Morgunblaðið - 25.09.1991, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 25.09.1991, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. SEPTEMBER 1991 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. SEPTEMBER 1991 23 JMtognnfrlfiMfe Útgefandi Framkvæmdastjóri • Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1100 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 100 kr. eintakið. Gott fordæmi Fjárlagagerð ríkisstjórnar- innar, og aðrar aðgerðir hennar til að hemja ríkisút- gjöldin, hafa verið helzta bit- beinið í opinberri umræðu síðustu vikurnar. Sitt sýnist hverjum í þeim efnum, enda eru Islendingar öðru vanir en ráðstöfunum til sparnaðar í opinberum rekstri. Vandamál- ið, sem við er að glíma, er orð- ið svo gífurlegt, að ekki verður lengur skotið á frest að taka það föstum tökum. Mikill halli á rekstri ríkissjóðs, linnulausar lántökur innanlands og utan og hvers kyns umframeyðsla mun skerða lífskjör þjóðarinn- ar í nánustu framtíð. Hver heilvita maður getur gert sér grein fyrir því, hvaða áhrif það hefur á rekstur venju- legs heimilis, ef eytt er umfram tekjur ár eftir ár, slegin enda- laus lán og ráðist í hvers konar framkvæmdir, sem engir pen- ingar eru til fyrir. Menn skilja það, sem á þeim sjálfum brenn- ur. Hins vegar virðist mörgum erfitt að skilja þegar það sama gerist hjá ríkinu, því ópersónu- lega bákni. Það virðist allt í lagi að gera sífelldar kröfur á hendur því í von um, að ein- hver annar borgi brúsann. Vandi ríkisfjármála er nú orðinn svo mikill að skuldadög- um verður ekki frestað. Það er hlutverk ráðherra ríkis- stjórnarinnar og þingmanna stjórnarliðsins að gera almenn- ingi grein fyrir þessu og kynna þær ástæður, sem liggja að baki þeim ráðstöfunum, sem gripið er til. Þetta er reyndar líka hlutverk stjórnarandstöð-' unnar, en það virðist til of mikils ætlast, að þingmenn hennar hafi hagsmuni þjóðar- innar í fyrirrúmi þegar þeir hafa sjálfir rýmt stjórnarstól- ana. Ríkisstjórninni er brýn nauð- syn á því að skapa það and- rúmsloft í þjóðfélaginu, að all- ur almenningur hafi skilning á nauðsyn aðgerðanna. Ein for- senda þess að svo megi verða er, að ríkisstjórnin hreinsi til í eigin garði áður en kröfur eru gerðar til nágrannans. Hún verður að ganga á undan með góðu fordæmi. Fátt fer meira í taugarnar á skattborgurum en ferða- og risnukostnaður hins opinbera. Um langt árabil hefur verið deilt um og hneykslast á bíla- málum ráðherra, veizluhöldum og ferðalögum. Reglur hafa ítrekað verið endurskoðaðar, en erfitt hefur reynzt að finna þann meðalveg, sem almenn- ingur sættir sig við. Ríkisstjórn Daviðs Oddsson- ar hefur þegar ákveðið að end- urskoða öll þessi mál og nefnd- ir hafa fengið það verkefni. Ferða- og risnukostnaður árið 1989 nam 1,33% af ríkisút- gjöldum, eða rúmlega einum milljarði króna. Þessi upphæð er varla undir 1.200 milljónum í ár miðað við sama hlutfall af fjárlögum. Til viðbótar þessu bætist bifreiðakostnaður ríkis- sjóðs, sem nam 1.300 milljón- um árið 1989, líklega um 1.560 milljónum í ár. Þetta eru miklar ijárhæðir, ekki sízt með hliðsjón af þeim gauragangi, sem orðið hefur vegna áætlana um 200-300 milljóna króna skólagjöld. Aform ríkisstjórnarinnar um lækkun ferða- og risnukostn- aðar eru af hinu góða, en til- raunir til að minnka þennan kostnað hafa meira og minna runnið út í sandinn til þessa. Áhrifaríkasta leiðin til að