Morgunblaðið - 26.09.1991, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 26.09.1991, Blaðsíða 7
MOKGU.N'^LAÐH) Fl.MMTUDAGUR 26. §RPTÉ&yjHR 1901 7 FOR jKOT I líflÉyj'jJTÍDIIIA Nýtt námstilboð um alhliða þjálfun / notkun tölvu í fyrírtækjarekstrí er meira en orð, bros og handsal. Hann/hún kann að nýta sér alla möguleika tölvunnar við gerð kynningarefnis, gerð markaðsáætlana, uppsetningu söluyfirlita og við öflun viðskiptasambanda um allan heim. Hann/hún lætur ekki deigan síga þegar óvænt atvik verða við innsláttinn. Fyrir góðum sölumanni er tölvan ekki dularfullt fyrirbrigði. er meira en reikningshaus og samningamaður. Hann/hún kann að nýta sér möguleika tölvunnar til betri fjármála- stjórnunar og kann að samtvinna fjármálalegar upplýsingar og skýra framsetningu. Fyrir honum/henni er tölvan ómissandi hjálpartæki, ekki aðeins til útreikninga, heldur einnig til upplýsingaöflunar, til fram- setningar og til að auðvelda yfirsýn. er meira en rödd ísíma og hraðritari. Hann/hún er jafn fær á sviði ritvinnslu, sem töflureiknis og nýtir sér gagna- safnskerfi. Góður ritari nýtir sér tölvuna til að leysa verkefnin hraðar og betur. P, sem ætlar sér að eiga forskot í fyrirtæki framtíðarinnar; hefur alla þessa kosti ritarans, fjármálamannsins og sölumannsins. Allt of fáir slíkir finnast á atvinnumarkaðinum! Tölvunám hefur hingað til verið sérhæft, bundið kerfisfræði, eða sérkennslu á ákveðin forrit. Hér er loksins námið, s'em veitir yfirsýn og alhliða hagnýta þjálfun í notkun einmenningstölva í fyrirtækjarekstri. Náminu Tölvunotkun í fyrirtækjarekstri er ætlað að: □ Gera þátttakendur færa um að vinna við tölvuforrit á flestum sviðum fyrirtækja- reksturs, ýmist sem starfsmenn í fyrir- tækjum er krefjast fjölþættrar tölvu- kunnáttu, eða sem rekstraraðilar. □ Kynna þátttakendum helstu nýjungar á sviði hug- og vélbúnaðar, sem auka möguleika fyrirtækisins. □ Gera þátttakendur hæfari til að ná meiru út úr þeim hug- og vélbúnaði, sem fyrir er í þeirra vinnuumhverfi. □ í lok námsins eiga þátttakendur að hafa góða þjálfun í notkun helsta hug- og vélbúnaðar við fyrirtækjarekstur og vera hæfari að tileinka sér nýjungar á sviði tölvutækni. Námið er 300 klukkustundir. Hægt er að velja milli þriggja mismunandi tíma: Kl. 13.00 - 15.45, kl. 16.00 - 18.45 og kl. 19.30-22.15. Kennt er fjóra daga í viku. Skólinn hefst 7. október og lýkur með útskrift 24. apríl. - Góð greiðslukjör 621066 Opið í dag Mands IBM á tslandi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.