Morgunblaðið - 26.09.1991, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 26.09.1991, Blaðsíða 39
MÖRGÚNBLAÐÍÐ FÍMMÍÚDÁGUR 26. SEPTEMBER 1991 39 Enn um landlækni, kraft- lyftingar og vaxtarrækt eftir Ólaf Sigurgeirsson Til samskipta manna á milli eru ' tungumálin notuð. Orð hafa ákveðna merkingu og vekja þannig skilning viðmælenda eða lesenda. A íslandi er notuð íslenska. Hér ríkir tjáningarfrelsi þó bundið takmörk- unum af ærumeiðingarákvæðum og þagnarskyldureglum ákveðinna starfsstétta. Frá því sögur voru fyrst skráðar hafa kraftamenn verið söguefni ein- faldlega vegna þess að kraftar eru ekki öllum gefnir og því kraftamenn fáir á hveijum stað, fáir hjá hverri þjóð. Væru allir sterkir þætti það ekki frásagnarvert heldur eðlilegur hlutur. Hitt er svo, að í flestum blundar þrá eftir afli, ekki síst ofurafli. Kraftaíþróttir Kraftamenn hafa keppnisþörf eins og manninum er eiginlegt og á síðari tímum hafa þróast upp þijár íþróttir, sem henta þeim. Þær eru lyftingar (þýðing á weightlifting), kraftlyftingar (þýðing á powerlift- ing) og svo vaxtarrækt (þýðing á bodybuilding). íþróttir þessa hafa eigin landssambönd og þau eiga svo aftur aðild að álfu- og alheimssam- böndum. Landssamböndin koma fram út á við fyrir sína félaga og til þeirra má leita með hvaðeina, sem félagsmenn varðar, ekki síst heilsuvá þeirra. Þeir þurfa ekki að móttaka boðskapinn á ruddalegan hátt í gegnum fjölmiðla. íþróttir þessar eru fámennar og eru fram- angreindar ástæður orsökin. I þeim er úrvalskjarni kraftamanna, sem gerir þær merkilegri, þótt af sumum sé það notað til að lítilsvirða íþrótt- irnar. Af þessum kjarna eru örfáir mjög áberandi í þjóðfélaginu. A þeim dynur allt skítkast, er hópnum er ætlað. í lyftingum er keppt í snörun og jafnhöttun, íþróttamennirnir nota snerpu, lipurð og afl. í kraftlyfting- um er keppt í hnébeygju, bekk- pressu og réttstöðulyftu, aflið í önd- vegi. í vaxtarrækt er keppt um fal- legasta vöxtinn og beitingu vöðva. Stórir vöðvar í réttum hlutföllum á fitulausum líkama gefa flest stig. Keppnismenn Keppnismenn í þessum íþróttum eiga það sammerkt að eiga margra ára grunnþjálfun að baki, áður en þeim áfanga er náð að vera keppnis- hæfur. Fyrstu árin eru þeir meðal þeirra þúsunda, sem þjálfa sig í lík- amsræktarstöðvunum og eru ýmist í líkamsrækt eða kraftþjálfun og keppni er íjarri skapi þeirra. Þá fyrst er sýnilegur árangur hefur orðið af grunnþjálfuninni vaknar keppnisþörfin og æft er markvisst fyrir eina af þessum þremur íþrótt- um. Þá ganga menn í landssambönd eða félög og verða annaðhvort lyft- ingamenn, kraftlyftingamenn eða vaxtarræktarmenn. Fyrst er keppt innanlands, síðan erlendis fyrir litlu þjóðina. Keppnumi fylgir kostnaður og kostnaði þarf að mæta með fjár- öflun. Fjáröflun gengjur vel ef afrek eru unnin, en ekki má þó mikið út af bera svo (nenn gangi bónleiðir til búðar. Rógur og dylgjur um lyfja- misnotkun höfur haft afdrifaríkar afleiðingar. Þrátt fyrir breiðar herð- ar geta þessir keppnismenn ekki axlað alla ábyrgð vegna misnotkun- ar ákveðinna lyija hérlendis. íslensk heiti Orðin lyftingar og kraftlyftingar hafa um 30 ára afmarkaða merk- ingu hérlendis. Vaxtarrækt er aftur nýrra orð og fundið upp og notað til að aðgreina íþróttina frá líkams- ræktinni. Líkamsrækt er svo notað almennt um æfingar almennings með tækjum og lóðum, en