Morgunblaðið - 26.09.1991, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 26.09.1991, Blaðsíða 1
64 SIÐUR B tYttnulifliifcifc STOFNAÐ 1913 218.tbl.79.árg. FIMMTUDAGUR 26. SEPTEMBER 1991 Prentsmiðja Morgunblaðsins Rúmenía: Nýrri stjórn lofað í kjölfar óeirða Búkarest. Reuter. LEIÐTOGAR Rúmeníu sam- þykktu í gær að mynda nýja ríkisstjórn eftir að brotist höfðu út óeirðir í Búkarest, þær mestu í fimmtán mánuði. Forseti landsins, forsætisráð- herra og æðstu yfirmenn hersins ákváðu þetta á neyðarfundi eftir að til harðra átaka hafði komið milli námaverkamanna og óeirða- lögreglu í höfuðborginni. Þeir lof- uðu að gera ráðstafanir til að mynd- uð yrði ný stjórn sem gæti komið á lögum og reglu í landinu og „hald- ið áfram á braut lýðræðisumbóta". Áður höfðu á milli sjö og átta þúsund námaverkamenn reynt að ryðjast inn í stjórnarráðið í Búka- rest og ná því á sitt vald. Þeir kröfð- ust launahækkana, verðstöðvunar qg afsagnar ríkisstjórnarinnar. Átök geisuðu við bygginguna fram eftir kvöldi og kostuðu þau fjóra menn lífið. Lögreglunni tókst þó að lokum að dreifa mannfjöldanum og beitti til þess kylfum og tára- gasi. Reuter Þúsundir kolanámamanna rændu tveimur lestum til að komast til Búkarest í gær. Þeir voru vopnaðir bareflum og grjóti og hrópuðu: „Við vujum koma Ilescu [forsetanum] og Roman [forsætisráðherranum] undir græna torfu." Deilan um kjarnorkuskjöl í Bagdad óleyst: frakar hundsa áfram kröfur öryggisráðs SÞ Washington, SÞ. Reuter. TALSMAÐUR Bandaríkjastjórn- ar, Marlin Fitzwater, sagði í gær að deilan við íraka um ótakmark- að leyf i eftirlitsmanna Sameinuðu þjóðanna (SÞ) til að kanna grun- samlega staði úr lofti hefði verið leyst „í bili". Eftirlitsmönnunum „Slátrarinn frá Lyon" látinn París. Reutcr. KLAUS Barbie, nasistinn sem nefndur var „Slátrarinn frá Lyon", lést í gær af völdum krabbameins, 77 ára að aldri. Klaus Barbie var fluttur í sjúkrahús í Lyon í Frakk- landi fyrir þremur vikum vegna krabba- Klaus Barbie meins í blóði, hrygg og blöðru- hálskirtli. Barbie var yfirmaður Gestapo er Þjóðverjar hernámu Frakk- Iand. Hann var framseldur frá Bólivíu, þar sem hann var í út- legð, árið 1983 og franskur dóm- stóll dæmdi hann í fangelsi fyrir stríðsglæpi 1987. Hann var sak- aður um að hafa látið taka 4.000 Frakka af lífi og sent 7.000 manns, einkum gyðinga og and- spyrnumenn,! útrýmingarbúðir. er ætlað að fylgjast með vopna- búnáði Iraka, einkum tilraunum þeirra til að framleiða gereyðing- arvopn. Er síðast fréttist var 44 eftirlitsmönnum SÞ enn meinað að yfirgefa byggingu í Bagdad, þar sem þeir fundu mikilvæg skjöl um kjarnorkuvopnasmíði íraka er þeir neita að afhenda íröskum embættismönnum aftur. Öryggis- ráð SÞ krefst þess að eftirlits- mennirnir fái að taka með sér öll gögn sem þeir hafa komist yfir. I yfirlýsingu Bandaríkjastjórnar var þess krafisl að mennirnir yrðu frjálsir ferða sinna. Yfir- maður þeirra sagði í samtali við gervihnattasjónvarpið Sky í gær- kvöldi að til átaka hefði komið við iraska verði en greindi ekki nánar frá atvikinu. Stjórn Saddams Husseins í Bagdad sendi öryggisráði SÞ skeyti seint á þriðjudagskvöld þar sem fall- ist var á flugeftirlit, að sögn forseta ráðsins. Colin Powell, hershöfðingi og for- seti bandaríska herráðsins, sagði á fundi með þingnefnd í gær að Bandaríkin hefðu bolmagn til að tryggja að fulltrúar SÞ gætu sinnt störfum sínum. Alls hefðu Banda- ríkin um 35.000 hermenn í löndun- um við Persaflóa og flugvélastyrkur- inn væri „allmikill". Powell sagði að þolinmæði umheimsins væri senn á þrotum og George Bush forseti áskildi sér allan rétt til aðgerða ef írakar neituðu áfram að leyfa ótak- markaðan