Morgunblaðið - 25.09.1991, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 25.09.1991, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. SEPTEMBER 1991 17 starfskrafta Sveins Björnssonar. Hann hefur unnið mikið og drjúgt forystustarf fyrir þessi félög, og vil ég þakka innilega fyrir það. Það Verður skarð fyrir skildi nú þegar Sveinn Bjömsson er fallinn frá. Sveinn Bjömsson var tvíkvænt- ur. Fyrri kona hans var Áslaug Jónsdóttir, en hún lést 1960. Þau eignuðust tvö börn: Björn og Margréti. Eftirlifandi kona Svéins er Ragnheiður G. Thorsteinsson. Þau eignuðust tvo syni, þá Geir og Svein. Stjórn íþróttabandalags Reykjavíkur sendir eftirlifandi konu og bömum hans innilegustu samúð- arkveðjur. Það er mikil eftirsjá að góðum dreng og einstökum forystu- manni innan íþróttahreyfingarinn- ar. Ari F. Guðmundsson, formaður ÍBR. Þeir sem áttu þess kost að kynn- ast og starfa með Sveini Björns- syni, kaupmanni og forseta ÍSÍ, minnast hans fyrir sérstakan dugn- að og ósérhlífni við þaujnálefni sem honum voru hugleikin. Það var ánægjulegt og lær- dómsríkt að starfa með slíkum hug- sjónamanni og í huga mér blandast sámm söknuði, einlægar þakkir fyrir góðvild hans og handleiðslu við oft erfið og flókin störf. Sveinn átti mikinn þátt í að móta starf og stefnu íþróttanefndar ríkis- ins í meira en tvo áratugi og með dugnaði sínum, áhuga og þekkingu að skapa einstakan samstarfsanda sem þar hefur jafnan ríkt. Við verkefni eins og baráttu fyr- ir lottó, nauðsynlegri uppbyggingu aðalstöðva ÍSÍ í Laugardal, stofnun íþróttamiðstöðvar íslands að Laug- arvatni o.fl. naut íþróttahreyfingin þekkingar og þrautseigju Sveins og mun njóta afraksturs þeirra starfa um ókomin ár. Samstarfsmenn hans og vinir sem fylgdust síðustu árin með bar- áttu hans við erfiðan sjúkdóm sem líklegur var til þess að yfirbuga hann, munu minnast hans fyrir ótrúlegan kjark, dugnað og æðru- leysi gagnvart þessari ógnun. Eitt er víst að ég mun ævinlega vera þakklátur fyrir það að hafa fengið að vinna með Sveini að hans hjartans málum, ferðast með hon- um og leggja á ráðin um ýmis verk- efni sem líkleg væru til þess að efla íþróttastarfið í landinu. Per- sónuleg vinátta hans og hvatning hefur verið og mun verða mér mik- ill styrkur í þeim störfum sem ég á enn ólokið. Hann var einstakur drengskaparmaður. Eiginkonu Sveins, Ragnheiði G. Thorsteinsson, votta ég virðingu mína og aðdáun á þeim styrk og umhyggju sem hún veitti honum í erfiðri baráttu síðustu mánaða. Henni og börnum þeirra sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur. Blessuð sé minning um góðan dreng. Reynir G. Karlsson íþróttafulltrúi ríkisins. Sveinn Björnsson, kaupmaður og forseti ÍSÍ, er látinn, tæplega 63 ára að aldri, langt um aldur fram. Hann hafði átt við vanheilsu að stríða í tæplega tvö ár en barðist við sjúkdóm sinn af miklum krafti og af bjartsýni, en varð að láta undan síga, og lést á heimili sínu mánudaginn 16. september sl. Ég mun fyrst hafa kynnst Sveini Björnssyni sem unglingur, en faðir minn og hann voru góðir kunningj- ar og áttu samleið