sýna ríkiskerfinu það svart á hvítu, að ríkisstjórnin er staðráðin í því að minnka þennan kostnað, eins og önnur ríkisútgjöld, er áð ráðherrarnir gangi á undan með góðu fordæmi. Það ber að falla frá því ferðahvetjandi dagpeningakerfi, sem gildir um ráðherra og aðra æðstu emb- ættismenn. Engin þörf er á því, að þeir fái greidda fulla dagpeninga með 20% álagi í utanlandsferðum, auk greiðslu hótelkostnaðar. Bílamál ráðherra eru kapít- uli út af fyrir sig. Þeir eiga ekki að ákveða sjálfír, hvernig bílar eru keyptir eða hvenær þeir eru endurnýjaðir. Bezt er að fela þau mál sérstökum aðila innan ríkiskerfisins. Að sjálfsögðu eiga ráðherrar að greiða skatta af bílahlunnind- um sínum eins og lög segja almennt fyrir um. Það var ljót- ur blettur á ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar, hvernig ráðherrar hennar tregðuðust við að greiða skatta af bílahlunnindum eins og öðr- um er gert. Laun ráðherra og þing- manna eru ekki há miðað við þá miklu ábyrgð og álag, sem á þeim hvílir. Af siðferðilegum ástæðum er það rangt, að þeir bæti sér það upp með bíla-, ferða- og risnuhlunnindum. Þessu þarf að breyta og vegna nauðsynlegs sparnaðar og nið- urskurðar í ríkisrekstrinum er nú rétti tíminn til að ráða bót á. Ráðhús Reykjavíkur: Áætlaður kostnaður rúmir 2,9 milljarðar 26% hækkun umfram kostnaðaráætlun ársins 1989 GERT ER ráð fyrir að heildarkostnaður vegna byggingar Ráðhúss Reykjavíkur verði 2.950 milljónir króna miðað við meðalverðlag þessa árs, samkvæmt upplýsingum sem lagðar voru fram í borgarráði í gær. Er það 26% umfram kostnaðaráætlun frá árinu 1989 eða 611 milljónir. A fjárhagsáætlun þessa árs eru 692 milljónir ætlaðar til framkvæmda við húsið og er gert ráð fyrir að sú áætlun standist. I lauslegri áætlun um búnað í húsið, vegna skrifstofuhalds, borgarstjórnar, borgarráðs, mötuneytis, kaffihúss og veisluhalda í Tjarnarsal auk kostnaðar vegna listaverka, er gert ráð fyrir 126 milljónum. Þetta kemur fram í svari Stefáns Hermannssonar aðstoðarborgar- verkfræðings, við fyrirspurn Sigur- jóns Péturssonar, um stöðu fram- kvæmda og kostnað við Ráðhús Reykjavíkur. Þar segir enn fremur að hönnun hafi dregist nokkuð á langinn, einkum vinna arkitekta. 94% vinnunnar sé lokið og er gert ráð fyrir að henni verði að fullu lok- ið 1. desember næstkomandi. Tímaá- ætlun verktaka var miðuð við að verkinu lyki í byijun apríl og að verk- lokum yrði náð án þess að fjölga stórlega á vinnustað síðustu mánuð- ina. Seinkun hefur orðið á verkáætl- uninni, einkum vegna hönnunar, mis- mikil eftir verkþáttum en að meðal- tali um 6 vikur. Talið er að hægt verði að ná upp seinkuninni á þeim sjö mánuðum sem eftir eru af verk- tímanum. Óskað var eftir yfirliti yfír kostn- aðaráætlanir frá upphafí og fram- reikningi á þeim til dagsins í dag. Áætlanir ársins 1991 og spár hafa verið miðaðar við vísitölu 184,8 stig eða áætlað meðalverðlag þessa árs, en núgildandi vísitala er 186,4 stig. „í september 1987 var lauslega met- ið að húsið myndi kosta 500 milljón- ir króna, en bílastæðakjallari 250 milljónir króna, en þetta mat var ekki byggt á neinum útreikningum eða áætlunum, enda hönnun þá ekki hafin. Þá lá aðeins fyrir samkeppni- stillaga sem var um 20% minni en síðar varð raunin.