa undir umfangsmiklu rannsóknar- og þróunarstarfi fyrir- tækisins. Nú skyldu menn ætla, að það sé ekki síður góður fengur á Islandi að hafa góða skattgreiðendur heldur en annars staðar. Manni skilst raun- ar, að ekki veiti af nú í sláturtíð- inni, en á þeirri tíð fer fram undir- búningur fjárlaga. Slíkt ættu vörslu- menn opinberra fyrirtækja með þröngan fjárlagaramma ekki síst að hafa djúptækan skilning á og víð- tæka innsýn í. Þau viðbrögð, sem nokkuð hefur orðið vart, eru þó mjög á annan veg, en ef til vill eru þau nokkuð einkennandi fyrir viðhorf fólksins í landinu til þessara mála. Undirritað- ur átti starfs síns vegna góða mögu- leika á að fylgjast með viðbrögðum þjóðarinnar við framangreindum tíð- indum, sem voru meðal annars á þessa leið: Spurt var, hvort eitthvað alvarlegt hefði farið úrskeiðis í bókhaldi fyrir- tækisins, hvort menn kynnu ekki að telja almennilega fram, hvers vegna væru ekki keypt töp til að minnka gróðann, hvort væri virkilega smurt svona á, hvers vegna aðalbókarinn væri ekki rekinn, en hann er raunar einn sérdeilis grandvar og heiðarleg- ur maður, hvort væri til fyrir þessu og hvort einhveijir vildu skipta við svona okursjoppu. Sem sagft, hvernig er hægt að snuða skattinn? Þetta er að sjálfsögðu ekki svara- vert, en þó skal á það bent, að ekk- ert ruglaðist í bókhaldinu, menn eru býsna lagnir við að telja fram, ekki eru keypt töp vegna þess .að það er ekkert sniðugt og samrýmist heldur ekki stefnu fyrirtækisins um að skila arði og greiða skatt, vörur eru á samkeppnishæfu verði, því að ann- ars seldist ekki neitt, aðalbókarinn verður ekki aldeilis rekinn, hann fær jafnvel kauphækkun, það er til fyrir þessu og vel það og íjjöldi viðskipta- manna sér hag í að skipta við fyrir- tækið. Það er að sjálfsögðu gott og gilt að kasta fram þessum og áþekkum spurningum sér til skemmtunar. Þó má lesa út úr þessu hvert hið al- menna viðhorf til skatta er í hugum margra og þeir sem stuðla að auk- inni skattlagningu ákveðins fyrir- tækis hér á landi hljóta ósjálfrátt þann dóm að vera álitnir hálf skrítn- ir fuglar svo ekki sé meira sagt. Raunar hefði það verið einfalt mál, til að losna við neikvæða um- ræðu af þessu tagi, að kaupa öll aðföng inn frá t.d. Danmörku á til- tölulega háu verði þannig að afkoma IBM hér á landi yrði eins og svo margra þjóðlegra fyrirtækja sem næst núllinu. Þá hefðu menn verið álitnir alveg fullkomlega normal, hækkun hefði orðið í hafi rétt eins og hjá flestum, ríkissjóður Dana fengi alla skattana en ríkissjóður Sverrir Ólafsson „Nú skyldu menn ætla, að það sé ekki síður góður fengur á íslandi að hafa góða skatt- greiðendur heldur en annars staðar.“ íslands ekkert og aukinn niðurskurð- ur í sláturtíðinni á Fróni. Kannski er bezt að hafa það þann- ig næsta ár. Einhveijir eru þó til, sem beijast fyrir hinu og fyrir bragðið fær hið opinbera á þriðja hundrað milljóna í skatt í ár og niðurskurðurinn verð- ur minni sem því nemur eða þjón- ustugjöld sjúkrahúsa ekki eins há og þau hefðu ella orðið. Það er sómi af því að vera talinn til skrýtinna fugla; þeir eru raunar allt um kring sem betur fer og lífga upp á tilveruna. Hitt er verra ef dómgreindarleysi manna er slíkt, að þeir sjái ekki hvert gildi það hefur að hafa góða skattborgara, sem leggja eitthvað til samneyzlunnar. Verst er þó, ef þessum sömu skatt- borgurum er haldið frá viðskiptum, sjálfri forsendu skattlagningarinnar, af því að þeir greiða háan skatt og hljóta neikvæða umræðu fyrirtóman misskilning en allra verst ef í hlut eiga vörzlumenn hins opinbera. Það er undirrituðum gjörsamlega hulin ráðgáta og verður að orði eins og kellingunni forðum, er hún hafði saklaus verið svipt ærunni: „Manni getur nú sámað.“ Höfundur er framkvæmdastjóri fjárm&Ia- og stjórnunarsviðs IBM á Islandi. --------------------- ■ FUNDUR í Verkamannafé- laginu Hlíf fimmtudaginn 19. sept- embersl. mótmælir hvers konar álögum á almennar launatekjur og varar stjórnvöld við þeim afleiðing- um sem það hefur á gerð kjara- samninga. Nýir skattar eða gjöld á einstaklingaán tillits til tekna koma illa við fjárhág almennings, sérstak- lega þeirri lægst launuðu og leiða til enn meiri ójafnaðar í þjóðfélag- inu en þekkst hefur hingað til. Þurfi ríkissjóður meiri tekjur er þeirra ekki leita í vösum almenns launa- fólks, heldur hjá öðrum og hærra launuðum þjóðfélagsþegnum sem í mörgum tilfellum hafa milljónatugi í árstekjur en greiða ekki eyri af þeim í skatt. Þangað eiga stjórn- völd að heina spjótum sínum en láta lágu launin vera. Verkamanna- félagið Hlíf hefur frá því að síðustu kjarasamningar voru undirritaðir gert ráð fyrir að nú í haust næðist leiðrétting á skertum kaupmætti launa verkafólks. Félagið mun því taka það óstinnt upp er stjórnvöld ætla eina ferðina enn að koma í veg fyrir að það sé hægt. (Fréttatilkynning) Ef þér er annt um línurnar og krónurnar —geturðu glaðst yfir Hvers dags ís á hverjum degi. HVÍTA HÚSIÐ / SÍA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.