og samstarf í ýmsum málum. Síðar átti ég eftir að kynnast Sveini betur og eiga samstarf við hann á vettvangi íþróttamála og ekki síður á vett- vangi borgarmála fyrir Sjálfstæðis- flokkinn, en þar haslaði hann sér völl um árabil. Sveinn var kjörinn varaborgarfulltrúi í Reykjavík 1974 og sat sem slíkur í tvö kjörtímabil, eða til ársins 1982. í borgarstjórn voru honum falin mörg trúnaðar- störf og m.a. var hann kjörinn for- maður íþróttaráðs Reykjavíkur 1974. í þau 4 ár sem Sveinn var formaður ráðsins varð mikil upp- bygging íþróttamannvirkja í Reykjavík og er af mörgu að taka í þeim efnum. Fijálsíþróttavöllurinn í Laugardal var byggður, fyrsti fijálsíþróttavöllur á Islandi þar sem hlaupa-, kast- og stökkbrautir voru lagðar gerviefni einsog þá best þekktist. Þessi völlur var bylting frá því sem fyrir var og þurfti mikla vinnu og fortölur til, til þess að fá samþykki fjárveitingavaldsins fyrir svo nýstárlegu mannvirki. Að því stóð Sveinn með miklum myndar- brag. Á þessum árum hófst upp- bygging í Bláfjöllum og grunnur lagður að því mikla skíðasvæði, stærsta skíðasvæði landsmanna í dag. Að þessu verkefni vann Sveinn ásamt félögum sínum og þá sér- staklega Stefáni heitnum Kristjáns- syni íþróttafulltrúa Reykjavíkur, en þeir voru miklir áhugamenn um uppbyggingu skíðaaðstöðu í Blá- fjöllum. Á þessum vettvangi unnu þeir félagar mikið starf sem seint verður full þakkað. Þá kom Sveinn því til leiðar að lokið var við bygg- ingu búnings- og baðaðstöðu við sundlaugina í vesturbæ, en nokkuð lengi hafði dregist að ljúka því verk- efni. Samstarf Borgarinnar og íþróttafélaganna jókst verulega á þessum árum, enda þekktu fáir betur til í þeim efnum en Sveinn Björnsson, svo lengi og mikið sem hann hafði starfað í íþróttahreyf- ingunni. Af þessu má sjá að mikið gekk undan Sveini í þessum verk- um, hann gekk í verkin af mikilli elju, næstum því ákefð, því hann vildi ná árangri, og það er engin launung, hann náði árangri. Á þess- um tíma var ég varamaður í íþrótta- ráði, varð síðan aðalmaður ásamt Sveini í minnihluta Sjálfstæðis- flokksins 1978 til 1982, og að lok- um aftur í meirihluta 1982-1986. Samstarfið var því oft mikið á þess- um árum, ekki aðeins í íþróttaráði, líka vegna þess að við gegndum trúnaðarstörfum í íþróttahreyfing- unni, hann sem forseti ÍSÍ og ég sem formaður HSÍ og síðar IBR. Af þessum störfum var samstarfið hvað ánægjulegast og mest þegar við vorum í minnihluta í íþrótta- ráði. Sveinn var leiðtogi í minni- hluta borgarstjómar í íþróttaráði, í nýju hlutverki sem kallaði á ný vinnubrögð. Sjálfstæðismenn höfðu ekki áður, né aftur, verið í minni- hluta í borgarstjórn og reyndi því oft á þolrifin. Sveinn stóð sig afar vel í þessu hlutverki, ekki síður en í meirihlutastarfi, og fyrir mig var þetta skóli sem ég hef notið síðan. En þó svo að leiðir lægju oft saman þá var það síður en svo að við værum alltaf sammála um íþrótta- mál og störf íþróttahreyfíngarinnar, þó svo að markmiðin væru þau sömu, að vinna íþróttum og íþrótta- hreyfingunni allt sem við gátum. Eðlilegt er að