Morgunblaðið - 25.09.1991, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 25.09.1991, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. SEPTEMBER 1991 31 Ný frímerki 9. okt. nk. Frímerki Jón Aðalsteinn Jónsson Fyrir stuttu kom út fimmta til- kynning Póst- og símamálastofn- unarinnar, þar sem boðuð er út- gáfa fimm nýrra frímerkja. Ég hef tekið eftir þeirri breytingu, að frá annarri tilkynningu _ þessa árs stendur einungis PÓSTUR OG SÍMI, en ekki hið löglega heiti stofnunarinnar. Raunar skiptir þetta ekki miklu máli, enda býst ég við, að þeim á þeim bæ hafi eins og mér þótt nafn það, sem alþingismenn samþykktu á sínum tíma á stofnunina, heldur þungla- malegt og fara illa í munni. Hún heitir engu að síður Póst- og síma- málastofnunin, enda þótt það af eðlilegum ástæðum styttist í það að vera Póstur og sími. Samt er hæpið að breyta nafni stöfnunar á opinberri tilkynningu, hversu andk- annalegt sem það kann að þykja. Fyrsta frímerkið, sem kemur út 9. október, er gefið út til að heiðra hundrað ára afmæli Stýrimanna- skólans í. Reykjavík. Hann var ein- 'mitt settur í fyrsta skipti 1. októ- ber 1891. Þess er getið í tilkynning- unni, að Jón Sigurðsson forseti hafi ritað um Skóla á íslandi í rit sitt, Ný félagsrit, árið 1842 og minnzt þar fyrstur manna á stýri- mannaskóla á íslandi. Víst er það rétt, því að Jón Sigurðsson víkur einmitt í þessari merku ritgerð bæði um skóla „handa kaupmanna- efnum, stýrimannaefnum, og handa öllum þeim sem læra ætla handiðnir eða aðra borgara-athöfn. Hins vegar tel ég það ósmekklegt af póststjórninni að minnast ekki í frásögn sinni einu orði á fyrsta skólastjóra Stýrimannaskólans, Markús F. Bjarnason, en hann átti einmitt drýgstan þátt í stofnun skólans á sinni tíð, enda hafði hann um nær áratug á undan veitt ung- um mönnum tilsögn í stýrimanna- fræði að vetri til, þótt hann fengi engan styrk til þess fyrstu árin. Þegar þetta er haft í huga, hefði mátt ætla, að íslenzka póststjórnin eða þeir, sem hún hefur haft til ráðuneytis um minningarfrímerki af þessu tilefni, hefði valið mynd af fýrsta skólastjóra Stýrimanna- skólans á slíkt frímerki. Með hlið- sjón af framansögðu hefði að mín- um dómi verið ólíkt skemmtiiegra að hafa gamla skólann við Stýri- mannastíginn á merkinu en hina nýju byggingu í Rauðarárholtinu. Á það hefði svo mátt teikna mynd af Markúsi með sextantinn efst á palli skólahússins, þar sem nem- endur hans æfðu homamælingar. Þess konar frímerki hefði sómt bæði Stýrimannaskólanum og fyrsta skólastjóra hans. En úr þessu verður auðvitað engu breytt. Frímerki þetta hafa þeir Tryggvi T. Tryggvason og Guðjón Davíð Jónsson teiknað á vegum auglýs- ingastofunnar Yddu hf., en þeir hafa áður komið við sögu ísl. frí- merkja. Verðgildi þess er 50 kr. Merkið er prentað í Englandi með svokallaðri offset litógrafíu-aðferð hjá The House of Questa Ltd. í London. Eru 50 frímerki í örk. Dagoir frímerkisins 9. okt. nk. Um allmörg ár hefur ísl. póst- stjómin minnzt þessa dags með ÍHasÓfiíÞ AOuí' .... JÍ Á mwmwwmwm 'wmwmm'm m ww% ifaumm f. 