Morgunblaðið - 25.09.1991, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 25.09.1991, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. SEPTEMBER 1991 Króatar saka sambands- herinn um vopnahlésbrot Zagreb. Reuter. KRÓATAR sökuðu hersveitir sambandshersins um að hafa brotið alvarlega gegn vopnahléinu í gær með því að halda uppi sprengjuá- rásum úr lofti á borgina Vinkovci í austurhluta Króatíu í a.m.k. fimm tíma. Ef þessar ásakanir verða staðfestar mun þetta vera versta brot á vopnahléinu siðan það tók gildi á sunnudag. Ríkisstjórn Króatíu krafðist þess í gær að sambandsherinn hefði sig á brott af króatísku landsvæði, og sagði Franjo Greguric, forsætisráðherra lýðveldisins, að það væri skilyrði fyrir því að friður kæmist á. Fréttastofan Tanjug hafði eftir Greguric eftir að hann kom af fundi með ríkisstjórninni að í tilkynningu ríkisstjórnarinnar væri í fyrsta sinn farið skýlaust fram á það að herinn færi á brott. Lögreglustjórinn í Vinkovci, Pet- ar Biocic, sagði að þotur samband- hersins hefðu gert „hroðalegar ár- ásir“ á borgina og varpað sprengj- um í fimm tíma stansfaust. Branko Salaj, upplýsingaráðherra Króatíu, sagði um leið og hann skýrði frá árásunum að vopnahléið héldi í öll- um grundvallaratriðum. Aðfaranótt þriðjudagsins var sú rólegasta í lýð- veldinu í langan tíma. Ekkert virðist benda til að stríð- andi fylkingar væru að afvopnast eða að undirbúa viðræður um að draga sig til baka. Skærur hafa átt sér stað víðsvegar um lýðveldið allt frá því að vopnahléið tók gildi. Þar að auki hafa Króatar ekki enn lyft vegartálmum að herstöðvum þrátt fyrir að ákvæði væri um það í frið- arsáttmálanum. Á móti átti herinn að hætta innrás sem hann hóf í síðustu viku. Samkvæmt króatískum embætt- ismönnum náðu Króatar 70 her- stöðvum á sitt vald áður en vopna- hléið hófst og þeir nota að mestu hertekin vopn til að veija sig. Kró- atískir foringjar sögðu að sveitir sínar hefðu tekið herfangi 150 skriðdreka, 150 vopnum búna her- flutningabíla auk fjölda annarra vopna í herstöð við Varazdin í norð- urhluta Króatíu. Ástandið í Bosníu-Herzegóvínu verður sífellt viðkæmara og í gær voru skotbardagar háðir í lýðveld- inu. Tanjug skýrði frá því að hern- aðarlega mikilvæg brú yfir' ána Sövu, á landamærum Bosníu og Króatíu, hafi verið sprengd í Ioft upp um nóttina. Reuter Króatískir hermenn sem teknir hafa verið til fanga horfa út um rainmgeran glugga á prisund sinni. Þeir eru í haldi í borginni Knin í suðurhluta Króatíu. Armenar og Azerar friðmæl- ast fyrir milligöngu Jeltsíns Moskvu. Reuter. BORÍS Jeltsín, forseti Rúss- lands, hafði í gær milligöngu um samning milli stjórnvalda í Armeníu og Azerbajdzhan, sem miðar að því að binda enda á áralöng átök vegna deilu þeirra um héraðið Nagorno-Karabak. Þetta þykir mikill sigur fyrir Jeltsín og staðfesta hversu mik- ilvægu hlutverki forsetar Sovét- Njósnir hruninna kommúnistaríkja: Markus Wolf hand- tekinn í Þýskalandi Hótar að afhjúpa óþægilegar staðreyndir Bonn. Reuter. Fyrrverandi yfirmaður leyniþjónustu A-Þýskalands, Markus Wolf, var handtekinn í Þýskalandi í gær er hann kom yfir austurrísku landamærin en hann hefur dvalist um hríð í Austurríki þar sem hann sótti um pólitískt hæli. Hann hefur hótað að segja frá ýmsu varð- andi störf vestur-þýsku leyni- þjónustunnar sem hann telur að geti komið sér illa fyrir hana. Þetta kemur fram í við- tali við þýska vikuritið Bunte og nefnir Wolf meðal annars njósnir í hlutlausum ríkjum og meðal bandamanna Þjóðverja í Atlantshafsbandalaginu. Hann segist ekki hafa í huga upplýs- ingar um einkalíf háttsettra manna, svonefndar „rúm- stokkssögur" sem njósnarar kommúnistaríkjanna hafa oft notað til að ná