íþróttaforystumenn sem aðrir hafi misjafnar skoðanir á leiðum að markmiðunum. í þeim efnum kunnum við að meta hvor annan og virða skoðanir hvors ann- ars. Sveinn var hreinskiptinn og maður vissi alltaf hvar maður hafði hann. Slíkir mannkostir eru ekki alltaf til staðar í félags- og stjóm- málastarfi. íþróttamenn kveðja nú forystu- mann sinn, íþrótta- og tómstunda- ráð kveður nú góðan félaga og fyrr- -verandi formann, skarð er fyrir skildi. Saga íþrótta á íslandi verður ekki skráð nema Sveins Bjömsson- ar verði þar myndarlega getið. Þar mun hann sitja á fremsta bekk. Missir íþróttahreyfingarinnar er mikill, en missir eiginkonu og ást- vina er langtum meiri og era þeim í mikilli sorg fluttar innilegar sam- úðarkveðjur hér. Góður drengur er nú genginn en bjart er yfir minning- unni um Svein Bjömsson. Júlíus Hafstein Maðurinn með ljáinn hefur sótt Svein Bjömsson heim. Forseti íþróttasambandsins er allur, eftir langa og stranga baráttu. Sveinn vissi að hveiju dró en neitaði að gefast upp þar til yfir lauk. Það var honum líkt. í vöggugjöf hafði hon- um hlotnast skap og áræði, í íþrótt- um og félagsstarfi öðlaðist hann æðruleysi og í faðmi fjölskyldunnar og skóla lífsins safnaðist honum viljastyrkur og allir þessir eiginleik- ar Sveins sameinuðust í aðdáunar- verðu þreki og úthaldi í baráttu gegn banvænum sjúkdómi. Hann var hinn sanni íþrótta- og keppnismaður sem hélt leiknum og orrastunni áfram til enda og féll með sæmd og reisn þegar kallið kom. Þannig hefur Sveinn Bjömsson alltaf verið. Hnarreistur, glaðvær og glæsilegur. Fánaberi íþrótta og æsku, félagsmaður og forystumað- ur. Drengur góður og hvers manns hugljúfi. Öllum íþróttum búinn. Eg man fyrst eftir Sveini Bjöms- syni sem ungum manni í íþróttabún- ingi vestur á gamla Melavelli, landsliðsmaður í fjögur hundrað metra hlaupi. Ég man eftir honum á skrifstofu Sameinaða í hópi íþróttaforystumanna gamla, góða KR. Ég man eftir honum í sig- urvímu búningsklefans, í nagl- hreinsun ofan í húsgrunni KR- heimilisins, í fararstjóm og góðra vina hópi, í fararbroddi Ólympíufara og æskufólks og nú síðast hef ég átt því láni að fagna að starfa und- ir hans stjórn í framkvæmdastjóm ÍSÍ. Ég hef þekkt Svein Bjömsson lengi og aldrei af neinu nema góðu. Sveinn var snemma valinn til forystu innan íþróttahreyfingarinn- ar. Störfin bókstaflega hlóðust á hann í vegtyllum og ábyrgð. En aldrei miklaðist hann af frama sínum, einfaldlega vegna þess að hann leit á störf sín fyrir íþróttirnar sem sjálfsagðan hlut. Aldrei þáði hann greiðslur fyrir þau störf, aldr- ei bað hann um þakkir, aldrei taldi hann sporin eftir sér. íþróttimar voru honum hugsjón en ekki hags- munir. Sveinn Björnsson var hinn lát- lausi og vammlausi maður í hveiju sem hann tók sér fyrir hendur. Niðri í Skóbúð sat hann í kytrunni sinni í bakhúsinu og var ekki að sjá að æðsti maður íþróttahreyfingarinnar ætti sér þar bækistöð. Hann þurfti ekki að sýnast, hann Sveinn, enda hafði hann ekki komist til metorða fyrir annað en eigin dugnað, eigið ágæti. Störf Sveins Björnssonar fyrir íþróttimar verða