Morgunblaðið - 25.09.1991, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 25.09.1991, Blaðsíða 40
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. SEPTEMBER 1991 40 Ást er... 5-30 ... að lofa henni að sofa út. TM Reg. U.S. Pat Off.—all nghts reserved ® 1991 Los Angeles Times Syndicate Maðurinn minn skilur mig Hvað má ég gera fyrir þig ekki... og þína ...? Ljóðagerð: Perlur o g andleg víruspest Sparað umfram efni Að undanförnu hefur það ekki farið fram hjá neinum sú umræða að spara í heilbrigðiskerfinu. Það er gott og blessað, því engin hefur gott af því að eyða um efni fram. Á mínum uppvaxtarárum vandist maður á að spara og spara, en þó ekki að til tjóns yrði. Okkur var einnig kennt að ekki ætti að veitast að þeim sem minna mega sín, en það voru sjúkt fólk og aldraðir eða þeir sem lítið áttu fyrir sig að leggja. Þetta kemur mér í hug þegar ég les og hlusta á þá umræðu sem nú fer fram um sparnað í rekstri sjúkrahúsa. Síst af öllu á að ráðast að sjúkrahúsunum, því að sú starf- semi sem þar fer fram er lífsnauð- syn. Eg og mín íjölskylda höfum kynnst.því af eigin raun hversu mikilvæg þjónusta þeirra er og þá var ekki spurt um peninga eða tíma heldur var mannúð og umhyggja látin vera í fyrirrúmi. Eg hygg að ef þessir sem nú vilja skera allt niður yrðu fyrir ein- hverju áfalli, þótt ekki væri annað en brot á handiegg, væri enginn vafi á að þeir hinu sömu vildu að því yrði sinnt strax, en ekki fara í biðröð til að fá afgreiðslu. Þeir gætu ef til vill greitt fyrir þessa þjónustu og fengið hana strax, en hvað get ég sem hef ekki þau laun sem þeir hafa? Er ekki stundum sagt að þeir sem ráða eigi að ganga á undan með góðu fordæmi. Gera þeir það? Væri ekki hægt að hugsa sér að þeir tækju sér minni laun, færri utanlandsferðir, minni veislur og hagræddu störfum um sömu mál- efni milli ráðuneyta og ná þannig fram sparnaði? Verkafólk þessa lands hefur lág laun og getur ekki tekið á sig frek- ari byrði, en það er ekki óskað eft- ir áliti þess þegar hækka þarf skatt, heldur er gengið að því með lögtök- um og grófum innheimtuaðgerðum ef það getur ekki greitt gjöld sín til samfélagsins. Það er von mín og ég veit fjölda fólks í landinu að ráðamenn hætti við þessi áform sín að draga úr þjónustu sjúkrahúsanna. Ég vil taka undir athugasemdir „dýravinar" í Hafnafirði. Hundahald er bannað í Hafnafirði og á að vera bannað áfram og það á að fram- fylgja þessu banni. Ég vinn vakta- vinnu og sé — og heyri — til hund- anna hér í Hafnafirði á flestum tím- um. Maður vaknar við gjammið á morgnana, þ.e.a.s. ef maður hefur náð að sofna útfrá spangólinu á kvöldin. Gatan sem ég bý við er ekki stór en þar eru tveir stæðilegir hundar og von á þeim þriðja. Það er brjóst- umkennanlegt að horfa á dauðskelfd börnin ef dýrin eru laus. Og það er bijóstumkennanlegt að horfa á dýrin vansæl og gólandi ef þau eru bund- in. Þetta er ekkert líf fyrir þessi grey. Hundar eiga að vera uppí sveit þar sem þeir geta hlaupið um. Utivinnandi húsmóðir og dýra- vinur í Hafnarfirði. Allir sem unna íslenskri ljóða- gerð, sannkallaðri list, hljóta að vera þeim þakklátir sem láta í ljósi álit sitt á þessari nýtísku ljóðagerð, sem er hvorki fugl né fiskur, en vekur hjá manni vorkunnsemi og undrun að þessi samsetningur skuli vera kallaður skáldskapur. Ég held að það standi svona orðrétt í Heims- ljósi Laxness: Að tala upp úr sér geta allir, en að rýma geta ekki nema skáld. Svo mörg eru þau orð. Órímuð ljóð geta verið perlur, en nú er eins og allt kallist skáldskap- ur, jafnvel lætur Háskóli íslands það viðgangast að leggja blessun sína yfir kver sem á að innihalda efni til næringar og lærdóms æsku þjóðar okkar á sviði bókmennta. Er þetta andleg víruspest eða hvað? Yonangi gengur hún yfir eins og aðrar farsóttir. Einhvern tíma hefði þvílíkur skáldskapur kallast „leir- burður“ eins og illa rímuð ljóð. Það er illt í efni ef sannkölluð orðsins list á að kafna í brunnum sem ekki halda hreinu vatni vegna mengun- ar. Hafnfirskir hundar: GREYIN GJAMMA Víkverji skrifar Svo sem allir sjá er bílaeign fram- haldsskólanema orðin svo mik- il hér, að til vandræða er við alla skóla vegna skorts á stæðum. Við upphaf skólahalds í Menntaskól- anum við Hamrahlíð var til dæmis ráðist í að malbika nokkur ný bíla- stæði við skólann. Sannaði það enn, hve mikinn forgang bíllinn og að- staða fyrir hann hefur, því að um langt árabil hafa yfirvöld skólans látið undir höfuð leggjast að ganga sómasamlega frá lóð inni í kringum bílastæðin. í sumar hefur víða verið unnið að því á vegum Reykjavíkurborgar að ljúka framkvæmdum við ýmsa smáreiti sem myndast, til dæmis við vegagerð. Er oft undarlegt, hve lengi dregst hjá sumum opinberum aðilum að leggja síðustu hönd á verk. Þetta er þó misjafnt eftir fyrir- tækjum og er Rafmagnsveita Reykjavíkur til fyrirmyndar að þessu leyti og einnig Hitaveita Reykjavíkur. Fær Hitaveitan von- andi heimild ti! þess að ljúka við það sem gera þarf umhverfis Perl- una og nýju hitaveitutankana á Öskjuhlíð, svo að þar standi ekki ógróin sár eða ófullgerðir vega- og gönguspottar um langan tíma. XXX Framkvæmdirnir við vegina kalla að sjálfsögðu á svigrúm fyrir tæki og þá sem vinna við þær. Eftir að hafa ferðast akandi erlendis vekur það alltaf jafnmikla furðu Víkveija að kynnast því, hve lítil alúð virðist lögð við það hér að vekja athygli ökumanna á að- steðjandi hættum við vegafram- kvæmdir eða á vegabrúnum. Oftast sjást viðvörunarskilti um svipað leyti og hættan sem þau eiga að vara við. Erlendis virðist fylgt ákveðnum stöðlum við uppsetningu á slíkum viðvörunarskiltum. Ökumanni er með góðum fyrirvara gerð grein fyrir að hætta sé á vegi hans og hann er síðan minntur á hættuna og hvattur til ákveðinna viðbragða þangað til hann er kominn fram hjá henni. Hér sýnast viðvaranir háðar duttlungum hveiju sinni og oft ekki einu sinni unnt að treysta þeim skiltum, sem upp eru sett. Hver kannast ekki við óþægindi vegna þess að fyrirvaralítið er ekið af bundnu slitlagi á malarveg úti á þjóðvegunum? xxx YVíkveiji vill hér með skora á yfirvöld umferðarmála að huga að því hvort ekki sé ástæða til að herða eftirlit með þeim sem eiga að veita ökumönnum leiðbein- ingar og skapa hjá þeim öryggis- kennd við aksturinn. Svo sem kunn- ugt er hafa umræður um umferðar- mál hér einkum snúist um að áminna þá sem sitja undir stýri en minna um aðstæðurnar, sem þeim eru skapaðar. Ökumenn þurfa að fara eftir skýrum og sjálfsögðum reglum, sem eiga að stuðla að almennu öryggi í umferðinni. Það ættu einn- ig að gilda jafnskýrar reglur um framgöngu þeirra sem eru að vinna við vegi með þeim hætti, að störf þeirra trufla óhjákvæmilega um- ferðina.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.