“ Fyrsta kostnaðaráætlun var send borgarráði 22. febrúar 1988, og var þá 979 milljónir miðað við 90 bíla- stæði í kjallara á einni hæð. Áætlun- inni er breytt 25. júlí 1988 í 1.071 milljón með tilliti til 130 bílastæða á einni og hálfri hæð. Vísitala var þá 107,4 stig og er áætlunin framreikn- uð til dagsins í dag 1.935 milljónir. í janúar 1989 var gerð ný kostnað- aráætlun og var heildarkostnaður áætlaður 1.507 milljónir miðað við vísitölu 125 stig. Framreiknuð er sú áætlun 2.339 milljónir. Áætlanirnar eru án framkvæmda við lóð og um- hverfi og kostnaðar vegna húsgagna og búnaðar. Við framreikning til núgildandi verðlags er reiknað með að virðisaukaskattur sem kom til í ársbyijun 1990 valdi 5% hækkun. Breytilegt verðlag er á tölum um kostnað vegna hönnunar, umsjón, eftirliti og byggingarstjórn. Til hönn- unar er búið að veija um 336,5 millj- ónum og tæpum 70 milljónum í umsjón og eftirlit. Er gert ráð fyrir að til verkloka verði kostnaður til hönnuða 29,3 milljónir og vegna byggingastjórnar og eftirlits 20,8 milljónir. Heildarkostnaður vegna hönnunar er því 366 milljónir og kostnaður vegna eftirlits 91 milljón. Sami kostnaður miðað við meðal- verðlag á árinu er vegna hönnunar 481,7 milljón og vegna umsjónar og eftirlits 109,4 milljónir. „Ef litið er til þessara sömu liða í áætlun um heildarkostnað við bygg- inguna frá því í janúar 1989 kemur fram að vinna hönnuða er áætluð 391 milljón miðað við vísitölu 184,8 stig, en kostnaður við umsjón og eftirlit er áætlaður 90,2 milljónir. Hönnunarvinna fer því 90,7 milljónir fram úr þeirri áætlun eða um 23%, en kostnaður við umsjón og eftirlit er nú áætlaður 19,2 milljón krónum hærri en gert var ráð fyrir 1989, eða sem nemur 21%. Sem hlutfall af heildarkostnaði eru þessir liðir hins- vegar í samræmi við áætlun." Fram kemur að aðalverktaki verksins sé ístak hf. og að greiðslur til undirverktaka fari um hendur hans að undanskilinni greiðslu til Fagtækni hf. sem sér um vinnu við glugga og gler. Hefur ístak hf. feng- ið greiddar samtals 1.337,939 millj- ónir og Fagtækni hf. samtals 129,972 milljónir. Kostnaður vegna vinnu hönnuða og eftirlitsmanna við ráðhús Reykjavíkur pr. 18. sept . 1991 1987 1988 1989 1990 1991 Heildarkostn. HÖNNUN: Studio Granda 7.770.049 29.136.811 28.539.542 25.276.851 13.693.411 Arkitektar GÓB sf. 240.732 Almenna verkfræðist. hf. 8.109.867 50.632.282 53.468.938 27.076.433 8.965.784 Rafhönnun hf. 1.236.386 10.853.247 13.136.919 14.092.898 7.858.331 Línuhönnun hf. 2.714.204 2.763.925 1.329.112 1.048.582 Hnrthf. 271.311 19.068 Verkfræðistofan Önn sf. 1.078.835 1.777.368 2.350.089 706.438 J.R. Preston & Partners 2.506.874 7.001.209 301.136 9.315.934 2.451.746 Friðrik Gíslason 98.000 Stefán Örn Stefánsson 381.926 Rögnvaldur Gíslason 9.856 Símtækni sf. 342.607 Sigurður Jónsson 136.984 Gunnar 1. Ragnarsson 351.195 18.444 Samtals kr.: 19.863.908 101.795.755 100.124.812 79.811.580 35.467.268 337.063.323 UMSJÓN og EFTIRLm Mat sf. 1.777.868 15.276.139 17.935.292 18.483.526 13.809.838 Byggingad. borgarverkfr. 