aldrei metin til ijár. Það mundi heldur enginn hafa tölu á þeim stundum og dögum og vikum og áram sem Sveinn varði til félagsmálastarfa. Hann var ein- stakur að þessu leyti, jafningi þeirra sem fremst hafa farið í þeim efnum. Islensk íþróttahreyfing stendur í ómældri þakkarskuld við Svein Björnsson og þá ekki síður við fjöl- skyldu hans, sem skildi hugsjóna- starf hans og studdi hann og hvatti til fórnfrekra starfa. Allur sá mikli fjöldi karla og kvenna sem hefur tekið þátt í for- ystustörfum í íþróttafélögum, bandalögum, samböndum og öðrum ábyrgðarstörfum kunni að meta Svein. Hann var mikilhæfur for- ingi, vinsæll og vellátinn. Sveinn Björnsson var myndarleg- ur maður á velli, hávaxinn og höfð- inglegur. Hann hafði þægilega framkomu, háttvís og prúður og bauð af sér einstaklega góðan þokka. Sveinn var helsjúkur maður und- ir það síðasta. Það var öllum ljóst og einnig honum sjálfum. En slíkur var hugurinn og þrekið að hann lét veikindin ekki aftra sér frá því að starfa og standa uppréttur til hinstu stundar. Á fundi framkvæmda- stjómar ÍSÍ í byijun þessa mánaðar var Sveinn mættur og var ekki á því að hætta. „Ég áskil mér rétt til að leggja fram bókun á næsta fundi,“ sagði hann og lét ekki deig- an síga. Hann varðveitti hetjulund- ina og keppnisandann fram á síðasta fund, fram á síðustu stund. Hann lifði og dó eins og sönnum íþróttamanni sæmir. Minning hans mun lifa. Ellert B. Schram Mánudaginn 16. september sl. lést í Reykjavík Sveinn Björnsson, forseti íþróttasambands íslands, 62 ára að aldri, eftir hetjulega baráttu við ólæknandi sjúkdóm í nærri tvö ár. Sveinn var fæddur í Reykjavík 10. október 1928, sonur hjónanna Björns G. Jónssonar, kaupmanns, og konu hans Ingibjargar Sveins- dóttur. Sveinn lauk prófí frá Samvinnu- skólanum 1947, stundaði verslunar- störf sem skóvörakaupmaður frá 1954, auk þess sem hann á að baki óvenju fjölþættan og glæsilegan starfsferil á sviði íþrótta- og félags- málastarfs. Með vini mínum og samheija Sveini Björnssyni er fall- inn frá einn dugmesti forustumaður íslenskrar ungmenna- og íþrótta- hreyfingar um áratuga skeið. Leiðir okkar lágu fyrst saman 1965 þegar undirritaður var kosinn í stjóm Ungmennafélags íslands, en þrem- ur árum áður hafði hann verið kos- inn í stjórn ÍSÍ. Hann var hinsvegar kosinn varaforseti ÍSÍ 1972, en þremur árum áður hafði sá er þetta ritar tekið við formennsku í UMFÍ. í rúman áratug áttum við saman margar ánægjulegar ferðir á fundi og þing félagsmanna íþróttahreyf- ingarinnar vítt um land. Fljótlega kom í. ljós að hugsjónir okkar og baráttumál féllu saman á mörgum sviðum þrátt fyrir vissa samkeppni þeirra félagshreyfinga sem við veittum forystu, þ.e.a.s. ISÍ og UMFÍ. Aldrei féll skuggi á okkar góða samstarf og félagsskap sem átti eftir. að vaxa með árunum og verða mun nánari og persónulegri. Árið 1984 lágu leiðir okkar sam- an í íþróttanefnd ríkisins og 1989 í stjóm íþróttamiðstöðvar íslands á Laugarvatni, þar sem Sveinn gegndi formennsku. í þessum stjórnum báðum starfaði Sveinn af mikilli trúmennsku og metnaði og naut ég