Morgunblaðið - 26.09.1991, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 26.09.1991, Blaðsíða 14
14 IOM MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. SEPTEMBER 1991 Ríkið — það er égl eftir Knstmu Astgeirsdóttur Stjórn Lúðvíks 14. Frakkakon- ungs á mörkum 17. og 18. aldar er einhver hin afdrifaríkasta sem um getur í sögu Evrópu. Hver styijöldin rak aðra, dýrindis hallir risu (perlur Frakklands), konungs- hirðin lifði í vellystingum praktug- lega, dansað, drakk og át, milli þess sem gengið var um garða við hljóðfæraslátt og söng. Franski aðallinn naut skattfrelsis, hafði forgang að menntun og embættum ríkisins, stjórnaði dómstólum í eig- in þágu og stakk öllum þeim í svartholið sem voru með derring. Almenningi, sem lapti dauðann úr skel, var ætlað að standa undir öllu saman með skattgreiðslum sem þyngdust stöðugt eftir því sem leið á valdatíð Lúðvíks. Reyndar dugðu skattar landsmanna hvergi nærri til og varð því að leita til lánardrottna. Skuldir hlóðust upp og óánægja fór vaxandi, en kóngur mælti: „Það lafír á meðan ég lifi.“ Lúðvík 14. og hans lið leit svo á að þeir hefðu vald frá guði al- máttugum til að stjórna ríkinu að eigin vild, í eigin þágu sem þeir og gerðu óspart. „Ríkið það er ég“ er haft eftir sólarkonunginum. Enginn ber ábyrgð Stjóm Lúðvíks 14. skildi eftir sig skuldasúpu og forréttindakerfi sem mölluðu áfram og kölluðu nokkrum áratugum síðar á upp- reisn, stjórnarbyltingu og umrót í hugmyndaheimi Evrópubúa sem enn stendur. Franska byltingin gekk meðal annars út á það að afnema öll forréttindi, skapa nýja stjómarhætti sem þjónuðu almenn- ingi og tækju mið af almannahag. Byltingarmenn vildu stöðva mis- notkun valds og tryggja mannrétt- indi, þótt sumum þeirra yrði reynd- ar hált á svellinu er þeir komust í valdastólana. Nú 200 árum síðar stöndum við Islendingar frammi fyrir stjórnar- háttum sem famir em að minna óþægilega á tíma Lúðvíks 14. og er leitt að líkjast. Glæsihallir rísa á kostnað skattgreiðenda og fara langt fram úr öllum kostnaðará- ætlunum. Enginn ber ábyrgð á því. Flokksgæðingar hafa forgang að embættum sem stundum eru ekki einu sinni auglýst. Það er sama hve staða ríkissjóðs er sögð erfið, ekki má hrófla við fjármagn- seigendum. Þá er í gangi umræða um skólagjöld sem með tíð og tíma geta orðið til þess að gera menntun í góðum skólum að forréttindum hinna efnameiri. Síðast en ekki síst hefja ráðherrarnir fyrirvara- laust hvert stríðið á fætur öðru við starfsmenn sína, stofnanir og landslýð allan með hárbeittan nið- urskurðarhnífinn að vopni. Tilskipanir og aftur tilskipanir Undanfama áratugi hafa ís- lenskir ráðamenn verið helteknir af miðstýringaráráttu sem gefur austantjaldskerfinu sáluga lítið eftir. Vald hefur smám saman ver- ið dregið frá sveitarfélögum til rík- isins, frá landsbyggðinni til Reykjavíkur, frá stofnunum inn í ráðuneytin og loks í hendur ráð- herra, iðulega með lagasetningum Alþingis sem gefíð hefur ráðherr- um ótrúlegt vald til setningar regl- ugerða. Á síðustu vikum hefur skotið upp kolli eitt form miðstýringar- valds sem hingað til hefur verið lítt áberandi, en það eru tilskipan- ir ráðherra til hinna ýmsu stofn- ana, hvort sem þær nú heyra und- ir ríkið eður ei. Slíkt tilskipunar- vald forseta eða ráðherra hefur tíðkast í ýmsum ríkjum svo sem í Weimarlýðveldinu og Sovétríkjun- um með hörmulegum afleiðingum enda ber það vott um óburðugt lýðræði ef ekki lýðræði í hættu. Skipað er: lokið skólanum 10 dögum áður en skólastarf hefst. Skerið niður kennslu viku eftir að nám er hafíð. Lokið skurðstofum er skipað þótt verið sé að kanna hagkvæmni þess að reka skurð- stofur úti á landi og án þess að fyrir liggi hvort aðrir spítalar