þrælatökum á embættismönnum Vesturlanda. Talsmaður þýskra yfirvalæda bjóst við því að Wolf yrði þegar leiddur fyrir dómara sem myndi ákveða hvort hann yrði færður í varðhald eða látinn laus gegn tryggingu. Wolf er eftirlýstur í Þýskalandi vegna afbrota sem tengjast starfsferli hans, fyrst og fremst er hann sakaður um njósn- ir í V-Þýskalandi. Wolf slapp úr landi til Moskvu fyrir sameiningu þýsku ríkjanna á síðasta ári en hafði samþykkt að bera vitni fyr- ir þýskum rétti í Munchen 10. október þar sem íjallað verður um mál nokkurra fyrrverandi undir- manna hans. Hann setti það skil- yrði að sjálfur fengi hann farar- leyfi að vitnaleiðslunum loknum en virðist nú hafa ákveðið að gefa sig á vald þýskum yfirvöldum. „Það er augljóst að það er ýmislegt sem embættismenn og stjórnmálaleiðtogar í sambands- lýðveldinu [Þýskalandi] vilja alls Markus Wolf Reuter 'ekki að verði gert opinbert," segir Wolf í viðtalinu. Hann segist vilja búa í Þýskalandi en sé ekki að reyna að þvinga fram sakaruppg- jöf sjálfum sér til handa með þess- um hótunum. Hann sé reiðubúinn að standa fyrir máli sínu og sann- færður um að þýskur dómstóll myndi sýkna sig enda hafi hann farið að lögum og fyrirmælum A-Þyskalands sáluga. Wolf segist aldrei munu skýra frá nöfnum þeírra njósnara sinna sem enn leiki Iausum hala. „Það væri ósiðlegt að svíkja menn sem treystu mér,“ segir hann. Fræg- asta afrek Wolfs var að koma flugumanni sínum, Giinther Guil- laume, fyrir í hárri stöðu hjá þá- verandi kanslara V-Þýskalands, Willy Brandt, á áttunda áratugn- um en Brandt varð að segja af sér er hneykslið varð opinbert árið 1974. Talið er að Karla, njósnasnillingur Sovétmanna í sögum breska rithöfundarins John le Carré, eigi sér fyrirmynd í Wolf. lýðveldanna gegna eftir að vald- akerfi sovéskra kommúnista hrundi í kjölfar valdaránstil- raunarinnar í ágúst. Sovét- stjórnin hafði reynt í þijú ár að binda enda á átök Armena og Azera, sem hafa kostað 800 manns Iífið frá 1988, en án ár- angurs. „Samningurinn hefur verið und- irritaður, þetta er sögulegur at- burður og sögulegt samkomulag,“ sagði Jeltsín sigri hrósandi eftir tólf stunda fund með forsetum Armeníu og Azerbajdzhans, sem áður höfðu ekki viljað ræðast við. „Samningurinn er byggður á mál- amiðlunum en hann skapar mögu- Ieika á að hægt verði að stöðva blóðsúthellingarnar,“ hélt Jeltsín áfram. Auk hans hafði Nursultan Nazarbajev, forseti Kazakhstans, milligöngu um samninginn. í samningnum er kveðið á um vopnahlé og að allar vopnaðar sveitir Armena og Azera leggi nið- ur vopn fyrir áramót. Þá er gert ráð fyrir að efnt verði til kosninga um nýja héraðsstjórn, en sú fyrri var leyst upp fyrir tveimur árum. Þá féllust forsetamir á að friðar- gæslusveitir frá Rússlandi og Kaz- akhstan yrðu sendar til Nagorno- Karabak. í þann mund sem forsetarnir undirrituðu samninginn brutust enn út átök í azerskum og arm- enskum þorpum í og við héraðið. Nagorno-Karabak er einkum byggt Armenum, sem vilja að það sameinist Armeníu. Það hefur hins vegar heyrt undir stjórnvöld í Az- erbajdzhan í sjö áratugi og þau neita að láta það af hendi. Óeirðir í Zaire: Mannfall og grip- deildir í Kinshasa Kinshasa. Reuter. ÞRJÁTIU manns létust í óeirðum 'i Kinshasa, höfuðborg Zaire, á mánudag og í gær, þ. á m. einn franskur hermaður. Frakkar og Belgar sendu hermenn til laudsins til að vernda útlendinga sem búsettir eru þar og hjálpa þeim að komast úr landi. Borgarar sem hafa fengið sig fullsadda af yfir 1000% verðbólgu í landinu og matvælaskorti tóku saman höndum við óánægða her- menn og fóru ránshendi um heim- ili, verslanir og hótel í Kinshasa. Óeirðirnar byijuðu þegar hermenn- irnir fengu ekki launahækkun og tóku að láta