Morgunblaðið - 26.09.1991, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 26.09.1991, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR'26. SEPTEMBER 1991 29 ALMANNATRYGGINGAR, helstu bótaflokkar 1. september 1991 Mánaðargreiðslur Elli / örorkulífeyrir (grunnlífeyrir) .................. 12.123 'lz hjónalífeyrir ................................... 10.911 Full tekjutrygging ..................................... 25.651 Heimilisuppbót ....................................... 8.719 Sérstökheimilisuppbót ................................... 5.997 Barnalífeyrir v/ 1 barns ................................ 7.425 Meðlag v/1 barns .....:................................. 7.425 Mæðralaun/feðralaun v/1 barns ............................4.653 Mæðralaun/feðralaun v/2ja barna ........................ 12.191 Mæðralaun/feðralaun v/3ja barna eða fleiri ............. 21.623 Ekkjubætur/ekkilsbæturé mánaða ......................... 15.190 Ekkjubætur/ekkilsbætur 12 mánaða ....................... 11.389 Fullur ekkjulífeyrir ................................... 12.123 Dánarbæturí8ár(v/slysa) ................................ 15.190 Fæðingarstyrkur ........................................ 24.671 Vasapeningar vistmanna ..................................10.000 Vasapeningar v/ sjúkratrygginga .........................10.000 Daggreiðslur Fullirfæðingardagpeningar ............................ 1.034,00 Sjúkradagpeningareinstaklings .......................... 517,40 Sjúkradagpeningarfyrirhvertbarnáframfæri ............... 140,40 Slysadagpeningareinstaklings ........................... 654,60 Slysadagpeningarfyrirhvertbarnáframfæri ................ 140,40 15% tekjutryggingarauki, sem greiðist aðeins í september, er inni í upphæðum tekjutryggingar, heimilisuppbótar og sérstakrar heimil- isuppbótar. FISKVERÐ A UPPBOÐSMORKUÐUM - HEIMA 25. september. FISKMARKAÐUR hf. f Hafnarfirði Hæsta Lægsta Meðal- Magn Heildar- verð verð verð (lestir) verð (kr.) Þorskur 118,00 102,00 113,86 8,324 947.788 Þorskur/st. 132,00 132,00 132,00 0,265 34.980 Steinbítur 86,00 70,00 75,94 0,803 60.978 Smáþorskur 89,00 89,00 89,00 0,380 33.820 Ýsa 136,00 103,00 116,34 9,877 1.149.189 Langa 73,00 73,00 73,00 1,788 130.524 Lúða 440,00 290,00 339,16 0,544 184.503 Ufsi 67,00 45,00 65,10 11.106 722.974 Karfi 50,00 10,00 41,05 33,297 1.366.894 Keila 48,00 23,00 38,63 1,693 65.407 Koli 95,00 88,00 88,34 1,054 93.109 Samtals 69,29 69,131 4.790.166 1 dag verður selt úr Guðrúnu VE og úr dragnótabátum. FAXAMARKAÐURINN HF. í Reykjavík Þorskur sl. 135,00 93,00 105,00 12,186 1.291.283 Ýsa sl. 127,00 86,00 115,69 8,982 1.039.132 Þorskursmár 77,00 77,00 77,00 0,246 18.942 Steinbítur 89,00 80,00 84,23 0,692 58.285 Ufsi 60,00 55,00 56,42 1,143 64.490 Langa 70,00 47,00 64,71 0,596 39.569 Lúða 355,00 190,00 310,17 0,487 151.955 Karfi 36,00 36,00 36,00 0,176 6.336 Skarkoli 99,00 99,00 99,00 0,081 8.019 Tindabikkja 5,00 5,00 5,00 0,027 135 Lýsa 45,00 45,00 45,00 0,230 10.350 Keila 49,00 49,00 49,00 0,273 13.377 Gellur 350,00 350,00 350,00 0,080 26.175 S.f. bland 90,00 90,00 90,00 0,015 1.350 Undirmál 74,00 74,00 74,00 0,621 45.954 Blandað 58,00 58,00 58,00 0,200 16.762 Samtals 106,88 26,124 2.792.214 FISKMARKAÐUR SUÐURNESJA hf. Þorskur 127,00 84,00 111,40 13,420 1.494.990 Ýsa 121,00 110,00 116,76 3,102 362.197 Undirm.fiskur 48,00 48,00 48,00 2,181 104.688 Bfeikja 150,00 150,00 150,00 0,107 16.050 Skata 118,00 118,00 118,00 0,059 6.962 Lúða 523,00 340,00 429,49 0,600 257.695 Langa 59,00 59,00 59,00 0,036 2.124 Steinbítur 80,00 80,00 80,00 0,055 4.400 Skarkoli 75,00 75,00 75,00 0,533 41.625 Sandkoli 55,00 33,00 50,71 1,174 59.530 Koli 75,00 60,00 66,50 0,436 28.995 Langlúra 55,00 55,00 55,00 0,383 21.065 Ufsi 68,00 50,00 63,36 90,793 