1.000.000 1.500.000 Samtals kr.: 1.777.868 15.276.139 18.935.292 19.983.526 13.809.838 69.782.663 SAMTALS KR.: 21.641.776 117.071.894 119.060.104 99.795.106 49.277.106 406.845.986 Þjóðhagsstofnun metur hag fiskveiða og fiskvinnslu: Tap á sj ávarútvegi áætlað 5V2% af tekjum á næsta ári Þjóðhagsstofnun áætlar að sjáv- arútvegur í heild verði rekinn með 5‘/r% tapi sem hlutfall af tekjum á næsta ári þegar tekið er tillit til fyrirsjáanlegs aflasamdráttar en stofnunin telur að um þessar mundir sé sjávarútvegurinn rek- inn með 1% hagnaði. Þjóðhags- stofnun telur að fiskvinnsla sé nú rekin með 7Vi%. halla, þar af sé saltfiskvinnsla rekin með 14 Vi°/0 halla en frysting með 4‘/2% halla. Þá telur stofnunin að 8% hagnaður sé nú af útgerð en verði l’/2% á næsta ári. I mati á afkomu næsta árs er ekki gert ráð fyrir neinni frekari hagræðingu í sjávarútvegi og afla- og framleiðslusamdráttur dreifist jafnt yfir öll fyrirtæki í greininni. Þorsteinn Pálsson sjávarútvegs- ráðherra kynnti þessar niðurstöður Þjóðhagsstofnunar á ríkisstjórnar- fundi í gær. Hann sagði aðspurður við Morgunblaðið, að ef þetta gengi eftir kæmi til álita að stjórnvöld gerðu einhveijar almennar ráðstaf- anir á næsta ári. „Eins og þessar tölur bera með sér er ljóst að þá verða menn komnir í mjög almennan vanda, sem verður miklu meiri og þyngri en aflasamdrátturinn segir til um,“ sagði Þorsteinn. Hann sagði, að þama væri að hluta til um tekjuskiptingarvandamál að ræða. „Eins og sakir standa er ágæt- ur hagnaður af útgerðinni í heild. Á næsta ári verður hagnaður milli 1-2% af þeim þætti en það er svo sem ekki meira en lágmarkskröfur segja til um. í annan stað hlýtur sjávarút- vegurinn að mæta þessu með auk- inni hagræðingu og betri nýtingu á IJáiTestingu." Þjóðhagsstofnun segir, að þrátt fyrir miklar hækkanir á verði unn- inna botnfiskafurða, og þrátt fyrir hóflegar kostnaðarhækkanir á flest- um öðrum aðföngum en hráefni, hafi hagur vinnslunnar versnað mik- ið frá því sem var á árinu 1990. Ástæða þessa sé, að hráefnisverð liafi hækkað mjög mikið. í þeim áætlunum um afkomu botnfiskveiða og vinnslu, sem stofnunin kynnti í gær, er gert ráð fyrir að hráefnis- verð sé 32% hærra en það var að meðaltali á árinu 1990. Þetta þýðir að hráefnisverð hefur hækkað 15% meir en verð á afurðum vinnslunnar. í áætlunum um afkomuna nú, er hlutfall hráefniskostnaðar af tekjum orðið tæplega 60% í frystingu og tæplega 75% í söltun. Þetta háa hrá- efnisverð færi hagnað frá vinnslunni til veiðigreinanna. Tillaga Norræna fjárfestingarbankans: Norðurlönd komi upp fj árfestingarbanka í Eystrasaltsríkjunum Framlag Islands yrði 60 milljónir króna NORRÆNI fjárfestingarbankinn Ieggur til að Norðurlöndin liafi forgöngu um að koma upp sér- stökum fjárfestingarbanka fyrir Eystrasaltslöndin þrjú með útibú í hverju landi. Samkvæmt tillögu Norræna fjárfestingarbankans yrði framlag Islands um 60 millj- ónir króna sem dreifðist á fimm ára tímabil. Friðrik Sophusson kynnti þetta á ríkisstjórnarfundi í gær. Sam- kvæmt skýrslu, sem Norræni fjár- festingarbankinn hefur skilað, er mikil þörf fyrir nýtt fjármagn í Eystrasaltslöndunum. Hins vegar sé fjármagnsmarkaður þar ófull- kominn og nái engan veginn að fjár- magna nauðsynlegar framkvæmdir og því er tillagan um fjárfestingar- bankan lögð fram. Friðrik Sophus- son sagði við Morgunblaðið, að Finnar hefðu þegar samþykkt til- löguna, og Danir hefðu tekið já- kvætt í málið, þannig að greinilegur áhugi væri á málinu á hinum Norð- urlöndunum. En íslendingar þyrftu að taka ákvörðun fyrir sitt leyti, fyrir fund fjáfmálaráðherra Norð- urlandanna í nóvember. Á ríkisstjórnarfundinum í gær, lagði Jón Sigurðsson viðskiptaráð- herra til, að ríkisstjórnin tæki til sérstakrar umræðu þá möguleika sem Islendingar ættu á að veita Eystrasaltslöndunum tækniaðstoð og fjárhagsaðstoð. Jón sagði fjölmargar tillögur og aðgerðir