öllum illum látum. Franskir embættismenn tjáðu Reut- e/'s-fréttastofunni í gær að óeirða hefði einnig orðið vart í nokkrum bæjum um landið. „Þorskastríðu í Norður-Noregi Ósló. Frá Jan Gunnar Furuly, fréttaritara MorgunblaAsins. SJÓMENN í Norður-Noregi hafa lýst yfir „þorskastríði" á hendur grænlenska togaranum Polar Princess. Ef togarinn hefur ekki hætt veiðum í Barentshafi á föstudag ætla sjómennirnir að sigla á miðin og klippa á veiðarfæri hans. Samtök sjómanna í Nordlandi, fylki í Norður-Noregi, gáfu sjó- mönnum innan sinna vébanda grænt ljós í gær á að grípa til að- gerða gegn Polar Príncess. Hefur togarinn stundað veiðar í Barents- hafi undanfarna fjóra mánuði og Norðmenn segja þær ólöglegar. Styðja sjómenn í Troms og Finn- mörk aðgerðir sjómanna í Nord- landi og einnig samtök norskra tog- araútgerða. „Það eru takmörk fyrir því hve lengi við getum setið og horft á Grænlendingana bijóta samninga, sem eiga að vernda fiskistofnana, án þess að aðhafast neitt,“ segir Steinar Jonassen í sjómannasam- tökunum í Nordlandi. Krefjast sjó- mennirnir þess að stjórnvöld láti málið til sín taka og sjái til þess að Grænlendingar hætti veiðum innan þess verndarsvæðis sem h i -ir'H4-S'í 5 j? Norðmenn lýstu yfir árið 1977. Þijú norsk varðskip eru nú stödd á svæðinu sem deilt er um en hafa enn ekki haft nein afskipti af græn- lenska togaranum þar sem hann er staddur á alþjóðlegri siglingaleið. Per Alf Andersen í norska sjávar- útvegsráðuneytinu hefur hvatt sjó- menn til að sýna stillingu. Segir hann norsk stjórnvöld líta deiluna mjög alvarlegum augum og að hann voni að þær viðræður sem þau eiga nú við grænlensku heimastjórnina geti stuðlað að lausn málsins. í síð- ustu viku varð Thorvald Stolten- berg, utanríkisráðherra Noregs, að aflýsa för sinni til höfuðstöðva Sam- einuðu þjóðanna vegna deilunnar við Grænlendinga. „Við getum ekki fallist á að norskir sjómenn grípi til valdbeit- ingar gegn Grænlendingum í miðj- um viðræðum," segir Andersen. Frakkar sendu tvö undirfylki til höfuðborgarinnar, alls um 450 her- menn, og Belgar, sem eru fyrrver- andi nýlenduherrar í Zaire, til- kynntu að þeir myndu senda um 500 hermenn. Frönsku hermennirn- ir voru sendir til að koma þeim 3.500 Frökkum sem búa í höfuð- borginni til hjálpar og aðstoða þá og aðra útlendinga við að komast úr landi. Einn franskur hermaður féll og annar særðist í skotbardaga sem braust út þegar hermennirnir voru að safna löndum sínum sam- an. Hundruð útlendinga kepptust við að komast úr landi í gær og yfir þúsund manns leitaði hælis í Intercontinental-hótelinu í Kinshasa. Nánast algjört stjórnleysi hefur ríkt um nokkurra vikna skeið í Zaire, sem er gríðarstórt land í Mið-Afríku með um 40 milljónir íbúa. Frakkar hafa lagt hart að forseta landsins, Mobutu Sese Seko, að koma á lýðræðislegum umbót- um. Fylgismenn Mobutu hafa átt í deilum við lýðræðissinna sem vilja koma á umbótum með því að halda þjóðarráðstefnu. Slík ráðstefna hófst 7. ágúst, en fór út um þúfur vegna ágreinings um formsatriði. ♦ ♦ ♦ ■ HAVANA - Aðstoðarut- anríkisráðherra Kúbu, Alcibiades Hidalgo, sagði á mánuda^ að form- legar viðræður milli Kubveija og Sovétmanna um brottflutning so- véska herliðsins myndu hefjast fljótlega. Þessi yfírlýsing kom í kjöl- far þriggja daga heimsóknar Va- leríjs Níkolajenkos, aðstoðarut- anríkisráðherra Sovétríkjanna. Rík- in tvö eru þó ekki einhuga um hveij- ar afleiðingar brottflutnings so- véska hersins verða. Kúbveijar telja að aukin hætta verði á innrás Bandaríkjamanna á Kúbu en Sovét- menn telja að sambúð Bandaríkj- anna og Kúbu ætti að geta batnað í kjölfar brottflutningsins. ;

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.