hverrar stundar með honum þar, sem því miður er nú lokið af hans hálfu langt um aldur fram. Við félagarnir sem eftir stöndum hljótum nú að hefja merki baráttu- mannsins til meiri og stærri verka í anda þeirra hugsjóna sem hann bar svo mjög fyrir bijósti alveg fram á síðasta dag. Hann sá fyrir sér á íslandi öfluga fijálsa ungmenna- og íþróttahreyf- ingu sem nyti verðugs stuðnings opinberra aðila og samstarfs varð- andi Uppbyggingu á aðstöðu og til fjölþættra félagsmálastarfa. Hann barðist fyrir framsýnni uppbyggingu íþróttahreyfingarinn- ar í Laugardalnum í Reykjavík og átti mestan þátt í því að hreyfíngin varð eignaraðili að íslenskri getspá, „lottóinu“. Áram saman eftir stofn- un íslenskra getrauna barðist hann fyrir „lottóinu", oft fyrir daufum eyram. Allar fullyrðingar hans um arðsemi þess hafa ræst og gott betur. Sveinn Björnsson hreyfði fyrstur þeirri hugmynd í hádegisverðarboði í tengslum við íþróttaþing hjá menntamálaráðherra þáverandi Sverri Hermannssyni að íslenska ríkið og íþróttahreyfingin, þ.e.a.s. ÍSÍ og UMFÍ, stæðu sameiginlega að stofnun og starfrækslu íþrótt- amiðstöðvar Islands á Laugarvatni. Draumurinn rættist og ÍMÍ tók til starfa á Laugarvatni 20. júní 1989 og hefur verið starfrækt þar síðan við sívaxandi gengi undir metnaðar- fullri formennsku Sveins Björnsson- ar forseta ISÍ og með góðum stuðn- ingi UMFÍ og fleiri aðila. Þessi rúmlega tvö ár sem Sveinn vann að þessari uppbyggingu með okkur verða mér alla tíð eftirminni- leg og mér er til efs að hann hafi áður lagt jafnmikið af sjálfum sér í nokkurt viðfangsefni á sínum far- sæla starfsferli fyrir íþróttahreyf- inguna. Á sama tíma barðist hann af þvflíkri hetjulund og karl- mennsku við sjúkdóm og það fram á síðasta dag. Þann 20. ágúst sl. héldum við síðast fund í Iþrótta- nefnd ríkisins í sumarhúsi mínu austur í Laugardal. Þremur dögum fyrir lát hans ræddi ég við hann í síma frá höfuðstöðvum ÍMÍ á Laug- arvatni og greindi honum frá gangi íþróttalegrar uppbyggingar á staðnum, en þar er nú nýlokið bygg- ingu knattspymuvallar, og unnið að byggingu sundlaugar. Hann sagði í lok samtalsins, „ég er svolítið slappur og kemst ekki austur að Laugarvatni núna, en ég kem síðar". Þetta voru okkar loka- orð síðdegis á föstudag, á mánudag var hann allur. Átakalaus hefur þessi bygging- aráfangi ekki verið og því mikið reynt á þolrifin í mönnum að gef- ast ekki upp en setja markið hátt og freista þess að standa saman þar til settu marki yrði náð. Undirritaður mun hér eftir hugsa hvern áfangasigur í þessari upp- byggingu í minningu vinar okkar Sveins Björnssonar og það mun verða okkur hvati til áframhaldandi framkvæmda. Á þessum sama tíma og upp- bygging ÍMÍ á Laugarvatni hefur staðið yfir fluttum við Sveinn okkar annað heimili austur í Laugardal og byggðum okkur þar sumarhús þannig að öllum mátti ljóst vera að við ætluðum ekki í bráð að láta deigan síga við uppbygginguna á Laugarvatni sem heillaði okkur og þeir miklu möguleikar sem íslenskri íþróttahreyfingu og öllum almenn- ingi yrði þar búin í næstu framtíð. Þriðji