Morgunblaðið - 27.09.1991, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 27.09.1991, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ FOSTUDAGUR 27. SEPTEMBER 1991 Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra: Næsta skref að breyta skráningn gengisins JÓN Sigurðsson, viðskiptaráðherra, segir að eitt af næstu skrefum I breytingum á fjármagnsmarkaðnum sé að koma á nýju fyrirkomu- Iagi við gengisskráningu krónunnar. Það muni fela í sér að þróað- ur verði virkur gjaldeyrismarkaður hér á landi. Þetta kom fram við setningu ráðstefnu um banka- og fjármál sem haldin var í gær á Hótel Örk en þar var m.a. rætt um möguleika á að koma á fót hér á landi alþjóðlegri fjármálamiðstöð. í ávarpi sínu benti víðskiptaráð- herra á þær breytingar sem orðið hafa á fjármagnsmarkaðnum á síðustu árum. Hann sagði að þann- ig hefði bönkum verið fækkað úr sjö í þrjá, dregið hefði verið úr hlutverki ríkisins í bankakerfmu og bankarnir væru nú stærri og hagkvæmari en áður. Þá sagði hann að næstu skref myndu fela í sér samræmingu á löggjöf og reglum um íjármagnsmarkaðinn við alþjóðlegar eða evrópskar regl- ur. T.d. mætti búast við að ný lög um eiginfjárhlutfall banka sam- kvæmt svonefndum BlS-reglum yrðu samþykkt á Alþingi fyrir lok þessa árs. Jafnframt yrði smám saman dregið úr hömlum á gjald- eyrisviðskiptum og þróaður virkur gjaldeyrismarkaður. Hins vegar væri enn óráðið hvort krónan yrði tengd ECU. Þá kom fram í máli viðskiptaráðherra að einnig þyrfti að gera umbætur á verðbréfa- markaði og lánsfjármögnun ríkis- ins. Loks yrði stigið það skref að breyta ríkisbönkum í hlutafélög og einkavæða þá ásamt dótturfyr- irtækjum og fjárfestingarlánasjóð- um í eigu ríkisins. Reuter Afhent trúnaðarbréf íLettlandi Sigríður Á. Snævarr, sendiherra í Svíþjóð, hefur afhent forsetum Eistlands og Lettlands trúnaðarbréf sitt sem sendiherra íslands í þessum löndum. Sigríður afhenti Arnold Ruutel, forseta Eistlands, trúnaðarbréf sitt síðastliðinn þriðjudag. í gær afhenti hún Anatolijs Gorbunovs, forseta Lettlands, trúnaðarbréf sitt. Myndin var tekin í lettneska þinginu þegar Sigríður og Gorbunovs tókust í hendur eftir athöfnina. Fiskvinnslan: Afkoman er verst hjá minnstu frystihúsunum MAT Þjóðhagsstofnunar á rekstri botnfiskvinnslunnar á síðasta ári sýnir að afkoma fyr- irtækja í greininni var talsvert misjöfn. Upplýsingar um dreif- Sauðárkrókur: Upphaf þessa máls má rekja til handtöku þriggja ungmenna um tvítugt frá Akureyri sem síðan játuðu á sig fjögur innbrot á Akur- eyri, Dalvík og Sauðárkróki. Dan- íel Snorrason lögreglufulltrúi rannsóknarlögreglunnar á Akur- eyri segir að er ungmennin voru handtekin hafi strax vaknað grun- ur um að afbrot þeirra tengdust fíkniefnaneyslu. Við rannsókn ingu á afkomu fyrirtækja í frystingu sýna að taprekstur er einkum bundinn við fyrirtæki eða deildir með litla ársveltu en afkoman var mun betri með- málsins reyndist það rétt vera. Beindist þá gpnur að manninum á Sauðárkróki og hófst síðan sam- starf lögreglunnar þar, fíkniefna- deilar og lögreglunnar á Akureyri um rannsókn á honum. Þeirri rannsókn er nú lokið með fyrr- greindum niðurstöðum. Maður þessi er aðfluttur til Sauðárkróks en hefur átt þar lögheimili um nokkum tíma. al stærri fyrirtækja ef miðað er við hlutdeild fjármagns- kostnaðar í tekjum. Um þriðjungur fyrirtækja eða deilda innan fyrirtækja í salfisk- verkun-sýndu hagnað á síðasta ári, skv’. mati Þjóðhagsstofnunar á afkomudreifingu. Hreinn hagn- aður af frystingu á síðasta ári var 3% af tekjum en hreint tap af söltun 3,5%. Að sögn Ásgeirs Daníelssonar, hagfræðings hjá Þjóðhagsstofnun, standa þau fyr- irtæki betur sem eru bæði með útgerð og fiskvinnslu en að mati Þjóðhagsstofnunar eru 70-80% fískvinnslunnar í höndum útgerð- arfyrirtækja. Þjóðhagsstofnun hefur þó ekki gert nákvæma at- hugun á afkomu þessara fyrir- tækja sérstaklega. Arnar Sigurmundsson, formað- ur Samtaka fískvinnslustöðva, segir að þau muni á næstunni fara yfir niðurstöðu Þjóðhagsstofnunar um hag fískvinnslunnar sem nú sé rekin með 7,5% halla. Segir Amar að gera megi ráð fyrir hærri fjármagnskostnaði en