Morgunblaðið - 25.09.1991, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 25.09.1991, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. SEPTEMBER 1991 19 > > > > > > > > > Morgunblaðið Árni Sæberg Árni Samúelsson t.h. ásamt þeim Birni Arnasyni, Art Sickles og’ Tom Miltner í öðrum af hinum nýju sölum kvikmyndahússins. Fullkominn tæknibúnaður í Sam-bíóunum: Veggtjöldin bæði hljóð- deyfing og branavörn - hafa verið sett upp í 23.000 kvikmyndasölum víða um heim NÚ ER búið að setja upp veggtjöldin sem verða í hinum nýju kvikmyndasölum Sam-bíóana þar sem Broadway var áður. Þessi tjöld eru úr sérstöku gerfiefni og virka bæði sem hljóð- deyfing og brunavörn. Það er fyrirtækið Soundfold sem setti tjöldm upp en þau hafa venð Bíóborginni Árni Samúlesson eigandi Sam-bíóa segir að tjöld sem þessi hafi verið sett upp í 23.000 kvik- myndasölum víða um heim auk þess að kirkjur, keilusalir og aðrir staðir sem hljóðdeyfingar er þörf falist mjög eftir þeim. Það er bandaríkjamaðurinn Art Sickles sem fann upp þessi tjöld og hefur einkaleyfi á þeim um allan heim. Hann kom hingað til staðar bæði í Bíóhöllinni og sjálfur ásamt samstarfsmanni sínum Tom Miltner en Árni seg- ir að Art sé mjög hrifinn af landi og þjóð og í þau skipti sem tjöld þessi hafi verið sett upp hérlend- is hafi hann ætíð annast það verk sjálfur. Auk þessara tjalda verður THX hljóðkerfi til staðar í sölun- um tveimur sem verða í nýja kvikmyndahúsinu en þeir munu samanlagt hýsa 750 manns. Þar með er þetta hljóðkerfi til staðar í fjórum kvikmyndahúsum hér- lendis eða álíka mörgum og á öllu Englandi. Árni segir að fyrsta kerfið þessarar tegundar sé þar að auki að koma í Svíþjóð og í Noregi. Sem kunnugt er af fréttum stendur nú yfir sam- keppni um nafn á nýja kvik- myndahúsið, og raunar þau öll sem eru í eigu Árna. Alls hafa 75.000 tillögur borist en ætlunin er að opna nýju salina um mán- aðamótin október/nóvember og þá jafnframt tilkynnt um sigur- vegarann í samkeppninni. Sinfóníuhljómsveit íslands: Tónleikar vegna útgáfu geisladisks Fimmtudaginn 26. september, heldur Sinfóníuljómsveit íslands tónleika í Háskólabíói og hefjast þeir klukkan 20.00. Tónleikarnir eru haldnir í sam- vinnu við breska hljómplötuútgáfu- fyrirtækið Chandos á Englandi, en hljómsveitin og Chandos hafa gert þriggja ára samning um hljóðritun og útgáfu tónlistar á geisladiskum, sem útgáfufyrirtækið dreifir í hljómplötuverslanir í um 40 löndum. Þessir tónleikar verða þeir fyrri af tvennum tónleikum, sem haldnir verða í vetur vegna hljóðritana. Á efnisskránni eru fjögur verk. Þijú eftir Edward Grieg: Að hausti, forleikur, Gömul norsk rómansa með tilbrigðum og ljóðræn smálög. Einnig verður flutt sinfónía nr. 3 eftir finnska tónskáldið Leevi Mad- etoja. Hljómsveitarstjóri verður Petri Sakari, aðalhljómsveitarstjóri Sin- fóníuhljómsveitar íslands. Miða- verði á tónleikana er mjög stillt í hóf, eða kr. 500 og eru sætin í húsinu ónúmeruð. Skoðanakönnun DV: Um 80% á móti bíl- um um Austurstræti SAMKVÆMT skoðanakönnun DV, sem fram fór um helgina eru um 80% landsmanna á móti opnun Austurstrætis fyrir bílaumferð. Úrtak könnunarinnar var 600 manns af landinu öllu. 70% íbúa á höfuðborgarsvæðinu reyndust vera á móti bílaumferð um Austurstræti en 20,3% voru fylgjandi opnuninni. 9,3% voru óá- kveðnir og 0,3% svöruðu ekki spurningunni. Af þeim sem tóku afstöðu voru því 22,5% fylgjandi opnun götunnar en 77,5% á móti. Af þeirrt sem tóku afstöðu á lands- byggðinni voru 81,7% andvígir ákvörðun borgarstjórnar 'en 18,3% fylgjandi. Niðurstaðan er sú að samanlagt eru 20,6% þeirra landsmanna, sem taka afstöðu fylgjandi opnun Aust- urstrætis en 79,4% eru á móti opn- un götunnar fyrir bflaumferð. Verslunarráð sagði samningnum upp - segir formaður Félags íslenskra stórkaupmanna BIRGIR R. Jónsson, formaður Félags íslenskra stórkaupmanna, segir það rangt sem fram kemur í yfirlýsingu Verslunarráðs íslands, sem birtist í Morgunblaðinu síðastliðinn sunnudag, að Félag íslenskra stór- kaupmanna hafi slitið viðræðum við Verslunarráðið um áframhald- andi sameiginlegan skrifstofurekstur. „Hið rétta í þessu er það að þeir faldlega hafnaði að ræða, því þar sögðu þessum samningi upp í júní var nánast um yfirtöku á félaginu síðastliðnum, og það hafa ekki farið að ræða. Við höfum því ekki slitið fram neinar viðræður milli félaganna neinum viðræðum, og það sem eftir síðan þá. Þeir sendu okkur síðan stendur er að Verslunarráðið sagði drög að nýjum samningi, sem stjórn þessum samningi við félag stórkaup- Félags íslenskra stórkaupmanna ein- manna upp,“ sagði Birgir. I I GOÐIR VEXTIR OG VASAPENINGAR! Þú nýtur góörar ávöxtunar á Sparileib 2 og getur samib um reglubundinn vasapening. Komdu í klúbbinn! í takt vib nýja tíma! émm V/J ■ 'v ‘yjp r. . f . a

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.