Morgunblaðið - 26.09.1991, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 26.09.1991, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. SEPTEMBER 1991 Hundasýning Hundaræktarfélags íslands: Eigum ágæta hunda af mörgum kynjum - segir Helga Finnsdóttir dýralæknir Hundasýning Hundaræktarfé- lags Isiands verður haldin í Laugardalshöllinni næstkomandi sunnudag og hefst hún kl. 9 ár- degis. Undanúrslit hefjast kl. 16.20 og í kjölfarið verður verð- launaafhending. Tveir finnskir dómarar dæma hundana á sýningunni, en sýndir verða alls 220 hundar af 15 mis- munandi kynjum. „Á ræktunarsýn- ingu eins og þessari eru eingöngu sýndir hreinræktaðir og ættbókar- færðir hundar," sagði Helga Finns- dóttir dýralæknir, sem er formaður spaniel-deildar Hundaræktarfé- lagsins. Dæmt verður í tveimur dómhringum. „Hundar eru dæmdir í mismun- andi flokkum eftir aldri þeirra og árangri. í hveiju kyni er valið besta ungviði (3-6 mánaða), besti hvolpur (6-9 mánaða), besti unghundur (9-15 mánaða), besti hundur (15 mánaða til 7 ára) og besti öldungur (7 ára og eldri). Auk þessara flokka er til meistara- fiokkur (champion) en í hann fara þeir hundar sem hlotið hafa meistara- nafnbót, það er að segja tvö stig til meist- ara frá tveim- ur mismun- andi dómur- um. Að því lo- knu er valinn besti hundur hvers kyns fyrir sig. Bestu hundar hvers kyns keppa síðan innbyrðis um titilinn „besti hundur sýningarinn- ar“. „Þrátt fyrir bann við innflutningi á undaneldisdýrum þar til í vor, og þar af leiðandi litla möguleika á ræktun, eigum við ágæta hunda af mörgum kynjum," sagði Helga og bætti við að innan Hundaræktarfé- lagsins væru starfandi sjö sérdeild- ir; fyrir íslenska fjárhundinn, retriever-hunda, spaniel-hunda, írsksetter-hunda, séffer-hunda, púðla og St. Bernharðs-hunda. Um hlutverk sérdeildanna segir Helga: „Þær standa vörð um það ræktun- armarkmið hvers hundakyns, sem heimaland þess setur og er viður- kennt af FCI, alþjóðlegum samtök- um hundaræktarfélaga." Helga gat þess að lokum að sérdeildimar yrðu með kynningarbása á sýningunni í Laugardalshöll, þar sem hvert hundakyn verður kynnt sérstak- lega. Morgunblaðið/Ragnar Siguijónsson Islenski fjárhundurinn Fróði frá Götu ásamt eiganda sinum, Eddu Sigurðsson. Fróði frá Götu var valinn besti íslenski fjárhundurinn á sýningu sem deild ís- lenska fjárhundsins hélt sl. sumar. Þátttakendur á aðalfundi Prestafél^gs hins forna Hólastiftis. Morgunbiaðíð/Sig. p. Björnsson Aðalfundur Prestafélags hins forna Hólastiftis: Sr. Krislján Valur Ingólfsson formaður elsta prestafélagsins AÐALFUNDUR __Prestafélags hii Skinnastað við Oxarfjörð í síðusi hundrað ára sögu félagsins sem 1 sýslu og var hann vel sóttur. Á fundinum lét sr. Sigurður Guð- mundsson víglsubiskup af störfum sem formaður, eftir nær þriggja ára- tuga formennsku. Hefur hann þar með skilað af sér síðasta