aðgang að stöðvum sínum. Tvö loftvarnaherfylki Banda- ríkjamanna, búin Patriot-flaugum, voru í gærmorgun send til Saudi- Arabíu en þarlend stjórnvöld fóru í síðustu viku fram á að varnir lands- ins yrðu styrktar með þessum hætti. Herfylkin ráða samanlagt yfir nær 100 flaugum. Powell sagði að sam- kvæmt upplýsingum eftirlitsmanna SÞ virtust írakar vera að smíða kjarnorkuvopn en írösk stjórnvöld vísa þeim ásökunum á bug. Noregur: Ágreiningur á með- al EB-andstæðinga Ósló. Frá Jan Gunnar Furuly, fréttantara Morgunblaðsins. MIKILL ágreiningur er nú kominn upp innan norsku samtak- anna „Nei til EF", sem berjast gegn aðild Norðmanna að Evrópu- bandalaginu (EB). Andstæðingar formanns samtakanna, Krist- ens Nygaards, kröfðust þess í gær að hann segði af sér. Þeir sögðu hann pólitískan viðvaning og skorta þær gáfur sem for- maður „Nei til EF" þyrfti að hafa. Ágreiningsins varð fyrst vart er varaformaður samtakanna, Terje Kalheim, sagði í blaðavið- tali að mikið bæri á „þröngsýni" meðal samstarfsmanna sinna. Hann hvatti einnig EB-andstæð- inga til þess að hætta að nota gömlu röksemdirnar frá 1972 þegar efnt var til þjóðaratkvæða- greiðslu um EB. „Heimurinn hefur breyst mikið frá 1972 og það er bara hlægi- legt að ríghalda í eldgömul sjónarmið," sagði Kalheim, sem starfar innan verkalýðshreyfing- arinnar. Þetta varð til þess að Kalheim var húðskammaður fyrir að ala á klofningi innan eigin hreyfingar. v í viðtali í Dagbladet, sem birt- ist í gær, fær Kalheim hins veg- ar stuðning frá Bjergulv Froyn, sem er í fremstu fylkingu norsku verkalýðshreyfingarinnar og EB-andstæðinga. Froyn segir að þó að hann sé ekki sammála öllu sem Kalheim sagði þá séu við- brögð formannsins á þann veg að þau sanni að þröngsýnin ráði ríkjum innan samtakanna. „Þröngsýntn hræðir þá í burtu sem hefðu getað gert EB-and- stæðinga að breiðri þjóðfylk- ingu," segir Froyn og telur að formaðurinn hafí átt að fallast á sjónarmið Kalheims, ekki síst vegna þess að þau voru sett fram til þess að reyna að skapa breið- ari grundvöll fyrir samtökin og auka trúverðugleika þeirra. Amnesty International um Kína: Hundruð þúsunda manna í fangelsi án dóms og laga HUNDRUÐUM þúsunda og jafnvel miujónum manna er haldið í fang- elsi í Kína án dóms og laga. Þar á meðal er fólk sem hefur verið handtekið vegna trúar- og stjórnmálaskoðana, að því er fram kemur í skýrslu sem mannréttindasamtökin Amnesty International birtu í gær. „Fólk er tekið af götunni, oft aðeins vegna duttlunga í lögregl- unni eða embættismönnum, og það getur verið í fangelsi í áraraðir án þess að vera nokkurn tíma leitt fyrir rétt, auk þess sem það sætir oft pyntingum og því er haldið við ömurlegar aðstæður," segir í skýrslunni. Mannréttindasamtökin segja að reglugerðir ríkisvaldsins um hand- tökur séu óskýrar og margar hverj- ar hafi aldrei verið birtar. Þær séu því yfirleitt virtar að vettugi og handtökurnar handahófskenndar. Margir hafa verið handteknir vegna trúar- eða stjórnmálaskoð- ana og að minnsta kosti hundruð manna hafa vérið send í „endur- menntunarbúðir" frá því mótmæli lýðræðissinna voru kveðin niður 1989. Mikill meirihluti fanganna er þó lágstéttarfólk - flækingar, at- vinnuleysingjar og farandverkafólk - og „fólk sem víkur frá reglum samfélagsins". Menn hafa verið handteknir af ýmsum ástæðum, meðal annars fyrir flakk og „glæp- samlega villu". Fangarnir sæta oft barsmíðum og aðstæður þeirra eru ekki mönn- um bjóðandi, að sögn mannréttinda- samtakanna. 24 mönnum var til að mynda haldið illa öldum í litlum ókyntum klef a og eina salerni þeirra var hola í gólfinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.