5.752.349 Keila 54,00 50,00 50,23 4,117 206.843 Karfi 40,00 39,00' 39,90 8,165 325.815 Blálanga 73,00 67,00 70,29 0,598 42.071 Samtals 69,38 125,782 8.727.299 FISKMARKAÐURINN í ÞORLÁKSHÖFN Þorskur (sl.) 99,00 91,00 91,41 5,383 492.106 Þorskur smár 91,00 91,00 91,00 0,080 7.280 Ýsa (sl.) 130,00 104,00 114,90 0,341 39.182 Karfi 52,00 34,00 44,84 1,552 69.593 Keila 51,00 48,00 49,03 0,973 47.703 Langa 75,00 68,00 72,65 1,640 119.143 Lúða 350,00 350,00 350,00 0,011 3.850 Skata 90;00 90,00 90,00 0,017 1.530 Skötuselur 250,00 250,00 250,00 0,152 38.000 Lýsa 46,00 46,00 46,00 0,031 1.426 Steinbítur 84,00 78,00 79,02 0,230 18.174 Ufsi 67,00 65,00 65,16 17,304 1.135.250 Blandað 32,00 32,00 32,00 0,497 15.920 Samtals 70,51 28,212 1.989.157 FISKMARKAÐURINN ÍSAFIRÐI Þorskur 79,00 79,00 79,00 1,350 106.650 Lúða 395,00 310,00 327,48 0,107 35.040 Grálúða 84,00 83,00 83,54 5,865 489.960 Hlýri 92,00 92,00 92,00 0,177 16.284 Samtals 86,35 7,533 650.484 Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson Gangbrautin á Illugagötu sem að Kiwanismenn í Eyjunt gáfu Vest- mannaeyjabæ. V estmannaeyjar: Fyrstn umferðarljósin Vestmannaeyjum. FYRSTU umferðarljósin sem sett eru upp í Eyjum voru tekin í notk- un fyrir skömmu. Um er að ræða gangbrautarljós sem Kiwanisklúbbur- inn Helgafell í Eyjum gaf Vestmannaeyjabæ. Umferðaiijósin voru sett upp við gangbraut á Illugagötu þar sem fjöldi barna fer um á leið sinni til og frá íþróttamiðstöðinni. Elías Baldvinsson, forseti Kiwanisklúbbs- ins, sagði að þessi gjöf væri viðleitni klúbbsins til að auka umferðaröryggi fyrir gangandi vegfarendur. „Þetta er tilraun sem við vonum að gefist vel þannig að fleiri slík ljós eigi eft- ir að koma við gangbrautir í bæn- um,“ sagði Elías. „Það hafa margir veitt okkur aðstoð við kaup og upp- setningu ljósanna. Borgarverk- fræðingur í Reykjavík lagði okk- ur lið með ráðleggingum og hönn- un og starfsmenn Rafveitunnar í Eyjum sáu um að koma ljósunum fyrir og tengja þau. Það er mjög mikil umferð barna þarna um yfir vetrartímann því öll skólabörn þurfa að fara í íþróttamiðstöðina og við vonum að þessi ljós verði til að auka ör- yggi þeirra sem og annarra gang- andi vegfarenda í umferðinni hér,“ sagði Elías Baldvinsson. Grímur Oldrunarstarf hjá söfnuðum í Reykja- víkurprófastsdæmum EFTIRFARANDI hefur borist frá Ellimálaráði Reykjavíkurpróf- astsdæma: „Nú er vetrarstarf hafið í öllum kirkjum Reykjavíkurprófastsdæma. Kirkjan er ekki bara hús, hún er samfélag kristinna manna. Þangað komum við saman í guðsþjónustuna til tilbeiðslu og sækjum okkur and- lega næringu og trúarsamfélag. Kirkjan hefur í mörg ár boðið upp á samverustundir sérstaklega fyrir aldraða, má þar nefna Opið hús, Biblíulestra, bænastundir, kyrrðar- stundir auk hinnar hefðbundnu messu. Kirkjan býður öldruðum að koma og eiga ánægjustund í kirkj- unni, hvort sem er við ýmis konar handavinnu, rabb, biblíulestur eða bænastund. Allt þetta er gert til að auðga líf hins aldna og gefa honum tækifæri til að gleðjast í góðra vina hópi. Kirkjan gekk í broddi fylkingar þegar fótsnyrting fyrir aldraða var að hefjast, það voru kvenfélög safn- aðanna sem gengust fyrir þeirri þjónustu, þau veita þessa þjónustu enn í dag auk margs annars sem gert er eldra fólki til gagns og skemmtunar. Oðrum hópi aldraðs fólks hefur kirkjan líka sinnt, þó ekki sé það í ríkum mæli. Það eru þeir sem heima sitja og komast hvergi vegna las- leika. Nokkrir söfnuðir í prófasts—- dæmunum eru með skipulagða heim- sóknarþjónustu. Ert þú lesandi góð- ur ekki einn af þeirh sem vilt koma í kirkjuna og eiga þar samfélag við Guð skapara þinn. Komdu með í kirkjuna, þér til ánægju og blessun- ar.