'ÍTW -.V • >r-.;. ?j THÞW’Bt! ;50 ý/' ' .. i 0 : = ■HÍIbi ; íWliWSíBi frímerkjaútgáfu og þá oftast með fallegum smáörkum. Má segja, að þetta sé næstum hið eina, sem gerist þennan dag, því að smám saman virðist því miður mjög hafa dregið úr starfí frímerkjafélaga til þess að kynna frímerkjasöfnun fyr- ir almenningi. Er það miður, því að ekki veitir af að örva menn og þá helzt unglinga til þess að sinna þessu holla og fræðandi tóm- stundagamni. Að þessu sinni fitjar póststjórn okkar upp á skemmtilegri nýjung með útgáfu fjögurra merkja með myndum af þekktum skipum úr siglingasögu Islendinga á 19. og 20. öld. Fer vissulega vel á útgáfu slíkra frímerkja og hefði fyrr mátt verða. Sitthvað hef ég einnig hér við útgáfu þessa að athuga. I tilkynn- ingu Pósts og síma er talað um smáörk. Á þá notkun .orðsins get ég tæplega fallizt. Smáörk hefur fram að þessu verið haft um litla örk með einu eða fleiri frímerkjum í og ævinlega með einhveijum texta í kring, sem skýrir tilgang útgáf- unnar. Hér virðist þessu ekki til að dreifa, ef marka má tilkynning- una. Þetta er í raun aðeins frí- merkjaörk með átta frímerkjum í, en tvö og tvö þeirra hafa sama myndefnið. Ekki veit ég, hver hefur ráðið þessu fyrirkomulagi, sem er alveg nýtt í ísl. frímerkjasögu. E.t.v. liggur hér einhver söluaðferð að baki, eða svo gæti virzt. Hér má sem sé fá fram tvö og tvö frí- merki samhangandi, bæði lárétt og lóðrétt, svo að úr geta orðið átta mismunandi tvenndir. Þykir mér ekki annað líklegt en margir safn- arar vilji eiga þær allar í söfnum sínum. Síðan má búast við, að framleiðendur albúma taki slíkar tvenndir upp í albúmblöð sín. Ljóst er af þessu, að sala merkjanna eykst verulega við þetta. Þá bætist svo það við, að skipamyndir á frí- merkjum eru orðin útbreidd mótíf- söfnun um allan heim. Ekki verður séð, að þessar tvær útgáfur 9. okt. tengist í raun á nokkurn hátt Degi frímerkisins, nema ef vera skyldi,á þann hátt, að skipin fluttu öll póst til og frá landinu á sinni tíð. Skipin, sem valin eru á frímerk- in, eru þessi: Elzt er Sölöven eða Sæljónið, eins og það nefndist á íslenzku. Var það tvímöstruð skonnorta og síðasta póstseglskipið í íslandssiglingum. Fórst það undir Svörtuloftum við Snæfellsnes haustið 1857 með allri áhöfn og nokkrum kunnum kaupmönnum hér í Reykjavík. Þá tók við sigling- um næsta ár gufuskipið Arcturus, sem var einnig með seglabúnaði. Prýðir mynd þess næsta frímerki arkarinnar. Þá er mynd af Gull- fossi eldra, sem var fyrsta skip Eimskipafélags íslands hf. Var það flaggskip íslenzka kaupskipaflot- ans í aldarfjórðung eða fram að síðari heimsstyijöld, þegar Þjóð- vetjar kyrrsettu það í Danmörku. Loks er fjórða skipið Esja (II), sem lengst af var í strandsiglingum. Hér er mér enn spum. Hvers vegna var ekki mynd af fyrstu Esju valin? Hún var um allmörg ár fljótandi pósthús og þar var notaður sérstak- ur stimpill, merktur Skip 1. Hins vegar er mér ekki kunnugt um, að seinni Esja hafi haft sérstakt póst- hús um borð. Hinn gamalreyndi og smekkvísi frímerkjahönnuður póststjómar- innar, Þröstur Magnússon, hefur teiknað þessi skipafrímerki. Þau eru prentuð í Englandi með offset- lítógrafískri aðferð hjá BDT Inter- national Security Printing Ltd. í Buckinghamshire. Verðgildi allra þessara skipa- merkja er hið sama, 30 kr. Má lík- legt telja, að það boði almenna hækkun burðargjalds upp í þá upp- hæð innan skamms. Hvað um sérstimpil á Degi frímerkisins? I tilkynningu Pósts og síma er ekki minnzt á sérstimpil á þessum degi, en þess konar stimpill hefur verið notaður óslitið frá 1961. Er hér um að ræða einhveija stefnu- breytingu hjá póstinum? Eða er hér um bein mistök að ræða? __________Brids____________ Umsjón Arnór Ragnarsson Bridsfélag Sauðárkróks Á mánudaginn var spilaður eins kvölds tvímenningur og varð röð efstu para þessi: Kristján Blöndal - Bjarni Brynjólfss. 