Morgunblaðið - 26.09.1991, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 26.09.1991, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. SEPTEMBER 1991 37 Hinnnýí sparnaður eftir Ólaf Pál Jónsson Nú er við lýði einhver skelegg- asta ríkisstjórn í gjörvallri sögu þjóðarinnar. Hvert sem litið er má sjá djúp plógför ósérhlífinna afreksmanna. Ólafur G. Einarsson hefur til að mynda oft komið í sjónvarp allra landsmanna og tal- að af yfirvegun og með virkilega lærdómsfullum svip um nauðsyn þess að vernda tunguna. Ekki hefur Friðrik Sophusson heldur slegið slöku við. Hann hef- ur verið svo iðinn við að segja þjóð- inni að hann sé að spara fyrir rík- ið, að nú eru margir farnir að trúa honum og auk þess hefur hann fundið einkar óhefðbundna lausn á íjárhagsvanda þjóðarinnar. Þetta er auðvitað vegna þess að Friðrik sjálfur er engan veginn hefðbundinn maður. Hin nýja lausn Friðriks er fólgin í nýjum skilningi á sögninni að spara og er því í senn málvisindalegs og efnahagslegs eðlis. Hinn nýi og byltingarkenndi skilningur er ein- hver skemmtilegasta og gagnleg- asta uppfinning í efnahagslífí þjóðarinnar allt frá fyrstu tíð. Þannig fer Friðrik létt með að spara í heilbrigðiskerfinu, einfald- lega með því að láta sjúklingana sjálfa borga, enda hafa þeir engan rétt til að veikjast á annarra kostn- að. Hann leikur sér líka að því að spara í skólakerfinu, einfaldlega með því að láta nemendurna sjálfa borga, enda er það þeirra eigin heimska sem þeir eru að glíma við. Honum Friðrik er sannarlega ekki fisjað saman. Það fer að vísu ekki hjá því að venjulegur maður eins og ég, nagi mig lítið eitt í handarbökin fyrir „Það fer að vísu ekki hjá því að venjulegur maður eins og ég nagi mig lítið eitt í handar- bökin fyrir að hafa ekki komið auga á þennan gagnlega skilning.“ að hafa ekki komið auga á þennan gagnlega skilning. Hefði mér til að mynda flogið hann í hug þegar ég var snáði og fékk gefins sparibauk til að ég gæti sparað, þá væri ég orðinn ríkur maður í dag. Ég hefði ein- faldlega leitt yngri bróður minn út undir vegg og sagt honum að nú ætti ég að spara og þess vegna ætti hann að borga í baukinn minn. Hinn nýi sparnaður hefur reyndar á sér fleiri og ánægjuleg- ar hliðar. Þegar maður þarf að fara að spara við sig mat, þá fær maður sér einfaldlega ósköp lítið á diskinn sinn, svo borðar maður bara af næsta diski og vonar að sá hafi fengið sér ríflega. Hinn nýi spamaður kemur þó engum eins vel eins og þeim fjöl- skylduföður sem á fyrir mikilli ómegð að sjá. Hann getur í fyrsta lagi sparað himinháar upphæðir með því að láta konuna kaupa inn, svo getur hann látið börnin borga sérstaklega fyrir hveija máltíð og þannig mætti lengi telja. A þessu sviði sparnaðar eru gíf- urlegir möguleikar órannsakaðir. Höfundur er heimspekinemi í Iíáskóla íslands. Lækninga- máttur ans Rannsókn sem birtist í lækna- u'maritinu Psychosonuitic Medicine sýndi að þeir sem iðkuðu INNHVERFA fHUGUN notuðu læknisþjónustu unt “)0% minna en aðrir. Einnig kom fram að hjá iðkendunum voru: Hjartasjúkdómar 87% fierri Krabbameinstilfelli 55% fierri Smitsjúkdómar 30% fixrri Alnrenn kynning í kvöld, fimmtudag, kL 20.30 á Laugavegi 24 (41iæð) UppL í síma 91-16662 ÍSLENSKA ÍHUGUNARPÉLAGIÐ Gódon daginn! Fæstíhelstu byggingarvöruverslunum umlandallt. Blöndunartækin frá damixa tryggja rétt vatnsmagn og hitastig með einu handtaki. Veljið aðeins það besta - veljið damixa blöndunartæki fyrir eldhúsið og baðherbergið. HRAÐLESTRARNAMSKEIÐ * Vilt þú margfalda lestrarhraðann og bæta eftirtektina? k Vilt þú verða mikið betri námsmaður og auðvelda þér nám- ið með auknum lestrarhraða og bættri námstækni? •k Vilt þú lesa meira af fagurbókmenntum? * Vilt þú hafa betri tíma til að sinna áhugamálunum? Svarir þú játandi, skaltu skrá þig strax. Næsta námskeið hefst laugardaginn 5. október. Skráning í síma 641091. Ath.: Óbreytt verð frá síðasta vetri. VR og mörg önnur félög styrkja félaga sína til þátttöku á námskeiðunum. HRAÐLESTRARSKOUNN 10 ARA Nafn: Erna Eiríksdóttir Starf: Aðalbókari Eimskips Aldur: 28 Heimili: Fiskakvísl 12, Reykjavík Bifreið: Daihatsu Charade 1988 Uppáhaldsdrykkir: Islenskt vatn og ískaldur bjór Mitt álit: „Mér finnst mjög þægilegt að geta keypt og innleyst Skyndibréfog Kjarabréf með einu símtali, auk þess sem ég tel þau góða leið til að ávaxta sparifé mitt“ VERÐBRÉFAMARKAÐUR FJÁRFESTINGARFÉLAGSINS HF. HAFNARSTRÆTI 7,101 REYKJAVÍK, S. (91) 28566 KRINGLUNNI, 103 REYKJAVÍK S. (91) 689700 • RÁÐHÚSTORGI 3, 600 AKUREYRI S. (96) 11100 VISA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.