Morgunblaðið - 26.09.1991, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 26.09.1991, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. SEPTEMBER 1991 15 Peningahít Perlunnar 0DEXIDN léttir ykkur störfin eftir Ólínu Þorvarðardóttur Borgarstjóri sér ekki ástæðu til þess að skipa óháða rannsóknar- nefnd fagfróðra aðila, til að komast til botns í mesta lj'ármálasukki sem upp hefur komið í sögu Reykjavík- urborgar. Þess í stað vill hann að embættismenn undir hans eigin stjóm kanni málið, jafnvel þótt það þýði að t.d. borgarendurskoðandi þurfí að fara út fyrir verksvið sitt. Hann leggur til að borgaryfírvöld „rannsaki" sig sjálf, enda e.t.v. óæskilegt fyrir meirihlúta sjálf- stæðismanna í Reykjavík að utan- aðkomandi aðilar komist með fíng- uma í málið. Sú var a.m.k. niðurstaða síðasta borgarstjórnarfundar. Þar var vísað frá tillögu Nýs vettvangs um að skipuð yrði fímm manna rannsókn- amefnd til þess að kanna ofan í kjölinn hvemig staðið var að ákvörðunum og fjárstreymi til ein- stakra verkþátta Perlunnar frá upp- hafí. Gert var ráð fyrir að nefndin yrði skipuð borgarendurskoðanda, óháðum verkfræðingi og löggiltum endurskoðanda sem tilnefndir yrðu af borgarstjóm auk tveggja borg- arfulltrúa tilnefndum með sama hætti, annar af meirihluta en hinn af andstöðu. Þar með hefðu kjörnir fulltrúar borgarstjóranr tök á því að kynna sér málið frá fyrstu hendi (í samræmi við skyldur sínar) í sam- ráði og samstarfí við hæfa og fag- fróða aðila. Úrtölur borgarstjóra Þetta kallar borgarstjóri „pólit- íska rannsóknarnefnd" sem ekki samræmist virðingu vestrænna ríkja. Það mætti e.t.v. benda borg- arstjóranum á það, að ekki aðeins er fordæmi að finna í sögu borgar- innar um slíka nefndaskipan, heldur einnig hliðstæður í lögum um þing- sköp Alþingis, enda þótt mér vitan- lega hafí ekki reynt á þau lög til þessa. í tillögu Nýs vettvangs voru enn- fremur settar fram sundurliðaðar spumingar varðandi kostnað- arhækkanir við húsið, sem nú þegar er komið ríflega 100% fram úr upp: haflegum kostnaðaráætlunum. í verklýsingu nefndarinnar sem fylgdi tillögunni vom lagðar fram ellefu spumingar sem nefndinni skyldi falið að svara. Spurt var hveijir (og samkvæmt hvaða laga- heimildum) tóku ákvarðanir sem leiddu til þessara hækkana, lið fyr- ir lið. Auk þess var óskað eftir að nefndin athugaði aðra þá þætti sem máli kynnu að skipa að mati nefnd- armanna. Þetta kallar borgarstjóri „leið- andi“ spurningar sem hann telur ástæðulaust að svara. Maður veltir því hinsvegar fyrir sér, ef þetta eru of leiðandi spumingar — hvað það sé sem borgarendurskoðanda sé ætlað að rannsaka? A.m.k. er allt útlit fyrir að sá mæti embættismað- ur hafí harla lítið veganesti þegar hann leggur til atlögu við reikninga- bunkana og ákvarðanaferilinn. Þrátt fyrir viðleitni sína mun borgarstjóri þó ekki geta vikist undan því að svara þeim spurning- um sem fram komu í tillögu Nýs vettvangs. Þær verða að sjálfsögðu lagðar fram sem formleg fyrir- spum, enda þótt hann hafí séð til þess að nefndin verði ekki skipuð. Og slíkum fyrirspumum ber borg- arstjóra tvímælalaust að svara und- anbragðalaust. Vanrækt eftirlitsskylda í ljósi þess hvemig borgarstjóri hefur tekið á þessu máli og slegið frá sér þeim möguleika að láta fara fram óhlutbundna rannsókn, vakna áleitnar spumingar um það hvað honum sjálfum gekk til með því að vekja athygli á fjármálastöðu Perl- unnar í sumar? Borgarfulltrúar and- stöðunnar höfðu árangurslaust reynt að benda á það, mánuðum saman, hversu mjög fjármálastjóm verksins hafði farið úr böndum. Þegar loks fengust ábyggilegar upplýsingar um hina hrikalegu stöðu, var eðlilegt að álykta að nú yrði tekið á málinu. En hvað gerð- ist? — Ekkert. Borgarstjóri vísaði málinu af höndum sér — til stjómar veitu- stofnana — og áfram er haldið með framkvæmdir. Tuttugu milljónir þar, umfram þær 576 milljónir sem þegar hafa farið fram úr áætlunum ársins. (Hvað munar um einn kepp í sláturtíðinni?) Þetta gerist þrátt fyrir þá stað- reynd að lögum samkvæmt hefur enginn einn maður heimild til þess að taka slíka ákvörðun. Það er skylda sveitarstjómarinnar að taka allar ákvarðanir sem lúta að um- framfjárveitingum, hvort sem um er að ræða endurskoðaðar áætlanir eða aukafjárveitingar. í 79. grein sveitarstjómalaga segir orðrétt: Ólína Þorvarðardóttir „Samanlagt kosta allar framkvæmdir við öldr- unarstofnanir, dagvist- arheimili og heilsu- gæslustöðvar álíka mik- ið og umframfjármun- irnir sem farið hafa í Perluna á þessu ári.