Morgunblaðið - 25.09.1991, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 25.09.1991, Blaðsíða 44
VÁTRYG6ING SEM BRÚAR BILIfl SJÓVA LMENNAR RISC SYSTEM/6000 KEYRIR UNIX FRAMTÍÐARINNAR: EBMJUX MIÐVIKUDAGUR 25. SEPTEMBER 1991 VERÐ í LAUSASÖLU 100 KR. Allur innflutningur á olíuvörum gefinn frjáls; Viðskiptafrelsi ætti að þýða lægra verð - segir Jón Signrösson viðskiptaráðherra Innflutningur á öllum olíuvörum verður frjáls frá næstu áramót- um samkvæmt ákvörðun viðskiptaráðherra, en þá rennur út samn- ingur sem viðskiptaráðuneytið gerði í fyrra við sovéska ríkisoiíufé- lagið um kaup á gasoliu og svartolíu. I kjölfarið verða afskipti verðlagsyfirvalda af ákvörðun olíuverðs tekin til endurskoðunar frá áramótum og jöfnun innkaupsverðs fellur niður. Viðskiptaráð- herra segir að þetta eigi að hafa í för með sér lækkun á olíuverði til neytenda en forstjórar olíufélaganna þriggja segja að svigrúm þeirra til verðsamkeppni sé af ýmsum ástæðum mjög lítið. „Ég tel að viðskiptafrelsi á þessu sviði og samkeppni milli olíufélaganna muni færa notend- um þessa varnings lægra verð,“ sagði Jón Sigurðsson viðskiptaráð- herra við Morgunblaðið. Hann sagði að þessi ákvörðun væri tekin bæði með tilliti til þess hvað besta fyrirkomulagið sýndist vera frá sjónarhóli ráðuneytisins, og í ljósi þess að ekki væri lengur á vísan að róa varðandi olíuinn- kaup frá Sovétríkjunum. Jón lét þess jafnframt getið, að oiíufélögin hefðu áhuga á áframhaldandi við- skiptum við Sovétríkin. Jón sagði, að jöfnun innkaupa- verðs yrði fellt niður frá áramótum en óleyst væri vandamál með jöfn- un flutningskostnaðar. Nú er flutningskostnaður jafnaður út milli landsvæða, þannig að sama olíu- og bensínverð er á öllu land- inu en viðskiptaráðherra sagði að lagaákvæði um þetta efni yrði tek- ið til endurskoðunar. Kristinn Björnsson forstjóri Skeljungs sagði að vonandi yrði þetta til að verð á olíuvörum lækk- aði. „En það yrði þá fyrst og fremst þegar verðlagningin væri komin öll í okkar hendur og þá á ég við flutningsjöfnunina," sagði Kristinn. Hann sagðist gera ráð fyrir að olíufélögun legðu metnað sinn í að ná sem bestum innkaupa- samningum, en ekki mætti gleyma því að þau viðskipti gerðust á al- þjóðamörkuðum þar sem býsna fastar skorður væru settar. Óli Kr. Sigurðsson forstjóri OLÍS sagði að það væri skilyrði fyrir því að frjáls samkeppni ríkti i olíuverslun hér á landi, að verð- jöfnunarsjóður flutningskostnaðar yrði lagður niður. „Nú getum við stýrt okkar innkaupum eftir okkar eigin geðþótta en ekki ákvörðun ríkisstjórnar í sambandi við inn- kaup frá Rússum. En það er ekki fyrr en verðjöfnunarsjóðurinn hef- ur verið lagður niður, sem hægt er að tala um samkeppni á milli olíufélaga um verð á gasolíu,“ sagði hann. Geir Magnússon forstjóri Olíu- verslunar íslands sagðist ekki sjá miklar breytingar framundan þrátt fyrir ákvörðun viðskiptaráð- herra. Hins vegar ríkti óvissa, bæði varðandi markaðsmál erlend- is og ýmsar ákvarðanir lægju ekki enn fyrir hérlendis í því sambandi benti hann meðal annars á að núverandi kerfi um jöfnunarsjóð flutningskostnaðar væri háð ákvörðun Alþingis. Þá sagði hann, að þar sem olíuverð hér á landi væri að stærstum hluta skattar gæfi það olíufélögunum ekki til- efni til mikillar verðsamkeppni. Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson Skólabörn skera mel V estmannaeyj u m. KRAKKAR úr 10. bekk grunnskólans í Eyjum skáru á dögunum melfræ í sjálfboðavinnu. Melfræið var skorið á nokkrum stöðum á Heimaey en undanfarin haust hafa krakkar í efsta bekk ásamt öðrum sjálfboðaliðum skorið melfræ, sem síðan hefur verið sáð á ný að vori. Afrakstur dagsins voru 20 pokar af melfræi sem sendir voru til Land- græðslunnar í Gunnarsholti tii þurrkunar. Krakkarnir, sem voru ásamt kennurum sínum við melskurðinn, voru hress og kát og sögðu það það væri mun skemmtilegra að skera melinn en að sitja inni yfir skóla- bókum í góða veðrinu. Á myndinni sjást hressir Eyjapeyjar í mel- skurði, þeir Óðinn Sæbjörnsson og Gunnar Berg Viktorsson. Grímur Fj ármálaráðuneytið lækkar forvexti ríkisvíxla nm 1 lh°/o Islandsbanki segir almenna vaxtalækkun ekki á dagskránni, en Búnaðar- banki segir einhverrar vaxtalækkunar að vænta um mánaðamót Fjármálaráðuneytið lækkaði vexti ríkisvíxla um 1 ‘/2% i gærkvöldi en bankar hafa undanfarið lækkað vexti um 3-4% á svokölluðum bankavíxlum, sem þeir selja til að afla lausafjár og keppa við ríkisvíxla á markaði. Friðrik Sophusson fjármálaráðherra segir að ríkisvíxilvextir tíiki mið af útlánsvöxtum banka, og þessi lækkun sé gerð í trausti þess að bankarnir lækki innau skamms vexti á venju- legum útlánum sínurn. Jón Adolf Guðjónsson, bankastjóri Búnaðar- bankans, sagðist aðspurður eiga von á einhverri nafnvaxtalækkun um mánaðamótin í ljósi minnkandi verðbólgu. Ragnar Önundarson framkvæmdastjóri hjá íslandsbanka sagði hins vegar, að tómt mál væri að tala um vaxtalækkun ineðan ekki hefði náðst jafnvægi milli óverðtryggra og verðtryggðra vaxta innan ársins. Uppboð á aflakvótum óheimil? „VIÐ höfum ekki heimild til að veita leyfi fyrir uppboðum á aflakvótum," segir Ólafur Walter Stefánsson skrifstofu- stjóri í dómsmálaráðuneytinu. Hilmar Á. Hilmarsson, fram- kvæmdastjóri Kvótamarkaðar- ins hf., fullyrðir að hann þurfi ekki leyfi til að bjóða upp afla- kvóta og segir að uppboð mark- aðarins verði haldin einu sinni í viku í Átthagasal Hótels Sögu og það fyrsta fari fram nk. mánudag kl. 10. „Við erum að bjóða mönnum að fá hæsta mögulegt verð fyrir kvótann og tökum 2-3% fyrir söluna eftir magni. Seljendur ákveða lág- marksverð og það hefur verið 160-195 krónur fyrir kílóið í þorskígildum," segir Hilmar. Sjá nánar í Ur verinu bls. Bl. „Vextir á ríkisvíxlum hafa yfir- leitt tekið mið af útlánsvöxtum bankanna. Lækkun á vöxtun bankavíxla, sem seldir eru almenn- ingi, sýnir trú viðskiptabankanna á því að verðbólga sé á niðurleið og er vonandi fyrsta skrefið