“ VERÐ A MATJURTUM, krónur hvert kíló 24. september. Kartöflur Hvítkál Tómatar Gúrkur Kínakál Stykkishólmur 85 96 528 464 118 Bíldudalur 82 577 455 148 ísafjörður 86 106 538 455 124 Siglufjörður 75 117 385 385 144 Þórshöfn 68 195 616 590 216 Neskaupstaður 96 131 513 360 122 Hvolsvöllur 82 185 548 496 142 Keflavík 97 99 372 349 78 Grindavík 75 88 483 437 109 Hafnarfjörður 65 89 330 358 75 Reykjavík 189 85 299 239 85 Lægsta verð úr einni eða tveimur helstu verslunum á viðkomandi stað. Olíuverð á Rotterdam-markaði, síðustu tíu vikur, 16. júlí - 24. september, dollarar hvert tonn Verðlaun veitt í Akademiu Café Óperu AKADEMIA Café Óperu var formlega sett á stofn 1. maí sl. og er markmið hennar að virkja og efla áhuga, frumkvæði og hug- vitssemi í íslensku atvinnulífi og verðlauna þá forystumenn og for- stjóra sem hafa náð framúrskar- andi árangri í fyrirtækjum sínum. í akademíunni sitja tíu forstjórar og framkvæmdastjórar í eitt ár í senn og hafa þeir nú tilnefnt ijölda einstaklinga og fyrirtækja sem þykja mest hafa skarað fram úr í íslensku atvinnulífi og uppbyggingu. í Akademíunni sitja að þessu sinni Valur Valsson bankastjóri, Friðrik Pálsson forstjóri, Jón Ásbergsson framkvæmdastjóri, Ingimundur Sigfússon stjórnarformaður,_ Helgi Jóhannsson forstjóri, Lýður Á. Frið- jónsson framkvæmdastjóri, Magnús Oddsson framkvæmdastjóri, Baldvin Jónsson markaðsstjóri, Hjördís Giss- urardóttir forstjóri og Herluf Clausen forstjóri. Niðurstöður úr vali Akademíunnar verða kunngerðar fimmtudaginn 26. september. I hófi á Café Óperu sama kvöld munu þeir einstaklingar og fyrirtæki sem Akademían hefur valið sem verðlaunahafa ársins 1991 veita viðurkenningarskjölum og verðlau- nagripum móttöku. Verðlaunagripir Akademíunnar eru afsteypur í gulli og silfri af lykli sem fannst í jörðu í kirkjugarði á Stórólfshvoli um síðustu aldamót og varðveittur er á Þjóðminjasafni ís- lands. (Fréttatilkynning) ----------------- ■ ÁPÚLSINUMVitastíg 3, leik- ur hljómveitin Leiksvið fáranleik- ans í kvöld, fimmtudaginn 26. sept- ember. Hljómsveitina skipa: Jó- hann J.E., söngur, Alfreð Álfreðs- son, trommur, Sigurbjörn Úlfars- son, gítar og Harrý Óskarsson, bassi. Tónlist LF er öll frumsamin, mjög fjölbreytt rokktónlist með ýmsum blæbrigðum. Útsendurum hljómplötuútgefenda sem eru að leita að ferskri tónlist er sérstaklega bent á að kynna sér tónlist LF. Leiksvið fáranlcikans hefur að undanförnu spilað víða um bæinn og verða þetta síðustu tónleikar hljómsveitarinnar í þessari hrinu. ----------------- Blesi saum- aður inni á skálagólfinu Syðra-Langholti. FJÁLLMENN á Hreppa-, Skeiða- og Flóaafréttum eru nú í eftir- safni en svo nefnum við Sunnlend- ingar aðrar leitir sem taka 5-6 daga hér. Fjallmenn sem eru níu hér í Hrunamannahreppi fengu bjart smalaveður sem kom sér vel þar sem þoka spiilti fyrir með smölum í fjallsafni og því alimargt fé eftir í afréttinum og hafa þeir þegar fundið marga tugi sauðfjár. En veðrið á miðvikudag var afar leiðinlegt, slydduhríð. Það óhapp varð hjá einum fjall- manninum skammt sunnan Kerling- arfjalla að hestur hans slasaðist illa á grjóti og kom mikill holskurður á framfót. A trússatraktomum er bíla- sími meðferðis og var haft samband til byggða, var brugðið fljótt við og tveir menn héldu inn í Leppistungur sem var næturstaður fjallmanna þetta kvöldið. Á traustum bíl með hestakerru ásamt Sigurði Inga Jó- hannsson dýralækni í Dalbæ. Dýra- læknirinn saumaði sárið á hinum slasaða hesti sem var færður inn á skálagólfið en síðan var haldið til byggða með hestinn og komið heim undir morgun. í síðustu leit, sem við köllum eftir- leit, er áformað að fara þann 6. októ- ber. Fara þá fimm menn, allt þaul- vanir garpar. Einn þeirra, Magnús Gunnlaugsson í Miðfelli, fer þá í sína þrítugustu eftirleit. - Sig.Sigm.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.