trúnaðar- starfínu, sem segja má að tengst hafí embættisstörfum hans í þágu þjóðkirkjunnar. Hann hefur þó fallist á að taka að sér ristjórn Tíðinda en það er fréttarit sem komið hefur út með hléum frá því haustið 1899. Á fundinum þakkaði nýkjörinn for- maður, sr. Kristján Valur Ingólfsson á Grenjaðarstað, honum vel unnin störf í þágu félagsins, sem er elsta prestafélag landsins, stofnað 8. júní 1898 á Sauðárkróki. Nafnagiftin er komin frá sr. Matt- híasi Jochumssyni sem þá var þjón- forna Ilólastiftis var haldinn á viku. Er það í fyrsta sinn í nær m er haldinn í Norður-Þingeyjar- andi prestur á Akureyri og einn af frumheijum félagsins. Telst það fyrstu fijálsu félagasamtök presta á íslandi og var strax í upphafi lögð áhersla á kynningu, örvun og eflingu andlegra mála. Er tilgangur félags- ins að leitast við að glæða sannan kristindóm og áhuga í kristinboðs- málum og kirkjulegri starfsemi. Hugmyndina að félagsstofnunni átti sr. Hjörleifur Einarsson prófstur að Undirfelli í Vatnsdal og var hann formaður þess fyrsta árið. Næsti formaður varð sr. Zophanías Hall- dórsson prófastur í Viðvík í Hjaltad- al til nokkurra ára og má því segja að þeir hafi leitt félagið í upphafi og mótað stefnu þess og störf. Upp- haflega stóðu aðeins Húnvetningar, Skagfirðingar og Eyfirðingar að pre- stafélaginu, en Þingeyingar komu inn á öðru starfsári. Fundarstörfin á Skinnastað ein- kenndust af fyrstu markmiðum fé- lagsins. Þar fluttu þeir erindi, sr. Guðni Þór Ólafsson, sr. Kristján Valur og sr. Bolli Gústavsson, Hóla- biskup. Ræðuefnin voru um skýrslu- og áætlanagerð, um vígslur, blessan- ir og signingar, og um mótun vígslu- biskupsembættisins að Hólum í ljósi nýrra laga frá því á síðasta ári. Að venju var safnast saman á sunnudagskvöldi til kvöldverðar og messugjörðar, daginn fyrir fundinn. Þar þjónaði staðarpresturinn, sr. Eiríkur Jóhannsson, fyrir altari ásmt vígslubiskupi og sr. Hjálmar Jónsson prédikaði. Kirkjukór Skinnastaða- sóknar leiddi sálmasöng og organ- isti var Björg Björnsdóttir sem gerð- ist fastur organisti við Garðskirkju í Kelduhverfi á miðjum fimmta ára- tugnum. Borgin greiddi um 1,3 milljarða til hönnuða YFIRLIT yfir aðkeypta þjón- ustu arkitekta og verkfræðinga hjá borgarsjóði og borgarfyrir- tækjum árin 1989 og 1990 hefur verið lagt fram í borgarráði að ósk Kristínar Á. Ólafsdóttur. í greinargerð borgarendurskoðun- ar kemur fram að árið 1989 voru greiddar 638 milljónir króna að meðtöldum 12% söluskatti og 745 milljónir króna árið 1990 að meðt- öldum 24,5% virðisaukaskatti. Stærstu liðirnir eru vegna hönnun- ar bygginga, sem öll er unnin af sjálfstæðum ráðgjöfum og vegna verkefna Hitaveitu Reykjavíkur. Fjarhitun hf., verkfræðistofa, vann fyrir 72 milljónir árið 1989 og 91,3 milljónir árið 1990 eða samtals 163,3 milljónir. Rafteikn- ing hf. vann fyrir 53,9 milljónir árið 