Morgunblaðið - 26.09.1991, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 26.09.1991, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. SEFfEMBER 1991 9 Enskukennsla - Hafnarfirði Námskeið f. börn (9-12 ára) og námskeið f. fullorðna. Innritun í síma 650056 eftir kl. 17. ERLA ARADÓTTIR ítalska, spænska, enska, danska fyrir BYRJENDUR Upplýsingar og innritun ísíma 20236. RIGMOR r r FLORIDAFARAR TAKIÐ EFTIR! ÓTRÍLEGT Vegna sérstakra samninga getum við boðið 7 daga siglingu frá Flórída um Karíbahaf á frábæru verði frákr. 39.800,- amann 16.-23. nðvember - öríá pláss laus. Einnig aðrir brottfarardagar. Þrjár mismunandi siglingar, m.a. til hinna óviðjafnanlegu Jðmfrúreyia, Bahama, Haiti, o.tl. FLUGLEIÐIR s fcMxr Uafnantnvú 2 - Sími 62-30-20 Stjórnarandstaðan fagnar Niðurstöður í skoðanakönnun DV um fylgi stjórnmálaflokkanna og ríkisstjórn- arinnar hafa vakið mikinn fögnuð meðal stjórnarandstæðinga eins og sjá mátti í forystugrein Tímans í gær. Blaðið beinir spjótum sínum sérstaklega að Alþýðu- flokknum, sem er í því sérstæða hlut- verki í íslenzkum stjórnmálum, að sé flokkurinn í vinstri stjórn verður hann helzti skotspónn Sjálfstæðisflokksins en starfi hann með Sjálfstæðisflokki er vinstri flokkunum meira í mun að koma höggi á Alþýðuflokkinn en Sjálfstæðis- flokkinn. Hér á eftir verður vitnað til þess- arar forystugreinar Tímans. Jafnframt er vikið að tilraunum Þjóðviljans til þess að skera upp herör innan verkalýðshreyfing- arinnar gegn ríkisstjórninni. Andfélagsleg- ar aðgerðir Tíniiim segir í forystu- grein í gær um niður- stöður skoðanakönnunar DV fyrir nokkrum dög- um um fylgi við stjórn- málaflokka og ríkis- stjórn: „Utreið Alþýðu- flokksins þarf ekki að koma á óvart. Framkoma ráðheira Alþýðuflokks- ins í núverandi stjórnar- samstarfi hefur verið með þeim hætti, að fé- lagshyggjufólk hefur misst traust á þeim. Svo undarlega bregður við, að krataráðherrar hafa gengið fram fyrir skjöldu í andfélagslegum að- gerðum þessarar ríkis- stjórnar og stappað stál- inu hver í annan og hlot- ið lof íhaldsins að laun- um. Alþýðuflokkurinn er algerlega úr tengslum við það málefnasvið, sem hann hefur kennt sig við. Pólitík Alþýðuflokksins stríðir gegn þeim Iögmál- um, sem flokkaskipting er grundvölluð á í vest- rænum lýðræðisrílqum. Flokkurinn rís ekki undir því að teljast sósíaldem- ókratískiu- flokkur eins og það orð er skilið um allan lieim. Flokkurinn gerist þeim mun meiri íhaldshækja, sem hann hefur verið að dubba upp á nafn sitt, lætur sér ekki nægja að kenna sig við alþýðuna, heldur gefur sér þann nafnauka að vera jafnaðarmanna- flokkur Islands, sem verður honum sízt til vegsauka, heldur undir- strikar fráhvarfið frá upprunanum um allan helming." Sljórnarand- staðaná hljómgrunn, segir Tíminn I forystugrein Tímans segir ennfremur: „Úrslit skoðanaköimunar DV sýna ekki aðeins van- traust fólks á ríkisstjórn Davíðs Oddssonar og for- ystu sljórnarflokkaima. Þau sýna einnig, að stjórnarandslaðan á hljómgrunn hjá þjóðinni og hefur mikil álirif. Ríkisstjórnin kemst ekki hjá því að endurskoða stefnu sína, a.m.k. er nauðsynlegt að stjórnar- andstaðan knýi fast á um það í upphafi haustfunda Alþingis, sem nú nálg- ast.“ Áhyggjur Þjóðviljans Af forystugrein Þjóð- viljans í gær má sjá, að blaðið hefur vissar áliyggjur af stöðu mála í komandi kjarasamning- um og þeim stuðningi, sem verið hefur við þjóð- arsáttarsamningana hjá launþegum almeimt. Þjóðviljinn segir m.a.: „Verkalýðshreyfingin er um þessar mimdir að undirbúa gerð nýrra kjarasainninga. í flestum samþykktum, sem gerð- ar hafa verið kemur fram sú skoðun, að samn- inga eigi að gera á líkum grunni og þjóðarsáttar- samningana, sem renna út um þessar mundir. Fylgið við þá samninga reyndist miklu meira með þjóðinni en reiknað var með, enda urðu þeir undirstaðan að þeim stöðugleika, sem ríkti i efnahagsmálum fram á þetta ár.“ I framhaldi af þcssum áhyggjum Þjóðviljans hefur blaðið lika áhyggj- ur af áhrifum aflaskerð- ingar á stöðu kjarasamn- inga og segir: „Vandi sjávarútvegsfyrirtækja úti um land verður um leið vandi byggðarlag- aima og þegar eru að koma i ljós vísbendingar um að kvóti muni flytjast á færri og stærri hendur með þeim afleiðingum, að fyrirtækjum i sjávar- útvegi muni fækka og atvinnuleysi aukast. Þessi þróun er bein af- leiðing af minnkandi aflaheimildum og skapar verkalýðshreyfingumii mikinn vanda við gerð kjarasamninga." I framlialdi af þessu kemur Þjóðviljinn að því, sem augljóslega vakir fyrir blaðinu, en það er að verkalýðshreyfingin eigi í kjarasamningunum á næstu vikum að beina spjótum sinum að stjóm- arstefnunni. Blaðið segir: „I öðm lagi þurfa samtök launamanna að glíma við stjómarstefnu, sem striðir gegn þeim gmnd- vallarhugmyndum, sem settar hafa verið fram um samninga ... Verka- lýðshreyfingin stefnir að því að breyta telquskipt- ingunni í þjóðfélaginu láglaunafólki í hag. Þess- ar hugmyndir ganga augljóslega þvert á stefnu ríkisstjómarhm- ar, sem vinnur nú af kappi að því að breyta tekjuskiptingumii efna- fólki í hag. Við samn- ingaborðið verður því ekki einasta tekizt á við atvinnurekendur um kaup og kjör, heldm- eimiig ríkisstjórnina og stefnu heimar." Elvar GuÖjónsson Viðskiptafræðingur. ðoþúsund Ef þú kaupir hlutabréf fyrir 94.170 kr. þá átt þú möguleika á að fá ávísun, frá Ríkisskattstjóra á næsta ári að upphæð 38 þúsund. krónur. Leitaðu til ráðgjafa okkar Elvars Guðjónssonar viðskiptafræðings. KAUPPING HF Löggi/t verðbréfafyrirtœki Kringlunni 5, sími 689080 *ath. ofangreindar tölur tvöfaldast ef hjón eiga hlut aö máli.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.