félaginn í þessum samstillta baráttuhópi, Reynir G. Karlsson, íþróttafulltrúi, byggði á sama tíma sitt sumarhús vestan heiðar á Þing- völlum. Við hjónin fylgdumst með því af hve mikilli smekkvísi og alúð þau Ragnheiður og Sveinn hófu ræktun á landareign sinni fyrir austan og hversu fallegt og velbúið sumarhúsið þeirra var. Með sáram trega sendi ég þessum góða vini mínum og samheija þakkir fyrir samfylgdina sem því miður var of stutt. Ragnheiði sendum við hjónin innilegar samúðarkveðjur og að- standendum öllum. Hafsteinn Þorvaldsson Við fráfall Sveins Bjömssonar er horfinn af sjónarsviðinu einn af þekktustu og áhrifamestu forystu- mönnum íþróttahreyfingarinnar. Tíminn og orkan sem hann lagði af mörkum á vettvangi íþróttanna var með ólíkindum. Enda er það deginum ljósara að með starfi sínu að framgangi og eflingu íþróttanna, öðlaðist Sveinn ákveðna lífsfyllingu sem honum var mikils virði. Með sanni má segja að íþróttimar og velferð þeirra hafi verið hans hálfa líf. Foreldrar Sveins vora Björn G. Jónsson kaupmaður í Reykjavík og kona hans Ingibjörg Sveinsdóttir. Sveinn stundaði nám í Samvinnu- skólanum og hefur rekið sitt eigið fyrirtæki, Skósöluna, síðan_1954. Hann kvæntist 1951 Áslaugu hárgreiðslumeistara, Jónsdóttur skipstjóra í Hafnarfírði Magnússon- ar og konu hans Margrétar Jóns- dóttur. Áslaug lést árið 1960, en hún og Sveinn eignuðust tvö böm; Bjöm verkfræðing og Margréti sem er húsmóðir búsett í Bandaríkjun- um. Síðari og eftirlifandi eiginkona Sveins er Ragnheiður Guðrún, dótt- ir Geirs Thorsteinssonar og konu hans Sigríðar Hannesdóttur Haf- stein. Ragnheiður og Sveinn eign- uðust tvo syni; Geir, sem er háskóla- nemi og einn okkar fremstu hand- knattleiksmanna, og Svein, sem er málari en leggur jafnframt stund á nám í sjúkraþjálfun. Strax á unglingsárum varð Sveinn virkur íþróttakennari. Má segja að hann hafi verið fæddur inn í sitt félag, KR. Fijálsíþróttir voru hans aðal íþróttagrein, einkum hlaupin, og náði hann það langt að verða valinn í landslið íslands. En leiðtoga- og stjómunarstörfin komu fljótt til skjalanna og starfaði Sveinn í u.þ.b. 40 ár í félagsmála- forystu. Sem sýnishom af þátttöku hans á þeim vettvangi skal eftirfar- andi nefnt: í hússtjóm KR í 38 ár, lengst af sem gjaldkeri. í stjóm KR í 25_ ár, þar af varaformaður í 15 ár. í stjóm ÍSÍ í 29 ár, þar af for- seti frá 1980. í Ólympíunefnd ís- lands í 18 ár. Öll árin varaformaður og aðalfararstjóri á femum Ólympíuleikum. Formaður íþrótta- hátíðamefndar ISI í öll skiptin sem hún hefur verið haldin: 1970, 1980 og 1990. í stjóm íþróttanefndar ríkisins í 22 ár og í stjóm Félags- heimilasjóðs í 19 ár. Á ýmsum öðrum sviðum félags- mála var Sveinn virkur þátttak- andi. Spannar sá þáttur allt frá stjórnmálum til samtaka kaupsýslu- manna, Tónlistarfélagsins og nú síðast til íþróttamiðstöðvar íslands sem verið er að hefja uppbyggingu á að Laugarvatni, en skv. reglugerð er forseti ÍSI á hvetjum tíma stjóm- arformaður þar. Það má ljóst vera að það er ekki Sjá bls. 32.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.