í lækkun nafnvaxta innlánsstofnana. Þess vegna hefur verið ákveðið að lækka ríkisvíxilvexti um 1 '/2%, enda trúum við því að verðlag eigi eftir að lækka á næstu mánuðum. Hins vegar má búast við háum raunvöxtum enn um sinn eða að minnsta kosti með- an fjárþörf ríkisins og annarra opin- berra aðila er eins mikil og raun ber vitni," sagði Friðrik Sophusson við Morgunblaðið í gærkvöldi. Lánskjaravísitala hækkaði aðeins um 0,28% milli ágúst 0g september en það jafngildir um 3,5% verðbólgu á bcilu ári og spár benda til lágrar verðbólgu næstu mánuði. Nafn- vextir banka og sparisjóða eru mjög háir í samaburði við þessa verð- bólgu. Aðspurður hvort nafnvextir rnyndu ekki lækka almennt á næst- unni í ljósi þessa, sagði Ragnar Önundarson að þeir hjá Islands- banka hefðu lýst því yfir að jafn- vægi þyrfti að vera milli óverð- tryggðra og verðtryggðra vaxta þegar árið í heild væri skoðað og mikið vantaði á að svo væri. Þar til það jafnvægi hefði náðst væri tómt mál að tala um vaxtalækkun. Vextir óverðtryggðra lána hefðu verið of lágir framan af árinu og miðað við fyrirliggjandi forsendur næðist jafnvægi ekki fyrr en langt væri liðið á árið. Það væri nauðsyn- legt að þessi leiðrétting ætti sér stað þvi stjómendum íslandsbanka væri lögð sú skylda á herðar að reka bankann af ábyrgð. Jón Adolf Guðjónsson, banka- stjóri Búnaðarbanka íslands, sagði að síðustu tvo mánuði hefði hækkun lánskjaravísitölunnar verið mjög lág. Vaxtamálin væru nú til umfjöll- unar í bankanum og hann gerði fastlega ráð fyrir að það yrði ein- Þessar upplýsingar komu fram í svari Stefáns Hermannssonar að- stoðarborgarverkfræðings, vegna fyrirspurnar í borgarráði frá Sigur- jóni Péturssyni um stöðu fram- kvæmda og kostnaðar vegna Ráð- hússins. Miðað við framreiknaða áætlun sem gerð var árið 1988 var áætlað að kostnaðurinn yrði rúmir 1,9 milljarðar 0g í framreiknaðri áætlun frá janúar árið 1989 er kostnaður áætlaður rúmir 2,3 millj- hver lækkun óverðtryggðra vaxta á innlánum og útlánum í takt við lækkandi verðbólgu á næsta vaxta- breytingardegi 1. október. Reglulegur fundur Seðlabankans og viðskiptabankanna um vaxtamál er ráðgerður í dag, en þar er lögð fram spá um líklegt verðbólgustig næstu mánaða. arðar. Fram hefur komið að snemma á þessu ári var talið að heildarkostnað- ur yrði 20% hærri en áætlunin frá árinu 1989 gerði ráð fyrir. „Nú hef- ur komið í Ijós að nokkrir liðir verða hærri en þá var áætlað, og er nú gert ráð fyrir að kostnaður verði 2.950 milljónir króna miðað við þetta sama verðlag, eða 26% umfram áætlun frá 1989. Sjá frétt á miðopnu. Ráðhúsið GUmillj- ónir umfram áætlun Á FUNDI borgarráðs í gær kom fram að heildarkostnaður vegna byggingar Ráðhúss Reykjavíkur er áætlaður rúmir 2,9 miHjarðar miðað við meðalverðlag þessa árs. Er það 26% eða 611 miHjónir króna umfram kostnaðaráætlun frá árinu 1989 sem miðar við endan- lega stærð húss og bílageymslu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.