uppi, bæði í norrænni sam- vinnu og einstökum ráðuneytum. Enginn vafi léki á, að íslendingar gætu getum miðlað af reynslu sinni til þessara þjóða sem nú væru að setja upp markaðsbúskaparkerfi. „Við höfum reynslu af því hvern- ig breytingar verða á starfsemi hins opinbera við slíkar aðstæður. Ég veit að það er mikill áhugi hjá þeim að kynnast því hjá okkur. Starfs- menn iðnaðar- og viðskiptaráðu- neytis hafa kynnt slík mál á vett- vangi Eystrasaltsríkjanna, og þau hafa mikið leitað til okkar um frek- ara samstarf,“ sagði Jón Sigurðs- son. Menntamálaráð- herra um LIN: Tillögur um breytingar þarf að nota „EINHVERJAR þeirra liug- mynda sem ræddar hafa verið í nefnd um breytingar á Lánasjóði íslenskra námsmanna þarf að mínu viti að nota. Tillögurnar eru ekki komnar til mín en ég veit að meðal þeirra eru vextir á námslán og styttra greiðsl- utímabil,“ segir Ólafur G. Einars- son menntamálaráðherra. Ólafur segir komið að þeim mörk- um sem fjárveitingavaldið treysti sér í beinum framlögum til lána- sjóðsins. Hann hafi sett nefnd til að leggja fram tillögur um breyting- ar á lögum sjóðsins, en viti enn aðeins af viðræðum^við nefndar- menn um hugmyndir hennar. Ólafur segir að ekki þurfi að vera of mikið í einu skrefi að setja vexti á námslán og stytta þann tíma sem þau eru borguð til baka á. „Það fer eftir því hve háir vextir verða ákveðnir," segir hann. „Ég held það skipti miklu meira máli fyrir námsfólk að fá nægileg lán til að framfleyta sér meðan á nám- inu stendur, heldur en að borga þau til baka á mjög löngu tímabili. Þorlákshöfn: F ólkið er kvíðafullt vegiia framtíðar byggðarlagsins Sala á kvóta Meitilsins til Dalvíkur yrði reiðarslag fyrir atvinnulífið í Þorlákshöfn Selfossi. MIKILL kvíði er í fólki í Þorlákshöfn vegna yfirvofandi sölu á Meitlin- um til Útgerðarfélags Dalvíkur og flutningi á kvóta Meitilsins norður. íbúar Þorlákshafnar telja það ógn við samfélagið þar ef af verður. Kvóti Meitilsins er helmingur af veiðikvótanum í Þorlákshöfn og starf- semi fyrirtækisins veitir 130 manns óbein áhrif víðar en í Þorlákshöfn. Einn viðmælenda í Þorlákshöfn sagði það furðulegt að samvinnu- menn sem áttu stóran þátt í að byggja upp Þorlákshöfn vildu nú leggja byggðina í rúst. Fiskverkunar- kona sem rætt var við benti á þá ísköldu staðreynd að eina iðnfyrir- tækið á staðnum hefði brunnið fyrir skömmu síðan. Það væri ærið að kvótinn minnkaði sífellt þó þetta reið- arslag með sölu á kvótanum norður bættist ekki við. Það gengi ekki að slíkar ákvarðanir væru teknar á bak við tjöldin. Treystum á góða menn „Það er auðvitað dökkt hljóð í okkur ef helmingur af kvótanum hérna fer norður. Það verður lítið að gera hérna ef þetta fer,“ sagði Pétur Friðriksson hafnarvörður. „Það sér hver heilvita maður að það eru ekki bara þeir sem vinna hjá Meitlinum sem finna fyrir þessu. Fólk getur bara ekki hugsað sér það að Meitillinn verði seldur. Við treyst- beina atvinnu ásamt því að hafa um því að góðir menn bjargi þessu," sagði Andrés Hannesson hafnarvörð- ur. Við eigum öll fiskinn í sjónum „Þettá er nú bara þannig að ef fólk ætlar að halda sönsum þá má það bara ekki hugsa um þetta,“ sagði Jóna Engilbertsdóttir vigtarmaður. „Það er alveg ógurlegt til þess að hugsa að hægt sé að leggja heilt þorp í rúst með því að selja kvóta. Þetta er sama staðan og á Stokks- eyri ef Grandi kaupir þar. Á meðan það viðgengst að hægt