“ „Heimilt er að endurskoða fjár- hagsáætlun sveitarsjóðs og gera á henni nauðsynlegar breytingar ef í ljós koma breytingar á forsendum ij'árhagsáætlunarinnar. Sveitar- stjóm afgreiðir slíkar breytingar á árlegri fjárhagsáætlun við eina umræðu, enda séu breytingartillög- ur sendar öllum fulltrúum í sveitar- stjórn a.m.k. Fimm sólarhringum fyrir sveitarstjórnarfund. “ Það væri synd að segja að þessi lagagrein hafí verið virt, í meðferð „ábyrgra aðila“ á fjárreiðum Perl- unnar: Menn hafa sniðgengið sveit- arstjómina, þeir hafa tekið sér vald sem þeir ekki hafa, og vanrækt eftirlitsskyldu sína í þokkabót. Meira að segja eftir að borgarstjóri hefur fengið fram upplýsingar um hrikalega stöðu mála, er málinu enn Hef opnaö lækningastof u í Domus Medica, sími 11512 Garðar Guðmundsson, heila- og taugaskurðlæknir. ©Efifi> siciPT ym Sjálfvirku Danfoss ofnhitastillarnir endast í áratugi. En steinefni í heita vatninu, sem setjast á lokann, geta valdið því að þeir bregðist seint við hitabreytingum og um leið verður nýting vatnsins lakari. Oft dugar að skipta um þéttingu.og til þess þarf ekki einu sinni að taka vatnið af kerfinu heldur aðeins að skrúfa fyrir stofnieiðslu hitaveitunnar til öryggis. Til að vinna verkið þarf skrúfjárn og skiptilykil - svo einfalt er það. HÉÐINN = SEUAVEGI 2, SlMI 624260 VERSLUN - RÁÐGJÖF haldið utan seilingar borgarstjórn- ar. Þessu æðsta stjórnvaldi borgar- innar er ekki gefinn kostur á því að ákveða hvort áfram skuli haldið. Ég er hrædd um að Ragnari Reyk- ás myndi vefjast tunga um tönn frammi fyrir öðru eins. Dýr lærdómur Á meðan hamast er við að ljúka þessu húsi er sparnaðarhnífnum óspart beitt á framkvæmdir við skóla, dagvistarheimili, hjúkrunar- og öldmnarstofnanir. Samanlagt kosta allar framkvæmdir við öldr- unarstofnanir, dagvistarheimili og heilsugæslustöðvar álíka mikið og umframfjármunimir sem farið hafa í Perluna á þessu ári. Sjálf hefur Hitaveitan orðið að draga, úr virkjunarframkvæmdum og einnig viðhalds- og endumýjun- arverkefnum. Stjórnendur veitunn- ar hafa auk þess hrakist út í stór- felldar erlendar lántökur til þess að rétta við greiðslugetuna. Allt þetta mál er þungur áfellis- dómur yfír meirihluta sjálfstæðis- manna í borgarstjóm og stjómend- um Hitaveitunnar. Ekki er nema eðlilegt að spurt sé hvernig slíkt geti gerst? Borgar- yfírvöld verða að geta treyst því þegar ráðist er í stórframkvæmdir að staðið sé við áætlanir og að þeir sem þar koma að verki séu starfí sínu vaxnir. Að sama skapi verður almenningur að geta treyst því að borgaryfirvöld sinni eftirlits- og stjómunarskyldu fyrir hönd um- bjóðenda sinna. Þeir umbjóðendur eru fólkið í borginni; hinir raunveru- legu eigendur Hitaveitunnar. Höfundur er borgarfulltrúi Nýs vettvangs. i U: APTON-smíðakerfið leysir vandann Svört stálrör Grá stálrör Krómuð stálrör Álrör - falleg áferð Allar gerðir tengja Við sníðum niður eftir máli LANDSSMIÐJAN HF. Verslun: Sölvhólsgötu 13 Simi (91)20680 HÝTT HÝTT HÝTT NÝTT HÝTT Námið er 84 klst. hnitmiðað og sérhannaó með þarfir atvinnulífsins í huga. Markmið námsins er að útskrifa nemendur með víðtæka þekkingu á bókhaldi (tölvubókhaldi) ásamt hagnýtri þekkingu á sviði verslunarréttar. Námið er fyrir þá sem vilja-. □ Ákveðna sérþekkingu. □ Styrkja stöðu sína á vinnumarkaðinum. □ Vera fullfærir um að annast bókhald fyrirtækja. □ Starfa sjálfstætt. Viðskiptaskólinn býður litla hópa • Einungis reynda leiðbeinendur • Aðstoð við ráðn- ingu að námi loknu • Bæði dag- og kvöld- skóla • Sveigjanleg greiðslukjör • 12klst. undirbúningsnámskeið í bókhaldi. Dagskóli 84 klst. 7 vikurfrá 14. okt. Kvöldskóli 84 klst. 7 vikur frá 14. okt. Verð aðeins kr. 56.400. Þátttakendum er bent á aó mögulegt er að sækja um styrk frá stóttarfélögum og starfsmenntunarsjóóum. Engrar undirbúningsmenntunar er krafist. Allar nánari upplýsingar hjá Viðskiptaskólan- um í síma 624162. Innritun daglega frá kl. 13—18. VIÐSKIPIASKÓLINN Skólavörðustíg 28, Reykjavík, sími 624162.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.