1989 og 58,5 milljónir árið 1990 eða samtals 112,4 milljónir. Næst kemur Almenna verkfræði- stofan hf. sem vann fyrir 63,6 milljónir árið 1989 og 43,7 milljón- ir árið 1990 eða 107,3 milljónir. Þau verk sem um er að ræða eru vinna við skipulag, hönnun og gerð útboðsgagna, umsjón með hönnun, umsjón með verkfram- kvæmdum og eftirlit með verk- framkvæmdum. „Þessi verkefni hafa á undanförnum áratugum færst mjög mikið út í einkageir- ann. Hönnun stærri verkefna er langmest í höndum ráðgjafa, hönnun minni verkefna ýmist í þeirra höndum eða tæknimennt- aðra starfsmanna borgarinnar. Umsjón með verkframkvæmdum er einnig að miklu leyti í höndum borgarstarfsmanna, en vaxandi er þó að það sé einnig að hluta eða öllu leyti falið ráðgjöfum eins og eftirlit.“ í svari borgarendurskoðunar kemur fram að ekki sé hægt að svara til um þau verk sem unnin eru á árinu 1991 fyrr en bókhald ársins liggur fyrir. REYKJAVÍKURBORG: Aðkeypt vinna vegna hönnunar, einstakar stofnanir . . 1989 1990 borgarinnar minj.kr. miiij.kr. Borgarskipulag 29,0 40,7 Gatnamálastjóri og umferðard. 85,1 99,8 Byggingadeild borgarverkfr. 144,4 162,4 ” Ráðhús Reykjavíkur 118,2 123,8 Hitaveita Reykjavíkur 23,1 46,0 ” Nesjavaliaveita 95,8 105,9 ” Nesjavallaæð 39,4 40,0 ” Perlan 43,6 51,6 Rafmagnsveita Reykjavíkur 17,0 14,8 Vatnsveita Reykjavíkur 10,8 13,0 Reykjavíkurhöfn 14,4 15,4 Garöyrkjudeild 14,3 13,8 Ýmsir liðir 11.4 17,2 SAMTALS kr. 646,6 744,5 REYKJAVÍKURBORG: Aðkeypt vinna vegna hönnunar, fyrirtæki og einstaklingar 1990 millj.kr. A.R.Reinhartssen 4,3 3,7 Aimenna verkfræðistofan hf. 63,6 43,7 Anders Nyvig as., Danmörku 4,6 1,5 Arkitektar Guðm. Guðm. og Ól. Sig. sf. 13,4 7,8 Björgvin Guðmundsson 3,3 3,9 Eggert Steinssen 2,7 2,4 Fjarhitun hf., verkfræðistofa 72,0 91,3 j Forverk sf. 3,1 3,5 Guðmundur Þór Pálsson 5,1 6,7 Gunnar Ragnarsson 3,0 7,1 Gunnar Sverrisson 4,2 5,3 Hljóð hf. 2,2 4,3 Hnit hf., verkfræðistofa 11,0 21,8 Hönnun hf. 26,0 32,7 J.Roger Presto & Partners 11,6 Kvasir hf., verkfræðistofa 2,9 2,1 Landslagsarkitektar R.V. og Þ.H. sf. 6,5 8,5 Línuhönnun hf. 29,2 26,1 Mat sf., verkfræðistofa 42,1 55,4 Ólafur Guðmundsson 5,3 4,2 Rafhönnun hf. 28,7 44,8 Rafteikning hf. 53,9 58,5 Stúdíó Granda sf. 28,7 31,8 Teiknistofa Ingimundar Sveinss. hf. 12,9 11,1 Teiknistofan Bankastræti 11 sf. 11,5 18,9 Teiknistofan hf. 13,6 12,7 Teiknistofan Óðinstorgi sf. 8,6 2,9 Teiknistofan sf., Túngötu 3 5,4 6,2 Úti og inni sf., arkitektastofa 3,0 6,3 Vatnaskil hf. 5,0 6,2 VBB, Svíþjóð 7,7 Verkfræðistofa Braga Þ. og Eyv. hf. 5,6 3,1 Verkfræðistofa Guðm. og Kristjáns 39,3 37,1 Verkfræðistofa Sigurðar Thor. hf. 29,3 70,7 Verkfræðistofa Stefáns Ólafss. hf. 6,2 1,6 Vinnustofa arkitekta hf. 15,5 16,4 Önn sf., verkfræðistofa 5,5 8,1 Aðrir 61,6 57,9 SAMTALS 638,8 745,6 C í ! i t i I I I > [

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.