kraft- þjáifun er heiti sem notað er yfír þjálfun allra annarra íþróttamanna, sem grunnþjálfun fyrir ákveðnar íþróttir. Þetta er íslenska og þar sem við tjáum okkur á því máli verðum við að nota það rétt, ekki síst þeir langskólagengnu. Misnotkun ungs fólks í líkamsræktarstöðvunum er mik- ið af ungu fólki við æfingar. Keppn- ismenn í þessum þremur íþróttum eru innan við 5% af viðskiptavinun- um, en þeir eru áberandi. Dag og nótt bera þeir íþrótt sína utan á sér. Engum dylst hvað þeir fást við. Margt af þessu unga fólki vill líkj- ast þessum mönnum, ná sama ár- angri. Sumir trúa sögusögnum um, að árangrinum verði einungis náð með lyijum. Mikil er ábyrgð þeirra manna, sem koma þeim hugmynd- um inn hjá þessu unga fólki, ef það leiðir það út í misnotkun lyija og eftirfarandi heilsutjón. Um aðstoðarlandlækni Tveir menn í læknastétt, aðstoð- arlandlæknir og heilsugæslulæknir á Akureyri, hafa lagt sitt af mörk- um, en jafnframt hafa þeir gengið lengra en velsæmi leyfir, einkum sá síðarnefndi. Sá fyrrnefndi virðist enn ekki hafa skilið í hveiju kvörtun mín yflr hinum síðarnefnda er fólg- in sbr. athugasemd í Morgunblaðinu 18. sept. sl. Ekki var ég að biðja um könnun meðal lækna á notkun heilbrigðra manha á lyijum. Eg veit að það er ekki á sviði læknisfræðinn- ar. Læknar sinna sjúkum og hafa við þá skyldur. Lyijanotkun sjúkra er því þeirra svið. Aðstoðarland- læknir segir orð heilsugæslulæknis- ins um lyfjanotkun ákveðinna hópa íþróttamanna hafa því miður við rök að styðjast. Kannski það hafi líka við rök að styðjast, að vaxtarrækt- armenn séu undantekningarlaust á sprautum, þeir séu ræflar með ræf- ilsleg eistu. Sönnunargögn heilsugæslulæknisins Ekki hef ég komist yfir gögn landlæknis, þ.e. bréf læknanna, sem staðfesta að heilsugæslulæknirinn hafði lög að mæla, en ég hef kom- ist yfir bréf 13 lækna til heilsugæsl- ulæknisins, skrifuð til hans, að hans beiðni. Bréf þessi eru flest um venju- legt slúður manna í milli, en þar sem slúðrinu sleppir er hjá mörgum mis- farið með íslenskt mál. Þrátt fyrir menntun sína gera þessir læknar flestir engan greinarmun á lyfting- um, kraftlyftingum, vaxtarrækt, líkamsrækt eða kraftþjálfun. Um sama einstaklinginn eru jafnvel mörg af þessum orðum notuð. Lík- amsræktarstöð er jafnvel á einum stað kölluð vaxtarrækt. Sem dæmi um siúðrið, sem fram er sett í sum- ufn bréfanna, er ein frásögn skúr- ingakonu í líkamsræktarstöð, sem hiustaði á lyfjatal nokkurra við- skiptavina og svo ummæli margra, sem leituðu eftir lyfseðlum hjá lækn- unum, að allir kraftlyftinga- og vaxtarræktarmenn notuðu þau. Beiðnin var réttlætt með þessum orðum og þá er vert að minnast þess, sem ég sagði hér fyrr um áróð- ur. Eitt bréfíð er hjá heimilislækni lyftingamanns, eins og hann segir. Lyftingamanns, sem að sögn lækn- isins, notaði hormónalyf, án þess að hafa nokkurn tíma viðurkennt slíkt fyrir honum. Læknirinn ákvað þetta sjálfur. Ég veit við hvern er átt og ég veit að maðurinn er ekki lyftingamaður. í mörgum bréfanna kemur fram meira siðferði og ein- ungis er taiað um ungt fólk, sem leitaði eftir lyfseðlum eða ráðlegg- ingum. Já, ekki þarf merkileg sönn- unargögn fyrir landlækni, ef allt er svona. Eitt bréfanna er frá Magnúsi Jó- hannssyni, prófessor við Háskóla íslands. í lok bréfsins segir Magn- ús: „Af þeim ástæðum, sem ég hef tilgreint, hef