71 Ólafur Jónsson - Sólrún Júlíusdóttir 68 LárusSigurðsson-SigurðurGunnarsson 67 JónÖmBemdsewn-GunnarÞórðarson 67 Næsta mánudag verður einnig spil- aður eins kvölds tvímenningur. Spilað verður með forgjöf og peningaverð- launum. Spilað er í Bifröst og hefst spilamennska kl. 19.45. Baldur og Jón Skeggi unnu á Jöklamóti BH Höfn. Baldur Kristjánsson og Jón Skeggi Ragnarsson sigruðu í Jökla- móti Bridsfélags Hornafjarðar, sem spilað var á Höfn um síðustu helgi og hlutu kaldasta titilinn í þessari grein íþrótta, Jöklameistarar 1991. Það kom vel á vondan því séra Baldur hafði áminnt menn við setn- ingu móts um „að vega hvern ann- an í bróðerni“ og taldi Guðbrandur Jóhannsson við verðlaunaafhend- ingu að menn hefðu sýnt Baldri og Jóni Skeggja full mikið bróðerni í leiknum. Mótið fór mjög vel fram undir góðri stjóm Sveins Rúnars Eiinks- sonar og ánægjulegt var að sjá spilara úr nær öllum landshornum viðstadda. 30 pör tóku þátt í leikn- um. Um lengstan veg kom par frá ísafirði annað frá Vopnafirði, fimm pör úr Reykjavík og eitt úr Kópa- vogi og annað frá Hvolsvelli. Heimamenn voru með 15 pör og frá Reyðarfirði og af Héraði voru 6 pör. Úrslit urðu: Baldur Kristjánsson - Jón Sk. Ragnarss., Höfn 221 Jón V. Jónmundss. - Eyjólfur Magnússon, Rvk. 195 Jón B. Stefánsson - Siguijón Stefánsson, Egl. 188 Jón Hjaltason - Sigfús Ö. Ámason, Rvk. 179 Ólafur Sigmarsson - Kristján Magnúss., Vopn. 159 Bemódus Kristinss. - Þröstur Ingimarss., Kóp. 134 Arnar G. Hinrikss. - Guðmundur H. Jónss., ísaf. 109 Sveinn S. Sveinsson - VeigarSveinsson, Egl. 104 Ingvar Þórðarson - Gísli Gunnarsson, Höfn 87 Gestur Halldórsson - Magnús Jónasson, Höfn 76 Heimamenn eru þegar famir að hlakka til næsta Jöklamóts og voru jafnvel uppi raddir um að spila það á jöklinum sjálfum en það skýrist nú í fyllingu tímans. - JGG Morgunblaðið/JGG. Jón Skeggi Ragnarsson og Baldur Kristjánsson sigruðu í Jöklamóti Bridsfélags Hornafjarðar sem fram fór um síðustu helgi. Þeir hlutu þar með titilinn jöklameistarar BH. Guðbrandur Jóhannsson afhenti verðlaunin. Talið frá vinstri: Guðbrandur, Jón Skeggi og Baldur. Bridsfélag kvenna Nú er tveimur kvöldum af þremur lokið í Mitchell tvímenningnum og er staða efstu para þannig: Þorgerður Þórarinsdóttir - Steinþór Ásgeirss. 703 Halla Bergþórsdóttir - Soffla Theodórsóttir. 653 Lovísa Jóhannsdóttir - Kristín Karlsdóttir 653 Margrét Margeirsdóttir - Júliana ísebam 611 Kristín Þórðardóttir - Ása Jóhannesdóttir 604 Kristín ísfeld - Hrafnhildur Skúladóttir 603 Ólína Kjartansdóttir - Ragnheiður Tómasdóttir 588 Ásgerður Einarsdóttir - Rósa Þorsteinsdóttir 576 LAUSBLAÐA- MÖPPUR frá Múlalundi... ... þær duga sem besta bók. Múlalundur SÍMI: 62 84 50

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.