sé að selja kvóta þá er þessi hætta fyrir hendi. Það er búið að lána ómælt fé í þetta fyrirtæki svo það geti starfað hér á staðnum en ekki til þess að flytja það burtu. Og það er ömurlegt að örfáir menn geti ráðskast með fiskinn í sjónum, sem þjóðin á, og orðið milljónamæringar á því að selja kvóta. Það á að banna kvótasölu, við eigum öll fiskinn í sjónum," sagði Jóna. Getum ekki hugsað þetta til enda „Við getum ekki hugsað þá hugs- un til enda að þetta fari. Það fólk sem vinnur hér er allt heimafólk og það hrynur allt hér ef helmingur af kvótanum fer norður," sagði Ævar Agnarsson verkstjóri í Meitlinum. Hann sagði að þegar fyrra tilboðið kom frá Dalvík í hlutabréf Hlutafjár- sjóðs hefðu starfsmenn Meitilsins sent Byggðastofnun viljayfirlýsingu um að ekki væri gengið frá sölu hlutabréfa án þess að starfsmenn fengju að vita um það. „Eg er viss um að starfsfólkið beitir sér í þessu eins og hægt er og það má alveg reikna með að tölu- vert fé safnist í hlutafé hér á staðn- um ef út í það fer,“ sagði Ævar og einnig að það væri lýsandi dæmi um vilja fólks að 75 ára gamall maður hefði hringt í sig og sagst vera tilbú- inn með eina milljón í hlutafé ef á þyrfti að halda. „Hjá starfsfólki hér gildir það viðhorf að hér sé fiskur til staðar að vinna við,“ sagði Ævar. Ekki hugsað um fólkið eða sveitarfélagið „Það gengur alls ekki að, þetta fari og ég trúi því ekki að það ger- ist. Þegar út í þessa kvótasölu er komið er ekkert verið að hugsa um fólkið eða sveitarfélagið," sagði Jóna Bjarnadóttir verslunarmaður. Atvinnulífið hérna lamast ef af þessu verður og slíkt er keðjuverk- andi. Fólk veltir þéssu auðvitað fyrir sér, bæði þeir sem vinna í Meitlinum og aðrir því þetta hefur alls staðar áhrif. Maður kvíðir auðvitað framtíð- inni og eitt er víst að ekki leggur maður traust sitt á sambandið í þessu efni. Ég trúi því að sveitarstjórnin geti stöðvað þetta að einhverju leyti,“ sagði Jóna. Það á að banna kvótasölu „Það á að vera búið að banna það fyrir löngu að selja kvóta,“ saðgi Þórarinn Grímsson vöruflutningabíl- stjóri. „Þetta lýsir Sambandinu vel. Það byggði upp þennan stað og nú ætlar það að drepa hann niður, bara vegna þess að frammámenn SÍS búa fyrir norðan. Maður veltir þessu auðvitað fyrir sér enda stendur rnaður uppi með verðlausar eignir hérna ef af jiessu verður og ekkert að gera. Ég vil stöðva kvótasöluna og að kvótinn verði staðbundinn en fari ekki á eft- Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Pétur Friúriksson og Andrés Hannesson hafnarverðir. Ævar Agnarsson verkstjóri. Jóna Bjarnadótti ir verslunarmað- ur. Jóna Engilberts- dóttir vigtarmað- ur. Þórarinn Grímsson vöru- bílstjóri. ir peningunum. Það gengur ekki að peningamenn geti farið með eignir fólks að eigin vild í gegnum þessar kvótasölur. Við eigum öll þessi auðævi sem eru í kringum landið,“ sagði Þórarinn Grímsson. Sig.Jóns. Miimihluti bæjarstjórnar Kópavogs: Vill auglýsa reiti 12,13 og 14 í Kópavogsdalnum Minnihluti bæjarstjórnar Kópavogs krafðist þess á bæjarstjórnarfundi í gær að samþykkt bæjarráðs um lóðaúthlutanir til Ármannsfells hf. í Kópavogsdal frá 12. september yrði afturkölluð og lóðirnar auglýstar. Fulltrúar þeirra tveggja flokka sem mynda minnihluta í bæjarstjórn gerðu athugasemdir við meðferð málsins og töldu afskipti Gunnars Birgissonar, formanns bæjarráðs, af málinu óeðlileg þar sem liann ætti hlut í