Þjóðhags- stofnun geri í sínum útreikningum og því megi búast við enn lakari afkomutölum en komið hafa fram. F íkniefnahringnr var brotinn upp LÖGREGLAN á Sauðárkróki handtók í vikunni mann á staðnum sem grunaður var um sölu og dreifingu á fíkniefnum víða um Norðurland. Við handtökuna fannst hjá manninum nokkurt magn af hassi og lítilsháttar af amfetamíni. Rannsókn málsins er að mestu lokið en hún var unnin í samvinnu við rannsóknarlögregl- una á Akureyri og fíkniefnadeild lögreglunnar í Reykjavík. Vígslubiskup vígir dóttur sína til prests: Einsdæmi á Norðurlöndum og þótt víðar væri leitað SÉRA Bolli Gústavsson, vígslubiskup á Hólum í Hjaltadal, mun næstkomandi sunnudag vígja dóttur sína, Jónu Hrönn, til embætt- is sérþjónustuprests í Vestmannaeyjum. Það mun vera einsdæmi á Norðurlöndum og þótt víðar væri Ieitað að biskup vígi dóttur sína til prests. Vígsluathöfnin mun fara fram í Hóladómkirkju, og er að sögn sr. Bolla fímmta eða sjötta prestsvígslan, sem þar fer fram á þessari öld. Meðal vígsiuvotta verða eiginmaður Jónu Hrannar, sr. Bjarni Karlsson, sóknarprestur í Eyjum, og móðurbróðir hans, sr. Jón Dalbú Hróbjartsson, prófastur í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra, sem lýsir vígslu. Auk þeirra verða vígsluvottar sr. Hjálmar Jónsson, prófastur Skag- firðinga, sr. Bragi Friðriksson, prófastur í Kjalamesprófasts- dæmi, og sr. Eiríkur Jóhannsson á Skinnastað. Einsöng við athöfn- ina ‘Syngur Gerður Bolladóttir, systir vígsluþegans. Sr. Bolli Gústavsson sagði í samtali við Morgunblaðið að hann hefði fyrir því góðar heimildir að það hefði ekki gerzt áður á Norð- urlöndum að biskup vígði dóttur sína til prests. Norðurlandabúar eru einna fijálslyndastir þjóða hvað varðar prestsskap kvenna, nema Finnar. Engir kvenprestar eru í kaþólsku kirkjunni og ekki mikið um þá í öðmm kirkjudeild- um. Vígslan á Hólum á sunnudag- inn kynni því að vera sú fyrsta af þessu tagi. Breytingar á vöxtum ríkis- (^)Á og bankavíxla (45-60 daga víxlar) 1 í, sepi LANDSBANKINN lækkar vexti af bankavíxlum úr | Bh8,75% 14,00% 19, sept' ÍSLANDSBANKI lækkar vexti af bankavíxlum 18,75% 25. Sept. LÁNASÝSLA RÍKISINS lækkar vexti af ríkisvíxlum ur (18,50% 17,00% 26. Sept. Bankarnir hækka vexti af bankavíxlum ÍSLANDSBANKI Morgunblaðið/KG Breytingar á vöxtum ríkis- og bankavíxla Hér má sjá yfirlit yfir þær breyt- ingar sem hafa orðið að undan- fömu á vöxtum á ríkisvíxlum til skemmri tíma en 60 daga annars vegar og á vöxtum á 45-60 daga bankavíxlum _ íslandsbanka og Landsbanka íslands hins vegar. Landsbankinn reið á vaðið 11. september og lækkaði vexti um rúm 4,75. prósentustig. Rúmri viku síðar lækkaði íslandsbanki vexti á sínum um 4,5 prósentustig. Að- spurður um vexti á ríkisvíxlum sagði Pétur Kristinsson, fram- kvæmdastjóri Þjónustumiðstöðvar ríkisverðbréfa, í Morgunblaðinu 24. september að óvíst væri hvort þeir lækkuðu, það réðist af mark- aðsaðstæðum. Daginn eftir ákvað Friðrik Sophusson, fjármálaráð- herra, að vextir ríkisvíxla lækkuðu aðeins um 1,5 prósentustig og því svöruðu bankarnir daginn eftir með því að hækka vexti á sínum víxlum um 3,25%. Að öðrum kosti væri þeim ómögulegt að keppa á sama markaði og ríkisvíxlamir. S AS leggur niður flugleiðir Kaupmannahðfn. Frá Nils Jsrgen Bruun, fréttaritara Morgunblaðsins. Reuter. SAS-flugfélagið hefur ákveðið að hætta flugi á fimm flugleiðum frá Kaupmannahöfn til fjarlægra áfangastaða í sparnaðarskyni. Við það lcggjast 40% af úthafsflugi SAS frá Kaupmannahöfn niður. Áfangastaðimir sem SAS hættir flugi til frá Kaupmannahöfn em Seattle og Chicago í Bandaríkjun- um, Toronto í Kanada, Sao Paulo í Brasilíu og Singapore. Einnig verður flugleiðin milli Stokkhólms ogTampere í Finnlandi lögð niður. Curt Nicolin, stjórnarformaður SAS, sagði á blaðamannafundi að löngu flugleiðirnar til Chicago, Tor- onto og Sao Paulo hefðu komið illa út fjárhagslega og flugi á þeim leið- um hefði verið hætt í því skyni að bjarga öðrum löngum flugleiðum SAS. Nicolin staðhæfði að einungis væri um tímabundnar aðgerðir að r'æða. I I j ( ( ( I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.