ég í allmörg ár verið þeirrar skoðunar að misnotkun lyfja sé útbreidd meðal íþrótta- og vaxt- arræktarfólks hériendis sem erlend- is. Þróunin erlendis hefur verið á þann veg, að notkun vefaukandi stera bytjaði meðal kraftlyftinga- manna, en hefur síðan verið að breiðast út til annarra greina svo sem vaxtarræktarfólks, fijálsíþrótt- amanna og á allra síðustu árum einnig boltaíþróttanna. Það vakti t.d. mikla athygli, þegar ung þýsk fijálsíþróttakona lést fyrir nokkrum árum vegna lyfjamisnotkunar, en hún notaði m.a. vefaukandi stera. Ég held að maður verði að ætla að þróunin hér á landi í þessum efnum hafi verið og muni halda áfram að vera með svipuðum hætti og í ná- grannalöndum okkar.“ Enn um þagnarskylduna Með því að vekja athygli á þessum orðum er ég ekki að reyna að draga aðrar íþróttir niður í sama svað og kraftlyftingar og vaxtarrækt hafa verið dregnar, einungis að benda aðstoðarlandlækni á, að hugsanlega sé vandamálið víðtækara. Sé vanda- málið víðtækara er vandi að koma auga á hvernig hægt er að flokka afmarkaðar íþróttir, sem áhættuhóp og ætla með því móti að sniðganga þagnarskyldureglur. I læknaeið'þeim, sem kenndur er við Hippokrates frá því um 4000 árum fyrir Krist, segir: „Á allt það, sem mér kann að bera fyrir augu og að eyrum, þá er ég að starfi mínu mun ég líta, sem leyndarmál og þegja yfír.“ Þessi læknaeiður hefur mikla þýðingu enn varðandi þagnarskyldu lækna og er í sam- ræmi við þau lög og reglur sem um það gilda. Meginákvæðið í lækna- lögum um þagnarskylduna er á þá lund, að lækni ber að gæta fyllstu þagmælsku um öll einkamál, er hann kann að komast að sem lækn- ir. Þá segir í sömu lögum, að til allra vottorða og umsagna, er lækn- ir gefur út sem læknir, ber honum að vanda sem best og segja það eitt, er hann veit sönnur á, hvort sem vottorðin eða umsagnirnar eiga Ólafur Sigurgeirsson „Læknum er ekki sæm- andi, að votta slúður í umsögnum sínum, þeim er ekki sæmandi, að bera einkamál manna á torg.“ að vera til leiðbeiningar hinu opin- bera eða öðnim. Læknum er ekki sæmandi, að votta slúður í umsögn- um sínum, þeim er ekki sæmandi, að bera einkamál manna á torg. Einkamálin eiga að varðveitast hjá þeim, það segir læknaeiðurinn, siða- reglurnar og gildandi lög. Nafnbirt- ingar koma þessu máli hreint ekk- ert við. Að gefnu tilefni vil ég í lokin benda aðstoðarlandlækni á að fyrir lögfræðinga hafa gömul lög gildi, er þau skýra nýrri lög og ekki síst, ef þau hafa leitt til tiltekinnar laga- setningar. Höfundurer héraðsdómslögmaður. SPÆNSKUNÁMSKEIÐ 10 vikna hagnýt spænskunámskeið hefjast 30. sept- ember, fyrir byrjendur og lengra komna, hentar fólki á öllum aldri. Kennt í fámennum hópum. Upplýsingar og innritun í síma 91-685824 milli kl. 15:00-19:00, laugard. kl. 10:00-14:00. FJARNÁM; einnig er bqðið upp á fjarnám í spænsku. Málaskólinn HOLA - lifandi tunga - Ármúla 36, sími 91-685824. SPARK) - SETJIÐ SAMAN SJALF MmMamauKMaBm • X • X B jöminn býður upp á gott og íjölbreytt úrval efniviðar til smíði á eldhús- og baðinnréttingum og fataskápum. Fagmenn okkar sníða efnið eftirþínumþörfum. Þú setur innréttinguna saman sjálf(ur) og sparar þannig peninga. Komdu með þína hugmynd til okkar - fagmenn aðstoða þig Æ við að útfæra hana. c BJORNINN BORGARTÚNI28 S. 6215 66 ASSt fyéuw/í ótfMftÁúgg

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.