geti tekið við. Jafnvel sjálfseignastofn- anir sem ríkið þarf að gera samn- inga við fá skipunarbréf. Breytið spítalanum er hrópað á Hafnfirð- inga. Hættið við breytingar á námi sem búið er að undirbúa mánuðum og árum saman er sagt við fólk í Kennaraháskóla íslands og Mennt- askólanum við Hamrahlíð, án þess að orsakir eða afleiðingar séu kannaðar. Það sem fyrri ríkisstjóm ákvað skal nú aftur tekið. Á síðasta kjör- tímabili var samþykkt að opna framhaldsskólann öllum nemend- um (án þess auðvitað að undirbúa kennara eða skólakerfíð undir slíkt), nú boðar aðstoðarmaður menntamálaráðherra að svona sjálfvirkni skuli hætt. Hvernig á fólk að geta skipulagt líf sitt í þessu landi? Miðstýring eða valddreifing? Miðstýringaröflin dreymir um að sameina sjúkrahúsin í Reykja- vík og búa til eitt allsheijar mið- stýringarskrímsli ríkisspítalanna, án þess að það hafí nokkuð verið kannað hve hagkvæmt það er eða hvort annað fyrirkomulag svo sem meiri sérhæfing sjúkrahúsanna og öflug sjúkrahúsþjónusta í hveijum landsfjórðungi væri ekki betri kost- ur og til sparnaðar. Er örlítil sam- keppni og val fyrir neytendur heil- brigðisþjónustunnar ekki góð þar eins og annars staðar? Bréf eru send og fyrirskipanirnar dynja yfír einn daginn. Næsta dag kannast heilbrigðisráðherra ekki við neitt. Ekkert samráð er haft við viðkom- andi aðila og ekkert faglegt mat liggur fyrir um afleiðingar lokana og niðurskurðar. Það er nefnilega bara verið að skera og loka, ekki að horfa fram á við, endurskipu- leggja eða stokka upp spilin hvað þá að skilgreina markmiðin upp á nýtt. Engu er líkara en ráðherrarnir telji sig hafa vald frá guði en ekki almenningi og yfír það hafna að virða leikreglur lýðræðisins um vilja meirihlutans, samráð og sam- vinnu. íbúar ráði sjálfir Undirrituð hefur lengi verið þeirrar skoðunar að sú byggða- stefna sem hér hefur verið rekin og byggist af mikilli dreifíngu fjár- magns og þjónustu sé okkur allt of dýr og löngu tímabært að sam- eina sveitarfélög og skapa fáa en öfluga þjónustukjarna samfara góðum samgöngum. Fjölbreytt at- vinna ásamt nálægð við góða þjón- ustu í menntun, heilsugæslu og öðrum mikilvægum þáttum sem snerta daglegt líf mun ráða mestu um það hvort byggð helst í öllum landsfjórðungum. Mestu skiptir þó að íbúar á hveijum stað (hverri einingu) ráði sínum málum sjálfír og geri það af skynsemi og með almannahag í huga. En það er ekki aldeilis verið að færa vald heim í hérað, jafna að- stöðu eða spyija fólkið í landinu hvað það vilji. Sú tilskipanastefna sem nú streymir út um dyr ráðu- neytanna er einhver mesta árás á landsbyggðina sem sést hefur um árabil. Nái þær ráðagerðir ríkis- stjórnarinnar í velferðarmálum Kristín Ástgeirsdóttir „Ef takast á að rétta við hag íslenska ríkisins sem auðvitað er langt frá þjóðargjaldþroti, verður ríkisvaldið að fá fólkið með sér. Aimenn- ingur verður að skilja hvað verið er að gera, hvers vegna og verða virkur þátttakandi.“ sem þegar hafa verið tilkynntar (fyrirskipaðar) fram að ganga, þýðir það stóraukna miðstýringu heilbrigðiskerfisins, verri þjónustu á landsbyggðinni, aukið misrétti til menntunar og aukinn straum fólks til Reykjavíkur. Það er ekki það sem stefna ber að. Menn verða að gæta þess að skapa ekki meiri vanda en þeir leysa. Hagræðing og spamaður geta snúist upp í andhverfu sína ef vaðið er áfram hugsunarlaust og aðeins horft á tölur og bókhald næsta árs. Það er einfaldlega ekki hægt að rétta ríkissjóð af á einu ári og á ekki að gera með vanhugsuðum og illa skipulögðum aðgerðum. Við þurf- um að horfa fram á við, setja okk- ur markmið og vinna að þeim í sæmilegri sátt. Fyrirbyggjandi heilsugæsla Það eru til aðrar leiðir en beinn niðurskurður