fyrirtæki sem ætti hlut í Ármannsfelli hf. Auk þess hefði Gunnar setið í stjórn fyrirtækisins á þessu ári. Meirihluti bæjarráðs telur að minnihlutinn sé einungis að efna til pólitísks orðaskaks með athugasemd- uin sínum. Guðmundur Oddsson, fulltrúi Al- þýðuflokks í bæjarstjórn, sagði að upphaf málsins mætti rekja til þess þegar ákveðið hefði verið að kaupa 36 hektara af landi í Kópavogsdal, 16. júlf, en eftir þá ákvörðun hefði mikill hraði komist á málið. Á fundi bæjarráðs 8. ágúst hefði skipulags- stjóra verið heimilað að hefja skipu- lagsvinnu á landinu en á sama fundi hefði bæjarráð samþykkt erindi fyrir- tækisins Gunnars og Gylfa sem ósk- uðu eftir byggingarlóðum 12, 13 og 14 en einnig að skipuleggja lóðirnar í samráði við skipulagsstjóra bæjar- ins. Á fundi bæjarráðs 29. september hefði verið lögð inn umsókn Ár- mannsfells hf. um 30 raðhús, 6 par- hús og 250 íbúðir á reitunum þremur og hefði verið óskað umsóknar skipu- lagsstjóra um hana. Á næsta fundi hefði tillaga um að auglýsa umrædd- ar lóðir verið felld en í stað þess samþykkt tillaga Gunnars Birgisson- ar, formanns bæjarráðs, um að Ár- mannsfelli hf. yrði gefinn kostur á reitum 12, 13 og 14 í Kópavogsdal eða sama landi og fyrirtækinu Gunn- ari og Gylfa hefði áður verið úthlut- að. Þeir sem samþykktu tillöguna voru Gunnar Birgisson, Guðni Stef- ánsson og Sigurður Geirdal. Guðni Stefánsson, fulltrúi Sjálfstæðis- flokks, sagði að tillögur fyrirtækj- anna Ármannsfells og Gunnars og Gylfa hefði farið fyrir skipulagsnefnd sem hefði komist að þeirri niðurstöðu að tillögur Ármannsfells væru betri. Guðmundur Oddsson sagði að Gunnar hefði sagt ósatt á fundi bæjarráðs þegar hann hefði neitað því að hann hefði setið í stjórn Ár- mannsfells hf. Hann sagði að Gunnar hefði verið kosinn í stjórn fyrírtækis- ins á aðalfundi í maí og úrsögn hans hefði ekki borist firmaskrá fyrr en 2. maí þá hefði verið búið að ákveða að Ármannsfell hf fengi umræddar lóðir. Sagði Guðmundur að brotið hefði verið gegn öllum siðareglum í meðferð málsins. Elsa Þorkelsdóttír, fulltrúi Alþýðu- bandalags, tók í sama streng og Gunnar en bætti við að í sínum huga væri hér ekki einungis um brot á siðareglum að ræða heldur einnig lögbrot. Hún hvatti bæjarstjórn til þess að samþykkja tillögu meirihlut- ans um að auglýsa umræddar lóðir. Ekki einungis til þess að bjarga Gunnari Birgissyni heldur einnig bæjarstjórninni allri. Gunnar Birgisson, fulltrúi Sjálf- stæðisflokks, sagðist vísa algjörlega á bug öllum ásökunum í sinn garð. Þær væru gripnar úr lausu lofti til þess að efna til pólitísk orðaskaks. Hann sagði að í stjórnartíð minni- hlutans hefði verið skortur á lóðum í Kópavogi en nú væri framboð nægi- legt. Meirihlutanum hefði gengið vel og hann myndi halda sínu striki. Sagði Gunnar að tal um fjárhagsleg- an ávinning vegna lóðanna til Ár- mannsfells hf. væri gripið úr lausu lofti. Fundinum var frestað kl. 17, en þá hafði hann staðið í tvo tíma, og hófst aftur um klukkan 21. Éftir umræður urn skipulagið var gengið til atkvæða um það. Skipulag á reitum 1-11 var samþykkt sam- hljóða en fulltrúar minnihlutans sátu hjá við atkvæðagreiðslu um reiti 12,13 og 14. Gerðu þeir grein fyrir atkvæðum sínum þar sem fram kom að hjásetan væri sökum þess að þeir teldu óeðlilega hafa verið staðið að úthlutun til verktaka á þeim reitum. t

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.