til að ná niður út- gjöldum ríkisins en þær þurfa sinn tíma. Heilbrigðiskerfið dregur til sín gífurlegt ijármagn, ekki síst eftir breytta verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga. Besta og ódýr- asta leiðin til að draga úr kostnaði við heilbrigðiskerfið er að leggja stóraukna áherslu á fyrirbyggjandi heilsugæslu með markvissum að- gerðum. í sumar var mikil umræða um þau hörmulegu umferðarslys sem dundu yfir helgi eftir helgi. í grein eftir einn af yfirlæknum Borg- arspítalans kom fram að umferðar- slysin kosti samfélagið hátt í 10 milljarða króna á ári og munar um minna. Með áróðri, bættri öku- kennslu, lækkun hámarkshraða og hugsanlega hækkun á aldursmarki þeirra sem taka ökupróf mætti draga verulega úr þessum kostnaði og þeim hörmungum sem slysum fylgja. Með aukinni fræðslu um kynlíf og barneignir svo sem kveð- ið er á um i lögum mætti draga úr kostnaði við fóstureyðingar. Bætt tannhirða dregur úr tann- læknakostnaði. Markviss manneld- isstefna dregur úr ýmsum sjúk- dómum. Aðstaða til heilsuræktar og almenningsíþrótta bætir heilsu- far. Öflug vinnuvernd, vinnustaða- leikfimi og kennsla í réttri beitingu líkamans, allt stuðlar þetta að betri heilsu og minni þörf fyrir lyf og læknishjálp. Áfram mætti telja því leiðirnar eru margar og kosta ekki mikið, en myndu fljótlega skila sér í betra þjóðfélagi og lægri útgjöld- um til heilbrigðismála. Þær leiðir sem rikisstjórnin hefur valið eru hins vegar skammtímalausnir í anda biðlistastefnu borgarstjórnar- meirihlutans í Reykjavík og leysa engan vanda. Það er sama hvert komið er þessa dagana, alls staðar er rætt um væntanlegar aðgerðir ríkis- stjómarinnar. Það er urgur og ótti í fólki. Ef takast á að rétta við hag íslenska ríkisins sem auðvitað er langt frá þjóðargjaldþroti, verður ríkisvaldið að fá fólkið með sér. Almenningur verður að skilja hvað verið er að gera, hvers vegna og verða virkur þátttakancli. Við verð- um að koma okkur saman um meginlínur í rekstri okkar litla rik- is. Með þeim stjórnarháttum sem við höfum kynnst undanfarnar vik- ur er ríkisstjórnin að kalla yfir þjóðina óróa og mótmæli, en hvort þeir leiða til stjómarbyltingar skal ósagt látið. Tilskipanir, kollsteypur og brussugangur eru síst til þess fallin að skapa þjóðarsátt um þá endurskipulagningu, uppbyggingu og nýsköpun sem þarf að eiga sér stað í íslensku samfélagi. Ilöfundur er þingmaður Kvennalistans í Reykjavík. IÐNAÐAR- VERKFÆRI SEM ENDAST OG ENDAST... Meflobo Kraftur - Ending - Öryggi >Quick< SOLUSTAÐIR METABO REYKJAVÍK - Húsasmiðjan - Ellingsen - B.B. byggingavörur - Metrö í Mjödd - HAFNARFJÖRÐUR - Húsasmiðjan - KEFLAVÍK - Járn og Skip - AKRANES - Málningarþjónustan - BORGARNES - Kaupl. Borgfirðinga - ÓLAFSVfK - Verslunin Vik - GRUNDARFJÖRÐUR - Verslunin Hamar - ÍSAFJÖRÐUR - ÁRAL - BOLUNGARVÍK - Vélsm. Bolungarvtkur - HVAMMSTANGI - Kaupf. V-Húnvetninga - BLÖNDUÓS - Kaupf. Húnvetninga - SAUÐÁRKRÓKUR - Kaupf. Skagfirðinga - SIGLUFJÖRÐUR - Verslunin Torgið - DALVÍK - Kaupf. Eyfiröinga - AKUREYRI - KEA - HÚSAVÍK - Kaupf. Þingeyinga - SEYÐISFJÖRÐUR - Stálbúðin - REYÐARFJÖRÐUR - Kaupf. Héraðsbúa - EGILSSTAÐIR - Kaupf. Héraðsbúa - ESKIFJÖRÐUR - Verslunin Nýjung - NESKAUPSTAÐUR - Kaupf. Fram - FÁSKRÚÐSFJÖRÐUR - Kaupf. Fáskrúðsfj. - HÖFN - KASK - HVOLSVÖLLUR - Kaupf. Rangæinga - SELFOSS - G.Á. Böðvarsson NU ÞARF ENGAN LYKIL FYRIR SLÍPIROKKINN. ÝTIÐ TVISVAR Á GULA HNAPPINN OG SKIPTIÐ UM SKÍFU. GERIR MÖGULEGT AÐ VEUA ÁKVEÐINN HRAÐAOG HALDA HONUM JÖFNUM l' LAUSAGANGI OG UNDIR ÁLAGI EF VERKFÆRIÐ FESTIST I FYRIRSTÖÐU KEMUR ÖRYGGISKÚPLING (VEG FYRIR BAKSLAG SEM GETUR REYNST HÆTTULEGT. P b b » i i > i i )

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.